Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fluga á Akureyri FÉLAGARNIR Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Havard Ölerorset halda tónleika í húsi Karlakórs Akur- eyrar/Geysis, Lóni við Hrísalund, sunnudaginn 16. ágúst kl. 17.00. Þeir Hjörleifur og Havard hafa á undanfórnum vikum ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá. Tón- leikar þeiira í Reykjavík voru svo vel sóttir að endurtaka þurfti þá og var húsfyllir í bæði skiptin. Á efnis- skránni eru lög eftir Evert Taube, Bellman, Lenny Kravitz, Led Zepp- elin, David Bowie og Abba en þeir leika einnig frumsamin verk; verk frá Austur-Evrópu, sígaunatónlist, diskó, popp og rokk. Hjörleifur Valsson hefur síðasta áratug verið búsettur í Noregi og Tékklandi, en hann er fæddur á Húsavík og alinn þar upp og á Isa- firði. Havard er Norðmaður sem út- skrifaðist frá listaskóla Pauls McC- artneys í Bretlandi í júlímánuði og hafa þeir félagarnir getið sér gott orð fyrir framúrskai’andi hæfileika og hafa slegið í gegn hvai- sem þeir hafa komið fram á landinu. Þeir halda af landi brott í næsta mánuði. -------------- Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta í Akureyrkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 11.00. Ferðafólk sér- staklega velkomið. Séra Bh'gir Snæ- bjömsson messar. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta verður í kirkjunni sunnudaginn 16. ágúst kl. 21.00. „Komið og njótið kyrrðar í helgidómi Guðs.“ Séra Gunnlaugur Garðarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laug- ardaginn 15. ágúst að Eyrarlandsvegi 26, stórhátíð Maríu meyjar kl. 11.00. Messa laugardaginn kl. 18.00. Messa sunnudaginn 16. ágúst kl. 16.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karla- morgunn kl. 10.00 laugardaginn 15. ágúst, bænastund kl. 20-21. Sunnu- dagur 16. ágúst, Sunnudagaskóli fjölskyldunnar. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa. G. Rúnar Guðnason, predikar. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Samkoma kl. 20.00 sunnudag. Mikill og líflegur söngur. Jesús gefur líf, líf í fullri gnægð. Bamablessun. Yngvi Rafn Yngvason, predikar. Bamapössun fyrir börn yngri en 6 ára. AJlir vel- komnir. -------------- Síðasta sýningarhelgi MYNDLISTARSÝNINGU Jónasar Viðars í Gallerí Svartfugl í Listagil- inu ó Akureyri lýkur miðvikudaginn 19. ágúst. Jónas Viðar hefur haldið sýningar víða, hér heima og erlendis. Yfirskrift sýningarinnar er Portrait og Iceland og hún er opin á opnunartíma galler- ísins og frá 14-18 um helgar. Skemmtileg verslun Hafnarstræti 98, Akureyri sími 461 4022 Valgerður Sverrisdóttir setti handverkssýninguna Handverk ‘98 PÉTUR Þór Jónasson, fyrrverandi sveitarstjóri í EyjaQarðarsveit, og kona hans, Freyja Magnúsdótth', skoða bás hafnfirskra hand- verkskvenna en á milli þeirra stendur ein þeirra, Fríða Ragnarsdóttir. KLARA Dögg Jónsdóttir mátar húfu í bás sem ber heitið „Húfur sem hlæja“ en þar sýna konur úr Reykjavík vélprjónaðan barnafatnað með handunnum skreytingum. Handverkskunn- átta er beinharð- ur gjaldmiðill HANDVERKSSÝNINGIN Hand- verk ‘98 var sett á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í gær og stendur hún fram á sunnudag. Um 200 aðilar taka þátt í sýningunni í 70 sýningarbásum. Þetta er sjötta árið í röð sem handverkssýning er haldin síðsumars á Hrafnagili. Sýningarlialdið hefur verið einn af föstum hápunktum í sumar- dagskránni á Norðurlandi, enda hafa sex til átta þúsund manns sótt sýningarnar hverju sinni. Valgerður Sverrisdóttir al- þingismaður setti sýninguna sem að þessu sinni er tileinkuð ís- lenska hestinum. Valgerður sagði að handverkskunnátta væri bein- harður gjaldmiðill, fastur höfð- stóll fyrir handverksmanninn. „Þessi gjaldmiðill getur gengið alls staðar, hann þekkir ekki landamæri. I þessum skilningi verða handverksmenn heims- borgarar og framlag og land- vinningar handavinnu og hand- verks hafa lifað af gagnrýni í ár- anna rás.“ Augljósar framfarir Valgerður sagði að sýningin á Hrafnagili skipti máli og að hún væri að skapa sér sess í hand- verki á íslandi. Framfarir frá ári til árs væru augljósar. Valgerður gat þess að í nýrri námskrá grunnskóla væri lögð áhersla á verk- og listmenntun. „Þetta er m.a. gert vegna þess að það er mál manna að með því að tileinka sér öguð vinnubrögð eins og handmenntin gerir kröfu um megi yfirfæra þau vinnubrögð á annað nám og gera nemendur þannig hæfari til þess að takast á við allt nám og ekki síður lífið sjálft." Hanverk ‘98 er sölusýning á handverki og er hún opin frá kl. 12-21 í dag föstudag og á morg- un, laugardag, og frá kl. 12-19 á sunnudag. Aðalsýningarsalurinn er í íþróttahúsinu á Hrafnagili en auk þess hefur verið settur upp glæsilegur útigarður þar sem seld er ýmiss konar heimilisfram- leiðsla. Veitingasala er í garðinum og stórt veitingatjald þar við hlið- ina sem jafnframt verður vett- vangur ýmissa annarra viðburða. íslendingar farnir að meta vörurnar Sigurbjörg Eyjólfsdóttir frá Selfossi var mætt með vörur sín- ar á sýninguna en hún hefur tek- ið þátt frá upphafi. „Ég byijaði í eins fermetra bás en er nú með sex fermetra." Sigurbjörg vinnur mikið í leir, auk þess sem hún liandmálar kerti. Einnig vinnur hún í gips í þeim tilfellum þar sem hún fjöldaframleiðir hluti. „Það er mikið sama fólkið sem kemur hingað en það hefur orðið gífurleg þróun og framfarir hjá handverksfólkinu. Islendingar eru líka farnir að meta þessar vörur en þegar ég var að alast upp var þetta kallað heimatilbúið drasl. íslenskt handverksfólk er vissulega á réttri leið en að mínu mati vantar að stofna heildar- HANDVERKS- og tómstundamiðstöðin Punkturinn á Akureyri sýn- ir gamlar og nýjar vinnuaðferðir og býður gestum og gangandi að vinna undir leiðsögn. Á myndinni er Karl Víðir Bjarnason úr Reykjavík að saga út smjörhníf, undir handleiðslu Ingvars Engil- bertssonar. Morgunblaðið/Björn Gíslason VALGERÐUR Sverrisdóttir alþingismaður setti handverkssýninguna Handverk ‘98 í gær. Hér er Val- gerður að skoða bás Sigurbjargar Eyjólfsdóttur frá Selfossi, ásamt dóttur sinni, Lilju Sólveigu Kro. samtök þess og það er vonandi framtíðin," sagði Sigurbjörg. Margo Renner, bandarísk kona búsett í Vestmannaeyjum, var að taka þátt í handverkssýningunni í fjóríte sinn og sýnir glerskúlp- túr. „Ég er alltaf á sama stað í húsinu, nálægt útidyrum, enda eins gott þar sem ég er að vinna með opinn eld.“ Hanverkskonumar úr Hafnar- firði, systumnar Ragnhildur og Fríða Ragnarsdætur og María Kristín Hreiðarsdóttir, dóttir Fríðu, kalla sig Af fingmm fram, en þær stöllur em að taka þátt í sýningunni í fyrsta skipti. Ragn- hildur sagði að Fríða væri með endumnnar vömr - ryðgað jám og steinflísar sem unnar væm úr gömlum þakflísum. Ragnhildur og María Kristín, vinna hins vegar gamaldags skrautmuni í sveitastíl, úr svokölluðu MDF-efni. UNGIR gestir á sýningunni skoða ljósmyndara Morgunblaðsins en þeir höfðu verið að fylgjast með Margo Renner frá Vestmannaeyj- um sem sést að baki þeirra búa til hreiður úr glerstöngum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.