Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Katólsk messa
á Þykkva-
bæjarklaustri
Hnausum - Katólsk messa var á
Pykkvabæjarklaustri, í Álftaveri,
sunnudaginn 19. júlí sl., jafnframt
fyrsta katólska messan þar frá siða-
skiptum, 1550.
Sr. Jakob Rollard messaði og
minntist þess að 800 ár voru frá því
að Þorlákur Þórhallsson biskup var
tekinn í helgra manna tölu. En
Þorlákur var fyrsti ábótinn á
Þykkvabæjarklaustri. í hans tíð
var svo mikill ljómi yfir starfsem-
inni þar, að útlendir menn komu að
kynna sér hana, segir í Hungur-
vöku.
Klaustrið í Veri var stofnað 1168,
leið því nokkur tími milli þessara
tveggja viðurkenninga. Þorlákur
helgi nam í Frakklandi og einnig á
Englandi, þar eflaust bókagerð,
eins og Páll Jónsson gerði síðar, sá
er varð biskup og að lokum lagður í
steinkistuna í Skálholti.
Talið er að skóli hafi verið rekinn
á Þykkvabæjarklaustri og að þar
hafi lært Brandur Jónsson, síðar
ábóti þar og biskup, og sáttasemjari
í hörmungum Sturlungaaldar, þótt
oft til lítils kæmi, þrátt fyrir yfir-
burða mannkosti Brands Jónsson-
ar.
Ekki er vitað um bókagerð Þor-
láks helga, en vitað að Brandur
Jónsson átti við slíkt. Brandur
Jónsson var af Svínfellingaætt og
kemur sterklega til greina að hann
hafi komið að ritun Njálu, þar sem
allt er gert til að gera hlut Flosa
sem bestan, og ekki vantar þar
kirkjuleg áhrif í seinni hlutanum.
Þama var allt sem til þurfti: Rík-
asta klaustrið, bókagerðarfyrirtæki
forveranna og eflaust listamenn í
þjónustu.
Búið var, þar sem klaustrið stóð,
til 1945, en nærri 10 árum síðar
kom fram á sýslufundi í Vík, tillaga
um að reisa minnismerki á rúst-
inni, flutt af Eyjólfi Eyjólfssyni
hreppstjóra á Hnausum. Var sú til-
Morgunblaðið/Villyálmur
SR. JAKOB Rolland með messugestum fyrir framan altari heilags Þorláks í Þykkvabæjarklaustri.
laga samþykkt og sá Kristján Eld-
járn þjóðminjavörður, síðar forseti,
um þá framkvæmd. Var minnis-
merkið reist 1958 á rústum klaust-
ursins í Þykkvabæ í Veri, sem
áreiðanlega var örlagaríkt fyrir
menningu og sögu þjóðarinnar.
Gripir eru ekki frá gömlum tíma
í Klausturskirkjunni, aðeins ein
kórbjalla í Skógasafni. En tveir
sjakar á altari og ljósakrónan eru
úr franska spítalaskipinu St. Páli.
Þeir voru við messu í rjómalogni og
tóku ekki niður seglin. í miðri
messu stóð skipið fast í fjörunni
austan við Kúðaós. Skipverjar voru
komnir í land er Meðallendingar og
Alftveringar komu á strandstað,
nær samtímis. Fóru Alftveringar
yfir Kúðafljót norðan við ósinn.
Gamlar sagnir eru um að altari
Klausturkirkju í Álftaveri hafi frá
fyrstu tíð alltaf verið á sama stað.
Og bendir fleira til að svo sé.
Göngugarpur í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Sænski göngu-
garpurinn Eirk Reutersward,
sem er að ganga meðfram
strandlengju Islands, kom nýver-
ið til Stykkishólms. Hann kom
frá Grundarfirði þennan dag og
var dagleiðin 46 kílómetrar. Eins
og fram hefur komið í fréttum
hefur Erik gengið meðfram öli-
um ströndum Evrópu, nema fs-
lands og Irlands, og stefnir hann
á að ljúka því verkefni á næsta
ári. Hann hefur verið á göngu
síðustu átta ár. Hann hóf göng-
una á Seyðisflrði 18. júní sl. og
hefur hver dagleið verið um 50
km. Hann gengur þjóðveginn
meðfram ströndinni, en ef fínn-
ast gamlar gönguleiðir nær sjón-
um fer hann þær. Það á betur
við hann að ganga utan þjóðveg-
ar. Þar nær hann betri tengslum
við náttúru landsins, sem hann
er mjög hrifínn af. Hann gistir á
bændabýlum, ef þess er kostur.
Á þann hátt kynnist hann betur
fólkinu í landinu. Honum fínnst
íslendingar búa í stressuðu sam-
félagi, það sé eins allir búist við
eldgosi á hverri stundu og því
séu allir að flýta sér. Hann
dvaldi í Stykkishólmi einn dag til
hvíldar og skoðunar. Síðan hélt
hann göngu sinni áfram og fór
með Baldri yfir Breiðafjörð.
Áætlar Erik göngugarpur að
ljúka hringnum á Seyðisfirði 27.
ágúst og halda þá brott með
Norrænu.
Morgunblaðið/Guttormur Þormar
UNDIRBÚNINGSVINNA fyrir sáningu í gróðrarstöð
Barra. Húsið er 100 m að lengd.
Gert er ráð fyrir að hagnaður yfir-
standandi árs verði mun minni.
Ástæðan fyrir því er minni sala til
Skógræktar ríkisins en á síðasta ári,
auk minni framleiðslu í ár, sem kem-
ur fram í lækkun vörubirgða í árslok.
Fjárfestingum er haldið í lágmarki
og aðhalds er gætt með alla rekstr-
arþætti. Árið 1997 voru afhentar
samtals 1.816.000 plöntur frá gróðr-
arstöðinni Barra hf. og skiptist af-
hendingin þannig: Héraðsskógar,
vorafhending 641.000, haustafhend-
ing 353.000, samtals til Héraðsskóga
994.000. Samtals til Landgræðslu-
skóga 738.000. Önnur afhending en
til nefndra aðila nam 85.000 plöntum
á sl. ári. Megin uppistaðan í plöntu-
framleiðslunni er rússalerki, birki og
stafafura eða samtals 86%.
Sumarið 1997 var sáð tvisvar í
gróðurhúsið. Samtals var sáð í
2.486.000 hólf. Áætlað er að fram-
leiðslan skili um 1.875.000 plöntum
sem er rúmlega 75% nýting.
Barri hf. hefur tekið þátt í verk-
efni í samstarfi við Iðntæknistofnun,
RALA og Rannsóknarstofnun Skóg-
ræktar ríkisins, um smitun elris með
vaxtarhvetjandi örverum.
Verkefnið er styrkt af RANNÍS
og í ár fengust 1,9 millj. kr. í verk-
efnið. Þetta er annað árið sem verk-
efnið er í gangi og þegar hefur náðst
umtalsverður árangur með smitun
elrisplantna með hreinræktuðu
frankia-smiti. Nú eru til plöntur í
gróðrarstöð Barra sem smitaðar eru
með þessum hætti. Framkvæmda-
stjóri er Jón Kristófer Arnarson.
Hagnaður
hjá Barra
Geitagerði - Aðalfundur Barr hf.
Egilsstöðum var haldinn 2. júlí sl. I
skýrslu formanns, Sveins Jónssonar,
kom fram að hagnaður af rekstri fé-
lagsins á sl. ári nam 3.679.796 kr. og
er það verulega meiri hagnaður en
árið á undan. Þetta er fjórða árið í
röð sem félagið skilai’ hagnaði. Egið
fé félagsins er bókfært á kr.
51.607.000 sem er hækkun um 4,6
millj. kr. frá síðasta ári.
Sérstakur póst-
stimpill í Vestur-
farasetrinu
Hofsósi - í Vesturfarasetrinu á
Hofsósi var nýverið opnuð lítil sýn-
ing um póstinn og póstsamgöngur á
tímum fólksflutninga til Vestur-
heims. Er sýningunni ætlað að
minna á veigamikið hlutverk pósts-
ins fyrr á tíð og margþætt gildi
bréfanna sem fóru milli Ameríku og
Islands í kjölfar vesturferða.
Við opnun sýningarinnar flutti
Einar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri íslandspóstsj ávarp, en sýn-
ingin er styrkt af Islandspósti ehf.,
sem lét útbúa sérstakan póststimpii
fyrir Vesturfarasetrið. Gestir Vest-
urfarasetursins geta nú fengið bréf
og póstkort stimpluð á staðnum.
Stimpillinn sýnir gufuskip á sigl-
ingu og minnir á að í farmi skipanna
vestur um haf voru mikilvæg bréf
sem fluttu milli heimsálfa langþráð-
ar fréttir, fjármuni og skjöl. Við
opnun póstsýningarinnar voru bréf
og kort einnig dagstimpluð og
sýndu frímerkjasafnarar þessum
degi mikinn áhuga.
Að lokinni opnun sýningarinnar
flutti Böðvar Guðmundsson rithöf-
undur fyrirlestur um íslensku Amer-
íkubréfin. í fyrirlestrinum dró Böðv-
Morgunblaðið/Áslaug
SÉRSTAKUR póststimpill Vesturfarasetursins.
ar upp mynd af margvíslegu inni-
haldi og efni bréfanna; bai- þau sam-
an við Ameríkubréf í öðrum löndum
og fjallaði um sérstöðu þeirra. I fyr-
irlestri Böðvars kom glöggt fram að í
bréfunum eru fólgnar mildlvægar
heimildir, auk þess sem málsögulegt
gildi þeirra er einstakt.
Vísir að safni Ameríkubréfa
í Vesturfarasetrinu er vísir að
safni Ameríkubréfa, en setrinu
hafa verið gefin frumrit og afrit af
bréfum, sem eru eins og öll rit í
bókasafninu aðgengileg fyrir gesti
og fræðimenn. Að sögn starfsfólks
er stefnt að frekari söfnun, enda
mikill fengur í bréfunum og gera
þar góð afrit sama gagn og frum-
rit.
Sýningin um póstinn, sem er í
anddyri og verslun Vesturfaraset-
ursins, er opin alla daga frá
11-18.
MorgunblaðfyGunnlaugur
SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reutersward kom til Stykkishólms á leið sinni meðfram strönd íslands.