Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 25.07.1998, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðjamót Jóhanns og Þuríðar frá Saurbæ AFKOMENDUR Jóhanns Jóhanns- sonar og Þuríðar Símonardóttur frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, ætla að hittast á Steins- stöðum laugardaginn 15. ágúst. Far- ið að Saurbæ um miðjan dag. Gist- ingu er hægt að fá í skólanum á Steinsstöðum og næg eru tjaldstæð- in. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 29. júlí til Hrefnu, Margeirs, Reynis eða Þórdísar. íslandsmót í dráttarvela- akstri ÍSLANDSMÓT í dráttarvélaakstri verður haldið á Hvanneyri laugar- daginn 15. ágúst nk. Ökukeppnin verður með sama sniði og var á 22. iandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997. Nánari upplýsingar um keppnina og keppnisreglur verða á heimasíðu Hvanneyrarskóla, www.hvanneyri.is. Þar geta væntanlegir keppendur skráð sig fram til 10. ágúst. Askilinn er réttur til þess að takmarka endán- legan fjölda keppenda verði þátttaka mikil. Islandsmótið er haldið i tengslum við Dag dráttarvélanna. Tilefni hans er að um þessar mundir eru 80 ár liðin frá því að fyrstu dráttarvélarn- ar komu til landsins. Gamlar og nýj- ar dráttarvélar verða sýndar og ýmis fleiri atriði verða í boði á Hvanneyri þennan dag. Tilstandið er á vegum búvélasafnsins á Hvanneyri og bú- tæknideildar RALA. TAL opnar í Kringlunni TAL opnar nýja GSM-verslun í Kr- inglunni í dag, laugardag. Verslunin sem er á 1. hæð við hliðina á Byggt & búið, er önnur verslun TALs en í maí sl. opnaði fyrirtækið veslun og þjónustumiðstöð í Síðumúla 28. Verslun TALs í Kringlunni mun bjóða upp á mikið úrval GSM-far- síma ásamt fylgihlutum. Öll þekkt- ustu vörumerki í GSM-símum hér á landi verða á boðstólum. Einnig verður þar boðin öll þjónusta TALs, hægt að velja símanúmer jafnframt því sem starfsfólk fyrirtækisins mun leiðbeina viðskiptavinum um notkun GSM-síma og veita ráðgjöf varðandi val á GSM-símum og þjónustuleiðum TALs. í tilefni opnunarinnar verður boð- ið upp á sérstakt tilboð á nýjum GSM-farsímum frá Motorsola SLim Lite ásamt hleðslutæki, leðurtösku og TAL-símkorti fyrri 14.900 krón- ur. Lífeðlisfræði- fyrirlestur DR. Bryndís Birnir, ANU, Cam- berra, Astralíu, heldur fyrirlestur þriðjudaginn 28. júlí kl. 16. Fyrir- lesturinn er á vegum Líffræðistofn- un Háskóla Islands, og verður hald- inn í stofu G-6, Grensásvegi 12. Fyrh'lesturinn nefnist: Lífeðlis- fræði GABA-ganga í taugum: Hlut- verk GABA og benzodoazepine og barbiturate lyfja. LEIÐRÉTT Finn Óskar Óskarsson I frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega farið með nafn kafarans sem var hætt kominn við köfun á Kýpur, þegar sprengja sprakk í sjónum í grennd við hann. Kafarinn heitir Finn Óskar Óskarsson. Er beðist velvh'ðingar á þessum mistök- um. Morgunblaðið/Hartmann Guðmundsson Haldið upp á daginn ÍSLENDINGAR í Suður-Afríku hafa sent blaðinu mynd sem tek- in var af hópnum þegar þjóðhá- tíðardagurinn var haldinn hátíð- legur í Jóhannesarborg. Að venju hittust allir Islendingarnir þann dag og borðuðu íslenskan mat, s.s. hangikjöt, flatkökur og harð- fisk að ógleymdum brauðtertun- um. íslendingar í Suður-Afríku halda vel hópinn og hittast nokkrum sinnum á ári. Athugasemd frá Miðlun I FRAMHALDI af frétt í Morgun- blaðinu 23. júlí undir fyrirsögninni „Upplýsingasími 118 kærður til Samkeppnisstofnunar“ vill Miðlun láta eftirfarandi koma fram: „Miðlun hefur í 11 ár rekið upp- lýsingasíma undir heitinu Gula lín- an, sem er skrásett vörumerki. Starfsemin byggist á því að svara fyrirspumum í sima um vömr, um- boð og þjónustu og vísa fyrirspyrj- anda á réttan stað til að gera sín viðskipti. Afkoma Gulu línunnar byggist á skráningartekjum og er símtalið ókeypis. Árlega svarar Gula línan yfir 200.000 fyrirspurn- um í síma og á Neti um vömr og þjónustu. Veruleg fjárfesting liggur að baki starfseminnar og vinna níu manns beinlínis við þessa starfsemi í símsvömn, sölumennsku og rit- stýringu, auk nokkurra annarra starfsmanna í bókhaldi og stjórnun. Landssíminn (áður Póstur og sími) rekur símaþjónustu 118 þar sem hægt er að fá símanúmer upp- gefm. Eftir síðustu hækkun eru inn- heimtar 39,90 kr. fyrir mínútu + .9,36 kr. fyrir hvert byrjað símtal. Forsvarsmenn Landssíma (áður Pósts og síma) hafa ítrekað lýst því yfir, líkt og fram kemur hjá upplýs- ingafulltrúa Landssímans að upp- lýsingaþjónusta 118 takmarkist ein- vörðungu við að veita upplýsingar um símanúmer og aðsetur símnot- enda og er litið á þessa þjónustu sem skyldu við símnotendur til þess að þeir megi hafa full not af síma- þjónustu. Landssíminn hefur í símaþjónustu 118 margsinnis verið staðinn að því að fara út fyrir verk- svið sitt og svara með skipulögðum hætti spurningum um vörur, umboð og þjónustu. Miðlun býr við óþolandi sam- keppnismismunun vegna þess sem felst m.a. í að Landssíminn veiti þjónustu sem nær útfyrir það svið sem þeim er skylt með þriggja stafa númeri, en ítrekuðum óskum Miðl- unar um þriggja stafa númer fyrir þjónustu Gulu línunnar hefur verið hafnað. Einnig hefur óskum Miðl- unar um að taka sams konar gjald og 118 verið hafnað. í Ijósi nýlegra jrfirlýsinga forsvarsmanna Lands- símans (áður Pósts og síma) um margra ára taprekstur á þjónustu 118 og á sama tíma vaxandi umsvifa fyrirtækisins í símaskrárrekstri á Neti án nokkurra sjáanlegra tekna, þá er nauðsynlegt að samkeppnis- ráð skoði sérstaklega fjárhagslegan aðskilnað milli þess hluta rekstrar sem er í samkeppni og þess sem er verndaður með einkaleyfi. Ber sér- staklega að vitna til þess að sam- keppnisráð hefur áður lýst yfir áhyggjum vegna símaskrárstarf- semi Pósts og síma/Landssíma sem sjá má í niðurstöðum og ákvörðun- arorðum 1. september 1997, vegna k\'örtunar Alnets: „Hyggist Póstur og sími nú hefja útgáfu símaskrár- innar á tölvutæku formi með reglu- lega endurnýjuðum upplýsingum í samkeppni við aðra hvílir að mati samkeppnisráðs sérstaklega rík skylda á fyrirtækinu sökum stöðu þess að gæta þess að athafnir fyrir- tækisins hafi ekki skaðleg áhrif á þeim markaði". Telja verður víst að slíkt hljótist af núverandi starfsemi Landssímans á Neti. Miðlun ehf. er 15 ára gamalt fyrir- tæki sem auk Gulu línunnar, rekur A til Ö þjónustuskrá og gefur út Net- fangaskrá, allt vörur í beinni sam- keppni við símaskrárrekstur Lands- símans. Arsvelta fyiirtækisins er áætluð 140 milljónir og afkoma und- anfarinna ára hefur verið ágæt.“ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FINNSKI þjóðdansahópurinn Salmeleiset nýtur veðurblfðunnar á hverasvæðinu. Vinabæjamót haldið í Hveragerði Hveragerði - Um 150 gestir frá öllum Norðurlöndunum sóttu Hveragerði heim helgina 17.-19. júlí en þar var þá haldið vinabæjamót. Vinabæir Hvera- gerðis ei'u Brande í Danmörku, Ornsköldsvik í Svíþjóð, Ánekoski í Finnlandi og Sigdal í Noregi og mættu stórir hópar frá öllum þessum stöðum. Hver- gerðingar tóku höfðinglega á móti gestum sínum og gistu um 130 manns á einkaheimilum yf- ir helgina. Það að gestirnir gisti í heimahúsum er stór liður í því að mót sem þetta heppnist því þannig myndast oft bestu kynn- in. Var það samdóma álit gesta mótsins að móttökurnar hefðu verið frábærar og bæjarbúar með eindæmum gestrisnir. Við gerð dagskrár var lögð áhersla á að kymia Hveragerði og þá starfsemi sem þar fer fram fyrir gestunum. Bæjarfull- trúar allra bæjanna funduðu saman og var þeina þess fundar samskipti. Þar var rætt vítt og breitt um þá möguleika sem ný tækni skapar og hvernig hún getur nýst í norrænum sam- skiptum. Stjórnir Norrænu fé- laganna funduðu einnig og ræddu mál sem snerta félögin. Að lokinni viðamikilli dag- skrá á laugardeginum þar sem meðal annars var farið í göngu- ferð um bæinn, fyrirtæki skoð- uð, hverasvæðið kannað og tijám plantað var haldin kvöld- vaka í Básnum, Ölfusi. Þar sýndu fulltrúar allra þjóðanna skemmtiatriði og dansað var fram eftir nóttu. Dagskrá sunnudagsins hófst með sam- norrænni guðsþjónustu í Hvera- gerðiskirkju. Eftir hádegi var farið í rútuferð með suður- ströndinni og söfnin á Eyrar- bakka skoðuð. Lokahóf vina- bæjamótsins var haldið á Hótel Örk, þar sem gestgjafar og gestir komu saman og áttu notalega kvöldstund. Þar voru forseta bæjarstjórnar í Hvera- gerði og formanni Norræna fé- lagsins afhentar gjafir frá hin- um vinabæjunum ásamt því að skemmtiatriði voru flutt. Söng- sveit Hveragerðis flutti nokkur lög. Jörgen Sundequist konsert- harmoníkuleikari lék listir sín- ar, finnski þjóðdansaflokkurinn Salmeleiset sýndi finnska þjóð- dansa og dúettinn Bal-ladies söng þekkt lög frá Danmörku. Hóparnir notuðu allir tæki- færið og dvöldu lengur á Is- landi. Var það greinilegt að veðráttan þessa daga kom á óvart því skafheiður himinn, logn og hiti er ekki eitthvað sem búist er við þegar farið er í frí hingað frá hinum Norður- löndunum. Mót sem þetta eru haldin annað hvert ár til skiptis í vina- bæjunum fimm. I lokahófinu bauð Nancy Nielsen fyrir hönd Brande til næsta móts sem haldið verður í Brande, Danmörku í lok júní árið 2000. Skipuleggjendur mótsins voru ákaflega ánægðir með það hvernig til tókst. Vildu þeir leggja á það áherslu að góð tengsl og samstarf milli Norð- urlandaþjóðanna verður seint ofmetið og brýnt er að sam- vinna og samstarf Norðurland- anna aukist frekar en hitt. 150 GESTIR frá öllum Norðurlöndunum sóttu vinabæjamótið í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.