Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 31
I
I
i
i
4
i
i
4
4
i
4
t
4
4
4
3
4
€
4
4
1
AÐSENDAR/GREINAR
MINNINGAR
Herbalife -
Hvers vegna
þessi óhróður?
í MORGUNBLAÐINU 5 júlí birt-
ist grein undir fyiirsögninni Her-
balife-æði - óðs manns æði eftir
Olaf G. Sæmundsson og upplýst
við lok greinarinnar að hann sé
næringarfræðingur,
starfandi á Heilsu-
stofnun NFLÍ í Hvera-
gerði. Trúlegt er að
margir hafi áhuga á að
kynna sér viðhorf og
vísindi næringarfræð-
ings, sem starfar við
jafnvirta stofnun og
Heilsustofnun NFLI.
Það er skemmst frá að
segja að grein næring-
arfræðingsins er svo
barmafull að rang-
færslum, dylgjum og
rógi að engu tali tekur.
Það er afleitt þegar
menn með menntunar-
gráðu koma óorði á
heila starfsstétt með
slíku bulli þvert á vitneskju fjölda
fólks - lærðra sem leikra. Erfitt er
að sjá hvaða hvatir liggja að baki
skrifi Ólafs G. Sæmundssonar,
næringarfræðings, nema vera
kynni öfund og illgirni. Ekki dett-
ur mér í hug að draga í efa mennt-
un hans né visku þótt lítt örli á í
grein hans.
Markaðssetning
Erfítt er að sjá hvaða
hvatir liggja að baki
skrifí Olafs, segir
Hallddr Stefánsson,
nema vera kynni öfund
og illgirni.
Ólafi G. Sæmundssyni næring-
arfræðingi er greinilega í nöp við
markaðssetningu Herbalife-fæðu-
bótarefna, sem að hans sögn hef-
ur tekist afskaplega vel, og skal
það ekki dregið í efa, þótt aðferð-
in sé umdeilanleg, eða með hans
eigin orðum: „Þeir sem selja Her-
balife víla ekki fyrir sér að grípa
til lyginnar til að ýta undir sölu,
þar sem meðferðarárangur er lof-
aður í hástert.“ Þetta veit hann
Ólafur næringarfræðingur.
Kannski er það markaðskerfi
Herbalife, sem fer í taugarnar á
Ólafi og fleirum, þar sem endur-
greiðsla fæst ef árangur næst
ekki með réttri notkun Herbalife.
Endurgreiðir Ólafur næringar-
fræðingur þeim sem ekki ná ár-
angri með hans aðferðum? Sjálfur
fullyrðir hann, „að langtímaár-
angur best gerðu megrunarkerfa
er því miður innan við 10 pró-
sent“. Er ekki að furða þótt Olaf-
ur næringarfræðingur standi
skilningsvana frammi fyrir stað-
reyndum, sem við honum blasa.
Herbalife er hvergi í heiminum
selt í stórmörkuðum eða lyfjabúð-
um. Ástæðan er sú, að þannig
myndast ekki persónusamband
milli dreifenda og neytenda.
Margir þurfa stuðning við þá
ákvörðun að bæta heilsu sína með
hollri næringu og jafnframt að ná
kjörþyngd. Þann stuðning fá
neytendur hjá sínum dreifanda og
þannig myndast oft trúnaðarsam-
band sem ekki verður gert að um-
talsefni hér. Um tekjur af sölu
Herbalife hafa spunnist tröllasög-
ur, sem ástæðulaust er að elta ól-
ar við. Ólafur næringarfræðingur
er með töluna 48 milljónir í árs-
laun. Málflutningur hans er allur
á þessum nótum.
Lækningamáttur?
Ólafur G. Sæmundsson nær-
ingarfræðingur hlýtur
að vita, að holl næring
hefur áhrif á líðan
neytandans og mörg-
um batna ýmsir kvill-
ar við breytt matar-
æði. Lækningamáttur
líkamans er undra-
verður og með hollri
næringu hverfa oft
einkenni, sem fólk
kvartar undan. Þetta
er engum undrunar-
efni nema kannski
næringarfræðingnum
og þarf engin krafta-
verk til. Holl næring á
ekkert skylt við lyf,
enda er Herbalife
ekki lyf og er hvergi
markaðssett sem slíkt. Þetta veit
Ólafur G. Sæmundsson og fer nú
heldur betur á flug í hugleiðing-
um sínum.
Eiturlyf
Tilvitnun: „Þannig hafa við efna-
greiningu fundist efni í Herbalife
sem hafa hægðalosandi áhrif en
misnotkun sh'kra eíha getur leitt til
bullandi niðurgangs og þar með
þyngdartaps." Þama er gefið í skyn
að þetta séu almenn áhrif Herbalife.
Ekkert er nefnt í hvaða vöruflokki
þessi efni eru né hver þau eru. Get-
ur Ólafur næringariræðingur mis-
notað sveskjur í sama tilgangi? Eða
ætlar Ólafur næringarfræðingur að
vara fólk við öllum efnum og mat-
vöru sem hægt er að misnota? Hvað
er þá eftir? Nú styttist í eiturlyfj-
umræðuna hjá næringarfræðingn-
um og Ma huang-jurtina. Hún á að
innihalda hið stórhættulega efedrín
- nánast amfetamín. Ekkert efedrín
þekki ég hér á markaðnum nema
efedrín í hóstamixtúru, sem seld er í
handkaupi í apótekum og engum
hefur orðið meint af mér vitanlega.
Nauðsynlegt væri að Ólafúr G. Sæ-
mundsson næringarfræðingur til-
greindi þann vöruflokk, sem hann á
við og upplýsti hvort hann er seldur
hér á landi, því _ „er rétt að geta
þess að Fæðu- og lyfjaeftirlit
Bandaríkjanna (FDA) hefur miklar
áhyggjur af neyslu efedríns í formi
Ma huang og telur að minnsta kosti
38 dauðsföll megi rekja til neyslu
þess“. Mig undrar ekki að Ólafi
næringarfræðingi sé órótt ef bráð-
drepandi eiturlyf flæðir hér um
markaðinn og „þeir sem selja Her-
balife víla ekki íyrir sér að grípa til
lyginnar til að ýta undir sölu.“
Við sem seljum Herbalife hér á
landi höfum orðið að sitja undir
óhróðri og rógi nokkurra aðila,
sem þykjast í krafti visku sinnar
og menntunar geta sagt almenn-
ingi fyrir verkum um mataræði
sem aðra hegðun. Við erum sökuð
um að hafa neytendur að fíflum í
taumlausri gróðafíkn. Sem betur
fer eru þúsundir karla og kvenna
Herbalife-neytendur á íslandi,
sem vita miklu betur um hollustu
framleiðsluvara Herbalife og fyll-
ast undrun yfir þeim sleggjudóm-
um og rógi sem einstaka fólk lætur
frá sér fara. Eg hvet áhugafólk um
heilsueflingu til að lesa grein Ólafs
G. Sæmundssonar næringarfræð-
ings því hún sannar best sjálf þann
hatursáróður sem einhverra hluta
vegna er á sveimi.
Höfundur er sölumaður og neytandi
Herbalife.
Halldór
Stefánsson
SÓLEY SESSELJA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Sóley Sesselja
Magnúsdóttir
fæddist á Hóli í Bol-
ungarvík 22. júní
1911. Hún lést á
heimili sínu á Hvols-
velli 7. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Magn-
ús Árnason, tré-
smiður, f. 14. ágúst
1885, d. 1957, og
Guðmundína Sigríð-
ur Sigurðardóttir,
húsmóðir, f. 14.
ágúst 1889, d. 1967.
Systkini hennar eru: Magnús
Vilhjálmur, skipstjóri, f. 28. maí
1910, d. 1977, Kristján Bjarni,
skipstjóri, f. 9. okt. 1913, d.
1979, Rannveig, húsmóðir, f. 18.
des. 1915, Halldór Georg, f. 4.
okt. 1918, d. 1941, Guðmundur
Jón, skipstjóri, f. 4. okt. 1924, d.
1989, Hansina Sigríður, hús-
móðir, f. 10. júlí 1926, Lilja,
húsmóðir, f. 8. júlí 1928. Tvö
barna Magnúsar og Guðmund-
ínu létust í frumbernsku.
Sóley hóf búskap í V-Garðs-
auka árið 1940 með Jóni Ein-
arssyni, bónda, f. 24. júlí 1909,
d. 1985. Börn þeirra eru: 1)
Sjöfn Halldóra, f. 20. mars 1939,
skrifstofumaður hjá Landssím-
anum á Selfossi, maki hennar er
Þorsteinn Þorsteinsson, f. 9.
sept. 1944, raf-
virkjameistari. Syn-
ir þeirra eru: Jón
Logi, f. 3. nóv. 1965,
bóndi í V-Garðs-
auka, Þorsteinn
Garðar, f. 14. okt.
1968, grunnskóla-
kennari á Selfossi.
2) Einar, f. 29. júní
1940, verktaki í
Reykjavík, maki
hans er Sigríður S.
Heiðberg, f. 30.
mars 1938. Sonur
Einars er Daníel
Orri, f. 1. ágúst 1971, móðir
hans er Auður Haralds, rithöf-
undur, f. 11.12. 1947. 3) Guðrún,
f. 5. des. 1945, kennari á Akur-
eyri, maki hennar er Björn Sig-
urðsson, f. 9. des. 1946, læknir á
Akureyri. Börn þeirra eru: Þór-
unn Sóley, stúdent, f. 7. jan.
1976, og tvíburarnir Þorgerður
Anna og Jón Einar f. 7. júlí
1985.
Sóley fluttist á öðru aldursári
með Qölskyldu sinni til Suður-
eyrar við Súgandaíjörð og bjó
þar til fuliorðinsára, en fluttist
þá búferlum til Reykjavíkur.
Síðustu æviárin bjó hún á
Hvolsvegi 26, Hvolsvelli.
Útför Sóleyjar fer fram frá
Stórólfshvolskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku amma mín, mikið eigum
við margar góðar minningar saman,
allt frá því að ég var fjögurra ára og
þú bakaðir kleinur í kflóavís. Mér
þótti svo gott að vera nálægt þér að
afi var farinn að skammast í mér.
Þegar ég var sex ára sagði hann eitt
sinn: „Daníel, þú hangir alltaf
frammi í eldhúsi utan í kerling-
unni.“
Eg held að ekki hafi liðið það
sumar í minni æsku án þess að ég
kæmi austur og dveldi nokkrar vikur
í senn hjá þér og afa. Þú kenndir mér
að fara með Faðir vorið og að maður
mætti ekki tala eftir að hafa sagt
amen. Við áttum það fljótt sameigin-
legt að sofna mun betur eftir að hafa
farið með bænina. Amma, þú varst
svo iðin við að rækta og blómga garð-
inn þinn og gróðurhús. Það vakti at-
hygli á Hvolsvelli, man ég. Svo útbjó
ég blómabeð úti á túni þar sem ég
kom fyrir blómum og hermdi eftir
þér. Hver veit nema þetta eigi við
fleiri þætti í lífinu. Með öðrum orð-
um, það sem ég hef erft frá þér,
amma, er að hafa tilfinningú fyrir
hlutunum og leggja rækt við þá.
Núna síðustu árin kom ég svo oft
austur til þín og þú þakkaðir mér fyr-
ir að hjálpa þér með húsverldn. En
það er ég sem þakka þér fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum sam-
an og alla hlátrana. Ég lenti í alvar-
legu slysi þann 9. maí síðastliðinn. Þú
varst búin að heimsækja mig á
sjúkrahúsið og sjá fram á að ég
myndi ná fullum bata. Fyrir það er
ég þakklátur. Amma mín, ég enda
KRISTIN
JÓNASDÓTTIR
+ Kristín Jónas-
dóttir fæddist á
Stuðlum við Reyðar-
Ijörð hinn 12. ágúst
1919. Hún lést á
Landakoti hinn 8.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 16. júlí.
Ein af mínum fyrstu
minningum úr æsku er
frá Kristínu frænku.
Hún leyfði mér oft að
gista heima hjá sér og
alltaf fannst mér það jafn gaman.
Það besta var þó þegar hún dró út
tvö handklæði á morgnana, breiddi
úr þeim á gólfið og við gerðum
saman alls kyns teygjur og beygj-
ur í morgunleikfimi. Ef maður
gisti hjá Kristínu frænku þá þurfti
maður aldrei að hafa áhyggjur af
að maður hefði engan að leika við,
frænka var dugleg að finna eitt-
hvað handa manni að gera og gera
það með manni. Hún átti svo
skemmtilega brautarteina sem við
vorum duglegar að byggja úr nýj-
ar og nýjar brautir. Við töluðum
lengi um það eftir á þegar við náð-
um í eitt skiptið að setja alla
kubbana í eina risastóra braut.
Frænka var uppáhalds frænka
mín. „Amma númer þrjú“, sagði ég
við þá sem ekki þekktu til. Það var
alltaf jafn gaman að koma í heim-
sókn til hennar, þó ég væri bara að
sækja hana ef hún
ætlaði í heimsókn til
okkar þá dró hún mig
alltaf inn í smá spjall
og þá var auðvitað
ekki hægt annað en
að bjóða manni upp á
eitthvað gott í gogg-
inn.
Það var svo gott að
tala við Kristínu
frænku, hún hlustaði
alltaf á mann þó hún
hefði kannski aðrar
skoðanir. Hún sýndi
mér oft bækur sem
hún vildi að ég læsi eða ég bað um
að fá eina lánaða, sem var sjálf-
sagt. Ég var líka meir en lítið hissa
þegar hún dró eitt sinn fram heilt
handrit að leikriti handa mér,
einmitt á þeim tíma sem ég hafði
verið að leita að leikriti í öllu mínu
leiklistarstússi. Hún var líka dug-
leg að draga fram blússur og pils,
hálsmen eða annað sem hún vildi
gefa mér. Ef mér leist ekki á, þá
þrengdi hún bara, stytti eða
geymdi það til að gefa einhverjum
öðrum. Ég er svo lánsöm að hafa
fengið að kynnast frænku því hún
gaf mér svo margt, bæði verald-
lega hluti jafnt sem fagrar minn-
ingar, faðmlög og bros. Minning
hennar mun lifa í mér um ókomna
daga, óteljandi minningar um
Kristínu frænku, uppáhalds
frænku mína.
Ýrr Geirsdóttir.
þessi kveðjuorð á bæninni sem þú
kenndir mér.
Faðirvor,
þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji
svoájörðusemáhimm.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefúm vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Pví að þitt er nkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu.
Amen.
Hvfl í friði, elsku amma. g
Daníel Orri Einarsson.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd, -
eða 2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textamenferð
og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Þar sem pláss er
takmarkað, getur þurft að
fresta birtingu minningai--
greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna skilafrests.
Berist grein eftir að skilafrest-
ur er útrunninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.