Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.07.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ i i I I I I I ( ( I I ( < ( < < FÓLK í FRÉTTUM Sótti um skilnað ►EIGINKONA fjölmiðlakóngs- ins Ruperts Murdoch, Anna Murdoch, sótti um skilnað í vikunni og fer hún fram á með- lagsgreiðslur en auk þess að eiga dagblöð og sjónvarps- stöðvar er Murdoch eigandi hafnarboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Anna og Rupert hafa verið gift í 31 ár en þau kynntust þegar Anna var í starfsþjálfun sem blaðamaður á dagblaðinu Sydney Daily Mirror í Ástralíu. Fyrir þremur mánuðum var svo greint frá því að þau hefðu skilið að borði og sæng en ætl- uðu að leita lausna á vanda- málum sínum. Sem fyrr segir fer Anna fram á meðlagsgreiðslur en eftir á að ákvarða hverjar sameiginlegar eignir hjónanna eru. Fregnir herma að Murdoch hafi keypt hafna- boltaliðið fyrrnefnda á litlar 320 milljónir dollara en fyrir- tæki hans eiga útbreidd dag- blöð eins og London Times, Tlie Sun og kvikmyndaverið 20th Century Fox. Það má því ætla að skipting auðæfanna eigi eftir að kosta einhveija vinnu. LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 45 MYNDBÖNP Tölvu- úlfar í París Amerískur varúlfur í París (An Amerícan Werewolf in Paris) Hryllingsmynil ★★ Framleiðandi: Richard Claus. Leik- stjóri: Anthony Waller. Handritshöf- undur: Tim Burns, Tom Stern og Anthony Wafler. Kvikmyndataka: Egon Werdin. Tdnlist: Wilbert Hirsch. Aðalhlutverk: Tom Everett Scott og Julie Delphy. (98 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. GOÐSÖGUR um varúlfa hafa verið til í ýmsum myndum frá alda öðli og endurspegla þær togstreitu hins dýrslega og hins siðmennt- aða innra með mannskepnunni. Minnið varð mjög vinsælt í skáldskap róm- antíkeranna og hefur síðan fund- ið sér traustan vettvang á hvíta tjaldinu. Kvikmynd Johns Landis, Amerískur varúlfur í London (1981), er klassísk varúlfamynd, ekki síst vegna stórgóðra tækni- brellna og útlitshönnunar á óarga- dýrinu. Kvikmyndin sem hér um ræðir er sjálfstætt framhald af Lundúnaúlfinum og styðst við per- sónur og þemu úr henni. Þar segir frá bandarískum háskólanemum á Evrópuflakki sem koma til Parísar. Forkólfur þremenninganna (Tom Everett Scott) hrífst þar af hinni dularfullu Serafin (Julie Delphy), sem reynist vera óhamingjusöm varúlfastúlka. í kjölfarið lenda þeii- í klóm varúlfagengis, sem sam- anstendur af frönskum nýnasistum sem hata umfram allt ameríkana. Vel er hægt að hafa gaman af þessari mynd. Útlitið er athyglis- vert og nokkur flott atriði eru í henni, s.s. teygjustökksatriðið úr Effel-turninum. Þá er eitt og annað nokkuð skondið ef maður stillir sig inn á aulahúmorinn. Engu að síður verður Parísarúlfurinn hjóm eitt í samanburði við frummyndina. Leik- stjóra þeirrar myndar tókst að við- halda hárfinni spennu milli gríns og hryllings, nútíma og forneskju enda er kvikmyndin virkilega skelfileg. Parísarúlfurinn rennur hins vegar of mikið út á gn'nhliðina svo óhugn- aðurinn tapast. Þá er útfærslan á sjálfum varúlfínum illa unnin tækni- lega og ætti frekar heima í tölvuleik en kvikmynd. Parísarúlfurinn bætir engu við frummyndina og er of leit- andi í nálgun sinni á efninu. Hún styður því fullyrðingu þá sem sett er fram í „Scream II“: Framhalds- myndin er ávallt lakari en frum- myndin. Heiða Jóhannsdóttir Utsalan í fullum gangi Fatnaöur og skór 30-60% afsláttur Vegna opnunar fyrir bflaumferö á Laugaveginum er opiö til kl. 17 í dag, laugardag. (Sautján, Laugavegn 10-20% afslattur af nyjum vörum Frítt kaffi í Cafe 17 LAUGAVEGI, SIMI 511 1717/18 KRINGLUNNI, SÍMI 568 9017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.