Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ afhendingunni.
Listaverkagjöf til
Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík
í TILEFNI af opnun sýningar í
Gerðarsafni í Kópavogi sem opn-
uð var laugaraginn 8. júlí og
stendur til 30. ágúst afhenti Krist-
ín Guðjónsdóttir myndlistarkona
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
til eignar blátt bátsform, sem hún
sýndi á fyrstu sýningu sinni hér-
lendis fyrir tveim árum.
Kristín hefur tekið þátt í mörg-
um samsýningum erlendis og
unnið þar til viðurkenninga og
verðlauna. Hún hefur sótt hug-
myndir að verkum sínum í ís-
lenska báta og fjörur á Islandi.
Kristín lauk námi frá glerlist-
ar- og skúlptúrdeild Listaháskóla
Kaliforníu í Oakland. Hún hefur
verið búsett þar sl. sjö ár ásamt
manni sínum Davíð Aðalsteins-
syni master í stærðfræði frá
Berkley-háskóla.
Franskur
organisti í
Hallgríms-
kirkju
FRANSKI organistinn Odile Pi-
erre leikur sunnudagskvöldið 16.
ágúst á sjöundu tónleikum tón-
leikaraðarinnar Sumarkvöld við
orgelið sem Hallgrímskirkja stend-
ur fyrir.
Á efnissskrá hennar eru
Fantasía og fúga í g-moll eftir
Bach, Tiento de decimo tono eftir
Correa og einnig leikur hún verk
eftir nokkur af stærstu tónskáld-
um franskrar orgeltónlistar, þ.e.
Couperin, Franck, Vierne, Widor
og Dupré. Eftir sjálfa sig leikur
Odie Pierre 13 tilbrigði við þrjá
jólasöngva frá Normandx.
Odile Pierre er frá Normandí.
Hún stundaði nám við tónlistarhá-
skólann í Rouen og síðar við tónlist-
arháskólann í París. Á námsárum
sínum lilaut hún fjölda viðurkenn-
inga fyrir Ieik sinn og námsstyrki
sem gerðu henni kleift að stunda
nám bæði hjá Femando Germani í
Siena og Franz Sauer í Salzborg.
Odile Pierre hefur haldið meira
en 1.500 tónleika víða um heim,
hún hefur m.a. farið í 12 tónleika-
ferðir til Bandarílganna, Kanada
og Mexíkó og 6 ferðir til Austur-
landa fjær. Þá hefur hún leikið inn
á fjölda hljómplatna og diska, nú
nýverið í dómkirkjunni í Worms og
Odile Pierre
á gömlu orgelin í Saint-Carnély
kirkjunni í Carnac.
Árin 1969-79 var Odile Pierre
aðalorganisti við Ste-Madeleine
kirkjuna í París. Hún kenndi m.a.
spuna við tónlistarháskólann í
Parfs 1981 til 1992 og hefur verið
haldið námskeið víða um heim auk
þess sem hún hefur átt sæti í fjölda
dómnefnda, nú síðast í evrópskri
dómnefnd alþjóðlegu orgelkeppn-
innar í Calgary í Kanada.
Tónleikarnir, sem eru haldnir í
samvinnu við Franska sendiráðið,
hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyr-
ir 800 kr.
HVITASUNNUKIRKJ
FÍLADELFÍA KYNNI
BR0ADWAY
T3.QGU. ÁGÚSTKLZIQO
Forsala aðgöngumiða í
Versluninni Jötu • Hátúni 2
Miðaverð kr. 1.500
Á báða tónleikana kr. 2.200
„í>j óð-
garðar“
á Mokka
VALGERÐUR Guðlaugsdóttir
opnar sýningu á kaffíhúsinu
Mokka við Skólavörðustíg, sunnu-
daginn 16. ágúst, sem hún nefnir
„Þjóðgarðar".
I kynningu segir: „Ofurást okk-
ar fslendinga á hinni sérstæðu
náttúm landsins er kunnari en frá
þarf að segja. En þessi ást okkar
er þó oft býsna þverstæðukennd,
að minnsta kosti sýnist sitt hverj-
um þegar kemur að því að leggja
heilu landsvæðin undir vatn
vegna virkjanaframkvæmda.
Hver hefur ekki fundið til
smæðar sinnar andspænis Gull-
fossi og hundruða þúsunda volta
krafti hans. Á hinn bóginn höfum
við sýnt og sannað að við getum
útbúið okkar eigin eftirlíkingar af
furðuverkum náttúmnnar, til
dæmis með því að setja upp gervi
Geysi í Öskjuhlxðinni.
„ÁSTARPOLLUR í eldhafi" 1998.
„Landslagshönnuðinum" Val-
gerði finnst þægilegra að takast
á við náttúruna með því að búa
til módel af henni. Þar með getur
hún gripið inn í náttúmlögmálin
enda notar hún aðeins bestu bit-
ana úr landslaginu. Hún fjölfald-
ar og raðar saman fjöllum og
vötnum, eldgosum og goshver-
um, hraunflákum og grasi grón-
um hólum og skapar úr þeim
garða og opin svæði. Þessi lands-
lagsminni mynda eins konar
þjóðgarða eða íslensk Disney-
lönd þar sem ofhlæðið ræður
ríkjum og raunsæið látið sitja á
hakanum. Áhorfandinn getur
gengið um þessa garða í hugan-
um.“
Sýningunni lýkur 9. september.
Trú og
list
HÓLAHÁTÍÐ verður haldin á
sunnudag, en í sumar hafa
myndverk H. Forna frá Eyr-
arbakka gist staðinn. Þetta
eru höggmyndir í stein og
skúlptúrar úr stáli og járni.
Verkin standa á grasi grónu
umhverfi Hólastaðar í teng-
ingu við jörð, tré, fjöll og him-
in og njóta sín vel í umgjörð
lands og kristni.
---------------
Tríó Óskars Guðjóns-
sonar á Jómfrúnni
ELLEFTU sumarjazztónleikar
veitingahússins Jómfrúarinnar við
Lækjargötu fara fram laugardag-
inn 15. ágúst kl. 16-18. Að þessu
sinni leika Óskar Guðjónsson saxó-
fónleikari, Gunnlaugur Guðmunds-
son kontrabassaleikari og Einar
Scheving trommuleikari. Tónleik-
arnir fara fram á Jómfrúartorginu
á milli Lækjargötu, Pósthússtrætis
og Austurstrætis ef veður leyfir, en
annars inni á Jómfrúnni.