Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 25

Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 25 f- ERLENT Öfgasinnum bannað að stofna stjórnmálaflokk Helsingfors. Morgunblaðið ÖFGASINNUÐUM hægri mönn- um í Finnlandi verður líklega meinað að skrá samtök sín sem stjórnmálaflokk. Fylking þjóðern- issinna, IKL, hefur lagt inn skrán- ingarbeiðni til dómsmálaráðuneyt- isins en nafnaskrá flokksmanna virðist að hluta til fölsuð. Stjórnmálasamtök verða form- legir flokkar með þvi að skrá sig hjá ráðuneytinu. Þá þarf að safna 5.000 undirskriftum auk þess sem stefnuskrá og stjórnarhættir flokksins þurfa að vera lýðræðis- leg. I fréttum sem borist hafa frá flokksskrá ráðuneytisins virðast allt að 1.000 undirskriftir vera fals- aðar. Þykir þetta nægileg ástæða til að meina flokknum skráningu. Með því að fá viðurkenningu sem stjórnmálaflokkur gætu sam- tökin auðveldlega boðið fram í al- mennum kosningum. Þegar menn bjóða fram utan flokka þurfa þeir hins vegar að safna tilteknum fjölda undirskrifta í hverju kjör- dæmi fyrir sig. IKL er endurvakning flokks hægri öfgasinna sem starfaði á ár- unum íyrir seinni heimsstyrjöldina og á stríðsárunum. Hann var ekki jafn róttækur og nasistaflokkurinn þýski og fasistaflokkurinn á Ítalíu en var eigi að síður bannaður þeg- ar stríðinu lauk. Ný og betri fóstur- eyðingarpilla Lundúnum. Reuters. LÆKNAR sem prófað hafa nýja gerð fóstureyðingarpillu, þ.e. töflu sem taka má inn skömmu eftir samfarir til þess að koma í veg fyrir þungun, segja hana mun betri en þá sem nú er á markaði. Henni fylgi færri hliðarverkanir og hún virki betur en sú sem nú er á boðstólum fyinr konur. Læknar á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunai'innar (WHO) hafa birt niðurstöður rannsóknai' á hinni nýju pillu í læknaritinu The Lancet. Þeir halda því fram að hormónið levonorgestrel verki bet- ur eitt og sér en í bland við önnur hormón sem hingað til hafa verið notuð í pillur af þessu tagi. Nýju levonorgestrel-pillunni fylgi líka minni ógleði og uppköst en eldri gerðum, sem nú eru á markaði. Rannsóknin var gerð í 21 landi og tvö þúsund konur tóku þátt í henni. HANN ER ST0W r HANN ER Smm! HANN ER ENGINN VENJUUGUR V HLUTABRÉfASJÓÐUR Kaupþing hf. Ármúla 13A Reykjavík sími 515 1500 fax 515 1509 www.kaupthing.is KAUPÞING HF Auölindarbréf fást hjá Kaupþingi, Kaupþingi Noröurlands og í sparisjóðunum Magnaðir bílar á mögnuðu verði 55 I, 2600 • OPIO LAUCARDACA 13-17 J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.