Morgunblaðið - 25.07.1998, Page 34
34 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigurður Óskar
Sigvaldason var
fæddur á Gilsbakka
í Öxarfírði 6. des.
1908. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 15. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigvaldi
Eliseus Sigurgeirs-
son, f. 3. júlí 1871 í
Geiraseli, d. 7. okt.
1922, bóndi á Hóli í
Kelduhverfí
1895-96, Byrgi í
Kelduhverfí
1896-1901 og Gils-
bakka í Öxarfirði 1901 til dán-
ardags, og kona hans Sigurlaug
Jósefsdóttir, f. 13. febr. 1874 í
Krossavíkurseli, d. 20. nóv.
1959 í Keldunesi. Börn þeirra
voru: 1) Benjamín, f. 3. sept.
1895 á Hóli, d. 23. aprfl 1971. 2)
Sigurður, f. 18. okt. 1897 í
Byrgi, d. 15. okt. 1907. 3) Frið-
geir, f. 6. maí 1899 í Byrgi, d.
11. mars 1966. 4) Sigrún, f. 31.
okt. 1900 í Byrgi, d. 24. jan.
1975. 5) Halldór, f. 27. nóv. 1902
á Gilsbakka, d. 27. sept. 1988. 6)
Ásfríður, f. 26. sept. 1904 á Gils-
bakka, d. 2. maí 1980. 7) Krist-
ín, f. 25. okt. 1906 á Gilsbakka,
d. 1. des. 1996. 8) Sigurður Ósk-
ar, sem hér er kvaddur. 9) Rak-
Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að
jarðlíf okkar allra tekur enda fyrr en
varir, fer ekki ekki hjá því að stund-
um finnst manni að einhver fastur
punktur í lífsbaráttunni, eitthvert
haldreipi í tilverunni sé horfið, og
ekkert muni koma í staðinn, þegar
sumir einstaklingar hverfa af sjónar-
sviðinu. Þannig varð mér innan-
brjósts þegar ég frétti lát Óskars
Sigvaldasonar, eða Sigurðar Óskars
sem hann hét fullu nafni, en hann
notaði Sigurðarnafnið mjög lítið.
Hann var sá sem mest og best
hafði samband við alla sína ættingja,
og tengdi ættina saman á vissan
hátt. Samt stofnaði hann sjálfur
aldrei fjölskyldu, en öll ættin var
hans fjölskylda.
Óskar var bifreiðarstjóri að at-
vinnu. Byrjaði með vörubíl heima í
héraði, en fljótlega réðst hann sem
áætlunarbílstjóri hjá BSA á Akur-
eyri og ók þaðan rútum víða um
land. Á þessum árum var bifreiða-
akstur aðeins sumarvinna, og dvaldi
Óskar því að mestu hjá foreldrum
mínum yfir veti-artímann við ýmis
störf. Árið 1943 flutti Óskar svo al-
farið til Reykjavíkur, og ók í fyrstu
vörubíl hjá Þrótti, en 1945 byrjaði
hann sem leigubifreiðarstjóri hjá
Hreyfli og var það meðan aldur
leyfði. Bjó hann fyrst í ýmsum leigu-
íbúðum, en 1968 keypti hann íbúð í
Fellsmúla 14, og átti þar síðan heima
til æviloka. Þegar ég man fyrst eftir
mér, var það alltaf mikil tilhlökkun
þegar Óskar kom á heimilið með
haustinu, því hann var alltaf fullur af
hugmyndum sem hann svo reyndi að
koma í framkvæmd. M.a. kom hann
upp rafstöð við bæjarlækinn og not-
aði rafal úr gömlum vörubíl, og
heimasmíðað spaðahjól. Entist þessi
rafstöð nokkuð, en var að sjálfsögðu
ekki afkastamikil. Árið 1947 var svo
reist stærri rafstöð hér á Gilhaga, og
var Óskar þá óþreytandi til aðstoðar,
bæði að útvega efni meðan hann var
fyrir sunnan, og svo kom hann norð-
ur í sínu sumarfríi til að vinna við
bygginguna með sínum eldlega
áhuga. Alltaf var Óskar boðinn og
búinn til aðstoðar hvort heldur það
var í heimsóknum sínum norður, eða
ef maður átti leið suður. Eru þær
orðnar margar ferðirnar sem hann
hefur faiið með okkur ýmissa erinda.
Hann hafði farið ungur á íþrótta-
skólann á Haukadal, og keppti í
íþróttum á sínum tíma, og hvatti
okkur krakkana til íþrótta og leikja
og tók sjálfur þátt með okkur. Var
þá oft mikill handagangur í öskjunni
og uppátækin hjá Óskari oft hin
ótrúlegustu. Var ekki að furða þótt
maður hafi reynt að taka hann sér
snemma til fyrirmyndar á flestum
sviðum. Hann þurfti alltaf að hafa
el, f. 23. júní 1910 á
Gilsbakka, 10) Guð-
nv Ingibiörg, f. 15.
okt. 1911 á Gils-
bakka, d. 21. nóv.
1988. 11) Sesseþ'a, f.
28. jan. 1913 á Gils-
bakka. 12) Guð-
björg, f. 11. febr.
1915 á Gilsbakka, d.
21. okt. 1989.
Óskar var lengst
af leigubifreiða-
stjóri í Reykjavík.
Hann stundaði nám
við íþróttaskólann í
Haukadal, gerðist
snemma langferðabflstjóri hjá
BSA á Akureyri og var í áætl-
unarferðum víða um landið. Ár-
ið 1943 fluttist hann til Reykja-
víkur og ók vörubifreið hjá
Þrótti, en 1945 gerðist hann
leigubifreiðasljóri hjá Hreyfli.
Starfaði hann þar mikið að fé-
lagsmálum, sá m.a. um allar
myndir í afmælisbók félagsins
og var þar heiðursfélagi. Hann
var áhugaljósmyndari og hafa
myndir hans birst í mörguni
ferðabókum. Seinni ár vann
hann mjög að söfnun á þjóðleg-
umfróðleik.
Utför Óskars fer fram frá
Skinnastað í Öxarfírði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
eitthvað fjrir stafni, og vildi sem
flest reyna og ótaldar voru þær nýj-
ungarnar sem hann bryddaði upp á
þegar hann var heima. Lætur nærri
að flestar nýjungar sem komust í
gagnið á heimilinu á þeim árum hafi
að einhverju leyti komist á vegna
Óskars.
Þess má þó geta til gamans, að íyr-
ir kom að nýjungar Óskars reyndust
ekki sem heppilegastar. Einu sinni
stóð svo á að steinolíulaust varð á
heimilinu, en hann átti bensínlögg á
brúsa, sem hann setti þá á lampana í
olíustað, og með aðgát blessaðist
þetta þar til hann sofnaði frá logandi
ljósi hjá sér eitt kvöldið. Lampinn
sprakk í tætlur, og var síðan ekki
sett bensín á fleiri lampa.
En svona var Óskar, hann var
aldrei ráðalaus, en alltaf tilbúinn að
prófa eitthvað nýtt. T.d. hefur það
áreiðanlega ekki þótt arðvænlegt á
sínum tíma að gera bifreiðaakstur að
atvinnu, starf sem aðeins var hægt
að sinna á sumrin, og hann var sá
eini hér um slóðir sem fór á íþrótta-
skóla. Eg minnist þess líka, að hann
var sá fyrsti maður sem ég þekkti
sem kunni að meta bækur Halldórs
Laxness, en Laxness var ekki hátt
skrifaður meðal alþýðu manna lengi
vel. En þarna eins og í svo mörgu
öðru var Óskar á undan sinni samtíð.
Eftir að hann flutti til Reykjavík-
ur, fékk hann áhuga á ljósmyndun,
og eins og að öðru gekk hann að því
af brennandi áhuga, sótti námskeið
og varð sér úti um vandaðar mynda-
vélar. Varð þetta síðan stærsta
áhugamál hans það sem eftir var æv-
innar, og lagði hann á sig mikla
vinnu við þetta hugðarefni sitt. Tók
hann bæði litskyggnur, kvikmyndir
og seinustu árin prófaði hann mynd-
bandstökur. Bestum árangri náði
hann þó áreiðanlega með svart-hvít-
ar myndir, en þær framkallaði hann
sjálfur og vann eftir eigin höfði. Var
hann búinn að koma sér upp allgóðri
aðstöðu til framköllunar og mynd-
vinnslu heima hjá sér.
Fékk hann verulegar viðurkenn-
ingar fyrir myndir sínar, og eru
myndir eftir hann í mörgum land-
kynningarbókum, og oft á almanök-
um hér áður fyrr. Hann var mikill
náttúruunnandi, og ferðaðist mikið
um landið, bæði á eigin vegum og í
annarra félagsskap. Var hann orðinn
mjög gagnkunnugur landinu. En
sérstöku ástfóstri tók hann tók hann
þó við sitt heimahérað. Leið aldrei
svo sumar að hann kæmi ekki norður
á æskustöðvamar, venjulegast oftar
en einu sinni, og reyndi þá að hitta
sem flesta ættingja sína, en hafði þó
jafnan fast athvarf á Gilhaga. Fór
hann oft gangandi um óbyggðir sýsl-
unnar til finna góð myndefni, og þá
gjarnan á sömu slóðir og árið áður,
því oft var hann ekki alveg sáttur við
myndirnar sem hann hafði tekið,
vfldi t.d. taka myndina á öðrum tíma
dags svo skuggarnir féllu eins og
honum líkaði. Dvaldi hann oft allan
sólarhringinn við myndatökm' til
fjalla þegar veðrið var hagstætt til
myndatöku.
Síðar tók hann sér fyrir hendur að
taka myndir af öllum býlum sýslunn-
ar, og eignaðist gott safn af þeim frá
ýmsum tímum. I framhaldi af því fór
hann að safna upplýsingum um eyði-
býli í sýslunni. Lét hann sér ekki
nægja að safna bóklegum upplýsing-
um, heldur gerði hann sér ferð á
hendur til að finna hvert einstakt
eyðibýli, staðsetja það á korti og
taka af því mynd. Síðan hóf hann að
taka saman ábúendatal sveitabæja í
sýslunni, byrjaði á sinni heimasveit,
Öxarfirðinum og síðan öðrum sveit-
um. Sat hann þá löngum á söfnum til
að viða að sér heimildum, og naut oft
góðrar aðstoðar. Er sérstaklega Öx-
arfjarðarþátturinn mjög viðamikill
og merkilegur, en honum entist ekki
heilsa og aldur til ljúka við hina
þættina eins og hann vildi hafa þá.
Einnig er til í handriti hjá honum bú-
skapar- og ættarsaga foreldra hans á
Gilsbakka, sem hann var lengi með í
smíðum, og taldi sjálfur ekki að öllu
lokið.
Árið 1965 var Árbók Ferðafélags
Islands helguð Norður-Þingeyjar-
sýslu, og var Gísli Guðmundsson al-
þingismaður höfundur lesmáls. Við
þá samantekt fór Óskar með Gísla í
eins konar yfirreið um héraðið, og
eru langflestar myndir í bókinni eftir
Óskar.
Þegar ákveðið var að gefa út
byggðasögu Norður-Þingeyinga, var
strax ákveðið að leita til Öskars að
sjá um myndir í bókina, og gerði
hann það fúslega, og taldi ekki eftir
sér neina fyrirhöfn í útvegun og töku
mynda í bókina. Fór hann þá aftur
sérstaklega um allt svæðið í því
skyni. Bók þessi kom út 1985, en árið
1988, þegar hann stóð á áttræðu,
kom út bókin Hreyfilsmenn, saga og
félagatal Hreyfils, og þar sá Öskar
einnig um allar myndir og myndmál,
sem var mikið verk og var Óskar
kjörinn heiðursfélagi Hreyfils um
það leyti.
Seinustu árin tók Óskar sér fyrir
hendur að koma skipulagi á sitt
mikla safn af myndum og öðrum
upplýsingum, en jafnframt var hann
að bæta við ýmsu sem honum fannst
vanta. Hann var mjög vandur á verk
sín, og margvann sumt áður en það
var eins og honum líkaði. Hann gaf
Bóka- og byggðasafninu við Kópa-
sker stóran hlut af safni sínu, og
mun það varla eiga betur heima en
þar, enda er það mikið skoðað af
gestum safnsins. Haustið 1995, þeg-
ar Óskar var að koma að norðan á
leið suður seint að kvöldi, lenti hann
í árekstri við dráttarvél með vagn,
og varð bíllinn gjörónýtur og Óskar
slasaðist mikið. Eftir það var hann
meira og minna á sjúlorastofnunum,
en hvert sinn sem hann var heima
hjá sér, hélt hann áfram að sinna
hugðarefnum sínum af sömu eljunni.
I þessum veikindaerfiðleikum kom
vel í ljós hve Óskar var vinmargur,
og urðu margir til að heimsækja
hann og aðstoða á ýmsan hátt. Má
sérstaklega nefna systursyni hans
fyrir sunnan, þá Ara, Pálma og Sig-
urð Gils, sem allir voru honum til
mikillar hjálpar og aðstoðar.
En enginn ræður við elli kerlingu,
og þegar við bættist að sjúkdómur
sem hann hafði lengi þurft að stríða
við, færðist í aukana, fór svo að hann
átti ekki afturkvæmt af sjúkrahús-
inu. En hann hélt merkilega miklu
andlegu þreki tfl hinstu stundar, og
vildi í lengstu lög trúa því að starfs-
degi sínum væri ekki að fullu lokið.
Blessuð sé minning hans.
Brynjar Halldórsson.
Nú er Óskar frændi farinn frá
okkur og er hans sárt saknað. Fyrir
okkur, börn systkina hans, var hann
sérstakur frændi, sem okkur langaði
öll til að líkjast. Flest okkar hafa
orðið fyrir margþættum áhrifum frá
honum, sérstaklega hvað varðai'
náttúru landsins og sögu. Þegar
Óskar kom í heimsókn, sem var oft,
þá var glatt á hjalla. Hann var barn-
góður, kátur og hress og kunni þá
list að gera börn og unglinga þátt-
takendur í áhugamálum sínum sem
voru ótrúlega margþætt og átti þátt í
að móta þau á jákvæðan hátt.
Óskar ólst upp á Gilsbakka í stór-
um barnahóp þar sem fjölskyldufað-
irinn féll frá langt fyrir aldur fram.
Ekkjan hélt áfram búskap með böm-
unum af myndarskap og heimflið í
uppsveit Öxarfjarðar veitti mörgum
aðstoð sem áttu við erfiðleika að
stríða. Að Gilsbakka var gott að
koma, þar ríkti hjálpsemi og vilji til
að veita þeim aðstoð sem á þurftu að
halda. Foreldrar hans voru dugleg
og fylgdust vel með því sem var að
gerast úti í hinum stóra heimi.
Margar nýjungar í sveitinni litu
dagsins Ijós á Gflsbakka og má þar
til dæmis nefna byggingu kornmyllu
sem knúin var vatni úr læk í túnjaðr-
inum.
Óskar var hugmyndaríkur og nýj-
ungagjarn og heimilið veitti honum
tækifæri til að nýta þá eiginleika.
Hann var smiður góður og brallaði
margt um dagana. Sem dæmi kom
hann upp rafstöð á sínum heima-
slóðum.
Þegar ég man fyrst eftir mér var
Óskar leigubílstjóri á Hreyfli og átti
„drossíu" af Dodge-gerð með númer-
inu R2333. Fyrstu ferðir mínar norð-
ur í land á æskuslóðir mömmu voru
farnar með Óskari í þeim ágæta bíl.
Það var alltaf glatt á hjalla í bíl með
Óskari. Hann kunni ógrynni af sög-
um og virtist þekkja hvern blett á
landinu enda hafði hann verið bíl-
stjóri hjá BSA og ók þá m.a. á mflli
Reykjavíkur og Akureyrar. Reyndar
var ekið til Akraness eða í Borgames
og síðan farið með skipi í bæinn. Eins
ók hann áætlunarbíl frá Akureyri til
Neskaupstaðar en síðasti spölurinn
var reyndar farinn á sjó úr Viðfirði
yfir fjörðinn til Neskaupstaðar.
Óskar stundaði mikið ferðalög um
óbyggðir og tók þátt í ýmsum af
fyrstu óbyggðaferðum, um leiðir,
sem nú eru fjölfarnar ferðamanna-
leiðir. Má þar nefna að Óskar var
með þegar fyrsta ferðin um fjalla-
baksleið nyi'ðri var farin og kvik-
myndaði þá ferð. Eins var hann með
þegar Guðmundur Jónasson og Páll
Arason fóru saman í sína fyrstu ferð
norður yfir Vatnajökul, svokallaða
Gæsavatnaleið. í þeirri ferð tók hann
kvikmynd af fossinum Gjallanda.
Sýnir hún að þá var steinbogi yfir
hluta af fossinum. Er þetta eina
myndin, sem til er af þessu náttúru-
fyrirbæri, en steinboginn hefur trú-
lega brotnað næsta vor í leysingum.
Ómar Ragnarsson sýndi þessa mynd
í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum.
Óskar fór margar ferðir á Vatnajök-
ul með Sigurði Þórarinssyni og gekk
m.a. upp á Hvannadalshnjúk. Átti
hann nokkrar myndir í bók Sigurðar
urn Vatnajökul.
Óskar var mjög góður landslags-
ljósmyndari og tók þátt í sýningum
Félags áhugaljósmyndai-a auk þess
sem myndir eftir hann birtust víða,
t.d. á dagatölum Eimskips og í Ár-
bókum ferðafélagsins. Fyrir kom að
við höfðum verið saman á ferðalagi
og vorum báðir að taka myndir af
sama staðnum. Eg undraðist oft
hversu næmt auga hann hafði fyrir
myndefninu enda var mikill munur á
árangrinum.
Ein fyrsta ferð mín í óbyggðirnar
var með Óskari, við fónim í Dyngju-
fjöll til að skoða ummerki eftir gosið
í Öskjuopi árið 1961. Síðasta ferð
okkar var einnig farin norður fyrir
Vatnajökul til að skoða fossinn
Gjallanda. Þá var Óskar kominn á ní-
ræðisaldur og heilsan farin að bila.
Aðaltilgangurinn var að ná myndum
af sama stað og hann hafði tekið
myndir af fossinum þegar steinbog-
inn stóð enn. Það var gaman að
fylgjast með Óskari þegar komið var
á Sprengisand þar sem hann virtist
þekkja hverja þúfu. Hann lifnaði all-
ur við og allt vildi hann sýna okkur.
Það var erfitt að fá hann til að halda
heim og við, sem með honum vorum,
fundum greinilega þá ást sem hann
hafði á landinu og hvað hann kvaddi
hálendið með miklum söknuði þegar
heim var haldið.
Óskar var sístarfandi og skorti
aldrei áhugaverð verkefni. Eitt sinn
kom hann til mín með þær fréttir að
hægt væri að fá loftljósmyndir af Is-
landi. Hann hafði áhuga á því að fá
myndir af sveitinni sinni, Öxarfirði,
og merkja á loftmynd allar rústir af
eyðibýlum. Afraksturinn af þessari
vinnu var skrá yfir öll eyðibýli í Öx-
ÓSKAR
SIGVALDASON
arfirði ásamt ábúendatali og eins
safnaði hann miklum fjölda af mynd-
um sem tengdust þessu verkefni.
Það eru ekki mörg ár síðan hann
sýndi mér lista yfir allar kfl'kjur á ís-
landi og sagðist hafa áhuga á að ná
myndum af þeim öllum. Hann lét
ekki sitja við orðin tóm. Innan nokk-
un-a mánaða hafði hann náð mynd-
um af öllum kirkjum landsins.
Nú er Óskar horfinn og í huga
okkar í „Gflsbakkaættina" er skarð
fyrir skfldi. Við söknum hans við
laufabrauðsskurðinn en kökurnar
hans Óskars voru listaverk, sem
vöktu óskipta aðdáun viðstaddra. Við
söknum þess að geta ekki lengur set-
ið í sófanum hjá honum og skoðað
með honum myndir eða heyrt frá-
sögur af lifnaðarháttum fyrr á öld-
inni. En Óskar mun lifa áfram í verk-
um sínum. Hans verður minnst fyrir
fágætt starf í þágu byggðasögu
Norður-Þingeyinga. Félagar hans á
Hreyfli gerðu hann að heiðursfélaga
fyrir mikið starf í þágu félagsins.
Fyrir okkur í „Gilsbakkaættinni" var
hann einnig heiðursfélagi sem hélt
sterku sambandi við skyldmennin og
til hans var leitað um fréttir af ætt-
inni. Ég þakka Óskari fyrir okkar
kynni og það sem hann hefur gefið
mér með því að veita mér innsýn í
náttúru landsins og sögu og meta
mikilvægi þess að þekkja fortíð sína
en jafnframt að hafa trú á framtíð-
inni og leitast við að nýta þá mögu-
leika sem hún býður upp á.
Sigurður G. Björgvinsson.
Mig langar með fáeinum orðum að
minnast móðurbróður míns sem var
mér afar kær, enda mikill mann-
kostamaður sem sá björtu hliðarnar
á öllum málum og var um leið vinur
þein-a sem áttu um sárt að binda.
Það var alltaf hátíð í bæ þegar
hann kom í heimsókn til foreldra
minna í Þórunnarsel. Það var ein-
hver ferskleiki sem hann flutti með
sér. Hann var einn af fyrstu bílstjór-
unum sem hélt uppi áætlunarferðum
milli Akureyrar og Raufarhafnar. Þá
voru vegirnir afar slæmir, svo það
þurfti lagni til að komast á leiðar-
enda án þess að lemstra farþega og
bfl. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég
fór suður í Lindarbrekku með bréf-
miða í vasanum sem tflgreindi erindi
sem hann var beðinn að greiða úr á
Húsavík eða Akureyri. Alltaf tók
hann fagnandi á móti mér.
Ekki gleymi ég þegar hann kom
fannbarinn heim í Þórunnarsel
skömmu fyrir jól 1940, ásamt Sig-
valda bróður mínum sem þá var að-
eins 12 ára gamall og nýkominn af
skurðarborðinu eftir kviðslitsaðgerð.
Höfðu þeir gengið langleiðina frá
Akureyri. Þessi jól voru okkur öllum
ógleymanleg. Þetta var líkt og sólar-
geisli sem lýsti upp allt umhverfið.
Við fengum öll einhverjar jólagjafir
sem var fremui' sjaldgæft í þá daga.
Óskar byrjaði snemma að taka
ljósmyndir og minnist eg þess að í
fyrsta sinn sem eg kom til Reykja-
víkur og heimsótti Guðbjörgu systur
hans að þá kom Óskar í heimsókn og
sýndi okkur skuggamyndir. Voru
þetta mest myndir af æskustöðvum
okkar, m.a. dagur í lífi Halldórs
bróður hans, bónda í Gflhaga. Þar
gaf hann okkur innsýn í gamla bú-
skaparhætti, s.s. klyfjahesta og
torfristu, að ógleymdum myndum af
blómum og runnagróðri.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Óskai' í Fellsmúla 14 og rabba
við hann um gamla og nýja tímann,
því hann var ótrúega minnugur á
menn og málefni. Þegar saga Norð-
ur-Þingeyinga var gefin út birtust
myndii' af öllum bændabýlum í sýsl-
unni og voru flestar myndirnar tekn-
ar af Óskari. Hann átti mikið safn
ljósmynda sem hann hafði tekið.
Hann átti myndfr af öllum kirkjum
landsins, þ. á m. bænahúsi í Papey.
Óskai' hafði mjög gaman af að kanna
óbyggðir landsins og tók hann marg-
ai' fágætar myndir af slóðum ferða-
manna auk þess sem hann myndaði
nokkuð á Grænlandi. í bók Teódórs
Gunnlaugssonar frá Bjannalandi um
þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum birt-
ust margar af bestu myndum Óskars
af náttúruperlum þjóðgai'ðsins og
sýna þær myndir vel hversu natin og
hæffleikaríkur ljósmyndari hann var.
Elsku Rakel og Sella ég votta ykk-
ur mína innilegustu samúð.
Páll Þór Jónsson.