Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 25
LISTIR
Konur í fremstu
röð í íslenskri
myndlist
Morgunblaðið/Arnaldur
MYND Kristínar Jónsdóttur af þvottalaugunum í Laugardal er líklega eitt af hennar
þekktustu verkum og skýrt dæmi um stílsnilld hennar.
MYNDLIST
IVorræna Iiúsið
MÁLVERK/SKÚLPTÚR
ÝMSAR LISTAKONUR
Opið 13 til 18. Sýningin stendur
til 23. ágúst.
í SUMARSÝNINGU Norræna
hússins er að þessu sinni leitast við
að gefa nokkra hugmynd um fram-
lag kvenna til módernískrar ís-
lenskrar myndlistar, eða fram á
sjöunda áratug þessarar aldar.
Þetta kann að virðast umfangs-
mikið verkefni en þá er þess að
gæta hve fáir myndlistarmenn
störfuðu hér á fyrri hluta aldarinn-
ar og þá ennfremur að enn fæni
konur var að fínna á meðal þeirra.
Á sýningunni er að finna verk eftir
um tug kvenna og þeirra á meðal
er auðvitað að finna þær konur
sem skipuðu sér í sveit okkar
fremstu listamanna, frá Kristínu
Jónsdóttur fram til Lovísu Matthí-
asdóttur.
Engin kona var meðal okkar
fyrstu myndlistarmanna, það er
meðal þeirra sem hófu feril sinn
fyrir eða um síðustu aldamót, enda
var þar ekki um stóran hóp að
ræða. Hins vegar verður ekki sagt
að þar hafi konur ekki átt hlut að
máli. Þóra Pétursdóttir Thorodd-
sen rak til dæmis fyrsta teikni-
skóla í Reykjavík og þar lærði
Þórarinn B. Þorláksson áður en
hann hélt til náms til Kaupmanna-
hafnar árið 1895. Á sýningunni í
Norræna húsinu er að að finna
myndir eftir Þóru sjálfa en eins og
sýningarstjóri getur í umsögn um
þær, munu hæfileikar Þóru um-
fram allt hafa legið í kennslunni.
í kjölfar frumkvöðlanna, Þórar-
ins, Ásgríms Jónssonar og Einars
Jónssonar, hljóp meira líf í mynd-
listina og á fyrsta áratug aldar-
innar halda allmargir Islendingar
utan til náms. Þeirra á meðal eru
tvær konur sem áttu eftir að
verða meðal fremstu listamanna
sinnar kynslóðar, þær Júlíana
Sveinsdóttir og Kristín Jónsdótt-
ir, sem voru við nám í Kaup-
mannahöfn á árunum 1912 til
1915, ásamt Guðmundi Thor-
steinssyni. Af þeim tekur síðan
við í listaakademíinu Nína Sæ-
mundsdóttir sem hefur þar nám
árið 1915. Síðan eru konur fram-
arlega meðal myndlistarmanna af
hverri kynslóð og nægir að telja
upp nokkrar þeirra sem sýndar
eru í Norræna húsinu, þær Ás-
gerði Búadóttur, Gerði Helga-
dótturs Nínu Tryggvadóttur, Bar-
böru Árnason og Louísu Matthí-
asdóttur. Verk þessara merku
listakvenna er að finna í öllum
helstu söfnum íslenskum og hefur
list þeirra verið haldið á lofti með
sýningarhaldi og útgáfu. Eftir
einni þeirra, Gerði Helgadóttur,
hefur meira að segja verið nefnt
heilt safn, Gerðarsafn eða Lista-
safn Kópavogs, og þar er líka að
finna stórt sérsafn af verkum
Barböru Árnason.
Á sýningunni í Norræna húsinu
er líka að finna myndvefnað eftir
Vigdísi Kristjánsdóttur sem ætla
má að mun færri þekki en þær ai-
kunnu listakonur sem áður voru
nefndar. Vigdís kenndi það sem nú
mun kallað handmennt eða mynd-
mennt og gat sér sérstaklega gott
orð fyrir myndvefnað sinn; óf hún
bæði sín eigin verk og verk eftir
aðra, til dæmis stóra mynd eftir
Jóhann Briem sem hengd var upp
í sal bæjarstjórnarinnar í Reykja-
vík.
Fleiri konur stunduðu að sjálf-
sögðu myndlist eins og Vigdís þótt
þær yrðu ekki meðal þekktustu
listamanna þjóðarinnar eins og
hinar konurnar á sýningunni og
óneitanlega hefði verið skemmti-
legt að sjá meira af verkum þeirra
- jafnvel þótt fækka yrði myndum
eftir þær þekktustu og færustu,
enda hefur ekki skort á að list
þeirra væru gerð skil á hefðbundn-
um safnasýningum undanfarin ár.
Enn er líklega mikil saga óskráð
þar sem er myndlistariðkun þeirra
kvenna sem ekki gátu endilega
helgað sig listinni að fullu eða náðu
frama. Skráning þeiirar sögu og
sýning úr slíku efni væri með því
markverðasta sem nú mætti vinna
til að auka skilning okkar og þekk-
ingu á myndlistariðkun hér síðustu
öldina.
Sýningin í Norræna húsinu
dregur skýrt fram það sem öllum
má vera Ijóst, að á þessari öld hafa
konur átt ríkan þátt í mótun ís-
lenskrar myndlistar og verið með-
al mikilvægustu listamanna okkar.
Sumar hafa verið frumkvöðlar um
nýjungar í stíl og viðhorfi. Hins
vegar verður sýning af þessu tagi
óhjákvæmilega nokkuð sundurleit,
því ekki er um neina samfellda
hefð að ræða í myndlist þessara
kvenna, umfram það sem var í
myndlistinni yfirleitt. Hver þess-
ara kvenna tók á þeim viðfangs-
efnum sem hæst bar á hverjum
tíma og leitaði innblásturs meðal
annarra listamanna af sinni kyn-
slóð, hvort heldur það voru konur
eða karlar. Hugsanlega hefði verið
unnt að draga fram skarpari teng-
ingar ef tök hefðu verið á að gefa
út skrá með sýningunni og eins
hefði ef til vill mátt fylla betur út í
söguna með því að taka á sýning-
una verk þeirra listakvenna sem
minna eru þekktar. Hvað um það
má hér telja athyglisvert að sýn-
ingin í Norræna húsinu gefur heil-
legt yfirlit yfir íslenska listasögu
frá öðnim áratug aldarinnar og
fram á þann sjöunda án þess að
þar sé að finna verk eftir karl-
mann. Þetta eitt ætti að sýna hve
stór þáttur kvennanna hefur verið.
Jón Proppé
Forn fróðleikur
á enskri tungu
VERK eftir
Hannes Scheving.
Hannes sýn-
ir í Eden
NÚ stendur yfir sýning Hann-
esar Scheving í Eden í Hvera-
gerði. Á sýningunni eru 33
myndir, flestar unnar á síðustu
tveim árum og er þetta fjórða
einkasýning Hannesar.
Sýningin stendur til 23.
ágúst.
BÆKUR
Jarðfræði
FULLKOMIÐ RIT UM SÍÐUELD
eftir Jón Steingrímsson. Þýðandi á
ensku Keneva Kunz. Norræna eld-
fjallastöðin og Háskólaútgáfan 1998.
FYRR á öldum skrifuðu margir
menn, bæði innlendir og erlendir,
um eldvirkni á Islandi, enda hefur
hún ávallt vakið forvitni fólks.
Margt af því, sem þá var skrifað,
þykir nú heldur ómerkilegt og er
blandað ýmiss konar hjátrú og
hindurvitnum, ekki sízt það sem
erlendir menn létu frá sér fara.
Þýðingarmest hafa reynzt rit, sem
íslendingar sömdu sjálfir um eld-
gos, einkum eftir Svein Pálsson,
Jón Steingrímsson og Jónas Hall-
grímsson. Rit þessi hafi aðallega
sögulegt gildi, en þó leynist í þeim
margvíslegur fróðleikur um íslenzk
eldfjöll og eldgos, sem varð ekki að
viðurkenndum vísindum fyrr en
löngu síðar, meðal annars vegna
þess, að ritin bárust ekki út fyrir
landsteinana. Þau eru því merkar
heimildir í sögu eldfjallavísinda og
eiga erindi til hinna fjölmörgu, sem
fást við þessi fræði víða um heim,
en ekki síður til hinna, sem hafa
áhuga á lífi og starfi fólks á fyrri
tíð, þegar miklar hönnungar gengu
yfir landið.
Norræna eldfjallastöðin og Há-
skólaútgáfan hafa nú gefið út rit-
gerð Jóns Steingrímssonar um
Skaftárelda, Fullkomið rit um
Síðueld, á ensku. Bókin nefnist
Fires of the Earth, The Laki Er-
uption 1783-1784. Það er ekki
seinna vænna að kynna útlending-
um þessa einstöku lýsingu á mesta
hraunflóði, sem komið hefur upp í
einu gosi á jörðinni á síðustu öldum
en fimmtungur þjóðarinnar dó þá í
harðindum, sem gosinu fylgdu.
Fara má og nærri um, að það hefur
ekki verið auðunnið að þýða text-
ann á ensku, því að hvort tveggja
er, að stíll Jóns er all sérstakur og
hann er jafnframt að lýsa undrum
náttúrunnar með sínum eigin orð-
um; þar fer hann ekki troðnar slóð-
ir, enda er þarna sagt frá ýmsum
náttúrufyrirbærum í fyrsta sinn.
Keneva Kunz hefur leyst það verk
vel af hendi.
Bókinni er fylgt úr hlaði með
inngangi eftir Guðmund E. Sig-
valdason, þar sem gerð er stuttlega
grein fyrir höfundi og merkum at-
hugunum hans. Þórgunnur Skúla-
dóttir ritstýrði verkinu og Magnús
Valur Pálsson sá um hönnun bók-
arinnar. Þá prýða bókina nokkrar
titilmyndir eftir Brian Pilkington
og ljósmyndir af handriti Jóns.
Innan á kápu beggja megin er
sama kort af Skaftáreldahrauni
með helztu örnefnum, sem koma
við sögu, ásamt fáeinum stað-
reyndum um eldgosið í Lakagígum
á Síðuafrétti. Fróðlegra hefði verið
að hafa annars konar kort innan á
aftari kápu, til dæmis yfirlit yfir
eldvirkni á sögulegum tíma á land-
inu öllu.
I inngangi bókar kemur fram,
að Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur, hafði áhuga á að láta
þýða og gefa út rit Jóns Stein-
grímssonar, enda hefur honum
verið manna ljósast hvaða fróðleik
það hefur að geyma. Víst er, að
finna má í gömlum handritum
ýmsan lærdóm, sem hefur fræði-
legt gildi og er fyllilega þess virði
að koma fyrir augu útlendinga. Sé
vel að slíkum verkum staðið, eins
og hér er augljóst dæmi um, getur
ekki orðið annað en menningar-
auki að þeim.
Ágúst H. Bjarnason
Seljum í nokkra daga lítíð útíitsgölluð
húsgögn með allt að 50% afslættí.
Opið:
12:00-18:00 virka daga
9:00-16:00 lau. 15. ágúst
Mörkinni 3
Sími 588 0640
Fax 588 0641
casa@islandia.is