Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 13
Amtsbókasafnið á Akureyri
Fjórar vélar frá jafnmörgum flugfélögum í Grímsey
Mikil aukning á
allri starfsemi
Morgunblaðið/Erlendur Haraldsson
Ný álma við Síðuskóla
Fjögur tilboð
FJÖGUR tilboð bárust í byggingu
nýrrar álmu við Síðuskóla, en þau
voru opnuð í gær. Kostnaðaráætl-
un hljóðaði upp á 75,1 milljón
króna.
SS-Byggir bauð lægst í verkið,
67,2 milljónir króna, eða 89,5% af
áætluðum kostnaði. Næstlægsta til-
boðið kom frá SJS-verktökum, 68,5
milljónir króna, 91,2% af kostnaðar-
áætlun. Þorgils Jóhannesson bauðst
til að vinna verkið fyrir 69,3 milljón-
ir króna og Fjölnir fyrir 72,1 milljón
króna, eða um 96% af kostnaðará-
ætlun.
Um er að ræða byggingu rúmlega
600 fermeti-a álmu en í henni verða
7-8 kennslurými. Verkinu á að vera
lokið 1. ágúst á næsta ári. Unnið er
að byggingu tveggja lausra kennslu-
stofa við Síðuskóla um þessar mund-
ir en þeim á að skila fullbúnum 10.
ágúst næstkomandi.
Farið var yfir tilboð í gær og mun
framkvæmdanefnd fjalla um tilboð-
in á fundi á mánudag.
Umferð innlendra ferðamanna hefur brugðist á Norðurlandi
MIKIL aukning einkenndi alla
starfsemi Amtsbókasafnsins á
Akureyri á liðnu ári að því er fram
kemur í ársskýrslu sem nýlega kom
út, en safnið varð 170 ára í apríl á
síðasta ári.
Alls voru útlán á síðasta ári tæp-
lega 153 þúsund sem er 23% meira
var árið á undan. Mest varð aukn-
ing útlána í september en þá jukust
þau um helming miðað við fyrra ár.
Útlán eru á bilinu frá rúmlega 10
þúsund upp í rúmlega 15 þúsund,
mest í janúar en minnst var lánað í
maí.
Bækur lesnar sem
alderi fyrr
Fram kemur í ársskýslunni að
það sé mikið ánægjuefni að Akur-
eyringar sýni safninu slíkan áhuga
og telur amtsbókavörður það til
marks um að upplýsingasamfélagið
sé farið að hafa áhrif á almenning,
sem nýti sér þjónustu safnsins í
stöðugt meira mæli. Þó svo að söfn
skólanna hafi styrkst dragi það
ekki úr aðsókn að Amtsbókasafn-
inu. Einnig sé athyglisvert að þótt
margir velti fyrir sér stafrænni
framtíð og að bókin sé deyjandi
fyrirbæri, sé raunin sú að bækur
og blöð séu lesin meira nú en
nokkru sinni áður. Enn eru bækur
og blöð um 85% þess efnis sem lán-
að er út af safninu, myndbönd eru í
öðru sæti, 7% og hljóðbækur í því
þriðja með 5%.
Gestum í lestarsal fjölgaði um
19% milli ára og bækur sem lánaðar
voru til afnota í salnum urðu fjórð-
ungi fleiri en árið áður. Hið sama er
uppi á teningnum þegar kemur að
millisafnalánum, en þar nam aukn-
ingin 144%.
Samvinna við Grímseyinga
Á síðasta ári var tekin upp þjón-
usta við Eyjabókasafnið í Grímsey,
sem felst í því að Amtsbókasafnið
lánar Grímseyingum á bilinu 200 til
300 eintök af bókum sem þeir hafa í
nokkra mánuði í senn. Þetta er
fyrsti vísir að þeirri stefnu sem boð-
uð er í nýjum lögum um almenn-
ingsbókasöfn og felst í aukinni þjón-
ustu stærri safna við hin minni.
Heimilt er að taka gjald fyrir slíka
þjónustu en í þessu tilfelli hefur það
ekki verið gert, heldur litið svo á að
um eins konar tilraunaverkefni sé
að ræða.
Æ stærri hluti af fjármunum til
rekstrar safnsins er eigið aflafé eða
framlög annarra en Akureyrarbæj-
ar. Árið 1990 var hlutur bæjarins í
rekstri safnsins 96%, en var á síð-
asta ári um 81%.
Annríki á
flugvellinum
ÞAÐ var heilmikið um að vera á
flugvellinum í Grímsey nú ný-
Iega, en þá voru íjórar flugvélar
á vellinum samtímis. Af og til
kemur það fyrir að íjórar flug-
vélar séu á fíugvellinum í Gríms-
ey á sama tíma, en þó er sjald-
gæft þegar þær eru frá fjórum
flugvélum eins og gerðist í þessu
tilfelli. Á myndinni má sjá flug-
vélar frá Flugfélagi fslands,
Leiguflugi, Jórvík og Mýflugi.
Helmingi færri Is-
lendingar á ferðinni
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
HUGA þarf að hjólinu áður en lagt er af stað í langferð, eins og
þessi tjaldbúi á tjaldstæðinu á Akureyri gerði í gærmorgun.
ÞVÍ er ekki að neita að lausaum-
ferð innlendra ferðamanna hefur
verið mun minni síðustu vikur en
vant er undanfarin sumur,“ sagði
Tómas Guðmundsson, forstöðu-
maður Ferðamálamiðstöðvar
Eyjafjarðar, en kulda- og vætutíð
á norðanverðu landinu hefur sett
nokkurt strik í reikning þeirra
sem stunda ferðaþjónustu. Miðað
við síðustu sumur má gera ráð fyr-
ir að fækkunin nú hlaupi á ein-
hverjum tugum þúsunda að sögn
Tómasar, en útlendingar eru þó
síst færri en verið hefur.
Tómas sagði að ferðaþjónustu-
fólk á svæðinu hefði orðið vart við
að mun færri innlendir ferðamenn
væru á ferðinni og væri það veðr-
ið sem gerði það að verkum. Gott
veður syðra þýddi að fólk þaðan
héldi sig á þeim slóðum, „og mað-
ur getur vel unnt þeim þess að
vera heima hjá sér í svona góðu
veðri“.
Einkum eru það tjaldsvæði,
gistihús og verslanir sem sam-
drátturinn kemur niður á, en
Tómas sagði hljóðið í hótelfólki
ekki slæmt. Mikið væri um útlenda
ferðahópa, þeir væru búnir að
skipuleggja sína ferð langt fram í
tímann og veðrið hefði ekki áhrif á
ferðalög þeirra.
Ekki hægt að
veðja á veðrið
Tómas sagði það ekki eins alvar-
legt þótt sumarsveiflan léti á sér
standa á Akureyri, ferðamanna-
straumur væri mikill til að mynda
bæði vor og haust í tengslum við
ráðstefnur, fundi og annað og eins
væri hann vaxandi að vetrinum.
Ástandið væri verra á þeim stöð-
um sem alfarið byggðu sína af-
komu á hinu stutta ferðasumri.
„Fyrir minni staði skiptir sumarið
öllu máli og vitanlega er það afar
slæmt þegar það bregst, en menn
verða að gera sér grein fyrir því að
veðrið er eitthvað sem ekki er
hægt að veðja á. Júlímánuður var
slæmur, en að margra mati er
besti tíminn framundan og ef veðr-
ið batnar geta menn bætt sér hann
upp.“
Algjört hrun
Ketill Tryggvason umsjónar-
maður í Vaglaskógi sagði fækkun
gesta mikla, en um helmingi færri
gestir hafa heimsótt skóginn mið-
að við árið á undan. Tvær síðustu
helgar hafa vart sést næturgestir
í Vaglaskógi. „Það er ekkert
óskaplega bjart yfir okkur, það
hafa enn sem komið er ekki komið
neinar stórar helgar," sagði Ket-
ill. „Við erum ekki með neina
fasta rútuhópa, hingað koma
næstum eingöngu íslendingar,
þannig að við verðum óþyrmilega
vör við þessa fækkun ferða-
manna," sagði Ketill.
„Þetta er algjört hrun,“ sagði
Haraldur Guðmundsson á tjald-
stæðinu Húsabrekku gegnt Akur-
eyri. Þetta er sjöunda sumarið
sem tjaldstæðið er rekið og sagði
Haraldur þetta það allra lakasta.
„Ég hef ekki séð það svartara,
ekki einu sinni 1993, sem var þó
aumt,“ sagði Haraldur en kvaðst
búinn að sætta sig við ástandið.
„Þetta á ekki að koma manni á
óvart, en auðvitað er þetta bölvað
þegar það ríður yfir,“ sagði hann.
Gestir Húsabrekku er að
minnsta kosti helmingi færri en
þeir voru í fyrra og sagði Haraldur
að Islendingar hefðu vart sést, það
væru útlendingar sem héldu þessu
uppi í sumar.
Messur
Guðsþjónusta í Akureyi-ar-
kirkju kl. 21 annað kvöld. Sr.
Svavar A. Jónsson messar.
Cantica-stúlknakórinn frá Hor-
sens í Danmörku syngur.
Sumartónleikar kl. 17 á sunnu-
dag. Cantica-stúlknakórinn
syngur, stjórnandi Klaus Lyng-
GLERÁRPRESTAKALL:
Messað verður í Lögmannshlíð-
arkirkju kl. 21 á sunnudags-
kvöld.
HVÍT ASUNNUKIRK J AN:
Bænastund í dag, laugardag,
frá 20 til 21. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar á morgun kl.
11.30. Aldursskipt biblíu-
kennsla og léttur hádegisverð-
ur á eftir. Samkoma sama dag
kl. 20, mikill söngur, G. Theó-
dór Birgisson predikar. Skrefið
á þriðjudag kl. 17.15. Landsmót
hvítasunnumanna hefst í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð
næsta fimmtudag.
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í
bílnum og orð hennar
hugfbst þegar þið akið.
Droitmn Guð, veit mér
vernd þina, og tát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ok þessari bifreiö.
i Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík, Hljómveri og
Shellstöðinni v/Hörgárbraut,
Akureyri, Litla húsinu,
Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri
AKSJON
Laugardagur 25. júlí
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í
ferðahug.
Surmudagur 26. júlí
21 .OOKSumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í
ferðahug.
Mánudagur 27. júlí
21 .OO^Sumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í
ferðahug.
Skemmtileg
verslun
TOTO
Hafnarstræti 98, Akureyri
sími 461 4022
Sumarhús til leigu
Nýlegt rúmgott sumarhús á rólegum stað,
22 km frá Akureyri.
Upplýsingar í síma 463 1355.