Morgunblaðið - 25.07.1998, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ
30 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
Ariane og
Aristeion
„Meðal menningaráœtlana Evrópusam-
bandsins er Ariane-bókmenntaáœtlunin
sem m.a. veitirstyrki tilþýðinga bók-
menntaverka. Evrópusambandið veitir
einnig bókmenntaverðlaun sem nefnast
Aristeion og hljóta þau evrópskir rithöf-
undar og þýðendur. “
Ariane er ein af áætl-
unum Evrópusam-
bandsins og var sett
á stofn sem tilrauna-
verkefni 1. janúar
1996. Styrkir verða veittir á
þessu ári, en síðan er gert ráð
fyrir að áætlunin verði lögð nið-
ur ásamt ýmsum öðrum menn-
ingaráætlunum sambandsins og
má þar nefna Kaleidoscope.
Unnið er að nýrri skipan þessara
mála hjá framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins og er stefnt
að því að hún
VIÐHORF
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
verði tilbúin ár-
ið 2000 fái hún
samþykki Evr-
ópuþingsins og
-ráðsins.
Ariane-bókmenntaáætlunin
hefur þrjú meginmarkmið: 1. Að
styrkja þýðingar á bókmenntum,
leikritum og fræðibókum. 2. Að
styrkja kynningu á evrópskum
bókmenntum og verkefni sem
ætlað er að auka lestur í Evrópu.
3. Að auka samvinnu fagfólks og
miðlun upplýsinga þeirra á milli.
Þegar talað er um að styrkja
þýðingar á bókmenntum er eink-
um átt við bókmenntir tuttug-
ustu aldar og þá seinni hluta ald-
arinnar með tilliti til útgáfu og
víðari útbreiðslu. Verk eru
styrkhæf hafi þau verið gefin út
á a.m.k. tveimur opinberum
tungumálum Evrópusambands-
ins/Efnahagssvæðisins auk frum-
máls. Verk þurfa ekki að hafa
verið þýdd áður á tvö tungumál
Evrópusambandsins/Efnahags-
svæðisins ef um er að ræða lítil
málsvæði, en til þeirra telst ís-
lenska og önnur Norðurlandamál
auk hollensku, grísku og portú-
gölsku.
Ljóst er að Ariane-bók-
menntaáætlunin hefur gert gagn
með því að styrkja útgáfu bók-
mennta og önnur bókmenntaleg
verkefni (218 bækur hafa notið
styrkja). Nokkuð mun hafa runn-
ið beint til íslands og einnig til
erlendra útgefenda og stofnana
sem gefið hafa út og kynnt ís-
lenskar bókmenntir og höfunda.
Islendingar, sem taka seint við
sér þegar um alþjóðlegt samstarf
er að ræða, hafa vegna aðgerða-
leysis oft misst af góðum tækifær-
um.
Það var fyrst í fyrra sem Is-
lendingar urðu þátttakendur í
Aristeion og komu því í verk að
tilnefna rithöfunda og þýðendur
til verðlauna. Nú eru eftirfarandi
tilnefningar frá Islandi: Matthías
Johannessen er tilnefndur fyrir
ljóðabók sína Vötn þín og vængur
og Þórarinn Eldjárn fyrir skáld-
söguna Brotahöfuð. Pétur Gunn-
arsson er tilnefndur fyrir þýðingu
sína á skáldsögunni I leit að glöt-
uðum tíma eftir Marcel Proust og
Bernard Scudder fyrir enska þýð-
ingu skáldsögunnar Svansins eftir
Guðberg Bergsson.
Aristeion-bókmenntaverðlaunin
eru veitt árlega einum rithöfundi
og einum þýðanda frá löndum
Evrópusambandsins að viðbættu
íslandi og Noregi. Hvert land
leggur fram tvö frumsamin skáld-
verk og tvö þýdd. Verðlaunin eru
20.000 ECU (Rúm ein og hálf
milljón ísl. kr.) á mann. Dóm-
nefndin, sem að þessu sinni lýkur
störfum í menningarhöfuðborg
ársins, Stokkhólmi, 28. septem-
ber, samanstendur af þeim sem
tilnefna bækumar. íslendingamir
eru skáldin Sigurður Pálsson og
Kristján Þórður Hrafnsson.
í fyrra hlutu verðlaunin ítal-
inn Antonio Tabucchi fyrir
skáldsöguna Sostiene Pereira og
Þjóðverjinn Hans-Christian Oes-
er fyrir þýðingu skáldsögunnar
The Butcher Boy eftir Irann
Patric McCabe. Meðal fyrri
verðlaunahafa má nefna Hertu
Muller, Juan Marsé, Salman
Rushdie og Christoph Rans-
mayr.
Verk margra kunnra rithöf-
unda eru tilnefnd að þessu sinni
eða 65 eftir höfunda frá 17 lönd-
um. Þar era í sveit Elfriede
Jelinek frá Austurríki, Hugo
Claus, Belgíu, Bo Carpelan,
Finnlandi, José Saramago,
Portúgal, Eduardo Mendoza,
Spáni, Göran Sonnevi, Svíþjóð,
og Ted Hughes, Englandi.
Fyrrnefnt plagg um skipan
menningarmála 2000-2004, sem
nú liggur fyrir í frumdrögum,
gerir ráð fyrir að menningar-
nefndirnar verði sameinaðar og
samþættingu þessara mála kom-
ið á. Ýmislegt úr heimi upplýs-
inga- og tölvusamfélagsins verð-
ur þá meira áberandi og telja
menn að æðri listir muni að ein-
hverju leyti gjalda ásóknar
fjöldamenningarinnar eða lúta
fyrir þeirri skilgreiningu sem
sækir á, að menningin sé ekki
eingöngu í hinum fögru listum.
Vísindi, umhverfismál, friðarbar-
átta, samstaða þjóða (líka utan
Evrópu), styrkir til menningar-
höfuðborga o.fl. geta þannig
höggvið stór skörð í framlög til
menningarmála sem áður voru á
snærum áætlananna. Haft hefur
verið á orði að lítið fari til dæmis
fyrir bókmenntum í drögunum,
en kannski er ástæðulaust að ör-
vænta um þær.
Sérfræðinganefndir hafa áður
fjallað um allar umsóknir til
menningarnefndanna eftir að
starfsmenn framkvæmdastjórn-
arinnar hafa yfirfarið þær með
það í huga að þær falli undir
gildandi reglur og séu rétt frá-
gengnar. Embættismannanefnd-
ir hafa síðan fundað með fram-
kvæmdastjórninni áður en end-
anlegar ákvarðanir hafa verið
teknar. Eflaust hefur þetta
stundum þótt þungt í vöfum. Ný
skipan mála í höndum einnar
sameiginlegrar nefndar einfaldar
starfið en getur ekki komið í veg
fyrir ágreining og ýmiss konar
misræmi, m.a. pólitískar ákvarð-
anir, fjármálalegar, landfræði-
legar o.s.frv. Of snemmt er þó að
fullyrða um plagg sem aðeins
liggur fyrir í drögum, en endan-
leg gerð þess mun skipta vera-
legu máli fyrir íslendinga jafnt
sem aðrar Evrópuþjóðir.
í samanburði við aðrar áætl-
anir hefur langminnst runnið til
Ariane-bókmenntaáætlunarinn-
ar, en miklar fjárhæðir aftur á
móti til Kaleidoscope (listir í
stærra samhengi) og Raphael
(menningararfurinn).
AÐSENDAR GREINAR
Um dapurlegar hvatir
ærlegs stjórnmálamanns
í Morgunblaðinu 16.
júlí sl. birtist grein
eftir mig undir heit-
inu „Þegar máttar-
stólpar reynast vera
kalkvistir". Þar deildi
ég nokkuð á einstak-
linga sem verið hafa
að yfirgefa Alþýðu-
bandalagið á undan-
förnum vikum. Voru
þar settar fram tvær
kenningar til að skýra
brottför nokkurra
forystumanna úr
flokknum. Var önnur
sú að þeir hefðu ekk-
ert meint með fyrri
ályktunum sem þeir
hefðu samþykkt um samfylkingu
vinstrimanna. Hin að þeir væru
orðnir langþreyttir á því að verða
hvað eftir annað undir á lands-
fundum flokksins. Tekið var fram
að önnur skýringin útilokaði ekki
hina.
Um Steingrím J. Sigfússon
sagði ég tvennt: Skýrt var frá
brotthvarfi hans úr
Alþýðubandalaginu
og því að hann hefði
verið helsti talsmaður
þess að flokkurinn
styddi núverandi
kvótakerfi í sjávarút-
vegi.
Steingrímur bregst
við þessum staðhæf-
ingum mínum í Morg-
unblaðsgrein 22. júlí
sl. sem ber heitið
„Dapurlegur hugar-
heimur Gísla Gunn-
arssonar“. Hann
svarar þar ekki neinu
efnisatriði fyrr-
nefndrar greinar
minnar en fer í staðinn að
ígrunda sálarlíf mitt og finnur
það dapurlegt. Hann fullyrðir það
meðal annars röksemdalaust að
ég ætli honum „engar ærlegar
hvatir“!
Dæmir ekki þessi fyrrverandi
ráðherra og varaformaður Al-
þýðubandalagsins sig úr leik póli-
Gísli
Gunnarsson
tískrar rökræðu með slíkum
skrifum án raka?
Að lokum skal ég fúslega gang-
ast við ákveðinni ofdirfsku í grein
minni í Morgunblaðinu 16. júlí sl.
Þar reyndi ég að finna rökréttar
Dæmir ekki fyrrver-
andi ráðherra, segir
Gísli Gunnarsson, sig
úr leik pólitískrar rök-
ræðu með slíkum skrif-
um án raka?
skýringar á pólitískri atburðarás
sem á sér ekki nema að takmörk-
uðu leyti röki’ænar eða skynsam-
legar forsendur. Þetta varð mér
meðal annars ljóst við lestur fyrr-
nefndrar greinar Steingríms J.
Sigfússonar.
Höfundur er háskólnkennari og
varaformaður fulltrúardðs Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík.
ISLEIVSKT MAL
Hefjist orð í máli okkar á p, má
ganga út frá því sem gefnu, að
það sé tökuorð. Sum slík orð eru
ærið gömul, svo sem prestur
(frammerking eldri) og
peita=spjót.
Óbundið mál er oft kallað
prósi, og er það naumast eldra í
íslensku en frá 19. öld og þá lík-
lega til okkar komið úr dönsku
(prosa). En þetta er ættað úr
fjarska. Rómverjar höfðu orðið
pro=fram (sjá prógressíf-
ur=framgengur, framsækinn).
Við þetta pro bættu þeir versa,
kvenkyni af versus=snúinn.
Proversa oratio varð prorsa
oratio=bein ræða, það er að
segja tal án málalenginga og
pírumpárs. Gösta Bergman seg-
ir: „Tal som gár raka vagen utan
krumbukter ock omkastningar."
Prorsa varð svo prosa, og
prosa oratio tók að merkja and-
stæðuna við oratio poetica sem
var þá kveðskapur, „bundinn af
bragforminu".
Við notum líka tökuorðið
prósaiskur í merkingunni
óskáldlegur, hversdagslegur, og
er það löngum haft til niðrunar.
Quntilianus var rómverskur
höfundur sem skrifaði mikið um
tungumálið sem listaverk. Hann
kunni frá því að segja, að Grikkj-
ar kölluðu skáldskaparlistina
poiesis. Það orð var tekið lítt
breytt upp í latínu og átti síðan
greiða leið inn í frönsku og áfram
norður um Evrópu.
Við notum gjarnan orðið pó-
etískur=skáldlegur og póesí-
bók, „bók til að skrifa í kvæði,
einkum handa ungum stúlkum".
Kvæði var á latínu poéma,
ensku poem, en þetta orð rataði
ekki inn í íslensku. Við þurftum
ekki á því að halda, höfðum ljóð,
kvæði, vísu og brag. Gríska
sögnin poiein merkti að gera,
skapa, framleiða.
Svo er sagt að fylgjendur
skynsemisstefnunnar á Islandi,
sem voru lærðir menn, hafi tekið
sér kjörorð frá Hórasi: utile,
dulce=nytsamlegt, unaðsam-
legt. Fullum stöfum var þetta:
„Omne tulit punctum, qui mis-
cuit utile dulci.“ Lauslega þýtt:
„Sá hirti allt annað sem blandaði
hið nytsamlega hinu blíða.“
Umsjdnarmaður Gísli Jdnsson
963. þáttur
En því var þetta tekið hér upp
að latneska orðið punctum, sem
upphaflega þýddi smáblettur,
var þarna hjá Hórasi eiginlega
notað í merkingunni „leifarnar",
sbr. og þegar afgangur af fimm
brauðum og tveim fiskum fyllti
tólf karfir. Við notum svo orðið
punktur eins og allir vita. Hann
setjum við t.d. á eftir fullbúinni
málsgrein, því að þegar ein-
hverju er lokið, þá er punktum
(og basta). Síðara orðið þarna er
úr ítölsku: basta=nóg, stopp!
Palisander er dökkur harðvið-
ur. Orðið er komið nær óbreytt úr
hollensku, ættað úr indíánamál-
um í Suður-Ameríku. Sjá og
Palísanderkviðu í Kristnihaldi
undir Jökli.
Partur er úr lat. pars=hluti. Af
þessu er bæði komið vörupartí og
það partí sem nú er kallað teiti.
Þar koma saman vissir „partar
mannkynsins“. Sbr. svo hinn frá-
bæra texta Þorsteins Eggerts-
sonar sem hefst á þessu erindi:
Er ég kem heim í Búðardal,
bíður mín brúðaval,
og ég veit það verður svaka parti;
býð ég öllum úr sveitinni,
langömmu heitinni.
Það mun verða veislunni margt í.
Það var sem sagt boðið bæði
lifendum og dauðum.
★
Ættum við ekki að dusta rykið
af sögninni að þefja? Hún merk-
ir að gefa frá sér lykt, þef. Eg
spyr, því að mér þykir of
dönskulegt að nota sögnina að
lykta í þessari merkingu.
I Karla-Magnúss sögu segir:
„Mín fæðsla þefjar betur hverj-
um ilm.“
Sögnin að þefa (af) merkir
hins vegar að lykta (af)=“leita
lyktar“, „kanna þef‘.
I Degi var stór fyrirsögn á
dögunum: „Keiko ævintýrið
(svo) lyktar af peningum“. Þetta
finnst mér ekki gott. Keiko-æv-
intýrið þefar ekki af peningum,
en það gæti þefjað af þeim. Það
væri þá, á líkingamáli, peninga-
lykt af Keiko-ævintýrinu.
í staðinn fyrir „lyktandi“ gætum
við sem best til breytingar notað
þeQaður, og lýkur hér þessum at-
hugasemdum með vitnun í Gerplu:
„Grímkell biskup var búinn
sem einn fátækismaður með staf
í hendi. Og er í frásögum haft að
hann hefur í skreppu sinni ekki
gersima utan kæstan ost fornan
sem menn gera á Norðurlöndum
og mest er þefjaður allrar
skepnu er getur í kristninni, svo
að þjófar og hlennimenn og aðrir
mannslagarar, þá forðast þeir
þann pílagrím öllum mönnum
framar, er slíkan ófögnuð flyt-
ur.“
★
Hlymrekur handan kvað:
Frá Lónsbergi Finnsdóttir Freyja
fór sínar lappir að teygja
á mjórri brún kletts
í Massachusetts
og meira er ekki af henni að segja.
★
„Styrkur íslendinga felst í
kvæðum og sögum, list tungunn-
ar og reyndar ekki aðeins henni
heldur einnig tungunni sjálfri.
En þótt okkur bæði sé og beri að
vera annt um íslenska tungu
megum við ekki láta stjórnast af
hleypidómum. Islenska er ekki
merkilegri í sjálfu sér en önnur
tungumál. Öll þau 4-6000 tungu-
mál sem nú eru töluð í heiminum
eru undurmerkileg, veita ómet-
anlega sýn á eðli mannlegs máls
og þar með í inni mannshugans.
Þegar þetta er haft í huga gæti
e.t.v. virðst sem ekki geti skipt
miklu hvort tiltekin mál eða
máleinkenni varðveitast, einu
gildi þótt málkenni hverfi því
önnur merkileg leysi þau af
hólmi. Varðveisla tungumáls hafi
því í mesta lagi þjóðernislegt og
menningarlegt gildi fyrir þá sem
málið tala, ekki almennt gildi.
Þessari hugmynd verður þó and-
æft hér og því haldið fram að
varðveisla íslenska beyginga-
kerfisins sé ekki aðeins mikils-
verð fyrir íslensk eða norræn
fræði og gildi heldur einnig fyrir
almenn málvísindi og þar með
fyrir sammannleg fræði.“
(Halldór Armann Sigurðsson
próf.)
★
„Að þurfa á sigri að halda" er
leiðinleg málalenging. En lið þurfa
stundum að sigra, ef vel á að vera.