Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 15
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 15
VIÐSKIPTI
Deila olíufélaganna um auglýsinguna um „bestu dísilolíuna“
Málið tekið til
meðferðar að nýju
ESB leyfír
samruna
Chrysler/
Benz
Briissel. Reuters.
STJÓRN Evrópusambandsins
hefur veitt skilyrðislaust sam-
þykki fyrir sami-una bílafram-
leiðendanna Daimler-Benz í
Þýzkalandi og Chryslers í
Bandaríkjunum.
Eftirlitsyfirvöld ESB telja
að starfsemi fyrirtækjanna
muni skarast nokkuð, en að
þau muni mæta samkeppni
harðra keppinauta á við BMW,
dótturfyrirtækið Rover og
General Motors.
Samruni fyrirtækjanna mun
hafa aðeins takmörkuð áhrif í
átt til samþjöppunar í atvinnu-
greininni, segir í tilkynningu
frá framkvæmdastjóminni.
Daimler og Chrysler sögðu í
maí frá meira en 40 milljarða
dollara samningi um mesta
samruna iðnfyrirtækja til
þessa.
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
farið þess á leit við Olíufélagið hf.
Esso að það auglýsi ekki svokall-
aða gæðadíselolíu sem „bestu
díselolíuna" þar til endanleg niður-
staða samkeppnisyfirvalda liggur
fyrir í deilu olíufélaganna tveggja
um réttmæti þess hvort Esso megi
auglýsa bestu díselolíuna. Stofnun-
in fellst þar með á ósk Skeljungs
hf. um frest til 10. ágúst til að
koma að athugasemdum vegna
málsins.
Tildrög málsins eru þau að
Skeljungur sendi Samkeppnis-
stofnun kvörtun vegna auglýsinga
Olíufélagsins hf. Esso þar sem sú
fullyrðing kom fram að það seldi
„bestu díselolíuna." Skeljungur
rökstuddi erindið þannig að enginn
algildur mælikvarði væri til á gæð-
um díselolíu. Hugsanlega mætti
telja díselolíu Olíufélagsins besta á
mælikvarða brennisteinsmengunar
en t.d. ekki á mælikvarða vélar-
slits.
Samkeppnisráð gaf Olíufélaginu
kost á að sanna þá fullyrðingu, sem
auglýsingin byggðist á, enda væri
notkun lýsingarorða í efsta stigi,
t.d. best, óheimil í auglýsingum
samkvæmt samkeppnislögum,
nema auglýsandi gæti á auðveldan
hátt sannað mál sitt.
Vísindalegur samanburður
verður gerður
Eftir að Olíufélagið hafði sent frá
sér greinargerð vegna málsins taldi
Samkeppnisstofnun að ekki væri
ástæða til að gera athugasemdir
vegna auglýsingarinnar. Stofnunin
taldi að þar sem umrædda díselolí-
an innihéldi MFDA bætiefni væri
ekki ástæða til að gera athugasemd-
ir við notkun lýsingarorðsins „best“
vegna hennar.
I framhaldi af þessari niðurstöðu
hefur Skeljungur tilkynnt að lögð
verði fram frekari gögn í málinu
sem breyta muni íyrri niðurstöðu.
Hyggst félagið láta bera díselolíu
sína saman við dlselolíu Olíufélags-
ins með vísindalegum aðferðum.
Samkeppnisstofnun hefur nú fallist
á að málið verði tekið aftur til með-
ferðar og farið fram á það við Olíu-
félagið Esso að það auglýsi ekki
díselolíu sína sem „bestu díselolí-
una“ á meðan hún stendur yfir. Fær
Skeljungur frest til 10. ágúst til að
koma að frekari upplýsingum og at-
hugasemdum í málinu.
Landsvirkjun
Skulda-
bréfaútboð
undirbúið
LANDSVTRKJUN hefur að undan-
fórnu átt í viðræðum við innlendar
lánastofnanir um möguleika á því að
ráðast í skuldabréfaútgáfu hérlendis
á næstu vikum.
Stefán Pétursson, deildarstjóri
fjármáladeildar Landsvirkjunar,
staðfesti að fyrirtækið hefði í athug-
un að gefa út skuldabréf fyrir allt að
tveimur milljörðum króna á næst-
unni. ,Aðstæður eru ákjósanlegar
um þessar mundir þar sem lítið er
um hágæða skuldabréf til langs tíma
á markaðnum. Við teljum því að það
sé sóknarfæri fyrir Landsvirkjun að
gangast fyrir myndarlegri skulda-
bréfaútgáfu á næstunni. Ekki er þó
búið að ákveða hvenær ráðist verður
í útgáfuna né heldur endanlega fjár-
hæð hennar.“
Að sögn Stefáns stendur nú yfir
athugun á þvf hvort hagkvæmt sé að
gefa bréfin út í íslenskum krónum
samkvæmt evrópskum rammasamn-
ingi um lántökur (Euro Medium
Term Note).
Forstjóri Skeljungs segir lög um jöfnun á
flutningskostnaði mismuna olíufélögum
Hafa ótvíræð
áhrif á rekstur
KRISTINN Björnsson, forstjóri
Skeljungs hf. , segist vera afar
hissa á athugasemd Olíufélagsins
hf. sem birtist í Morgunblaðinu á
fimmtudaginn. Þar kom fram Olíu-
félagið teldi flutningsjöfnunarsjóð
vera til að jafna verð á olíuvörum
um land allt. Innheimta á flutn-
ingsjöfnunargjaldi og endur-
greiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði
hafi engin áhrif á rekstur olíufé-
laganna. Sem kunnugt er hefur
Skeljungur hf. sent kvörtun til
Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem
haldið er fram að framkvæmd laga
um jöfnun á flutningskostnaði
stangist á við meginreglur EES
um frjálsa samkeppni.
Kristinn segir Skeljung ekki
eiga neitt sökótt við Olíufélagið
varðandi flutningsjöfnunarsjóð.
„Við teljum hins vegar að lög um
sjóðinn mismuni olíufélögunum.
Að okkar mati liggur alveg fyrir að
sömu rök eiga alls ekki við nú og
fyrir 50 árum, þegar lögin um jöfn-
un á flutningskostnaði frá 1951
voru fyrst rædd á Alþingi. Að
halda því fram er dónaskapur við
skynsemi almennings. Gífurlegar
framfarir hafa orðið í samgöngum,
flutningatækjum og tækni í dreif-
ingu. Fiskiskipin sem nota olíuna
eru miklu stærri, geymar hjá
sveitabýlum eru mun stærri og
reyndar keyra flestir bændur nú-
orðið á næstu bensínstöð."
Kristinn segir að fullyrðing 01-
íufélagsins um að flutningssjóður
hafi ekki áhrif á rekstur olíufélag-
anna sé röng. „Olíufélagið greiðir
miklu minna í sjóðinn en það fær
út og við greiðum miklu meira í
hann en við fáum út. Þetta verður
til þess að liðurinn dreifingar-
kostnaður í rekstrarreikningi
Skeljungs er 25-40 milljónum
hærri á hverju einasta ári en ella.
Sami liður er að sama skapi 20-40
milljónum lægri hjá Olíufélaginu.
Ef menn halda fram að þetta hafi
ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu
kunna þeir ekki að lesa reikninga,"
segir Kristinn.
-----------------
Leiðrétting
í SÍÐASTA viðskiptablaði Morgun-
blaðsins gætti nokkurrar óná-
kvæmni í starfstitlalýsingu starfs-
manna Islenskrar erfðagreiningar.
Axel Nielsen er fjármálastjóri,
Hannes Smárason framkvæmda-
stjóri fjármála- og þróunarsviðs,
Elín Þórðardóttir forstöðumaður
fjárreiðu og Sveinn Valfells fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs ís-
lenskrar erfðagreiningar.
Nýjung á lánamarkaði við fjármögnun Kringlunnar
Utborgun láns hagað í
samræmi við greiðsluþörf
TEIKNING af fyrirhugaðri tengibyggingu Kringlunnar en hún tengir
saman á núverandi Kringlutorgi Kringluna 8-12 og Kringluna 4-6.
BYGGINGARKOSTNAÐUR
vegna stækkunar Kringlunnar nem-
ur um 200 þúsund krónum á fer-
metra sem er nokkru hærra en
tíðkast hefur að undanfömu við
byggingu verslunarhúsnæðis. Þrír
bankar lána til framkvæmdanna og
þykir óvenjulegt við þessa fjár-
mögnun að hluti lánsins er svokall-
að bundið veltilán (lánalína). Með
því er átt við að lánið er ekki allt
greitt út í einu, heldur er útborgun-
um þess háttað þannig að þær eru í
samræmi við greiðsluþörf sjálfra
framkvæmdanna.
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
hf. (FBA), Landsbanki íslands hf.,
og Union Bank of Norway hafa
samið við Eignarhaldsfélagið Kr-
ingluna hf. um að fjármagna fram-
kvæmdir vegna stækkunar Kringl-
unnar eins og fram kom í blaðinu í
gær. Aætlað er að kostnaður við
framkvæmdimar muni nema um
1.800 milljónum króna. Þetta mun
vera stærsta lánveiting, sem ís-
lenskir bankar hafa haft forgöngu
um til einkaaðila hérlendis.
Kringlan „sprungin"
Ragnar Atli Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
Kringlunnar hf., segir að fermetra-
verð vegna stækkunar Kringlunnar
þyki e.t.v. hátt en á hinn bóginn
megi benda á að vandað sé til verks-
ins og mikið lagt í frágang.
Áætlað er að arðsemi fram-
kvæmdanna verði 8-9%. Ragnar seg-
ir arðsemina viðunandi eða svipaða
og tíðkast við sambærilegar fram-
kvæmdir erlendis. Otvíræð þörf hafi
verið fyrir stækkunina enda sé Kr-
inglan í raun „sprungin“ og hún anni
ekki eftirspum um 50 daga á ári.
Þessi aðferð lengi
tíðkast erlendis
Það þykir sérstakt við lánveitingu
bankanna þriggja er að við hana er
notast við nýja aðferð, svokallaða
bundna veltilántöku, til að lágmarka
neikvæðan vaxtamun. Þessi aðferð
hefur lengi tíðkast erlendis við stór
fj árfestingarverkefni.
Vaxtakostnaður lántaka
lágmarkaður
Alexander Guðmundsson, hjá
FBA segir að með „bundnu
veltiláni sé útborgunum lánsins
hagað þannig að þær séu í samræmi
við greiðsluþörf sjálfra fram-
kvæmdanna. „í venjulegri lánveit-
ingu er yfirleitt um nokkrar stórar
útborganir að ræða, sem ekki em
endilega í samræmi við fjárþörf
verkefnisins, sem lánað er til. Með
því að haga útborgun lánsins í sam-
ræmi við greiðsluflæði er vaxta-
kostnaður lántaka á framkvæmda-
tíma lágmarkaður og lánveiting er í
samræmi við framgang fram-
kvæmdanna. Bundið veltilán gerir
einnig mögulegt að stjóma afborg-
unarferlinu innan vissra marka í
takt við tekjur fyrirtækisins. Þetta
fyrirkomulag getur haft vemleg
áhrif á vaxtakostnað lántaka að
teknu tilliti til áhættu,“ segir Alex-
ander.
1.500 starfsmönnum
sagt upp hjá Rover
Frankfurt. London. Reuters.
ROVER GROUP í Bretlandi, dótt-
urfyrirtæki þýzka lúxusbílafram-
leiðands BMW AG, hyggst segja
upp 1.500 starfsmönnum af 40.000
og taka upp fjögurra daga vinnu-
viku í tveimur verksmiðjum sínum
til að hamla gegn áhrifum styrk-
leika pundsins.
Bílaframleiðandinn hefur orðið
fyrir þungum búsifjum vegna
stöðugrar hækkunar punds gegn
marki og ætlar Rover einnig að
kaupa fleiri bílahluta erlendis, svo
að atvinna fleiri verkamanna í Bret-
landi mun komast í hættu. Til að
draga úr áhrifum hækkunar brezka
gjaldmiðilsins mun Rover auka
notkun erlendra bifreiðahluta í 25%
úr 15%.
Fyrirtækið, sem framleiðir
Rover, Land Rover, Mini og MG,
kveðst ætla að biðja 40.000 starfs-
menn sína í Bretlandi að taka upp
sveigjanlegri vinnutíma og segir að
það geti þýtt að hluti þeirra verði að
hætta til bráðabirgða þegar lítið sé
að gera.
Rover segir að ákveðið hafi verið
að grípa til þessara ráða eftir ítar-
lega athugun og misheppnaðar til-
raunir til að fá brezku stjómina til
að hlusta á kvartanir útflytjenda.
Skýrt er frá þessum aðgerðum,
þótt Rover búist við aukinni sölu og
er tilkynningin alvarlegustu skila-
boðin sem brezka stjórnin hefur
fengið á síðari mánuðum um áhrif
pundsins á iðnaðarframleiðslu og
atvinnu í Bretlandi. Pundið hefur
selzt á tæp þrjú mörk í rúmt ár, en
framleiðendur telja að raunverulegt
gengi þess sé 2,60 mörk.
Aðalverkalýðsfélag starfsmanna
Rover Group hefur mótmælt fyrir-
ætlunum fyrirtækisins og hugsan-
legri launalækkun starfsmanna, en
ekki hótað verkfalli.
í tilkynningu frá verkalýðsfélag-
inu sagði að vinnutími yrði styttur í
fjóra daga í viku á þessu ári og að á
næsta ári yrði 37 tíma vinnuvika
lengd án kauphækkunar.
Hluti af stærra máli
Talsmaður Ihaldsflokksins í við-
skipta- og iðnaðarmálum, John
Redwood, sagði að uppsagnimar
hjá Rover væm vandamál sem væri
ekki bundið við fyrirtækið og hluti
af stærra vandamáli í iðnaði, þar
sem uppsögnum færi fjölgandi.
„Ef allir framleiðendur fara að
dæmi Rovers verða meira en
250.000 störf í iðnaði lögð niður,“
sagði Redwood og skellti skuldinni
á Tony Blair forsætisráðherra og
Gordon Brown fjármálaráðherra.
Hlutabréf í móðurfyrirtækinu
hafa lækkað í verði vegna uppsagn-
anna hjá Rover, styrkleika pundsins
og vegna lakari afkomu fyrri hluta
árs.
Verð venjulegra bréfa í BMW
lækkaði um 5% í tölvuviðskiptum í
1.729 mörk, en forgangshlutabréfa
um tæp 13% í 1.033 mörk. Að sögn
BMW jókst nettóhagnaður á fyrri
hluta árs um 17% í 511 milljónir
marka, sem er verri afkoma en spáð
hafði verið.