Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
JOHN Birdsall kemst allra sinna ferða um vegi og vegleysur á fjór-
hjólinu og er ánægður með breytingarnar á því, sem hafa virkað eins
og til var ætlast.
Fatlaður á fjór-
hjóli á hálendinu
Vaðbrekku - John Birdsall hefur
undanfarið verið á ferðalagi ásamt
Poul bróðir sínum og John Sheeran,
félaga þeirra, á fjórhjóli um hálendi
Norður- og Austurlands. Það væri
svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir þá sök að John er fjölfatl-
aður, algerlega bundinn hjólastól og
tjáir sig í gegnum litla tölvu sem
hann skrifar skilaboð á.
Fjórhjólið sem hann ferðast á er
lítið af Yamaha-gerð og breytt fyrir
þarfír Johns svo hann geti ferðast á
því með aðstoð bróður síns, sem
fylgir á reiðhjóli, og félaga hans, sem
situr aftan á hjólinu hjá John. Sæti
var sett á hjólið sem hentar, bensín-
gjöf og bremsubúnaði breytt og
einnig er festur búnaður á hjólið fyr-
ir myndavél, en John er ljósmyndari.
Þeir félagarnir hófu ferðina við
Mývatn, fóru þaðan að Kröflu og
Dettifossi, síðan lá ferðin austur á
bóginn að Sænautaseli og í Egils-
staði. Frá Egilsstöðum var haldið
um Fljótsdalsheiði að Snæfelli þar
sem þeir dvöldu í Snæfellsskála og
ferðuðust um nágrennið. Þaðan var
haldið að Brú á Jökuldal og á þeirri
leið þurftu þeir að fara á hjólinu yfir
tvær nokkuð djúpar ár, Hölkná og
Hrafnkelu, sem gekk eins og í sögu.
Frá Brú gerðu þeir félagar ráð
fyrir að fara aftur norður í Mývatns-
sveit þaðan sem þeir fá far vestur í
Auðbrekku í Hörgárdal þar sem þeir
dvelja um tíma hjá vinum sínum og
ferðast um Tröllaskaga. Að sögn
þeirra félaga hefur hjólið reynst
mjög vel og allar breytingar á því
virkað eins og til var ætlast og ferða-
lagið verið ævintýralegt og skemmti-
legt.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í byrjun mánaðarins hefur John
áður ferðast um landið á sérsmíðuðu
farartæki, sumarið 1993 fór hann
þvert yfir landið á sérsmíðuðu þrí-
hjóli sem reyndar bilaði og lauk John
þá ferðinni á hestbaki.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
Nýtt skipaskýli breytir
aðstöðunni í Njarðvík
SKIPASMÍÐASTÖÐ Njarðvíkur hf.
tekur í þessum mánuði í notkun nýtt
skipaskýli sem mun gerbreyta að-
stöðu stöðvarinnar til sldpaviðgerða.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur ann-
ast viðgerðir, endurbætur og endur-
smíði skipa. Tilkoma skýlisins gerir
fyrirtækinu kleift að jaftia árstíða-
sveiflur og fjölga verkefnum yfir
vetrarmánuðina, en áður var ein-
göngu gert við skipin utanhúss.
Jafnframt batnar aðbúnaður starfs-
fólks og unnt verður að veita við-
skiptavinum betri þjónustu en áður.
Nýja skýlið tekur skip sem eru allt
að 800 þungatonnum að stærð. Allir
vertíðarbátar íslenska flotans, hluti
loðnuflotans og minnstu skuttogar-
arnir eru innan þeirrar stærðar.
2.100 fermetra grunnflötur
Framkvæmdir við undirstöður
skýlisins hófust í október á síðasta
ári en áður hafði athafnasvæði fyr-
irtækisins verið stækkað út í sjó til
suðurs um nærri 1.000 metra.
Skipaskýlið er stálgrindarhús, um
30 metrar á breidd, um 70 metrar
að lengd og um 30 metra hátt.
Grunnflötur skýlisins er um 2.100
fermetrar en inni í því er um 600
fermetra steinsteypt bygging, fyrir
aðstöðu starfsfólks og verkstæði.
Skipaskýlið er til hliðar við drátt-
arbraut Skipasmíðastöðvarinnar á
athafnasvæði fyrirtækisins í Njarð-
vík. Einnig hafa verið steyptar und-
irstöður fýrir langfærslubraut fyrir
skip inn í skýlið og hliðarfærslu-
braut frá dráttarbrautinni þar sem
skipin eru tekin upp. Það er Lava
hf., dótturfélag íslenskra aðalverk-
taka, sem sér um framkvæmdirnar.
NÝJA skýlið verður tekið í notkun í þessum mánuði og gerbreytir allri
vinnuaðstöðu í skipasmíðastöðinni.
BJÖRN Björnsson, byggingastjóri Lava hf., Guðmundur Geir Jónsson,
deildarsljóri framkvæmdadeildar Islenskra aðalverktaka hf. og Stefán
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf.
€
i
i
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
INDIANA Jones ásamt börnunum, sem skemmtu sér hið besta í götu-
grillinu.
Tími götugrilla á Selfossi
Selfossi - Tími götugrillanna er
genginn í garð á Selfossi, en sú
hefð hefur komist á í bænum að
íbúar einstakra gatna koma sam-
an síðsumars og gera sér glaðan
dag.
Hrauntjörnin er líklega stysta
gata á Selfossi en það breytir því
ekki að íbúar götunnar héldu
glaðir og kátir slíka grillveislu á
dögunum. Veðurguðirnir skrúf-
uðu fyrir vatnselginn þessa
kvöldstund þannig að íbúarnir
gætu notið skemmtunarinnar
sem best. Að sögn íbúanna tókst
hátíðin með afbrigðum vel, bæði
börn og fullorðnir skemmtu sér
konunglega við leik og söng.
íbúar götunnar Iokuðu henni á
meðan hátíðahöldin stóðu yfír og
sá sem gætti þess að allt færi vel
fram var sjálfur Indiana Jones,
sem börnin höfðu klætt upp að ís-
lenskum hætti.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleit
. mbl.is/fasteignir
SÆNSKU ungmennin sem heimsóttu ísland.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
4
i
:
4
I
4
í
Sænsk ungmenni í heimsókn
Bolungarvík - Tólf sænsk ung-
menni komu hingað til Bolungarvík-
ur og eyddu nokkrum dögum með
bolvískum ungmennum. Heimsókn
þessi er á vegum norrænna sam-
taka sem kallast 4 H og em starf-
andi á öllum Norðurlöndum nema
íslandi, hins vegar er UMFÍ aðili að
þessum samtökum í Svíþjóð. Heiti
samtakanna 4 H stendur fyrir
hjarta, höfuð, hönd og heilsa. Starf-
semi þessarara samtaka er eins
konar sambland af ungmennafé-
lagsstarfi og skátastarfi.
Sl. sumar fór hópur ungmenna
frá Bolungarvík í tveggja vikna
heimsókn til H 4 í Svíþjóð og er
heimsókn sænsku unglinganna í
framhaldi af þeirri för, en samtökin
H4 standa meðal annars að hópa-
skiptum af þessu tagi. ESB og EES
styrkja ferðir hópa á vegum sam-
takanna.
Sænsku ungmennin komu hingað
til lands 4. júlí eftir að hafa skoðað
sig um í höfuðborginni og farið að
Bessastöðum. Var haldið vestur til
Bolungarvíkur þar sem þau ung-
menni héðan, sem nutu gestrisni
Svíanna í fyrra, tóku á móti hópn-
um. Gestirnir gistu hjá bolvískum
fjölskyldum á meðan á dvöl þeirra
stóð hér. í Bolungarvík var dvalið
til 13. júlí og var hver dagur skipu-
lagður af bolvísku gestgjöfunum og
var af nógu að taka. Hópurinn skoð-
aði m.a. frystihús Þorbjarnar í Bol-
ungarvík, Náttúrugripasafn Vest-
fjarða að ógleymdri heimsókn í
Osvör þar sem Geir Guðmundsson
safnvörður fræddi þau um íslenska
sjávarhætti. Sjóminjasafnið á Isa-
firði var skoðað og farið í reiðtúr á
Ingjaldssandi, siglt til Vigur þar
sem lífrfld eyjarinnar var skoðað.
Áður enn hópurinn yfirgaf svo land-
ið var farið að Gullfossi og Geysi og
Þingvellir skoðaðir.
Að sögn Elínar Þóru Stefánsdótt-
ur, sem stjórnaði og skipulagði mót-
töku sænsku gestanna hér fynr
vestan, voru þessir dagar mjög
skemmtilegir og hún vonaðist til að
gestirnir hefðu náð að kynnast þeim
aðstæðum sem bolvísk ungmenni
búa við, bæði hvað varðar atvinnu
og félagslíf. Hún sagði að unga fólk-
ið hefði myndað ótrúlega sterk
tengsl sín á milli, á ekki fleiri dög-
um.
$
ri
í
I