Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 23
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 23
MARGMIÐLUN
Talað við leiðinlegt fólk
KONAMI gaf nýlega út hlutverka-
og ævintýraleikinn Mystical Ninja
(Starring Goemon). Mystical Ninja
er um ferðalanginn Goemon sem
hefur ákveðið að stöðva geimver-
umar sem lentu í risastóru geim-
skipi (sem lítur út eins og ferskja) í
Oedo-þorpinu. Leiðin þangað er
full af hættum, og bæjum, sem
Goemon þarf að yfírstíga og sigr-
ast á.
Goemon hefur með sér þrjá fé-
laga sem hann getur notað í neyð-
artilfellum, en félaginn kernur þá í
stað Goemon þegar þörf er á. Fé-
lagamir em hin kvenlega Ebisum-
aru, hinn fljúgandi Sasuke og haf-
meyjan Yae. Hver leikmaður hefur
sinn eigin töfrakraft og hreyfíngar.
Ovinir leiksins ráðast á leikand-
ann og sumir láta hann missa
orku, sumir peninga og svo
framvegis. Mikill fjöldi er
af mismunandi óvinum.
A leið sinni yfir landið rekst
Goemon á marga, bæði vini og
óvini. Meirihlutinn af þessu fólki
bullar bara eitthvað sem þú þarft
ekkert að vita en svo koma inni á
milli fróðleiksmolar sem þú þarft
að vita. Þetta þýðir það að Goemon
þarf að eyða fleiri ldukkutímum í
að tala við leiðinlegt fólk sem hefur
í raun ekkert að segja. Þetta verð-
ur leiðigjarnt afai' fljótt og dregur
leikinn ansi mikið niður.
Grafík leiksins er með afbrigðum
góð þrátt fyrir fjölmarga galla í
umhverfi hans. Sumir gallamir eru
líklega vísvitandi vegna þess
hversu greinilegir þeir eru;
tökum sem dæmi þegar
Goemon þarf að ná sambandi við
kónginn til að komast út úr þorp-
inu sínu. Þá þarf hann að eyða
löngum tíma í að komast fram hjá
vörðum sem eru um það bil 30 sm
háir og Goemon getur bæði stokkið
yfír þá og grindverkið
við hliðina á þeim, þó
stoppar hann bara á ósýni-
legum vegg.
Mystieal Ninja hefði
getað orðið frá-
bær hlut-
verkaleikur, en
kemur í stað-
inn út sem
leiðigjam leikur
þar sem allt
tekur of mikinn tíma og efasemdir
vakna strax um hvort hann sé tím-
ans virði.
Ingvi M. Árnason
LEIKUR
Mystical Ninja, leikur fyrir
Nintendo 64 frá Konami.
VEFFÖNG
Tvöfalt hrað-
virkari en hvað?
ÞEGAR örgjörvar
eru teknir til kosta
horfa menn yfirleitt
fyrst og fremst á
hraðann, þ.e. tiftíðn-
ina, þó að hún segi
vissulega ekki alla
söguna. Miklu skipt-
ir til að mynda
hvemig búið er að
örgjörvanum í við-
komandi tölvu og einnig hverrar
gerðar hann er, hvort hann er
RISC líkt og PowerPC-örgjörvi
Motorola, CISC líkt og Intel-ör-
gjörvarnir vora fram að Pentium,
eða blanda af hvora tveggja, líkt og
Pentium II.
Apple berst nú fyrir lífi sínu á
einkatölvumarkaðnum og hefur
orðið vel ágengt meðal annars með
snjöllum auglýsingum þar sem
snigill silast áfram með Pentium II
örgjörva á bakinu. Enda stæra
Apple-menn sig af því að G3
PowerPC-örgjörvinn sé sá öflugasti
sem völ sé á og hafa nokkuð til síns
máls. Ekki er munurinn þó eins
mikill og þeir vilja vera láta, að
minnsta kosti er því haldið fram í
grein í tölvublaðinu Boot að Apple
sé að hagræða sannleikanum.
Boot er helgað PC-samhæfðum
tölvum og rétt að hafa það í huga
áður en lengra er haldið, en höf-
undur gi'einarinnar er meðal rit-
stjóra Byte, eða réttara sagt var,
því Byte er hætt að koma út.
í greininni segir Tom Halfhill
að Apple noti forritasafn sem kall-
ast BYTEmark og sé sérhannað
fyrir hraðamælingar á tölvum.
Hann nefnir sem dæmi tilraunir
sem Macintosh-blaðið MacAddict
hafi gert þar sem blaðið ber sam-
an 333 MHz Pentium-tölvu og 266
MHz Macintosh G3 og fær út að
Makkinn sé allt að því tvöfalt
hraðvirkari. Þetta segir Halfhill í
raun hálfan sannleika, því sé rýnt í
niðurstöðurnar komi í ljós að ör-
gjörvinn sé vissulega mun hrað-
virkari, en tölvan sjálf sé ekki telj-
andi hraðvirkari, að minnsta kosti
ekki í ýsmum Photoshop-aðgerð-
um sem framkvæmdar voru í
prófuninni.
I greininni segir Halfhill að rit-
stjórn Byte hafi ákveðið að fram-
kvæma sams konar prófanir í kjöl-
far auglýsingaherferðar Apple og í
ljós hafi komið að þó að örgjörvinn
sé upp í tvöfalt hraðvirkari hafi
Pésinn verið hraðvirkari í ýmsum
aðgerðum sem gefi til kynna að
Makkinn sé ekki að nýta allt aflið.
Hann klykkir og út með því að í
auglýsingunum segi Apple að ör-
gjörvinn í G3-gerðinni sé allt að því
tvöfalt hraðvirkari en örgjörvinn í
Pentium II-tölvum, en engu sé lof-
að með hraðann á sjálfii tölvunni.
Mestu ræður í því sambandi að
innri gerð MacOS-stýrikerfisins er
gamaldags og Makkamenn bíða í
ofvæni eftir MacOS X sem kemur
að ári.
•Sífellt verður auðveldara að afla
sér upplýsinga um opinberar
stofnanir fyrir tilstilli Netsins, þó
þar á bæ hafi menn verið lengi að
taka við sér. Stjórnarráðið hefur
komið sér upp umfangsmikilli
heimasíðu, http://www.stjr.is/, þar
sem meðal annars má komast á
síður ráðuneytanna sem öll virð-
ast með heimasíður nema félags-
málaráðuneyti og landbúnaðar-
ráðuneyti af einhverjur orsökum.
Mjög er þó misjafnt hversu langt
á veg ráðuneytin era komin með
að nýta sér Netið. Þannig fæst
upp tóm síða sé beðið um forsæt-
isráðuneytið, þó tenglar séu í
dálki vinstra megin á síðunni, og
sömu sögu er að segja um sam-
gönguráðuneytið, utan að á þeirri
síðu er myndskreyting. Vefimir
era líka mislangt á veg komnir,
en miðar í rétta átt.
•Með fyrstu opinbera stofnunum
til að koma sér fyrir á Netinu er
Alþingi Islendinga sem hefur
jafnt og þétt bætt þjónustu við
Netverja. Þannig er hægt að afla
sér upplýsinga um alþingismenn,
lesa ræður þeirra og kynna sér
fyrir hvaða málum þeir hafa beitt
sér á þingi. Einnig er hægt að
leita í gagnasafni Alþingis að
texta framvarpa og fylgjast með
því hvernig málum miðar í gegn-
um þingið, þó ekki séu upplýsing-
arnar alveg nýjar. Mest um vert
er þó að hægt er að leita að end-
anlegum lagatexta í öflugri texta-
leit. Slóðin er http://www.alt-
hingi.is/.
•Ríkistollstjóraembættið hefur
verið opið fyrir tækninýjunum og
þannig er nokkuð um liðið síðan
embættið fór að taka við EDI-
færslum. A vefsetri Ríkistoll-
stjóra, http://www.tollur.is/, er
mikinn hagnýtan fróðleik að
finna, meðal annars Tollahandbók
II - Tollskrá 1998 og hægt að
leita í henni að atriðisorðum.
Ekki er enn hægt að fylla út toll-
skýrslur á vefnum en kemur ef-
laust að því.
•Vefsetur Landlæknisembættis-
ins er ekki mikið fyrir augað, en
gagnlegt. Þeir sem eru í ferða-
hugleiðingum geta til að mynda
komist yfir miklar upplýsingar
um smitsjúkdóma í framandi
löndum og hvernig best sé að
haga ferðum sínum til að komast
hjá því að smitast. Einnig er á
setrinu umfangsmik-
ið safn laga varðandi
heilbrigðisþjónust-
una, sitthvað er um
nokkur fíkniefni, am-
fetamín, barbítúröt,
„Designer11 efni,
kannabis, kókaín,
LSD og ópíöt. Þar
era og atvinnuaug-
lýsingar og lækna-
skrá sem hver og
einn getur meira að
segja sótt inn á tölvu
sína, en hún er á átt-
unda hundrað bæta
óþjöppuð.
•Lögreglan í
Reykjavík hefur ekki
náð að koma sér upp
nema heimasíðu þar
sem stendur að vefsíða Lögregl-
unnar í Reykjavík verði opnuð
síðar. Samkvæmt upplýsingum á
síðunni var síðast átt við síðuna 3.
febrúar sl. Slóðin er
http://www.police.is/.
•A vefsetri ísafjarðarbæjar hef-
ur Slökkvilið ísafjarðar komið sér
vel fyrir. Á slóðinni
http://wwTA'.isafjord-
ur.is/is/slokkvilid/main.htm má
lesa sitthvað um slökkviliðið,
hvernig kalla eigi það til ef vá ber
að höndum, en einnig er skrá yfir
tól slökkviliðsins, sagt frá aðdrag-
anda þess að það varð til og gagn-
merk myndskreytt frásögn er af
Fellsbrananum, mesta brana í
sögu Isafjarðar.
•Nokkuð er síðan Reykjavíkur-
borg kom sér upp vefsetri sem
vex óðfluga. Þar er saman komið
gríðarlegt magn upplýsinga um
stofnanir borgarinnar, meðal ann-
ars síma- og bréfsímanúmer, nöfn
forstöðumanna og einnig nefndar-
manna fjölmargra nefnda á veg-
um borgarinnar. Sem vonlegt er í
svo stóra apparati sem stjómkerfi
Reykjavíkurborgar er er sum-
staðar lítið á bak við tengla, og
þannig fékkst auð síða þegar búið
var að rekja sig inn vefinn á Ár-
bók Reykjavíkur. Slóðin er
hppt://www.rvk.is/.
Alvöru vél á netið!
■J Boss ATX turnkassi
■I Pentium II Celeron 266 Mhz
■1 15" skjár
■l 32 MB SDRAM vinnsluminni
■l Grafixstar 4Mb skjákort
■l 32x hraða geisladrif
■I Sound Blaster 16 hljóðkort
■1 280 watta hátalarar
■I 33.600 bps mótald með faxi
og símsvara
■I 4 mán. Internetáskrift hjá
Islandia eða Margmiðlun
■1 Windows lyklaborð
■I Logitech PSI2 mús
■1 Windows 95 stýrikerfi .
Colorpag<
myndlesa
y30 bita myndlesari
A4 • 4800 pát
prentaraportstengdur
Netvélin:
Pentium II
BT • SKEIFAN 11 • SIMI 550-4444 • PÓSTKRÖFUSÍMINN 550-4400