Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kanadískir
slökkviflugbátar á
Keflavíkurflugvelli
Danskar
nautalundir
í Nóatúni
DANSKAR nautalundir fást
nú í verslunum Nóatúns. Að
sögn Jóns Þorsteins Jónsson-
ar hjá Nóatúni mun nautakjöt
ekki hafa verið flutt til lands-
ins fyrr, en um er að ræða
fimm tonn af nautalundum.
Þessi innflutningur á kjöt-
inu segir Jón að sé í samræmi
við tollkvótaúthlutun Evrópu-
bandalagsins sem byggist á
því að flytja megi ákveðið hlut-
fall af innlendri framleiðslu til
landsins. Hann segir nauta-
lundirnar fluttar inn undir
ströngu eftirliti og með sam-
þykki ráðuneytis og embættis
yfirdýralæknis.
Jón segir að ríkissjóður fái
um 35% af því verði sem Nóa-
tún selur lundirnar á, en kílóið
kostar 2.295 krónur.
SÍÐARI hluta dags í gær var
óvenjuleg umferð um Keflavíkur-
flugvöll. Þar lentu á skömmum
tíma þrír flugbátar af gerðinni
Canadair CL-215. Þessar flugvél-
ar voru á leið til Grikklands frá
Kanada. Skógareldar hafa ógnað
stórum svæðum í Grikklandi og
raunar í fleiri Evrópuríkjum.
Sífellt færist í aukana að nota
flugvélar til að dæla vatni og öðr-
um eldkæfandi efnum á slíka elda.
Oft hafa verið notaðar til þess
eldri flugvélar, t.d. herflugvélar
úr síðari heimsstyrjöld og flutn-
ingaflugvélar eins og t.d. Douglas
DC-4 Skymaster, Douglas DC-6
Cloudmaster sem íslendingar
þekkja. Einnig flugbátar eins og
Catalfna. Eftir að Catalínabátam-
ir sem Loftleiðir notuðu voru seld-
ir voru þeir lengi notaðir til slíks.
Eina flugvélin sem hefur verið
sérhönnuð til þessa hlutverks er
Canadair CI-215 flugbáturinn.
Hann getur innbyrt yfir 5.000 lítra
af vatni á 10 sekúndum með því að
fljúga lágt yfír sléttum vatnsfleti.
Þetta magn má síðan losa í einu
lagi á um það bil einni sekúndu.
Fyrsta flug þessa sérhannaða eld-
vamarbáts var í október 1967.
Bátarnir sem lentu á Keflavík-
urflugvelli vom meðal tíu slíkra
sem auglýstir vom til sölu nýlega
í Kanada og vom allir framleiddir
1986 og 1987 og hafði tiltölulega
lítið verið flogið. Einn flugbát-
anna hélt af landi brott strax eftir
að hafa tekið eldsneyti hjá Suður-
flugi en hinir tveir höfðu nætur-
setu.
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
Vondugilja■
aurar
'? Lík bandarikjamannsins fannst
\ í i ..m nnn m
í Laugahrauni um 200 m frá
göngustíg í Grænagili
> v /
Göngulelð í p. ;
Hrafntlr^iuSl
Lík Bandaríkja-
mannsins fundið
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fann
lík Bandaríkjamannsins Seans
Smiths í Laugahrauni við Land-
mannalaugar síðdegis gær. Hann
var 28 ára gamall
læknanemi frá Fíladelf-
íu í Bandaríkjunum og
hafði hans verið leitað
frá því á þriðjudag.
Talið er að maðurinn
hafi örmagnast á göngu.
Bandaríska sendiráðið
náði í aðstandendur
mannsins fljótlega eftir
að lík hans fannst í gær.
Smith kom til lands-
ins 6. þessa mánaðar og
átti upphafiega bókað
far úr landi 8. ágúst en
breytti bókuninni án
þess að dagsetja heim-
ferð, að sögn lögregl-
unnar á Hvolsvelli. Hluti
af farangri hans fannst á Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík í gær og var
hann sendur lögreglunni á Hvols-
velli, m.a. vegabréf með mynd af
honum.
Talið er líklegt að Sean Smith hafí
orðið úti á sunnudag, að sögn lögregl-
unnar á Hvolsvelli. Þá var veður mjög
vont í Landmannalaugum og ferða-
fólki ráðið frá því að leggja þaðan í
göngur. Engar mannaferðir voru því
á þessari leið á sunnudag og mánudag
en þá var veður enn mjög slæmt.
Líkið fannst í um það bil eins og
hálfs kílómetra fjarlægð
frá skálanum í Land-
mannalaugum í Lauga-
hrauni sem liggur milli
Landmannalauga og
Brennisteinsöldu. Far-
angurinn sem fannst á
þriðjudaginn var í um
200 metra fjarlægð frá
líkinu.
Tjald, bakpoki og
svefnpoki fundust við
Göngustiginn við
Grænagil í Laugahrauni
á þriðjudaginn og fóru
þrír menn, frá Hjálpar-
sveit skáta í Hafnaríirði
og Hundabjörgunar-
sveit íslands, með leit-
arhund til að grennslast fyrir um
ferðir þess sem gæti átt farangur í
fyrradag. Engin skilríki fundust í
farangrinum þar, aðeins farmiði með
nafni mannsins.
Tjaldinu hafði ekki verið tjaldað
og lá farangurinn nokkuð dreifður
meðfram göngustígnum. Enginn
hafði orðið var við ferðir mannsins í
Landmannalaugum.
Sean Smith
Verðhjöðnun í síðasta mánuði
Sumarútsölur og samkeppni á matvöru-
markaði vega þyngst í lægri vísitölu
VÍSITALA neysluverðs miðað við
verðlag í ágústbyrjun 1998 var 182,6
stig og lækkaði um 0,5% frá fyrra
mánuði. Vísitala neysluverðs án hús-
næðis í ágúst var 185,6 stig og lækk-
aði um 0,6%. Lækkunin stafar m.a. af
hagstæðri gengisþróun, samkeppni á
matvörumarkaði en fyrst og fremst
gætir áhrifa af sumarútsölum, sem
leitt hafa til 8% lækkunar á fatnaði og
skóm, að sögn Guðrúnar R. Jónsdótt-
ur, deildarsérfæðings vísitöludeildar
Hagstofu íslands.
Guðrún sagði að rekja mætti
0,47% af 0,5% lækkun vísitölunnar til
sumarútsölu á fötum og skóm. „Það
er einnig lækkun í matvöru,“ sagði
hún. „Samkeppnin á matvörumark-
aði sem olli 0,4% lækkun á vísitöl-
unni í síðasta mánuði heldur áfram
og er verð á mat greinilega á niður-
leið og Ijóst að samkeppni á markað-
inum er mjög hörð. Matvaran lækk-
ar vísitöluna um 0,08% þrátt fyrir
um 0,07% verðhækkun á grænmeti
og kartöflum þannig að samkeppnin
á matvörumarkaði er enn geysilega
mikil.“
Hagstæð gengisþróun
Guðrún benti einnig á að gengis-
þróun hefði verið hagstæð það sem
af væri árinu. íslenska krónan hefði
styrkst gagnvart öllum viðskiptaaðil-
um sem gerði verðlag á innfluttri
vöru hagstætt og hefði þá væntan-
lega áhrif á verðlækkun á fötum, inn-
fluttri matvöru og snyrtivörum sem
keyptar eru í matvöruverslunum.
„Markaðurinn er greinilega að
breytast eins og sést á útsölunum,“
sagði hún. „Ég held að þar sé mun
meiri verðlækkun heldur en áður og
nú eru ekki nokkrar vörur teknar og
auglýstar upp heldur eru margar
verslanir með útsölu, þar sem boðin
er 7%-i0% lækkun á öllum vörum í
búðinni. Þetta held ég að sé fyrst og
fremst samkeppnin."
Betri útsölur
I fyrrahaust var í fyrsta sinn farið
að taka tillit til útsölu á fötum og
skóm í vísitölunni. „Það var mikil
lækkun á fataliðnum þegar útsölur
hófust í febrúar og svo gekk það til
baka en við höfum ekki tekið tillit til
sumarútsölu fyrr en nú,“ sagði Guð-
rún. „En þó svo að sé finnst okkur
útsölurnar vera meiri og betri núna
heldur en nokkum tíma áður.“
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 1,1%
og vísitala neysluverðs án húsnæðis
um 0,5%. Undanfarna þrjá mánuði
hefur vísitala neysluverða lækkað
um 0,6%, sem jafngildir 2,4% verð-
hjöðnun á ári en Guðrún átti ekki
von á að sú lækkun gengi eftir.
Vísitala neysluverðs í ágúst 1998
er 182,6 stig eins og fyrr segir og
gildir til verðtryggingar í september
1998. Vísitala fyrir eldri fjárskuld-
bindingar, sem breytast eftir láns-
kjaravísitölu, er 3.605 stig fyrir
september 1998. Verðbólga í EES
ríkjum frá júni 1997 til júní 1998,
mæld á samræmda vísitölu neyslu-
verðs, var 1,6% að meðaltali. Verð-
bólga í Austurríki var 0,8% og í
Þýskalandi 1% en á sama tímabili
var verðbólga á íslandi 2,2% og
1,4% í helstu viðskiptalöndum ís-
lendinga.
Landsbankinn
nýtir sér kaup-
rétt á eignar-
hlut í YÍS
LANDSBANKI íslands hf. hefur
nýtt sér viðbótarkauprétt á hluta af
þeim 50% eignarhlut bankans í Vá-
tryggingarfélagi íslands hf. sem
samið var um í mars á síðasta ári.
Heildarkaupverð eignarhlutarins
var 3,4 milljarðar kr. og hafa kaupin
farið fram í áfóngum. 2. ágúst sl.
stóð Landsbankinn svo skil á 680
milljónum kr. og á nú 26% af heild-
arhlutafé félagsins.
Samkvæmt kaupréttarsamkomu-
lagi aðila mun bankinn geta nýtt sér
kauprétt á 680 millj. kr. til viðbótar
2. desember næstkomandi og gert
er ráð fyrir að gengið verði frá
kaupum á eftirstöðvum bréfanna í
apríl og júlí á næsta ári og hefur
bankinn þá eignast 50% eignarhlut-
inn að fullu.
8 úM UR
Á FÖSTUDÖGUM
Nokkrar
algengustu
lygasögurnar
Gulldrengur
f hannyrða-
verslun
uamnnnní
••••••••••••••••••••••••••••••
; Guðjón Þórðarson velur
; „Útlendingahersveit“ / C1
; Ólafur Stefánsson í hópi
; þeirra bestu í Þýskalandi / C4
inski boifinn
www.mbi.is
I
<
j "
I
i
4
I
I
I
:
4
c.
€
<
r