Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurjón Einarsson/Onno ehf.
GLERAUGUNUM verður komið fyrir á Þverfellshomi á Esju, ef styrkveiting fæst, og gerir Stefán ráð fyrir
að framtakið muni vekja heimsathygli. Þau em nákvæm eftirlíking af gleraugum sem Halldór Laxness not-
aði á sínum yngri árum.
20 metra há gleraugu
á topp Esjunnar?
Morgunblaðið/Onno ehf. tölvugrafík
HÆGT verður að ganga upp á gleraugun sem verða fest niður með
múrboltum og stálvírum. Gylltir flekar verða í stað gleija og verða á
þeim lamir til að minnka vindmótstöðu.
GLERAUGU sem verða 20 metra há
og 60 metra breið verða sett upp á
toppi Esju fái Stefán Geir Karlsson
myndlistarmaður styrk í tilefni af því
að Reykjavík verður ein af menning-
arborgum Evrópu árið 2000. Gleraug-
un eru nákvæm eftirmynd af þeim
sem Halldór Laxness bar á sínum
yngri árum og verða þau gerð úr áli.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að
ganga eftir endilöngum gleraugun-
um, sem verða 1,5 metrar á breidd,
en þaðan mun verða gott útsýni yfír
Faxaflóann og til borgarinnar. Þá
verða í stað glerja settir gylltir flek-
ar sem eiga að spegla sólinni yfir
bæjarbúa en flatarmál þeirra verður
um 300 fm hver.
15 tonn af áli
Reiknað er með að um 15 tonn af
áli fari í verkið en það verður holt að
innan. Til að halda því á sínum stað
verður það fest niður með múrbolt-
um og stálvír en einnig er gert ráð
fyrir að fylla það af vatni en þá mun
heildarþyngd þess verða um 700
tonn. Miðað er við að gleraugun
standi sumarlangt en verði þá fjar-
lægð enda slíkt skilyrt í því leyfi sem
Stefán fékk hjá Kjalarneshreppi á
síðasta ári.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina verður um 15 milljónir
króna en gert er ráð fyrir að ýmsir
styrktaraðilar komi að málinu og
hefur bandarískur gleraugnafram-
leiðandi sýnt framtakinu áhuga.
Esjan fjarsýn
Aðspurður segir Stefán tvær
ástæður fyrir því að hann vinni að
framgangi þessa verks. Sú fyrri sé
að Halldór Laxness eigi skilið þessa
400 falda stækkun á gleraugum sín-
um og hins vegar að Esjan sé orðin
fjarsýn og þurfi því á gleraugum að
halda til þess að geta fylgst með há-
tíðarhöldunum í Reykjavík.
Stefán hefur áður stækkað hluti
og má þar nefna flautu þá sem notuð
var á HM 1995, blokkflautu sem er
við Árbæjarlaug og herðatré sem er
í afgreiðslunni í Laugardalslaug.
Búist er við að endanleg ákvörðun
um hvort verkið verði reist liggi íýrir
hinn 1. október en þá rennur út sá
frestur sem Reykjavíkurborg áskilur
sér til styi kveitinga sem ein af menn-
ingarborgum Evrópu sumarið 2000.
Nýtt starf í heilbrigðisráðuneyti
Margt gott gert
hér sem ekki er
í fréttum
HELGI Már Arthúrs-
son fréttamaður á
Rfldssjónvarpinu
síðastliðin átta ár hefur ver-
ið ráðinn í nýtt starf upplýs-
ingafulltrúa hjá heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyti.
Hann tók við starfi sínu
þriðjudaginn 11. ágúst. „Eg
kom hingað í ráðuneytið á
fóstudaginn fyrii- viku því
ég vil ekki byrja í nýju
starfi á mánudegi. I sjávar-
þorpum víða um land
tíðkast ekki að menn fari á
sjó á mánudögum. Þeir fara
annað hvort rétt fyrir mið-
nætti á sunnudögum eða
eftir miðnætti á mánudög-
um. Eftir þessu hefur mitt
fólk farið alla tíð.“
- í hverju verður starf
þitt fólgið hjá ráðuneytinu?
„Þetta er nýtt starf þar sem
mér er falið að koma upplýsingum
um heilbrigðis- og tryggingamál á
framfæri bæði inn á við og út á
við, til dæmis til almennings. Eg
lít einnig svo á að mitt hlutverk
muni verða að aðstoða þá blaða-
og fréttamenn sem leita eftir upp-
lýsingum hjá ráðuneytinu. Hins
vegar mun ég ekki verða blaða-
fulltrúi heilbrigðisráðherrans.
Þetta er ráðuneytisstarf.“
- Hvers vegna er talin þörf á
slíku starfi í þessu ráðuneyti?
„Ég tel fulla ástæðu til þess að
upplýsingum sé komið skipulega á
framfæri frá ráðuneyti sem veltir
60 milljörðum króna. Hér eru
margir starfsmenn, hver öðrum
betri, sem eru að gera verulega
góða hluti. Ég fæ ekki séð að al-
menningur hafi mikla vitneskju
um það þótt slíkar upplýsingar
eigi fullt erindi til þon-a fólks.“
- Ertu ráðinn til þess að bæta
ímynd ráðuneytis eða kerfís þar
sem ekki virðist annað á döfínni
en að skera niður?
„Sjálfsagt er hægt að tala um
ímynd í því sambandi... Þetta er
mjög viðkvæmt ráðuneyti því
margir verða auðvitað varir við
breytingar sem gerðar eru á þess
vegum, sem ekki eru ailtaf nefnd-
ar sínu rétta nafni.“
- Áttu að koma á framfæri vit-
neskju um hið góða starf sem
unnið er innan veggja ráðuneytis-
ins eða á þess vegum?
„Já. Gott dæmi er starf lyfja-
máladeildar ráðuneytisins sem
hefur séð um lyfjalöggjöf fyrir
mörg nýfrjálsu ríki gömlu Sovét-
ríkjanna, svo eitthvað sé nefnt.
Hér er ýmislegt í gangi, sem ekki
er í fréttum.“
- Nú ert þú kominn algerlega
hinum megin við borðið. Má ekki
búast við því að þú þurfir að koma
í veg fyrir umræðu sem gæti verið
óþægileg fyrir ráðuneytið?
„Ef upplýsingafulltrúi gerði það
væri hann að gera
sjálfan sig að áróðurs-
meistara. Áróðurs-
meistarar hafa til-
hneigingu til þess að
fótbrotna á báðum í
einu og ég teldi mjög óheppilegt
að upplýsingum yrði leynt.“
- Snýst þetta ekki líka um að
kalla hlutina sínum réttu nöfnum,
sem kannski eru túlkunaratriði?
„Jú, en enginn upplýsingafull-
trúi sem þekkir fjölmiðla lætur
sér detta í hug að finna viðfangs-
efnið, lána þeim léreftið og pensl-
ana og draga upp útlínur fyrir
fréttamann. Fréttamaður hefur
vinnureglur sem ég þekki mjög
vel og veit því að slíkt myndi
aldrei ganga.“
- Færð þú að móta starfíð al-
gerlega eftir eigin höfði?
Helgi Már Arthúrsson
► Helgi Már Arthúrsson fæddist
á Isafirði árið 1951 þar sem hann
ólst upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanuni á
Akureyri árið 1971 og nam sál-
ar- og bókmenntafræði við Há-
skóla Islands og Kaupmanna-
hafnarháskóla frá 1971-1978.
Hann var kennari við Mennta-
skólann á ísafirði 1978-1980,
blaðamaður á Alþýðublaðinu og
Nýju landi 1980 og 1981, sá um
útgáfu, fræðslu og upplýsinga-
mál fyrir BSRB 1982-1986. Hann
var einnig blaðamaður á HP til
1988, fréttamaður á Stöð 2 1989
og 1990 og á Ríkissjónvarpinu
upp frá því. Helgi Már er kvænt-
ur Sigríði Árnadóttur frétta-
manni á fréttastofu Útvarps.
Dagblöð og
útvarp miðlar
21. aldarinnar
„Ég geri það, í samráði við fólk-
ið sem hér starfar, en starfið mun
mótast mjög á næstunni. Ekkert
er hins vegar endanlegt í starfi af
þessu tagi. Sjálfum finnst mér
mjög brýnt að opinber umræða,
sama hvort um er að ræða málefni
þessa ráðuneytis eða annarra,
byggist á staðreyndum. Ná-
kvæmni er eitt af því sem oft
skortir og ég myndi vilja stuðla að
breytingum á því.“
- Þarf maður að verða veru-
lega veikur til þess að fá rétta
mynd af heilbrigðiskerfínu?
„Ég veiktist alvarlega í fyrra og
þurfti að leggjast inn í Finnlandi,
þar sem ég fékk að vísu ágætis
aðhlynningu. Að því búnu kom ég
hingað heim og þurfti meðal ann-
ars á endurhæfingu að halda á
Reykjalundi. Með þessa reynslu í
farteskinu get ég sagt að þjónust-
an hér er algerlega fyrsta flokks.
Fjölmiðlar gera sér ekki alltaf
grein íyrir þessu.“
- Varstu búinn að fá nóg af
þínu eldra starfí?
„Það er ágætt fyrir fólk að
mínu mati að skipta um
vinnu til þess að öðlast
meiri reynslu. Þetta
starf er mjög spenn-
andi og hér í ráðuneyt-
inu er þekkingarbrunn-
ur sem maður fær tækifæri til
þess að stinga rananum í. Ég held
að ekki sé gott fyrir menn að vera
allt of lengi í sjónvarpi. Sjónvarp
er svolítið fyrirferðamikið og ekki
mjög upplýsandi. Sjónvarpsfréttir
eru mjög dýrar og þyrftu að vera
langtum dýrari til þess að verða
betri. Þótt ég sé búinn að vera tíu
ár í sjónvarpi er ég frekar gamal-
dags hvað fjölmiðla varðar. Ég
trúi á endurreisn dagblaðsins í
einhverri mynd sem og útvarpsins
sem fréttamiðils. Þessir miðlar
eru oft meira upplýsandi og 21.
öldin verður þeirra."