Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 VIÐSKIPTI UR VERINU MORGUNB LAÐIÐ Um 56 milljóna króna hagnaður SH og dótturfélaga Minni hagnaður en gert var ráð fyrir jHT7*Í Sölumiðstöð pjð hraðfrystihúsanna hf. kikJ Úr milliuppgjöri 1998 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1/1-30/6 98 1/1-30/6 97 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld Hreinn fjármagnskostnaður 17.300,6 -16.974,5 -188,1 13.924,1 -13.475,3 -171,5 +24,2% +25,0% +9,7 Hagnaður af regluiegri starfsemi Reiknaður tekju- og eignaskattur Aörar tekjur og gjöld Hlutdeild dótturfélaga 137,9 -104,1 0,4 22,4 277,3 -146,4 84,5 -2,2 -50,2% -28,8% -99,5% Hagnaður tímabilsins 58,7 223,2 -74,6% Efnahagsreikningur 30.júní: 1998 1997 Breyting | Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 13.811,2 14.791,8 -6,0% Fastafjármunir 4.743,9 4.004,0 +18,5% Eignir samtals 18.355,1 18.795,8 -2,3% | Skuidir og eigið 1é:\ Skammtímaskuldir 11.925,5 12.328,0 -3,3% Langtfmaskuldir 3.144,4 3.215,7 -2,2% Eigið fé 3.285,2 3.252,2 +1,0% Skuldir og eigið fé samtals 18.355,1 18.795,8 -2,3% Kennitölur 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 17,8% 19,57% -9,0% Veltufjárhlutfall 1,14 1,27 -10,2% Arðsemi eigin fjár Miiijónir króna 1,73% 6,82% -74,6% íslensku skipin í Smugunni Ekkert ólöglegt við trollin HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og dótturfélaga fyrstu sex mánuði ársins nam 56 milljónum króna, sem er 74% minna en í fyrra þegar hagnaður samstæð- unnar var 223 milljónir. Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi var 138 m.kr. á móti 277 milljónum árið 1997 og er hagnaðurinn þannig 140 milljónum króna minni en á sama tíma í fyrra, sem er nokkuð lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum félagsins. Eigið fé SH er 3.285 m.kr. samanborið við 3.252 m.kr. í fyrra. Að sögn Friðriks Pálssonar, for- stjóra SH, felst minnkandi hagnað- ur félagsins aðallega í miklum verð- hækkunum á físki að undanförnu: „Eigið fé fyrirtækisins er að mestu leyti bundið í fiskréttaverksmiðjum erlendis sem framleiða vörur fyrir neytenda- og veitingahúsamarkað- inn. Það hefur reynst mjög erfítt að koma þeim verðhækkunum út til neytenda á Bretlandsmarkaði vegna þeirrar hörðu samkeppni sem við eigum í á matvörumörkuð- um. Þar ber sérstaklega að nefna kjúklinga sem hefur verið mikið framboð af í Bretlandi á mjög lágu verði. Þetta hefur orsakað talsvert mikið tap og þar með afkomu sem er nokkuð langt frá því sem við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum. I annan stað er talsvert tap í Rúss- landi, en þar höfum við verið að hasla okkur völl síðustu misserin og komið okkur fyrir með söluskrif- stofu og heildsölufyrirtæki. Sú efnahagskreppa sem Rússar eru að ganga í gegnum núna og orsakar tímabundna erfíðleika í landinu, hefur bitnað á okkar rekstri, en við bindum samt sem áður miklar vonir við þann markað þegar fram í sæk- ir. Áð þessum þáttum undanskild- um hefur afkoman hjá móðurfélag- inu og flestum dótturfélögum okkar erlendis verið samkvæmt áætlun eða betri.“ Aðspurður um það hvers vegna fé- lagið sendi ekki út afkomuviðvörun, í ljósi þess að reksturinn er að skila talsvert minni hagnaði en áætlanir gerðu ráð fyrir, segir Friðrik að slíkt hafi ekki verið unnt sökum þess hversu mörg og dreifð dótturfélögin eru og áreiðanlegar upplýsingar um afkomu þeirra og afkomuspá hafi einfaldlega ekki legið fyrir fyrr en í gær: „Verðhækkanir af því tagi sem við erum að sjá núna höfum við ekki upplifað frá 1990 og í reynd má segja að fiskmarkaðirnir séu í talsverðu uppnámi, þanníg að staðan er mjög óljós. Við höfum nú endurskoðað rekstraráætlanir okkar út árið og gerum ráð fyrir því miðað við núver- andi aðstæður að reksturinn haldist þvi sem næst í horfinu og hagnaður í lok ársins verði í kringum 40 milljón- ir króna.“ ÞÓRÐUR Magnússon skipstjóri Þerneyjar RE neitar því að Islend- ingar noti ólögleg troll í Smugunni en það var fullyrt í norska dagblað- inu Nordlys fyrr í vikunni. „Þetta eru sömu troll og við notum á heimamiðum og hér erum við á al- þjóðlegu hafsvæði," segir Þórður. „Norðmenn nota sömu veiðarfæri á Reykjaneshryggnum, þegar þeir eru að veiða karfa fyrir utan 200 mílurnar. Við erum í Smugunni fyr- ir utan 200 mflur á alþjóðlegu haf- svæði og notkun flottrollanna getur ekki verið neitt ólöglegri hér en á Reykjaneshryggnum við bæjar- dyrnar hjá okkur,“ bætir Þórður við. Pólitískur áróður Aðspurður um afskipti strand- gæslu Norðmanna segir hann vita að hún hafi haft samband við Mána- berg úr þyrlu, þar sem þeim var gef- ið vilyrði um að koma um borð, en þegar til kom hafi hvorki heyrst til þeirra né sést. „Þetta er bara pólitískur áróður og Norðmenn nota öll brögð til að reyna að sverta íslendingana sem erum hér við veiðar," segir Þórður og bætir því við að sérkennilegt sé að Norðmennirnir skipti sér ekkert af Rússunum sem eru einnig við veiðar í Smugunni. „Þegar við komum voru hér Rúss- ar að veiða með flotvörpu, en Norð- mennirnir gerðu ekkert í því, og nefna ekkert að það séu ólöglegar veiðar. Það er bara ef Islendingar ei-u að veiða, því þeir þora ekkert að segja við Rússana," segir Þórður. Að sögn Þórðar nota skipin botn- troll við veiðarnar eins og er en afla- brögð hafi verið heldur léleg síðustu daga. Alls eru nú 11 íslenskir togar- ar komnir í Smuguna og 3 á leiðinni þangað. Morgunblaðið/Muggur Vöðuselur vestur af Hala Morgunblaðið/Jim Smart VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Grímsbær, Efstalandi 26, við Bústaðaveg. VÖRUVELTAN, sem rekur verslanakéðjuna 10-11 hefur fest kaup á stærstum hluta verslunar- miðstöðvarinnar Grímsbæ sem stendur við Bústaðaveg, sam- kvæmt upplýsingum frá Gunnari Steingrímssyni, eins af erfíngjum Steingríms Bjamasonar fisksala sem var aðaleigandi Grímsbæjar. Að hans sögn hefur 10-11 í hyggju að setja upp verslun í þeim hluta hússins sem í dag hýs- ir Matvöruverslunina. Hann sagðist jafnframt eiga von á því að önnur starfsemi í húsinu yrði óbreytt en 12 verslunar- og þjón- ustufyrirtæki em rekin í verslun- armiðstöðinni. Gengið var frá kaupunum í gærmorgun en kaupverð fékkst ekki uppgefið. I Grímsbæ hafa um árabil ver- ið rekin ýmis verslunar- og þjón- ustufyrirtæki. Húsið var að 87% hluta í eigu erfingja Steingríms Bjarnasonar fisksala, sem var aðaleigandi Grímsbæjar, en um 13% hlutur er í eigu Bakarísins í Grímsbæ. Verslunarmiðstöðin Grímsbær var tekin formlega í notkun hinn 19. júlí árið 1972 og rak Stein- grímur Bjarnason fiskbúð í Grímsbæ frá upphafi en Stein- grímur lést fyrir fjórum árum. Óráðið er, að sögn Gunnars, hvenær 10-11 mun setja upp verslun sína í húsinu en hann sagðist búast við því að það gæti orðið einhvem tímann næsta vet- ur. Þangað til mun rekstur Mat- vörabúðarinnar halda áfram, að hans sögn. Forsvarsmenn Vöruveltunnar vildu ekki tjá sig um kaupin, að svo stöddu, þegar Morgunblaðið hafði samband við þá í gærmorg- un. SKIPVERJAR á rannsóknaskip- inu Árna Friðrikssyni sigldu fram á hóp vöðusela um 30 mflur vestur af Halamiðum en skipið var þar í árlegum seiðarann- sóknaleiðangri fyrir skemmstu. Nokkurt íshröngl var á svæðinu og töldu skipverjar tugi sela og kópa sem lágu á ísnum. Guð- mundur Bjarnason, skipstjóri á Árna Friðrikssyni, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið aldrei hafa séð jafnmarga seli í hóp á sínum sjómannsferli, sem þó væri orð- inn æði langur. Vöðuselur telst til farsela hér við land, ásamt blöðrusel, hringnóra og kampsel. Skráðar voru veiðar á níu farseluin hér við land á síðasta ári sem er jafn- mikið og var árið 1996. Mest varð veiðin hins vegar árið 1994 þegar hér voru skráðir 160 veiddir farselir. 10-11 kaupir Grímsbæ Rannsóknaleiðangrar Hafró Árni í árlegum seiðarannsóknum RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Frið- riksson er nú í árlegum seiðarann- sóknaleiðangri en seiðarannsóknim- ar þykja gefa fyrstu vísbendingar um árgangastyi'k þorskstofnsins. Hins vegar fást ekki marktækar nið- urstöður fyrr en í stofnmælingu botnfiska, svokölluðu haustralli, í haust. Skipið verður út þennan mán- uð í seiðarannsóknunum, ásamt sjó- rannsóknum, allt í kringum landið. Leiðangursstjóri er Sveinn Svein- bjömsson. Bergmálsmælingar í október fer Ámi Friðriksson í bergmálsmælingu sumargotssíldar fyrir sunnan og austan land. I fyrri hluta nóvember er miðað við að skip; ið verði við stofnmælingu á loðnu. I lok nóvember og fram í desember fer Árni síðan aftur í stofnmælingu sfldar, þá allt í kringum landið. Haffræðirannsóknir Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fer í sjómælingaverkefni og haffræðirannsóknii- í byrjun sept- ember en í lok september tekur skip- ið þátt í haustrallinu þar sem athygl- in beinist fyrst og fremst að grálúðu- og karfastofninum. í nóvember verð- ur Bjarni við loðnumælingar, ásamt Árna Friðrikssyni. Rækja og hörpudiskur Rannsóknaskipið Dröfn er nú í stofnmælingu á úthafsrækju fyrir Norðurlandi og lýkur leiðangrinum upp úr miðjum ágúst. Að því loknu verða gerðar rannsóknir á hörpu- diski í Húnaflóa. Upp úr miðjum september og fram í október verður Dröfnin í innfjarðarrækjurannsókn- um á Vestfjörðum og á Norðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.