Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 2£
LISTIR
Leitin
endalausa
NORTH
EQUATOR
Scale of Miles.........
Ocean chart
SJOKORT til Snarksins og hamingjunnar.
MYIVPLIST
Nýl istasafnirt
HUGMYNDAKVEIKJUR
SAMSÝNING
Opið alla daga nema mánudaga frá
14-18. Til 16. ágúst. Aðgangur
ókeypis.
LEITIN að Snarkinum nefnist
samsýning fjórtán listamanna sem
allir vinna út frá hugmyndafræði, en
á jafnmarga vegu, þótt sótt sé á lík
mið um fræðilegan grunn. Vísað er
óbeint til þess, „að undanfarin miss-
eri hafi nær allar stefnumarkandi
línur máðst út í vestrænum þjóðfé-
lögum; manifest hafa molnað, landa-
mæri gufað upp, hugsjónir horfið og
berlínarmúrar brotnað, það sem
menn héldu að væri náttúruleg skip-
an heimsins og jafnvel manneðlisins
hefur einhvern veginn leyst upp. Þar
eru engar kiárar iínur, stefnui- og
venjur sem vísa okkur veginn".
Þetta er hvort tveggja mikið rétt
og umdeilanlegur framsláttm-, því
hér mun mannlegt eðli sem fyrr hafa
síðasta orðið. Og sennilega eru lista-
menn er svo er komið naumast rétti
aðilinn til að minna á þessar stað-
reyndir, því undanfarna ái-atugi hef-
ur hver tilbúin nýlistbylgjan á fætur
annarri gengið yfir heiminn.
Nú er svo komið að búið er að
steypa meginhluta listaskóla í
sama mótið, sömuleiðis flest
núlistasöfn með stefnulausan
leikinn og hvunndaginn í fyi-ir-
rúmi. Það merkilega hefur
skeð, að hér hafa listamenn
upp til hópa sem aldrei fyrr
einangrað sig frá almenningi,
um leið og þeir leitast við að
nálgast hann með því að inn-
leiða lágmenningu og framand-
lega hluti í myndlistina, þurrka
út fyrri markmið um háleitan
metnað. Það sama er að endur-
taka sig og í lok áttunda ára-
tugarins um þröngsýni og sér-
hyggju: Menn hafa dregið sig inn í
skel sína og viðurkenna ekki aðrar
staðreyndh- en í túninu heima líkt og
akademískir listamenn 19. aldar er
bjuggu til „nýja list“ og fjarlægðust
endurfæðinguna og gildi fomaldar
um leið. En eins og þá leita menn
sem aldrei fyn- til fornaldar um
heimspekilegt inntak. Fram er kom-
in ný tegund myndlistarmanna, sem
hafnai- öllum fyrri gildum og grunn-
atriðum sem stuðst hefur verið við
frá upphafi vega, meinlegast að
menn hafa lokað að sér innan veggja
skólastofnana líkt og arkitektar forð-
um, er húsagerðarlist varð að and-
lausu reglustrikufagi, þótt ekki
skorti þjóðfélagsumræðuna og hug-
myndafræðina.
Á þessum tímum rýmislista og
innsetninga er komið fram nýtt al-
þjóðlegt heiti á tvívíða list fyrri tíma,
flatverk, og ber í sér niðrandi vísan-
ir. Um leið blómstrar alþjóðahyggj-
an sem aldrei fyrr, en undarlegt
nokk helst meðal jaðarþjóða í listum,
á meðan stóru þjóðirnar keppast
sem aldrei fyrr við að styrkja ímynd
sína og skipta á milli sín öllum verð-
launum á listastefnum heimsins.
Hvað Bandaríkin áhrærir sjáum við
þetta meira en greinilega í sjón-
varpsþáttum Roberts Hughes, og
sláandi hve frábærlega myndlistin
speglar nýja heiminn í bak og
fyrir. Þar hefur mönnum um
leið tekist að gera mikilshátt-
ar myndverk af öllu tagi að
öruggustu verðbréfunum og
enginn kippir sér lengur upp
við þótt myndverk nafn-
kenndra listamanna seljist á
milljón dollara, nú þarf fimm
til tíu milljónir til að það telj-
ist mikilsháttar frétt. Um leið
hafa þeir komið sér upp öfl-
ugustu landhelgi veraldar í
kringum listheim sinn og þeir
kunna öllum betur að mark-
aðssetja jmynd hans um víða
veröld. I ljósi þess er því
hæpið að halda því fram, að
það séu engar klárar línur,
stefnur og venjur sem vísa
okkur veginn, því listamenn
jaðarþjóðfélaga keppast við
að reyna að draga dám af list
þessara sjálfskipuðu forystu-
þjóða um núlistir, svona líkt
og flugnasvermur leitar í
Ijósið. Hins vegar er list-
heimurinn almennt orðinn til
muna umburðarlyndari varð-
andi stílbrögð og listastefnur,
en það umburðarlyndi fyrirfinnst illu
heilli ekki hjá sjálfskipuðum fram-
varðarsveitum frekar en salonlista-
mönnum nítjándu aldar, sérhyggjan
og útilokunarreglan á fullu sem fyrr.
Samsýning fjórtánmenninganna
er afar gott sýnishorn af alþjóðleg-
um hræringum í róttækum núlistum,
sem eiga sér engin landamæri og
engar þjóðtungur orðræðu á lista-
vettvangi. Heiti sýningarinnar er
réttnefni, hún er byrjun þar sem
ekkert er, alls ekki neitt, ekki nokk-
ur skapaður hlutur, en lagt í lang-
ferð á vit ævintýra, leitarinnar enda-
lausu með Snarkinn sem markaðan
áfangastað. Menn drjúgir með
sig þótt siglingafræðinni sé
ekki fyrir að fara, sjókortið al-
fullkomið einmitt vegna þess að
það er alautt. Hér er farið í
fiæði skáldsins og rithöfundai'-
ins Lewis Carroll (1832-1898) í
ljóðabálkinum The Hunting of
the Stark, en hann var einnig
höfundur sögunnar af Lísu í
Undralandi. Lewis Carroll,
sem hét í raun Charles Ludwig
Dodgson, var hugmyndaríkur
og nýjungagjarn maður, er
sveif á mörkum fortíðar og
framtíðar. Var meðal annars
áhugaljósmyndari af háiri
gráðu og tók mikinn fjölda
ljósmynda, einkum af litlum stúlkum
á aldur við Lísu, og er nýlokið at-
hyglisverðri sýningu á þessum
myndum á þjóðarsafni portrett-
mynda í London, sem lærdómsríkt
var að skoða.
Sýningin stendur alltof stutt á
miðju sumri til að vekja gilda um-
ræðu og hún er engan veginn nógu
skilvirk.
NÝJA GÖTHE-STOFNUNIN
I gryfjunni er önnur framkvæmd
sem mun meiri athygli hefur vakið
og tengist lokun Göthe-stofnunar-
innar og er í senn stofnun sem sýn-
ing. Höfuðpaurarnir að baki hug-
myndaflippsins eru þau Ásta Ólafs-
dóttir og Wolfgang Múller frá
Berlín.
Þetta er góð hugmynd og hefur
enda vakið athygli út fyrir landstein-
ana, meir að segja svo mikla að kom-
ast í vikuritið Der Spiegel. Það eru
að öllu samanlögðu miklar furður og
ber vott um hugsunarhátt pólitískrar
úrkynjunar, að jafnöflug þjóðríki og
Þýskaland og Bandaríkin skuli taka
upp á því að spara á kostnað kjöl-
festu sinnar, sem er ímynd þjóðanna
út á við. Skilar sér aftur í beinhörð-
um peningum eins og framsýnir
stjórnmálamenn fyrri tíma gerðu sér
ljósa grein fyrir og gengið hefur eft-
ir. Víða um lönd hefur menn-
ingarstofnunum þjóðanna
verið fækkað, einnig á hinum
Norðurlöndunum, en að
þessar þjóðir skuli loka einu
stofnununum á Islandi og
trúlega um leið þeim minnstu
er fáránlegra en tali tekur og
ills viti fyrir íslenzkt þjóðfé-
lag, sem fyrir vikið er skipað
á bekk með Albaniu.
Merkilegt, hve viðbrögð
voru lítil er Ameríska bóka-
safninu var lokað á sínum
tíma og menningarstofnunin
stórminnkaði umsvif sín.
Hver man ekki eftir þeirri
reisn sem var yfir hlutunum
er stofnunin var til húsa á
Hagamelnum, hve notalegt
var að koma þangað, bókaúr-
valið mikið, starfsliðið indælt
og þjónustan frábær?
Kannski á það sinn þátt í
þessari þróun að báðir aðilar
vita að menning er eitthvað
og meira en í raddböndunum,
eins og hjá íslenzkum stjórn-
málamönnum, og er ekki
ókeypis skrautfjöður eins og
þeir virðast halda. Má bóka, að með
lokun þessara tveggja stofnana hef-
ur Reykjavík sett umtalsvert ofan
sem menningarborg, hvað sem líður
öllu innantómu tali ráðamanna um
menningu. Kannski upplagt að
Tirana verði næsta vináttuborg
Reykjavíkur.
Það sem þau Ásta og Wolfgang
eru að gera er besta mál og gott bet-
ur, en hve mikil alvara er á bak við
framkvæmdina er ekki gott að
segja. Hins vegar fellur gjörningur-
inn eins og hnífur í smjör að því sem
sumir eru að gera í listahverfinu í
nágrenni Berlin Mitte, þar sem áður
var stjórnsetur Aiþýðulýðveldisins í
forljótum byggingum, og listamenn
hafa yfirtekið að hluta. Þar var jafn-
vel stofnuð ferðaskrifstofa sem seldi
farmiða ódýrar en aðrar, meður því
að farmiðarnir voru listaverk og um
leið undanþegnir skatti! Á þessu var
þó sá fyrirvari, að noti lysthafendur
miðana teljast þeir ekki lengur lista-
verk! Gjörningurinn í kringum
einkarekna Göthe-stofnun er snjall,
markað starfssvið hennar afar fjöl-
þætt, hugmyndagrundvöllurinn víð-
feðmur og ærin ástæða til að óska
framkvæmdaraðilum giftu og vel-
farnaðar...
Bragi Ásgeirsson
FORSTÖÐUMENN nýju Göthe-stofnunarinn-
ar: Ásta Ólafsdóttir og Wolfgang Miiller.
Listaskálinn í Hveragerði
Howards Klugs
klarinettleikara
HERMANN Nitch frá Austurn'ki verður sérstakur gestur Projekthópsins.
PROJEKTHÓPURINN tileinkar
Dieter Roth sýningu sem opnuð
verður í Listaskálanum í Hvera-
gerði laugardaginn 15. ágúst kl. 15.
Á sýningunni verða málverk,
grafík og skúlptúrar eftir meðlimi
hópsins, þá Björn Roth, Daða Guð-
hjörnsson, Eggert Einarsson og
Omar Stefánsson. Einnig verða á
sýningunni verk eftir Dieter Roth,
er andaðist fyrir skömmu, og
Kristján Guðmundsson, en
þeir hafa í tvígang verið gestir
Sýning
tileinkuð
Dieter Roth
hópsins áður. Sérstakur gestur
sýningarinnar er Hermann Nitch
frá Austurríki. Þetta er í fyrsta
skipti sem hann sýnir á íslandi.
Hann hefur áður haldið hér
konsert og unnið með íslenskum
myndlistarnemum og gert með
þeim „Island Symphonie" sem Diet-
er Roth gaf út upprunalega sem
fimm hljómplötur í kassa, en er nú
einnig komin út á geislaplötu og
verður hægt að heyra þá tónlist á
sýningunni.
Sýningin er fimmta sýning
Projekthópsins og stendur fram til
sunnudagsins 30. ágúst. Hún er op-
in daglega frá kl. 13-18. Aðgangs-
eyrir er kr. 200.
BANDARÍSKI
klarinettleikarinn
og prófessorinn
Howard Klug held-
ur tónleika í Digra-
neskirkju sunnu-
daginn 16. ágúst
kl. 17. Meðleikari á
tónleikunum verð-
ur Anna Guðný
Guðmundsdóttir
píanóleikari. Efnis-
skráin samanstend-
ur af umrituðum
og frumsömdum
tónverkum fyrir
klarinett og
bassaklarinett eftir
Fauré, Schumann,
Sarasate, Alfred
Prinz, Burrill Philips, Alec
Templeton og David Baker.
Námskeið
Dagana 17.-21. ágúst mun
Howard Klug halda námskeið
fyrir tréblásturskennara, hljóð-
færaleikara og nemendur í Tón-
listarskólanum í Reykjavík, Skip-
holti 33. Félag tónlistarskóla-
kennara stendur að heimsókn
hans hingað til lands og Ful-
brightstofnunin styrkir dvöl hans
hér.
Howard Klug hefur víðtæka
reynslu í tréblásturskennslu og
spilamennsku.
Hann lauk
bachelorsprófi í
tónmennt,
mastersprófi í
þverflautuleik og
var langt kominn í
doktorsnámi í
klarinettuleik þeg-
ar hann hóf
kennsluferil sinn.
Áður hafði hann
spilað með US Na-
vy-lúðrasveitinni
sem sólisti á klar-
inett, þverflautu
og saxófón. Auk
starfa sinna við
Indianaháskóla og
kammerhópana
Trio Indiana og Fourté hefur
hann haldið námskeið fyrir klar-
ínettukennara og hljóðfæraleik-
ara víða um heim, þ.á m. í Belg-
íu, Englandi, ísrael, Kína, Aust-
urríki, Portúgal, Wales og í
Bandaríkjunum. Hann hefur
skrifað mikið um kennslufræði
og samið kennslubók sem nefnist
„The Clarinet Doctor".
Námskeiðið sem hann heldur
hér á Islandi verður í þremur
meginþáttum; einkakennsla,
kennslufræði fyrir starfandi og
tilvonandi tréblásturskennara og
masterclass.
Howard Klug
klarinettleikari.