Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 31
30 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 31 -
JH^t0unUnlklí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TILBOÐ
ÍSLANDSBANKA
MIKIL hreyfing hefur komizt á sölu ríkisbankanna þriggja á
síðustu tveimur vikum. Könnunarviðræður standa yfir á
milli stjórnvalda og fulltrúa SE-bankans í Svíþjóð um kaup hins
sænska banka á stórum hlut í Landsbanka Islands hf. Könnunar-
viðræður eru að hefjast á milli sparisjóðanna og fulltrúa stjórn-
valda um kaup sparisjóðanna á Fjárfestingarbanka íslands hf.
Fyrir nokkrum dögum sendu forráðamenn Búnaðarbankans við-
skiptaráðherra ósk um formlegar viðræður um að bankinn kaupi
Fjárfestingarbankann. í gær tilkynnti íslandsbanki hf., að bank-
inn hefði gert stjórnvöldum formlegt tilboð um að kaupa Búnað-
arbanka íslands hf. fyrir 8 milljarða króna og er gert ráð fyrir að
viðræður hefjist innan skamms um það tilboð.
Talsmenn Islandsbanka færa fram ákveðin rök fyrir því, að
eðlilegt sé að ríkið selji Búnaðarbankann með þessum hætti. Peir
benda í fyrsta lagi á, að með sameiningu þessara tveggja banka
muni nást fram veruleg hagræðing í bankastarfsemi á Islandi.
Þeir telja að lækka megi heildarkostnað um allt að milljarð og
vísa til þess, að Islandsbanki hafi mikla reynslu af því að ná fram
slíkri hagræðingu vegna þeirrar sameiningar, sem lá að baki
stofnun bankans sjálfs og benda sérstaklega á, að starfsfólki ís-
landsbanka hafi verið fækkað um 30% án þess að til hópuppsagna
kæmi.
I öðru lagi telja þeir að sameining bankanna tveggja muni leiða
til jafnari samkeppni á innlendum fjármálamarkaði og vísa þá til
þess, að meira jafnræði yrði með hinum sameinaða banka og
Landsbankanum.
í þriðja lagi telja þeir sig geta mætt kröfum ríkisvaldsins um
dreifða eignaraðild með því að vísa til þess, að hluthafar í ís-
landsbanka séu nú um 6.300, þar af 5.900 einstaklingar. Lífeyris-
sjóðir með 60 þúsund virka sjóðfélaga séu stærstu hluthafar í
bankanum og áhugi sé á að dreifa hlutafé enn meira með útboði
nýs hlutafjár, m.a. til starfsmanna bankanna beggja.
Engin spurning er um það, að forráðamenn Islandsbanka búa
yfir mikilli reynslu í sameiningu banka. Bankinn sjálfur varð til
með sameiningu fjögurra minni banka og við þá sameiningu hafa
þeir öðlast dýrmæta reynslu. Jafnframt er ljóst, að Islandsbanki
hefur komizt vel frá þeirri sameiningu og staða bankans á verð-
bréfamarkaði er nú mjög traust. Möguleikar til hagræðingar með
sameiningu íslandsbanka og Búnaðarbanka liggja í augum uppi.
Á hinn bóginn má spyrja, hvort röksemdir þeirra um dreifða
eignaraðild séu jafn sannfærandi. í samtali við Morgunblaðið sl.
laugardag var Davíð Oddsson, forsætisráðherra, mjög afdráttar-
laus, þegar hann fjallaði um nauðsyn þess að tryggja dreifða
eignaraðild að bönkunum. Hann tók sérstaklega fram, að hann
teldi alveg duga að stærstu eignaraðilar að bankastofnunum ættu
3%-8% eignarhlut í banka og ræddi þann möguleika að tryggja
dreifða eignaraðild með lagasetningu.
Hluthafahópurinn í íslandsbanka hf. er vissulega orðinn mjög
stór, en staðreyndin er auðvitað sú, að nokkrir stærstu eigendur
bankans, lífeyrissjóðir og stór fyrirtæki, eru þar mjög ráðandi.
Pegar vísað er til þess, að lífeyrissjóðir séu með nokkra tugi þús-
unda félagsmanna, dugar sú röksemd lítið vegna þess, að þeir fé-
lagsmenn eru gersamlega áhrifalausir um kjör stjórna lífeyris-
sjóðanna. Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum eru tilnefndir af verka-
lýðsfélögum og samtökum vinnuveitenda. Þetta er fráleitt kerfi,
eins og Morgunblaðið hefur margbent á. Þá vakna óhjákvæmi-
lega spurningar um hversu náið samráð sé á milli lífeyrissjóða
um málefni, sem forráðamenn þeirra telja miklu varða. I því sam-
bandi er ástæða til að minna á, að þegar verulegt hlutafé í Is-
landsbanka var boðið til sölu, tóku stærstu eigendur bankans sig
saman um að kaupa hlutaféð, væntanlega til þess að geta ráðið
nokkru um endursölu þess.
Á hinn bóginn geta stjórnvöld auðvitað sett stíf skilyrði um, að
eignaraðild í hinum sameinaða banka yrði mun dreifðari en hún
er nú í íslandsbanka og gert kröfu til þess, að stærstu hluthafar í
bankanum minnkuðu hlut sinn verulega til þess að mæta þeim
sjónarmiðum, sem forsætisráðherra setti fram hér í blaðinu sl.
laugardag.
Staða ríkisbankanna og starfsmanna þeirra er erfið í umræð-
um sem þessum. Það er ljóst, að bankastjórnir og bankaráð ríkis-
bankanna hafa litil áhrif á þessa þróun. Ríkisbankarnir eru til
sölu og þess vegna er ekki auðvelt fyrir þá að gera tilboð í aðra
banka í nafni hagræðingar. Þannig má t.d. velta því fyrir sér
hvaða tilgangi það þjóni, að ríkisbanki geri tilboð í ríkisbanka,
þegar þetta mál snýst um að einkavæða ríkisbankana. Einu rökin
fyrir slíkum viðskiptum væru þau, að söluverðmæti þeirra yrði
þeim mun meira. Með ákvörðun um stofnun Fjárfestingarbank-
ans á síðasta ári má auðvitað segja, að ríkisstjórn og stjórnar-
flokkar hafi tekið stefnumarkandi ákvörðun. Af hverju að stofna
bankann á síðasta ári til þess að sameina hann öðrum nú?
En jafnframt er ósvarað þeirri spurningu, hvort skynsamlegt sé
að selja ríkisbankana með þessum hætti eða hvort eðlilegri leið
væri sú, að setja hlutabréf í bönkunum á markað, hugsanlega
bæði hér og í öðrum löndum og leitast með þeim hætti við að há-
marka söluverð þeirra, landsmönnum öllum til hagsbóta.Og
tryggja jafnframt að markaðurinn sjálfur ráði ferðinni í sambandi
við endurskipulagningu bankakerfisins og hagræðingu innan þess.
LARS GUSTAFSSON AÐSTOÐARBANKASTJÓRI SE-BANKANS í STOKKHÓLMI
PAÐ VAR ekki ég sem valdi málverk-
in,“ segir hann hlæjandi um leið og
hann vísar leiðina inn á skrifstofu,
sem hann fær að láni fyrir viðtalið í
húsnæði Skandinaviska Enskilda
Banken í Kaupmannahöfn. „Myndirn-
ar eru ekki alveg að mínum smekk,“ bætir hann við
og lætur augun líða yfir svart-hvít-rauðar myndir,
sem í almannatali myndu flokkast sem klessumál-
verk. Aðspurður segist Lars Gustafsson, aðstoðar-
bankastjóri SE-Banken, kjósa hefðbundnari mál-
verk í kringum sig á skrifstofu sinni í Stokkhólmi,
þar sem hann hefur á sinni könnu nýskipan og nýja
viðskiptaaðila. En hefðbundið þýðir ekki þungt og
leiðinlegt og hann vonast til að útkoman úr viðtalinu
verði ekki á þá leið.
Það blása ferskir vindar um bankaheiminn, sem
áður var stýrt úr drungalegum skrifstofum þiljuð-
um dökkum við. Nú skjóta bankarnir öngum yfir í
annan rekstur eða annar rekstur skýtur öngum í þá.
Úr verða stofnanir, sem bjóða upp á mun margvís-
legri þjónustu en gamla bankamenn hefði dreymt
um. Fyrrum svo afmörkuð skil leysast upp og ný
verða til. Þetta er bæði samtíðin og framtíðin.
Hin nánasta samtíð skýtur upp kollinum rétt þeg-
ar Gustafsson er að setjast fyrir framan málverkin.
Farsíminn hans hringir, en hann er fljótur að
slökkva á honum án þess að svara. Áður en að fram-
tíðarsýn Gustafssons kemur er rétt að huga að
Skandinaviska Enskilda Banken, SE-Banken, sem
þessar vikurnar stendur í samningaviðræðum um
kaup á hlut í Landsbankanum.
Kreppa í byijun áratugarins fæddi
af sér nýjan hugsunarhátt
Samtalið hefst með spurningu um þróun SE-
Banken og hvernig hann hafi breyst frá því hann
var stofnaður 1972. Þá var tveimur bönkum, Stock-
holms Enskilda Bank í eigu Wallenberg-fjölskyld-
unnar og Skandinaviska Banken með höfuðstöðvar í
Gautaborg, steypt saman í Skandinaviska Enskilda
Banken. Þetta voru tveir ólíkir bankar, undirstrikar
Gustafsson, þar sem Stokkhólmsbankinn var fyi’st
og fremst viðskiptabanki fyrirtækja, en Skandinav-
iska Banken var venjulegur banki með mörg útibú.
Það sem dró þá saman var að sá fyrrnefndi var fjár-
sterkur en skorti þá útbreiðslu, sem sá síðarnefndi
hafði, meðan sá síðarnefndi var fjárþurfi. Báðir sáu
því hag í samruna, „og þetta voru sömu sjónarmið
og ráða í bankasamruna um þessar mundir, þegar
útbreiðsla og fjármagn leita saman“, hnykkir
Gustafsson á.
„Líttu bara á samnma Citibank og Travellers,
þar sem síðarnefnda fyrirtækið sóttist eftir út-
breiðslu þess fyrrnefnda en það fyrrnefnda sóttist
eftir fjárfestingar- og tryggingarstarfsemi þess síð-
arnefnda. SE-Banken hefur því hefð fyrir að starfa
bæði með fyrirtækjum og einstaklingum."
Eftir gríðarlega velgengni á seinni hluta síðasta
áratugar stóð bankinn frammi fyrir miklum vanda
1992. Svo tæpt stóð hann að rætt var við sænska
ríkið um aðstoð, en til þess þurfti ekki að grípa, því
bankinn bjargaði sér á eigin spýtur og 1995 voru
þessir krepputímar á enda. Það ár skilaði bankinn
hagnaði og hefur gert síðan.
Hér leggur Gustafsson áherslu á að áfallið verði
ekki aðeins mælt í krónum og aurum heldur sé
áskorun fyrir stjórn bankans að leita nýrra leiða.
„Frá því að vera einn arðbærasti banki heims stóð-
um við frammi fyrir tapi í byrjun árs 1992 í fyrsta
skipti í sögu bankans. Andlegu umskiptin fyrir
bankastjórnina voru því gríðarieg, snerti einfald-
lega hvernig bankinn leit á sig. Þá hófst breytinga-
ferli, sem segja má að hafi lokið 1995.“
Bankastjórnin áttaði sig á að ekki dugði minna til
en nýr hugsunarháttur. „Áður litu starfsmenn á sig
sem nokkurs konar móttakendur skipana frá við-
skiptavinum, sem lögðu leið sína í bankann með
ákveðnar óskir. Nú er hugsunarhátturinn sá að
starfsmennirnir geti haft frumkvæðið, leitað við-
skiptavini uppi með tilboð um þjónustu.“
Gustafsson hikar ekki þegar hann er spurður hvað
bankinn hafi helst lært af erfiðleikunum. „Við höfum
fyrst og fremst lært hvemig á að takast á við lánamat,
hvaða kröfur á að gera og lánaeftirlit okkar er gjör-
breytt. Matið var því miður ekki mjög kerfisbundið á
síðasta áratug, en þannig er það ekki lengur."
Annað sem hefur verið stórlega bætt eru öll sam-
skipti innan bankans. „Við getum tekið sem dæmi
að fyrir 10-20 árum gat það gerst að reist væri há-
hýsi í Málmey, sem menn þar sáu að var alveg út í
hött og spurðu sig hvaða fífl hefði nú fjármagnað
þetta. Við nánari athugun var það kannski dóttur-
fyrírtæki SE-Banken í Stokkhólmi, en enginn hafði
leitað upplýsinga á staðnum. Svona má ekki gerast
og getur ekki gerst lengur. Samskiptin innan fyrir-
tækisins eiga að ganga greiðlega fyrir sig.“
Bankar: Frá vernduðum vinnustað
yfír í beinharða samkeppni
Samtímis bankakreppunni þurfti bankinn að
takast á við nýja samkeppnisaðstöðu. Nýir litlir
bankar með mun ódýrari þjónustu, hærri innláns-
vexti og lægri útlánsvexti spruttu upp og önnur fyr-
irtæki en bankar teygðu sig inn á starfssvið þeirra.
Áður sáu bankar til dæmis um alla fjánnögnun fýrir
bílasala. Nú fóru þeir sjálfir að fjármagna lán til bíl-
kaupenda, oft ásamt tryggingum líka.
„Oll samkeppnisstaðan breyttist gn'ðarlega.
Bankarnir þurftu að bregðast við nýjum þátttak-
endum í bankageiranum. Það sem áður kom sjálf-
virkt inn á þeirra borð þarf nú að leggja mikla vinnu
í að fá, en vissulega hefur samkeppnisaðstaðan um
leið orðið mun eðlilegri. Það er kannski ekki rétt-
mætt að segja að bankarnir hafi verið nokkurs kon-
ar verndaðir vinnustaðir, en vinnan var nokkuð gefin
fyrirfram og krafðist ekki mikillar fyrirhafnar.
Þannig er það sannarlega ekki lengur.“
Frumkvæði og ný þjónusta er einkennandi fyrir
óvænt samstarf SE-Banken og tryggingafélagsins
Trygg-Hansa. Gustafsson segir það hluta af vanga-
veltum um á hvaða sviði bankinn vilji og geti vaxið,
er erfíðleikaárin voru að baki. „Sparnaður viðskipta-
vina okkar er mikilvægur og með sparnaði á ég ekki
aðeins við innstæðu á bankareikningi, heldur sparn-
að í hlutabréfum, skuldabréfum o.s.fi’v. Þetta er
svið, sem reiknað er með að vaxi um 10-15 prósent á
ári í Vestur-Evrópu.
Auk þess höfum við í sjö ár rekið eigið trygginga-
félag, sem einbeitti sér að líftryggingum. Okkur til
mikillar undrunar reyndist auðvelt að selja líftrygg-
ingar til viðskiptavina okkar og félagið náði góðri
markaðshlutdeild. Þegar tækifærið kom upp síðast-
liðið haust að ná saman við Trygg-Hansa gripum við
það og fórum í gang að fullu um áramótin. Þar með
er SE-Banken orðið það sem kallast banka-trygg-
ingafyrirtæki."
Nýstárlegar tengingar: Banki,
tryggingafélag og olíufélag
Miðað við fyiTÍ tíma og skýrar línur milli banka og
tryggingafélaga er samrani á þessu sviði nýjung, sem
vekur undran ófróðra.
Kostirnir liggja fyrst
og fremst í að bankinn
nær til viðskiptavina
tiyggingafélagsins og
öfiigt bendir Gustafs-
son á. „Fyrir viðskipta-
vinina er kostur að geta
á einum stað fengið
lausn allra hliða fjár-
málanna, en þurfa ekki
að hlaupa á milli
margra aðila og einnig í
okkar augum er þetta
kostur. Reynsla okkar
er enn sem komið er
ekki langvinn, en við
höfum gert prófanir,
sem lofa góðu. Við
byrjum á fullu í haust
og þá verður spennandi
að sjá hvort sú vísbend-
ing fæst staðfest."
Enn meir á óvart
kann að koma að SE-
Banken hefur starfað
með norska olíufélag-
inu Statoil síðan 1996.
Að sögn Gustafssons
var Trygg-Hansa þeg-
ar farið að starfa með
Statoil, þannig að við-
skiptavinum Statoil
voru boðnar trygging-
ar. Samstarfið hófst í
Svíþjóð, en nær nú
einnig til Danmerkur
og verið er að athuga
þróun þess á hinum
Norðurlöndunum og í
Eystrasaltslöndunum.
Áhuginn á Islandi
hluti af þankagangi
bankans
Talandi um norræna
markaðinn og Eystra-
saltslöndin þá er ís-
land hluti þeirrar
heildar. Það vekur þó
kannski undran að SE-
Banken skuli hafa
áhuga á jafn smárri
markaðseiningu og Is-
land er, en Gustafsson
svarar hiklaust þeh’ri
spurningu:
„Island er hluti af Norðurlöndunum og Norður-
löndin eru hluti af áhugasvæði okkar. Svo einfalt er
það. Á undanförnum fimm árum höfum við hafið
bankarekstur í Osló, Helsinki og Kaupmannahöfn,
svo nú vekur Reykjavík áhuga okkar. Rétt er að
benda á að á hinum stöðunum höfum við hafið rekst-
ur með því að opna skrifstofur og byggt starfsemina
upp sjáífir. Reynsla okkar af því er að það tekur
firnalangan tíma að ná verulegri veltu og það kostar
mikið fé að ná markaðshlutdeild. Við nánari um-
hugsun um áframhaldið erlendis, þá er það mat okk-
ar að það verði betur gert með samvinnu við inn-
lenda aðila, sem hafa góðan orðstír."
Eftir á að hyggja segir Gustafsson að þennan hátt-
inn hefði bankinn gjaman vilja hafa á víðar, en raun-
veraleikinn er ekki alltaf eftir óskum. „Það væri auð-
vitað þægilegt að geta setið á skrifstofu, skipulagt
samvinnu og náð samningum þegar öllum útreikn-
ingum væri lokið, en það þarf tvo til, sem þurfa að
komast að sömu niðurstöðu á sama tíma og þannig
gengur það ekki alltaf fyrir sig í raunveraleikanum.
Tengslin við VIS
auka áhugann á
Landsbankanum
Bankar eru ekki lengur innilokaðar og hátíðlegar
stofnanir, heldur opnar og sveigjanlegar þjónustustofnanir
að mati Lars Gustafssons, aðstoðarbankastjóra
--—-------------?--—-----------------
SE-Banken í Svíþjóð. I samtali við Sigrúnu Davíðsdóttur
lýsir hann starfí bankans, þróun síðustu ára og áhuga
fyrirtækisins á starfsemi á Islandi.
SVIAR eru vanir því að fyrirtæki þeirra séu í eign útlendinga," segir Lars Gustafsson, aðstoðarbankastjóri SE-bankans
Hluti af „Wallenberg-svæðinu“
SE-Banken er hluti af því sem gjarnan er
kallað Wallenberg-svæðið í sænsku athafna-
lífi, en til þess teljast fyrirtæki eins og
Electrolux, skógarfyrirtækið Stora, kúlu-
legufyrirtækið SKF, Ericsson og ABB. Wal-
lenberg-fyrirtæki hafa löngum einkennst af
því að fjölskyldan á litla hluti, en ræður
miklu í skjóli atkvæðaríkra A-hlutabréfa, en
þessi stefna heyrir að sögn kunnugra sög-
unni til.
Afstaða innan hvers fyrirtækis til annarra
fyrirtækja er einnig breytt og nú gilda fyrst
og fremst fagleg sjónarmið við reksturinn,
en augað síður haft á hagsmunum annarra
fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar.
Bankastjóri SE-Banken er Jacob Wallen-
berg, fæddur 1956. Hann tók við sem yfir-
bankastjóri í fyrravor og er fyrsti fjöl-
skyldumeðlimurinn í bankastjórastól bank-
ans, en forfeður hans og frændur höfðu far-
ið með stjórn Stockholms Enskilda Bank.
Fjölskyldan, eða öllu heldur eignarhalds-
fyrirtæki hennar og sjóðir, ræður yfir um 45
prósentum hlutabréfa á sænska verðbréfa-
markaðinum, svo ítökin eru gífurleg. Wallen-
berg-fjölskyldan á 18 prósent í SE-Banken.
A-bréfin í bankanum hafa tífalt atkvæðavægi
miðað við C-bréfin, en C-bréfin eru mjög lítill
hluti hlutabréfa í bankanum. Áætlanir eru
uppi um að afnema C-hlutabréfín.
Skipulag bankans miðast við þjónustu við
einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki og
stórfyrirtæki. Bankinn hefur 256 útibú í Sví-
þjóð og markaðshlutdeildin er 14,1 prósent.
Við eram að þreifa fyrir okkur um samstarfsaðila
í Póllandi, í Eystrasaltslöndunum og erum að meta
ástandið í Rússlandi með hliðsjón af hugsanlegri
starfsemi þar. Við erum þegar með skrifstofur í
Frankfurt og Hamborg, því við lítum á alla Norður-
Evrópu sem umsvifasvið. í ljósi þessa er ekki und-
arlegt að athygli okkar beinist nú að starfsemi í
Reykjavík.“
Gustafsson tekur undir að hugmyndir um starf-
semi erlendis hafi breyst í ljósi reynslunnar. „Ef við
lítum 3-5 ár aftur í tímann var skoðun okkar sú að
ættum við að starfa erlendis ættum við að eiga er-
lendu starfsemina 100 prósent,“ og bætir því hlæj-
andi við að auðvitað hefði ekki komið annað til
gi-eina en að teppin væru SE-banka-græn og starfs-
fólkið með merki bankans á enninu.
„En raunveruleikinn er annar og við höfum nú
gert okkur grein fyrir að eigi starfsemin erlendis að
vaxa verðum við að fara öðruvísi að. Við verðum að
horfast í augu við að bankastarfsemi er nátengd inn-
lendum aðstæðum og viðskiptavinirnir vilja helst
skipta við innlenda banka. Á hinn bóginn er hvert
Norðurlandanna um sig of lítið til að geta staðið
undir nauðsynlegum fjárfestingum í upplýsinga-
tækni. Keppinautarnir fara sístækkandi og geta um
leið tekið við æ stærri viðskiptavinum. Ef við eigum
að standast þessar aðstæður verðum við að finna
leiðir til samstarfs og þær finnast vart án sameignar
af einhverju tagi.“
Fyrri samstarfsreynsla styður þetta, segir
Gustafsson og vísar til tilrauna í kringum 1990, þeg-
ar SE-Banken, Den Norske Bank, Unibank og
gamli Meritabank í
Finnlandi mynduðu
samstarf, sem kallaðist
Scandinavian Bank
Partners, samstarf
sjálfstæðra banka til
að ná hagkvæmni.
Þetta samstarf leystist
upp þegar bankarnir
stóðu allir frammi fyrir
erfiðleikum í upphafi
þessa áratugar, en
lærdómurinn af þessu
er líka skýr í huga
Gustafssons. „Þetta
samstarf hrundi af því
það átti að vera án
eignarhluta. Reynsla
okkar er að það þarf
eignarsamband til að
samstarfið standist.“
Tengsl VÍS og
Landsbankans
kostur í augum
SE-Banken
Þar sem Gustafsson
er ofarlega í huga að
banki verði að teygja
sig út fyrir gamla
bankarammann liggur
beint við að spyrja
hvort sú staðreynd að
Landsbankinn á í
tryggingafélaginu VÍS
auki aðdráttarafl
bankans. Undir það
tekur Gustafsson ein-
dregið.
„Það er víst ekkert
leyndarmál að Lands-
bankinn á 50 prósent í
VÍS og það eykur enn
áhuga okkar á Lands-
bankanum, því eins og
ég nefndi áðan hefur
SE-Banken mjög já-
kvæða reynslu af sam-
starfi við tryggingafé-
lög. Reynsla okkar á
sviði líftrygginga er
sjö ára, svo við höfum
á nokkru að byggja.
Hvernig framvindan
verður í samræðunum
við Islendinga mun
tíminn leiða í ljós, en
forsendurnar eru að okkar mati góðar.“
íslenskar aðstæður: Ekki
framandi en kostnaður hærri
Þegar Den Danske Bank hóf starfsemi í Færeyj-
um á síðasta áratug uppgötvaði bankinn að lána-
stefna færeyskra banka var allt önnur en hann átti
að venjast heima fyrir. Mun minna var lagt upp úr
að kanna lánshæfi og mun meira lánað en tíðkaðist í
Danmörku. Þegar þessi reynsla danska bankans á
að færa viðskipti sín í norðurátt er borin undir
Gustafsson og spurt hvort honum sýnist íslenskt
lánamynstur eitthvað öðruvísi en hann eigi að venj-
ast kannast hann ekki við það. „Munurinn er fyi-st
og fremst sá að uppbygging atvinnulífsins er allt
önnur en við eigum að venjast sökum þess hve sjáv-
arútvegur er ráðandi á Islandi. Það hefur auðvitað
áhrif á hvernig lánsfé deilist á ólíkar atvinnugrein-
ar.“
En Gustafsson hræðist heldur ekki að aðstæð-
urnar séu framandi á íslandi. „Við reiknum með að
Morgunblaðið/N ordfoto
íslendingar hafi sjálfir þekkingu á þeim og það er
ekki þar sem við höfum eitthvað fram að færa,
heldur komum við með aðra reynslu, bæði af starfi
okkar á Norðurlöndum og víðar. Bankinn er með
skrifstofur í sextán löndum, í Bandaríkjunum, víða í
Evrópu og svo í Japan, Singapúr og Hong Kong.
Við getum þvi boðið þjónustu, meðal annars fyrir
íslensk fyi’irtæki sem sækja utan. Annað, sem við
höfum upp á að bjóða, eru ólíkar tegundir af þjón-
ustu.“
Um það hvort íslensk lánastefna sé honum fram-
andleg svarar Gustafsson að hann þekki ekki til
starfsemi íslenskra banka í smáatriðum. „En ís-
lenskir bankar hafa einnig átt við erfíðleika að
stríða og ég get ekki ímyndað mér annað en að það
hafi leitt til aðhalds í útlánum líkt og hjá okkur.“
Bankar á Norðurlöndum hafa tekið miklar koll-
steypur undanfarin ár, bæði orðið samruni og um *•
leið hefur starfsfólki í bankageiranum fækkað, en
sama hefur enn ekki gerst á Islandi í jafn ríkum
mæli. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort þetta
sé þróun sem megi vænta á íslandi. „Það er svo að
sé litið á kostnaðarhliðina þá er kostnaður meiri í ís-
lenskum bönkum en norrænum. Það gildir á öllum
sviðum að styrk samkeppnisstaða felst meðal ann-
ars í að ná sem mestri hagkvæmni. Hvort það þarf
að fækka starfsfólki get ég ekki dæmt um, en þurfi
það verður auðvitað að taka tillit til starfsfólksins.
Eg geta bara bent á að kostnaðurinn er meiri og er
viss um að það er mönnum einnig ljóst á Islandi."
Hann bætir svo við að bankinn hafi reynslu af
umbreytingum og þeirri rejmslu geti hann einnig
miðlað af. „Við sækjumst eftir samvinnu við hæfa
stjórnendur og ætlun okkar er ekki að þröngva okk-
ar skipan upp á þá, heldur fremur að opna dyr okk-
ar upp á gátt og bjóða upp á eitthvað, sem þeir hafa
ekki fyrir. Við höfum einnig áhuga á að þróa nýja
þjónustu og það er vitað að öll slík þróun krefst æ
meiri tækni. Það er því ekki rangt að segja að inni-
hald þjónustunnar verði sífellt tæknilegra eðlis. Því
fleiri sem geta deilt með sér þróunarkostnaðinum
því ódýrari verður þjónustan. Og því víðar sem við
erum því meira er upp á að bjóða. Við höfum ekki
áhuga á neinu öðru en velgengni, en hún er háð því
að viðskiptavinunum falli þjónusta okkar.“
Islensk tortryggni á eriendan
eignarhlut ekki einstök
Það hefur legið í loftinu að SE-Banken leiti eftir
nægilega stórum hluta í Landsbankanum til að geta
einnig haft áhrif á rekstur bankans, en um leið era
margir áhyggjufullir yfir hver áhrif erlent eignar-
hald hafi. Gustafsson segist kannast við slíkan
þankagang í Danmörku og Noregi. „En ég spyr
sjálfan mig hvort við Svíar bregðumst eins við slík-
um aðstæðum. Svar mitt er að þannig hugsi Svíar
ekki, þótt ég viti ekki hvort ég hafi rétt fyrir mér.
Skýringin er kannski að hluta að Svíar eru vanir
því að fyrirtæki þeirra séu í eign útlendinga og séu
á erlendum vettvangi, eins og til dæmis ABB. Það
kippir sér enginn upp við að stórtyrirtæki eins og
Electrolux sé að hálfu í eigu útlendinga og enginn
hafði áhyggjur af því þegar Svenska Dagbladet vai’
nýlegt selt Schibsted, norsku fyrirtæki.
í Svíþjóð snýst umræðan fremur um eignasam-
þjöppun, einkum í fjölmiðlaheiminum, og þau völd,
sem því fylgja, ekki um erlenda eign. En ég sé að
umræðan í Danmörku og Noregi er önnur, kannski
af því að aðstæður í viðskiptalífinu þar eru aðrar,
minni fyrirtæki, sem ekki eru eins umsvifamikil á
alþjóðavettvangi.“
Utlendingar eiga 17 prósent í SE-Banken, en
Gustafsson segir að engin takmörk séu á hvort og
hversu mikið útlendingar geti átt í bankanum,
hvorki hvað varðar bankann sjálfan né sænsk lög.
Eina kvöðin nú sé að sá sem eigi meira en tíu pró-
sent í bankanum þurfi samþykki fjármálaeftirlits-
ins, en það gildir bæði um innlenda og útlenda eig-
endur og er aðeins gert í öryggisskyni, svo misjafnir
sauðir smjúgi ekki inn.
Bankar framtíðarinnar
„Bankar framtíðarinnar verða fjölrása," segir
Gustafsson, þegar hann, sem stýrir þeirri deild
bankans er mótar stefnuna, er inntur álits á hvernig
bankar framtíðarinnar verði. „Ég finn ekkert betra
orð en þetta til að lýsa banka framtíðarinnar. Hér
er átt við að viðskiptavinurinn eigi að eiga þess kost
að velja hvernig hann vill hátta viðskiptum sínum
við bankann.
Hér hef ég í huga bæði hefðbundinn banka, síma-
banka, alnetið, þróaða hraðbanka af ýmsum gerðum
og kjörbúðir, þar sem bankaborðið er við hliðina á
kjötborðinu og ostborðinu, svo hægt sé að sinna
bankamálunum um leið og innkaupin eru gerð. Hið
mikilvæga er að viðskiptavinurinn velji sjálfur og
eigi um leið kost á að gera sem mest sjálfur og
borga þá minna fyrir þjónustuna, ef það er það sem
hann vill.“ Samlíkingin sem hann notar er við bens-
ínstöðvar. Eðlilegt sé að bensínið kosti minna ef
maður fyllir sjálfur á bílinn og sama ætti að gilda
um bankaþjónustuna, en þegar hann heyrir að á Is-
landi þuifí viðskiptavinirnir sjaldnast að fylla á
sjálfir hlær hann dátt og segist sjá að samlíkingin
hitti þá kannski ekki alveg í mark.
Samtalinu lýkur því á léttum nótum, en létt yfir-
bragð breytir því ekki að Gustafsson er full alvara í
að bankinn leiti samstarfs við aðila, sem sjá að hags-
munir þeirra geti farið saman við hagsmuni bank- _
ans.