Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
PAUL March og fjölskylda.
VIÐ Löngulínukajann
BJARNE og Jette.
þeir stærri og stæltari hressa sig á
bjór og romm-kók-dósum. Þarna er
á ferðinni Paul Morch með fjöl-
skyldu sína, börn og barnabörn, því í
dag er sérstakur dagur: I fyrsta
skipti um árabil hefur skipastigi í
Suðurhöfninni verið opnaður og því
hægt að koma að sunnan upp í höfn-
ina. Þessu fagnar Mprch-fjölskyldan
með helgarferð.
Mprch hefur ánægju af að dunda
við bátinn, sem er 2,3 tonna trébát-
ur, byggður á stríðsárunum. En
hann er þó vanur stærri skipum, því
hann var um árabil vélameistari á
Dronning Alexandrine og kom þá til
Islands aðra hverja viku. Það glaðn-
ar ærlega yfír honum að rifja upp
Kgl.
bókasafnið: Proviantgár-
den þar sem handritin
voru einu sinni geymd.
þarna á lúxusfleyjum eða skemmti-
ferðaskipum. Við vitann á enda
hafnargarðsins hefur fallegur lítill
trébátur lagst að til að sækja fjöl-
skyldunni morgunhressingu. Börn
og barnslegar sálir fá sér ís úr ís-
búðinni á hafnargarðinum, meðan
M 1 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 21
minningarnar, því á íslandi eignað-
ist hann góða vini, sem sýndu hon-
um landið. Hlýlegt fólk og heitar
laugar: Þannig man hann ísland. En
hann man líka að honum fannst
Reykjavíkurbragurinn meira amer-
ískur en norrænn. Seinna í sumar
liggur leiðin hins vegar til Frakk-
lands, þar sem fjölskyldan ætlar að
leigja fljótabát og sigla um Bour-
gogne, eftir að hafa kynnst Austur-
Englandi á þennan hátt í fyrra.
Fallegastí blettur
borgarinnar?
Frá iðandi mannlífinu við Löngu-
línu og ferðamönnunum, sem frá því
strax í bítið streyma fótgangandi og
í rútum að litlu hafmeyjunni, er að-
eins um tíu mínútna hjólatúr niður í
garðinn við Konunglega bókasafnið.
Það ríkir himnesk friðsemd og ró í
þessum garði sem að mati okkar
sumra er fallegasti og sérstæðasti
blettur borgarinnar. Verið er að
byggja við safnið, en í gamla Próví-
anthúsinu voru íslensku handritin til
húsa um áratugabil.
Hingað rekst aðeins stöku túristi
á stangli. „Bello, bello,“ fallegt, fal-
legt, segir ítölsk kona á efri árum,
sem gengur inn í garðinn ásamt
manni sínum. Þau láta sér nægja að
láta augun reika þarna eitt augna-
blik, áður en næsti staður er heim-
sóttur og honum lokið af, væntan-
leg_a á sama hátt.
Á bekk situr par, spjallar saman
og borðar mat, sem þau hafa komið
með að heiman. Umræðuefnið er
hvort þau ættu að flytja í vistvænt
sambýli úti á Norður-Sjálandi. Bjar-
ne og Jetta búa úti á Amager, sakna
þess örlítið að hafa ekki garð, svo
þau hafa tekið upp þann sið þegar
vel viðrar að koma á sunnudags-
morgnum í bókasafnsgarðinn. „Það
er fínt að eiga garð á þennan hátt,“
segir Jette með bros á vör. „Þá hef-
ur maður bara ánægjuna og enga
fyrirhöfn." Fyrirhöfnin er í höndum
bæjarstarfsmanna, sem hugsa
makalaust vel um garðinn.
En það hefur sumsé hvarflað að
þeim að flytja úr borginni, því þó
þau séu fjarska ánægð með að búa
alveg við miðborgina þá lokkar nátt-
úran ögn. Á móti kemur að það tek-
ur 70 mínútur að komast í vinnuna
og annað eins að fara heim aftur.
Ekki auðvelt val.
Vistvænt og lífvænt
Á Ráðhústorginu er aldrei þessu
vant eitthvað um að vera. Torgið er
hálfgerður vandræðagepill borgar-
innar. Sjálft ráðhúsið frá aldamótun-
um er glæsilegt, en það er eitt um
glæsileikann þarna við torgið, sem
var gert upp í tilefni menningarárs-
ins 1996, án þess að það batnaði til
muna. Torgið er of stórt til að vera
notalegt og húsin í kring í fremur
óáhugaverðum stíl og útbíuð ljósa-
auglýsingum megna ekki að skapa
því áhugaverðan ramma.
En þennan morgun er þarna
markaður með vistvænum vörum,
því það er vistvæn vika í borginni
þessa dagana. Jprgen Sorensen er
þarna með afurðir sínar, grænmeti,
hunang og fleira gott. Jarðarberin
era alveg sérlega falleg. Hann hefur
ræktað vistvænt um langa hríð, var
byrjaður löngu áður en það komst í
tísku og þekkir Dani, sem starfa við
vistvænan landbúnað á íslandi. Þar
ætti að vera kjörið umhverfi fyrir
slíkan landbúnað, álítur hann.
Frá Ráðhústorginu er aðeins tíu
mínútna hjólatúr yfir vötnin og út á
Austurbrú. Hinn víðfeðmi Fælled-
parken tekur við þeim, sem ætla sér
að spila fótbolta, stunda aðra leiki,
sóla sig eða sýna sig og sjá aðra.
Þarna safnast saman vinnufélagar
og nágrannar. Afmælisveislur eru í
gangi, auðvelt fyrir æft auga að sjá,
þvi þá er pappírs-Dannebrog rekin
niður um víðan völl. Á borðum, öllu
heldur á grasinu, er þá rjómakaka,
sem innfæddir kalla lagköku og sem
er með ómerkilegri kökutegundum
fyrir alla aðra en Dani: Svampbotn-
ar með sultu og rjóma og svo
kannski glassúr eða súkkulaði yfir.
Sólin er komin hátt á loft. Það
fjölgar jafnt og þétt í garðinum,
enda komið yfir hádegi og hvað þá
tekur við er auðvitað allt önnur
saga. Þessi sunnudagsmorgunninn
er liðinn...
J0RGEN Sorensen á vistvæna markaðnum.
Hverjum Fiat Marea Weekend
1.6 ELX sem seldur er fyrír
15. ágúst fylgir 5 manna
risahústjald frá Skátabúðinni.
Fiat Palio Weekend
Mikill bíll fyrir 1.190.000
Hústjald + bíll
kr. 1.550.000
Istraktor =