Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Að stökkva vatni á gæs Mjög lítið hefur breyst í umgengni ís- lendinga við áfengi síðustu áratugi. Getur ástœða þess verið sú að ákerslur í starfi bindindispostula séu og hafi ver- ið rangar allan þennan tíma? Engum tilgangi þjón- ar að stökkva vatni á gæs til að bleyta hana; það rennur af henni jafnharðan. Að sama skapi er jafn tilgangs- laust að ræða við bindindispost- ula um áfengi af einhverri skyn- semi. Svo sýnist mér í það minnsta um Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli, sem skrifaði gi-einina Baráttan við blekking- arnar í Morgunblaðið fyrir skömmu. Svo heppilega vildi til að þegar hún lá tilbúin til birt- ingar á borði Halldórs barst honum blaðið 30. júlí í hendur, þar sem var að VIÐHORF finna Viðhorfs- ^ grein mína sem Hallgrímsson baryBrskiffi- ma Vmdrykkja er menning og fannst honum grein sín þá „boðlegt svar við því viðhorfí" eins og hann orðar það, og bætti síðan nokkrum lín- um við þar sem hann fjallar um „gamansemi Halldórs Laxness", en ég gerðist svo djarfur að vitna í greinina Vegir og viskí eftir nóbelsskáldið. Laxness var einn þeirra Islendinga sem fóru sérlega vel með áfengi, eftir því sem mér er best kunnugt, og var því fær um að tjá sig um áfengismenningu landa sinna eins og hann gerði; í nokkrum hæðnistóni. Greinina samdi Lax- ness 1952 og því miður hefur áfengisnotkun íslendinga allt of lítið breyst síðan. Ekkert skal ég fullyrða um ástæður þess, en getur verið að rangar áherslur í starfí bindindispostula séu að minnsta kosti hluti skýringar- innar? Halldór frá Klrkjubóli minnir á í grein sinni að Laxness hafi látið svo um mælt á efri árum að hann hefði orðið að sjá á eftir mörgum vinum sínum í helvíti alkóhólismans. „Þar með er skírskotun til þeirrar lífsreynslu sem okkur bindindismönnum finnst nægileg röksemd íyrir stefnu okkar. Hann bjó að þeirri lífsreynslu sem gerði hann fær- an um að skrifa átakanlegustu lýsingu sem til er um viður- styggð víndrykkjunnar í íslensk- um bókmenntum þar sem segir frá júnkaranum í Bræðratungu í kaupstaðarferð, hver sem vill kalla það menningu.“ Þarna skýtur Halldór frá Kirkjubóli á mig, virðist mér vera - að ég telji fyllirí júnkarans menningu, en það er hinn mesti misskiln- ingur. Ég sagði: Víndrykkja er menning, en benti einnig á að drykkja væri ekki það sama og þamb og hið síðarnefnda væri sannkölluð ómenning. Ég lýsti einnig þeirri skoðun minni að bindindismenn ættu að hætta að prédika á þann hátt að aldrei ætti að taka fyrsta sopann, held- ur hvetja fólk til þess að taka aldrei fyrsta gúlsopann. „Að drekka sig fullan í eitt skifti, það er einsog verða fyrir því óláni að detta oní pytt,“ hafði Laxness eftir rithöfundum í Moskvu, í títtnefndri grein, og þeir sögðu ennfremur: „Maður sem drekk- m- sig fullan að staðaldri á heima á spítala.“ Að þeiira áliti snýst málið um að kunna mannasiði. Það er mergurinn málsins og kemur hvorki Stalín né Hitler nokkurn skapaðan hlut við, enda staðreynd löngu fyrir tíma þeirra pörupilta, þó svo Halldór frá Kirkjubóli telji undarlegt hve Laxness hafí seint áttað sig á því að tvímenn- ingarnir „kærðu sig ekki um al- þjóðlegan mannbótafélagsskap með sínum undirsátum". Fólk um alla heimsbyggðina dreypir á glasi af vfni með mat hvern einasta dag en verknaður- inn leiðir ekki til þess að það standi upp frá borðum, hlaupi um bæinn og láti öllum illum lát- um í kjölfarið. Lemji jafnvel sak- laust fólk, ræni, rupli, eyðileggi og nauðgi. Slíkt gerir fólk sem kann ekki mannasiði og áfengi þarf ekki að koma við sögu. Því miður á það þó oft hlut að máli og í þeim tilfellum er einna mestu óorði komið á vínið. Og ég fullyrði að heilbrigðara er að fá sér glas af víni með mat en belgja sig út af ropvatni því sem kallast gosdrykkir, sem ég óttast að margur Islendingurinn sturti í sig með mat í tíma og ótíma. Áfengi er ekki einungis „með- al til að fara á fyllirí", eins og Laxness orðaði það og ég tók undir, en Halldór frá Kirkjubóli óttast að svo sé. Hann treystir ekki skynsemi fólks. „Hverjar líkur eru til þess að menn láti sér glösin tvö alltaf nægja?“ spyr hann og vísar til þess að „hinn mikli spámaður í Frakk- landi“ vari við að drekka of mik- ið, og á þar við einn margra sér- fræðinga sem haldið hafa því fram að hófleg víndrykkja hafi góð áhrif á starfsemi hjarta og æða. Og svarið kemur sam- stundis: „Því miður eru þær litl- ar. Öll reynsla sýnir og sannar að sú regla verður ekki haldin almennt. Það vantar enn hemil- inn við þetta tveggja glasa tak- mark. Þannig er það enn eins og það hefur alltaf verið. Þessi tak- mörk verða ekki birt í raun. Hvorki Frakkar ná Spánverjar hafa það á valdi sínu.“ Ekki veit ég hvernig Halldór getur fullyrt þetta, en einmitt vegna hræðslu margra við of- drykkju lagði ég til í grein minni að umgengni við vín ætti að vera eins og hvert annað uppeldisat- riði og besta leiðin til þess að leiða unglinga í sem bestan skilning um þessa Guðsgjöf er að foreldrar og annað eldra fólk sem ungviðið umgengst misnoti ekki vöruna. Að dreypa á víni með mat er allt annað en drekka sig fullan. Binda verður enda á þær blekkingar bindindispostula að vín geti ekki verið annað en óvinur. Það er ofdrykkjan, þambið, sem er af hinu vonda. Treysta verður fólki til að um- gangast vínið af skynsemi og að það geti frætt afkvæmi sín um slíka drykki. Það markmið næst með breyttu hugarfari og að vinna að þeirri hugarfarsbreyt- ingu ætti að vera bindindispost- ulum landsins verðugt verkefni. + Guðný Svanhvít Guðmundsdóttir var fædd í Brekku í Fáskrúðsfirði 29. október 1909. Hún lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Guðmund- ur Stefánsson járn- smiður frá Gests- stöðum í Fáskrúðs- firði og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Viðborðsseli í Hornafirði. Svan- hvít var fimmta í röð níu systk- ina, þar af komust sjö til full- orðinsára. Þau eru í aldursröð: Halldór Þórarinn, f. 27. maí. 1904, d. 5. júní 1965; Sigurjón, f. 26. mars. 1906, d. 3. júní 1931; Stefán Björgvin, f. 27. maí 1907, d. 28. okt. 1978; Guðný Svan- hvít, sem hér er kvödd; Sveinn Kristinn, f. 22. des. 1911, d. 17. jan. 1998; Auðbjörg, f. 8. jan. 1915; Guðni, f. 26. mars 1917, d. 6. maí 1936. Svanhvít og Krist- ján dóu á barnsaldri. Af þessum stóra systkinahópi er nú Auð- björg ein eftir á lífi. Guðný Svanhvít giftist ung Jóni Bernharð Ásgrímssyni frá Siglufirði og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. 3. mars 1928, maki Jakob Jó- hannesson, f. 7. mars 1926, d. 27. apríl 1985. Þau eignuðust Margs er að minnast, margt bei' að þakka. Það er ekki síst þakklæti sem mér er efst í huga nú þegar ég minnist þín, móðir mín. Þakklæti fyrir þolinmæði þína, gjafmildi og gæsku, sem voru þínir höfuðkostir. Ég minnist þess þegar ég í æsku var sendur með glaðning til fólks sem úr litlu hafði að spila. Þú fannst ávallt ráð til að gleðja aðra þó ekki væri auðugt þitt eigið bú. Þú hafðir einstakt lag á að nýta það sem til féll hverju sinni, af hvaða toga sem það var. Gömul föt sem hætt vora að gagnast einum hafðir þú lag á að gera að klæði handa öðrum. Þannig vorum við börnin þín ævinlega vel til fara í heima- saumuðum fínum fötum sem ekk- ert gáfu eftir því sem keypt var í búð. Seinna þegar heimilisstörfin urðu þér léttari, fuglarnir fíognir úr hreiðrinu, saumaðir þú á barna- börnin og barnabamabörnin eða fyrir þær „Petru og Pálínu". Það var líf þitt og yndi að sitja og sauma. Þrátt fýrir erfiðleika á lífsleið- inni, missi sona þinna og annarra ástvina, bugaðist þú aldrei, enda alin upp af trúaðri móður, henni ömmu, sem ég minnist einnig vegna gæsku og fyrir Passíusálm- ana sem hún las okkur bræðrum síðustu æviárin. Um leið og ég minnist þín og hennar ömmu langar mig að minn- ast fóður míns, hans Hjálmars, sem hvarf til annars heims löngu á undan þér. Hann tmði því, eins og þú, að við værum hér á jörðu til að öðlast þroska, að jarðlífið væri að- eins lítið skref á braut okkar í ei- lífðinni. Ég er ykkur sammála og er ykkur þa.kklátur fyrir að hafa gefíð mér þennan skilning á tilver- unni. Það er svo ótalmargt annað sem vert væri að hafa á orði um sam- veru okkar, móðir mín, en hér læt ég staðar numið og þakka þér enn og aftur fyrir að hafa verið til. Þinn sonur Sigurjón Hjálmarsson. Margt er það og margt er það sem minnmgamar vekur. Og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. í nokkrum orðum langar mig að átta börn. 2) Óskar Ásmundur, f. 11. júní 1929, maki Helga Jóna Sveins- dóttir, f. 29. okt. 1932. Þau eiga þrjú börn. 3) Kári, f. 9. des. 1930, maki Sig- ríður Jónsdóttir, f. 8. júlí 1928. Þau eignuðust fjóra syni, fyrir átti Kári einn son. 4) Guðný, f. 13. ágúst 1932, maki Sverrir Jó- hannesson, f. 11. nóv. 1930. Þau eiga tvo syni. 5) Guðjón Bernharð, f. 19. júní 1935, d. 11. maí 1964. Jón Bernharð fórst með mótor- bátnum Kára í maí 1936. Svan- hvít giftist Hjálmari Guðjóns- syni, ættuðum úr Árnessýsiu, 1942 og eignuðust þau þrjá syni. Þeir eru: 1) Sigurjón, f. 9. júlí 1943, maki Ragnhildur Óskars- dóttir, f. 8. júlí 1946. Þau eiga íjögur börn. 2) Guðmundur, f. 18. sept. 1944, d. 11. maí 1985, maki Hrönn Benónýsdóttir, f. 15. okt. 1947. Þau eignuðust fimm börn. 3) Erlingur Heimir, f. 8. mars 1946, maki Áslaug Jónsdóttir, f. 10. des. 1948. Þau eiga fjögur böm, fyrir átti Heimir einn son. Afkomendur Svanhvítar em orðnir yfir 120. Utför Svanhvítar fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. minnast föðursystur minnar, Guð- nýjar Svanhvítar Guðmundsdótt- ur. Svanhvít bjó alla sína löngu ævi á Fáskrúðsfirði og þar af meira en 60 ár í Þórshamri. Allir þekktu Svönu í Þórshamri og til hennar leituðu margir. I Brekku, bernskuheimili Svanhvítar, voru mikil umsvif og annríki og öll börn Guðmundar og Guðrúnar vöndust því að taka þátt í þeim störfum, sem kölluðu hverju sinni. Það varð þeim drjúgt veganesti, því öll reyndust hið mesta dugn- aðarfólk. Kornung giftist Svanhvít Jóni Bernharð Ásgrímssyni, ættuðum frá Siglufirði, hinum mesta atorku- manni. Þau eignuðust saman fimm börn. Jón var formaður á mótor- bátnum „Kára“, sem fórst í ofsa- veðri í maí 1936 með allri áhöfn. Með bátnum fórst líka Guðni, yngsti bróðir Svanhvítar. Nú þeg- ar Svanhvít stóð ein uppi með fimm ung börn voru ráð til að halda saman heimilinu ekki auð- fundin. En þau mál leystust á þann veg að foreldrar Svanhvítar fluttu ásamt sonum sínum tveim, þeim Stefáni og Sveini, sem báðir voru ókvæntir, í Þórshamar, en það hús höfðu þau Jón og Svanhvít þá ný- lega keypt. Þarna bjó stórfjöl- skyldan. Guðmundur faðir Svan- hvítar var járnsmiður en auk þeirra starfa hafði hann bæði kýr og kindur, slíkur sjálfsþurftarbú- skapur var algengur á þeim árum. Með samstöðu og elju skapaðist þarna heimili þar sem gestagang- ur var mikill og allir fundu sig vel- komna. Á þessum ánim voru uppgangs- ár á Siglufirði, þangað fór Svanhvít nokkur sumur í röð og dvaldi á vegum tengdaforeldra sinna og vann við síldarsöltun. Þá hafði hún yfirleitt eitthvert barna sinna með. Á þessum tíma kynntist Svanhvít seinni mannni sínum, Hjálmari Guðjónssyni, ættuðum úr Árnes- sýslu. Þau gengu í hjónaband og Hjálmar fluttist í Þórshamar. Þau eignuðust þrjá syni. Þegar hér er komið sögu eru eldri börn Svanhvítar komin vel á legg, en þarna var stór fjölskylda og eðli málsins samkvæmt var Svanhvít miðpunktur hennar og glaðlyndi, ástríki og bjartsýni hús- móðurinnar skópu þann góða anda sem á heimilinu ríkti. Þegar árin liðu fækkaði heimilis- fólkinu í Þórshamri. Börnin uxu úr grasi og staðfestu ráð sitt. For- eldrar Svanhvítar fluttu aldrei af heimilinu. Þau nutu umönnunar hennar til dauðadags. Aldrei gleymi ég, sem þessar línur rita, þegar ég heimsótti ömmu mína í síðasta skipti. Hún lá í rúminu sínu og brosti við méi'. Og í návist hennar skynjaði ég birtu og frið. Þannig kvaddi hún lífið, sátt við allt og alla. Stefán, bróðir Svan- hvítar kvæntist ekki. Hann átti sitt heimili í Þórshamri alla tíð og naut umhyggju systur sinnar til dauða- dags. Hjálmar, eiginmaður Svanhvít- ar, lést 11. ágúst 1989 og eftir það bjó Svanhvít ein í húsinu sínu þar til allra síðustu árin, þegar heilsan tók að bila. Þá fluttist hún til Kára, sonar síns, og Sigríðar, tengdadótt- ur sinnar, en hjá þeim naut hún umhyggju og elskusemi alla tíð. En þrátt fyrir að Svanhvít flyttist til Kára og Siggu stóð hennar gamla heimili óhaggað og þangað kom hún oftast daglega á sumrin, þar var oft gestkvæmt og auðvelt að gleyma tímanum við að skoða gamlar myndir og rifja upp minn- ingar liðinna daga. Til hinstu stundar fylgdist Svanhvít vel með öllu sem gerðist, bæði í hennar stóru fjölskyldu svo sem í lífinu, yf- irleitt. Hún var, eins og áður hefur komið fram, glaðvær og góðviljuð. Hún hafði þó sínar ákveðnu skoð- anir, sem hún hélt fast við á sinn rólega máta og réttlætiskennd hennar var sterk og vakandi. Um- hverfi hennar var ævinlega snyrti- legt og hún hafði lag á að hagræða hlutum á einstakan hátt. Svanhvít var óvenju verklagin og fjölhæf, en sérstakt yndi hafði hún af sauma- skap. Hún var líka mjög gjafmild og valdi gjafir sínar af smekkvísi. Ótrúlégan fjölda fallegra hluta saumaði hún og gaf. Gestrisni hennar var líka einstök. Það átti ekki aðeins við um þá, sem lengra komu að, heldur líka og ekki síður við nágrannana, enda áttu margir erindi í Þórshamar og var þar oft glatt á hjalla og ótinilegur fjöldi fólks leit þar inn, því sem næst daglega. Það er lífsins gangur að við hljótum að kveðja ástvini okkar. Það er stór hópur, sem nú saknar góðrar konu. Ég finn það glöggt að ég hef ekki einungis misst föð- ursystur mína heldur líka mína bestu vinkonu. I huga okkar, sem vorum henni nákomin, ríkir sökn- uður en jafnframt þakklæti fyrir allt það, sem hún gaf okkur af ör- læti hjartans á langi ævi. Börnum hennar, tengdabörnum, Auð- björgu, systur hennar, svo og öll- um afkomendum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Megi elskuleg kona hvíla í guðs friði. Elín Sigurjónsdóttir. Það er komið að leiðarlokum. í örfáum orðum viljum við minnast mætrar konu. Hún Svanhvít amma og langamma var einstaklega hæversk og kærleiksrík kona. Hún tók öllu sem á bjátaði með jafnað- argeði og þegar hún lá veik var æv- inlega viðkvæðið hjá henni: „Þetta er bara leti í mér.“ Það var alltaf gaman að heimsækja hana í Þórs- hamar og skoða allan saumaskap- inn hjá henni. Síðustu æviárin bjó hún hjá foreldrum okkar og erum við þakklát fyrir þann tíma sem við og börnin okkar nutum samvista við hana. Elsku amma og langamma, blessuð sé minning þín. Ég veit þú heim ert horfm nú og hafm þrautir yfir, svo mæt, svo góð, svo trygg og trú og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sig.) Jón, Svanur, Unnsteinn og fjölskyldur. GUÐNY SVANHVIT GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.