Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 15

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 15 Hagnaður Skeljungs hf. nam 102 milljónum króna Sala hlutabréfa stærst■ ur hluti hagnaðar HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Skeljungs hf. fyrstu sex mán- uði þessa árs nam 15 m.kr. en var 48 m.kr. á sama tíma á síðasta ári. Söluhagnaður eigna félagsins nam hins vegar 79 milljónum króna og hreinn hagnaður fyrirtækisins nam 102 milljónum miðað við 53 milljón- ir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins sem lagður var fram í gær. Rekstrartekjur Skeljungs hf. á fyrri helmingi ársins námu samtals 4.126 m.kr., en voru á sama tíma á síðasta ári 3.866 m.kr. sem er 6,7% aukning. Rekstrargjöld á fyrri helmingi ársins námu 4.061 m.kr. en voni 3.735 m.kr. á síðasta ári og er það 8,7% hækkun. Umsvif á hlutabréfamarkaði Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að hann hefði gjaman viljað hafa hagnað af reglulegum rekstri félagsins meiri en raun ber vitni en hins vegar segir hann að kaup og sala á hluta- bréfum, sem þakka má stærstan hluta hagnaðar félagsins, sé liður í starfsemi þess. „Fyrirtækið er búið að vera um- svifamikið á hlutabréfamarkaði og við erum með stærri hlutabréfaeig- endum á landinu, fyrir utan þá sem eru í beinni fjármálastarfsemi. Á fyrri helmingi ársins seldum við hlutabréf, sem hagnaður var búinn að safnast upp á, fyrir 170 m.kr. en keyptum fyrir 90 m.kr. Það er hinsvegar engin launung að fyrri hluta ársins var reksturinn þungur, en hefur glæðst síðustu tvo mánuði," sagði Kristinn Björnsson. Kristinn segist vonast til að á seinni helmingi ársins fari að koma í ljós árangur aðgerða sem gripið var til seint á síðasta ári til að lækka kostnað fyrirtækisins. „Við buðum út ákveðna starfsemi sem við áður unnum sjálfir og við telj- um að það muni skila sér nú á síð- ari hluta ársins.“ Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu hefur einnig verið unnið að endurskipulagningu lána- og fjármálastarfsemi þess. Kristinn sagði að orsakir þess að hagnaður af rekstri er svo lítill sem raun ber vitni, 15 m.kr., séu að verð á olíu hafi lækkað mikið í lok síðasta árs, og einnig á þessu ári, Radíóbúðin og dóttur- fyrirtæki gjaldþrota BEIÐNI um að Radíóbúðin ehf. og dótturfyrirtæki, Apple-umboðið hf. og Bónus radíó hf., verði tekin til gjaldþrotaskipta var skilað í Hér- aðsdóm Reykjavíkur í gær. Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum síðastliðin þrjú ár sem undið hafa upp á sig með þessum afleiðingum, eins og talsmaður fyrirtækjanna, Grímur Laxdal, sagði í blaðinu í gær. Verslanirnar hafa verið lokaðar síðan um síðustu helgi og framhald um frekari starfsemi þeÚTa bíður ákvörðunar skiptastjóra. „Niðurstaðan varð sú að stjórnir fyrirtækjanna töldu að varlegast væri að óska eftir skiptameðferð til að koma í veg fyrir frekara tjón og tryggja hagsmuni kröfuhafa, starfsmanna og annarra þeirra er hafa hagsmuna að gæta,“ sagði Jón Oddson hrl. lögmaður fyrirtækj- anna í samtali við Morgunblaðið. og sé nú komið í sögulegt lágmark. „Það er dálítið vandasamt að stýra sölu og birgðum í því máli. Þar við bætist að sjómannaverkfall var í 20 daga og fiskimjölsverksmiðjur voru ekki settar £ gang. Einnig brugðust veiðar á loðnu og síld í upphafi ársins og það hefur komið niður á fyrirtækinu," sagði Krist- inn. Hann kvaðst þó ánægður með sölutölur félagsins það sem af er árinu. Heldur lakari en búist var við Þorsteinn Víglundsson hjá Kaupþingi segir að slök afkoma á rekstri fyrirtækisins hafi ekki komið á óvart. Væntingar markað- arins til hagnaðar félagsins af reglulegri starfsemi hafi verið nokkuð í takt við það sem raunin varð á. Hins vegar má, að hans sögn, búast við að afkoman batni á síðari helmingi ársins og afkoma ársins í heild geti orðið svipuð og alls ársins í fyrra. „Hagræðingaraðgerðir sem grip- ið var til hjá fyrirtækinu virðast vera að fara að skila sér og munu líklega bæta hag félagsins á seinni helmingi ársins," sagði Þorsteinn. Hann sagði að flest bendi til að ytri aðstæður, sem haft hefðu nei- kvæð áhrif á reksturinn á fyrri helmingi ársins, brestur á loðnu- og síldveiði, lágt olíuverð og sjó- mannaverkfall, myndu ekki bitna á fyrirtækinu á síðari hluta ársins og því væri ekki óvarlegt að ætla að seinni helmingur ársins gæti skilað 50-60 milljóna króna hagnaði af reglulegum rekstri. Hlutabréf lækka Verðbréf Skeljungs hf. lækkuðu um 4,7% á Verðbréfaþingi Islands i gær eftir að milliuppgjör félagsins var birt. Skeljungur hf. Úr milliuppgjöri 30. júní 1998 Rekstur Milljónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 4.126 3.866 +6,7% Rekstrarqjold 4.061 3.735 +8.7% Hagnaður án hreinna fjármagnsgjalda 65 131 -50,4% Hrein fjármagnsgjöid (40) (60) -33,3% Haqnaður af regiulegri starfsemi 15 48 -68.8% Hagnaður tímabilsins 102 53 +92,4% Efnahagur Milljónir króna 30/6 '98 31/12 '97 Breyting Fastafjármunir Veltufjármunir 4.657 2.221 4.641 2.151 +0,3% +3,2% Heildareignir Hlutafé 6.878 6.791 +1,3% 755 687 +10,0% Eigið fé 2.942 2.851 +3,2% Skammtímaskuldir 1.374 1.362 +0.9% Heildarskuldir 3.936 3.940 -0,1% Sjóðstreymi 1/1 - 30/6 1998 L 1997 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 160 198 • -19,2% Kennitölur 30/6 '98 31/12 '97 Eiginfjárhlutfall 43% 42% Veltufjárhlutfall 1,62 1,58 1 NOATUN Mmmmm! - Nú er gaman að vera kokkur! Ekta Danskt „OKSE MORBRAD \66 Myndin er úr bókinni Aö haatti Sigga Hali og birt meö góöfúslegu leyfi Islenska útvarpslélagsins „'pF , L0KSINS í fyrsta skipti áíslanái! Verslanir Noatuns eru opnar til kl. 21, oll kvold NOATUN NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14, KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. . ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.