Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 12

Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra kynnir skýrslu um einkaframkvæmd Talin henta vel vegna margra verkefna NEFND á vegum fjármálaráðherra leggur til í nýútkominni skýrslu að ríkisstjómin samþykki að leggja áherslu á að færa ýmis verkefni rík- isins til einkaaðila með svokallaðri einkaframkvæmd á næstu árum. Leggur nefndin til að skoðað verði sérstaklega hvort semja megi um einkaframkvæmd við uppbyggingu og rekstur Reykjavíkurflugvallar, þar sem einkaaðili tæki að sér að endurbyggja flugbrautir, reisa flug- stöð og annast reksturinn. í öðru lagi bendir nefndin á að rekstur heilsugæslustöðva sé kjörið verk- efni fyrir einkaaðila í þessu sam- bandi og loks er lagt til að einkaaðil- um verði falið að leggja til alla að- stöðu og þjónustu við Iðnskólann í Hafnarfírði á grundvelli einkafram- kvæmdar. í gær var svo undirritað- ur samningur milli ríkisins og Hafn- arfjarðarbæjar um nýja aðstöðu og rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði undir merkjum einkaframkvæmdar. Nefndin var skipuð í ráðherratíð Friðriks Sophussonar, fyrrv. fjár- málaráðherra, en Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur kynnt skýrslu nefndarinnar í ríldsstjóm- inni. Einkaframkvæmd felur í sér að ríkið gerir samning við einkaað- ila um að veita tiltekna þjónustu og era Hvalfjarðargöngin í reynd fyrsta einkaframkvæmdin hér á landi. Fjármálaráðhema segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort ráðist verði í einkafram- kvæmd við endurbætur á Reykja- víkurflugvelli eða vegna heilsugæsl- unnar. Tillögur nefndarinnar séu fyrst og fremst dæmi um hvemig hagnýta megi kosti einkafram- kvæmdar. Pessi mál verði þó skoð- uð á næstunni. „Þetta er aðferð sem þekkist víða um lönd og hefur gefist vel þar sem hún á við,“ segir Geir. Hann bendir á að þessi aðferð hafi fjölmarga kosti í fór með sér við réttar aðstæður. M.a. sé hagkvæmt fyrir ríkið að þurfa ekki að fjár- magna risavaxnar framkvæmdir í einu lagi og annast rekstur þeirra viðfangsefna sem um ræðir og einkaaðilinn geti notið kosta einka- rekstursins. Einkaaðilinn tekur áhættuna Nefndin bendir á í skýrslunni að með samningum um einkafram- kvæmd sé venjulega um að ræða verkefni sem krefjist umtalsverðrar fjárfestingar og er samnningstím- inn yfirleitt langur, eða 20-30 ár. Skarphéðinn B. Steinarsson, starfs- maður nefndarinnar, bendir á að mikilvægt sé að ríkið skilgreini ítar- lega þá þjónustu sem það vill beita sér fyrir að veitt verði og boðin út. Með samningum um einkafram- kvæmd fær einkaaðilinn forræði yf- ir hönnun, byggingu, fjármögnun, rekstrarfyrirkomulagi og öðra sem lýtur að veitingu þjónustunnar og hann tekur áhættuna af því að geta veitt þjónustuna og breytingum sem verða kunna á samningstíman- um. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að einkaframkvæmd megi nota á nánast hvaða sviði sem er þegar saman fari rekstur og fjár- festing og henti vel til fjölmargra verkefna. Framkvæmdir við flugvöllinn gætu hafist 1999 Bent er á í skýrslunni að á næstu misseram þurfi að hefja endurbygg- ingu Reykjavíkurflugvallar og byggingu flugstöðvar. Með einka- framkvæmd væri einkaaðilum falin bygging og rekstur flugbrauta, bygging og rekstur flugstöðvar og öll þjónusta við flugumferð. Flug- brautir verði áfram þrjár en skipta þurfi um undirbyggingu og yfírborð og gera þær þannig úr garði að þær uppfylh' allar kröfur sem gerðar era til flugbrauta. Þá bendir nefndin á að mætti hugsa sér að í flugstöðinni verði ýmis þjónustustarfsemi sem höfðaði til breiðari hóps en flugfar- þega, s.s. verslanir, veitingastaði og kvikmyndahús. Nefndarmenn telja að fela mætti einkaaðilum allan rekstur á flugvellinum, s.s. snjó- raðning, slökkvilið, viðhald og flug- umferðarstjóm. Flugvallarfyrir- tækinu verði veitt verulegt svigrúm til að ákveða hvaða starfsemi verði í flugstöðinni og á flugvallarsvæðinu. Kröfur stjórnvalda í útboðslýsingu verði að flugfélög og flugfarþegar eigi greiðan aðgang að þjónustu þar. Tekjur flugvallarfyrirtækisins verði fyrst og fremst þjónustugjöld sem greidd séu af notendum flug- vallarins. Nefndarmenn telja jafnframt að ætla megi að undirbúningur útboðs tæki 12-15 mánuði þannig að ef ákvörðun liggi fyrir fljótlega um að fara þessa leið, gætu framkvæmdir hafist á árinu 1999. Einnig er bent á í skýrslunni að vel mætti hugsa sér að einkaaðilum verði falið með samningi að byggja upp, fjármagna og reka heilsu- gæsluþjónustu. í útboðslýsingu væri þá m.a. skilgreint með ná- kvæmum hætti hvaða heilsugæslu- þjónustu ætti að veita. Lögregla eykur eftirlit á vegum Ríkislögreglustjóraembættið hefur fengið sérútbúna bifreið til umráða þar sem fram fer öndunarsýnataka úr þeim sem grunaðir eru um ölvunarakstur. Guðjón Guðmunds- son fylgdist með aðgerðum lögreglu á Reykjanesbraut í fyrrakvöld þar sem mörg hundruð ökumenn voru stöðvaðir. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI á samstarf við hin ýmsu lögregluemb- ætti um landið um eflda löggæslu á vegum úti sem lýtur meðal annars að því að draga úr ölvunar- og hraðakstri. Ríkislögreglustjóraemb- ættið leggur til tækjabifreið sem búin er fullkomnum mælitækjum sem koma í stað blóðsýnatöku hjá ökumönnum sem granaðir eru um ölvunarakstur. Auk þess leggur embættið til ómerktar lögreglubif- reiðir sem búnar era myndavélum sem greina hraða ökutækja. Sama gildir um þessar bifreiðar og varð- skip Landhelgisgæslunnar, enginn, utan lögreglunnar, veit hvar bílam- ir era hverju sinni. Öndunarsýni tekin í fyrrakvöld störfuðu lögreglulið- in í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og frá Ríkislögreglustjóra saman að eftirliti við afleggjarann að Vogum á Reykjanesbraut. Stöðvaðir voru mörg hundruð bílar og ökumenn krafðir um ökuskírteini. Sumir vora jafnframt beðnir um að blása í handhelda áfengismæla, svokallaða SD2 mæla, sem gefa vísbendingu um hvort ökumaður hafi haft áfengi um hönd. Mælist 0,45 prómill áfeng- is eða meira í útöndun er viðkom- andi færður yfir í tækjabifreiðina og telst frá þeirri stundu vera handtek- inn. Þar er hann látinn blása í annað og nákvæmara mælitæki sem tengt er tölvu og mótaldi. Það tæki mælir áfengismagn í milligrömmum í lítra (mgd), og sýni það t.d. 0,30 mg/1 er sú tela margfölduð með tveimur til að fá út áfengismagn í blóði í pró- millum. Vínandamagn í blóði mannsins telst því vera 0,60 prómill sem hefur í fór með sér ökuleyfis- sviptingu í einn mánuð og sekt upp á 24 þúsund kr. 23 mínútur í stað þriggja vikna 15 mínútur verða að líða milli íyrri mælingar og þeirrar seinni og sagði Hjálmar Björgvinsson lögreglumað- ur, sem ásamt fjóram öðram lög- reglumönnum hefur hlotið sérstaka þjálfun í öndunarsýnatöku í Noregi, ástæðuna vera þá að ökumaður gæti hafa fengið sér áfengissopa rétt áður en hann var stöðvaður. Það getur raskað áreiðanleika mælinganna. A þessu tímabili má hinn gnmaði einskis neyta. Samtals tekrn- sýna- takan og mælingin um 23 mínútur. Með blóðsýnatöku getur það tekið allt að þrjár vikur að fá niðurstöðu. Kosturinn við þessa nýju mæliaðferð er því ótvíræður, bæði fyrir þann sem sýnið gefur og lögreglu. Enginn reyndist undir áhrifum áfengis þær klukkustundir sem eft- irlitið stóð yfir á Reykjanesbraut- inni frekar en kvöldið áður þegar lögregluliðið á Selfossi ásamt Ríkis- lögreglustjóra héldu uppi eftirliti á Selfossi. Þar vora stöðvaðir 400-500 bflar. Nokkrir voru þó áminntir um að nota bflbeltin. Sérútbúin tækjabifreið Rfldslög- reglustjóra var tekin í notkun 25. júní síðastliðinn. Nýlega kom hún úr hringferð um landið og hafði ver- ið embættunum úti á landi til að- stoðar og sagði Hjálmar að óþarf- Morgunblaðið/Golli ÖKUMENN tóku lögreglunni almennt mjög vel þegar þeir voru stöðvaðir á Reykjanesbrautinni í fyrrakvöld. HJÁLMAR Björgvinsson lögreglumaður tekur öndunarsýni í sérútbú- inni bifreið Ríkislögreglustjóra. Sá er sýnið gaf var ekki handtekinn maður heldur starfsbróðir Hjálmars, Birgir Hilmarsson. lega margir ökumenn hefðu komið í mælingu inn í bílinn. Nýi tækjabúnaðurinn er þróaður í Bandaríkjunum. Nefnd sérfræð- inga sem skipuð var af norska dómsmálaráðuneytinu hefur, í sam- ráði við framleiðanda, aðlagað það að norskum kröfum. Dómsmála- ráðuneytið ákvað að sömu kröfur giltu hér á landi. Tækið mælir áfengismagn í útöndunarlofti með innrauðum Ijósgeisla. Við gegnum- lýsingu útöndunarlofts era notaðar sérstakar síur. Skynjari tækising greinir áfengismagn í útöndunar- lofti grunaðs manns mjög nákvæm- lega. AJlar niðurstöður geymast í minni tækisins og era þær fluttar um mótald og símkerfi til Ríkislög- reglustjóra. Tvö slík tæki era til í landinu. Annað þeirra er í tækja- bflnum en hitt er í vörslu Lögregl- unnar í Reykjavík. Tækin koma í stað hefðbundinnar mælingar á áfengismagni í blóði. Samkvæmt umferðarlögum má svipta þann sem neitar að láta önd- unarsýni í té ökurétti í eitt ár. Hraðamyndavélar Lögregluaðgerð, eins og sú við afleggjarann að Vogum í fyrra- kvöld, er ekki síst ætluð til að vekja ökumenn til umhugsunar um að slíkt eftirlit geti verið í gangi hvar sem er á landinu og menn hugsi sig um vandlega áður en þeir setjist undir stýri undir áhrifum. Tveir menn eru í sérútbúnu lög- reglubifreiðinni en annað gildir um ómerktar bifreiðar Rfldslögreglu- stjóra, sem eru tvær. Þar er aðeins einn lögreglumaður þar sem þeir sem gerast brotlegir era ekki stöðv- aðir. í bflunum eru hraðamyndavél- ar sem taka aðeins myndir af þeim bílum sem ekið er vel yfir leyfilegan hámarkshraða. Bílarnir eru tveir og fara þeir ört á milli lögregluum- dæma. Á myndunum kemur fram tími, dagsetning, staðsetning, mynd af bílnum og skráningamúmeri og oft einnig af andliti ökumanns. Bfl- eigandi fær síðan senda sekt. Hafi hann ekki ekið bílnum er honum skylt að upplýsa lögreglu um hver hafi ekið honum. Snorri Sigurjóns- son, hjá Ríkislögreglustjóra, segir að það kæmi ekki á óvart að hraða- myndavélum fjölgi á næstunni. Verslunarmannahelgin nálgast og má búast við að lögregla um allt land hafi uppi mikinn viðbúnað og eftirlit. Ljóst er að sérútbúin tækja- bifreið lögreglunnar verður í notk- un en enginn veit, nema lögreglan, hviU--.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.