Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR + Katrín Sigurð- ardóttir fæddist í Stórumörk undir V-Eyjafjöllum 23. október 1906. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórhild- ur Einarsdóttir, f. 1877, d. 1954, og Sigurður Snjólfsson, f. 1878, d. 1925, bú- endur að Ey í Vest- ur-Landeyjum. Katrín átti fjögur systkini, þrjú eru á lífi: Marta, f. 1908, Haraldur, f. 1910, Sigríð- ur, f. 1913, d. 1969, og Guðrún, f. 1916. Katrín giftist Halldóri Sölvasyni kennara hinn 20. júní 1925, f. 16.9. 1897, en hann lést 31.5. 1971. Halldór var sonur hjónanna Sölva Teitssonar og Signýjar Sæmundsdóttur sem bjuggu að Gafli í Svúiadal í Austur-Húnavatnssýslu. Katrín og Halldór eignuðust fimm dæt- ur sem allar eru á lífi og eru kennarar að mennt: 1) Ingiríð- ur, f. 1926, gift Pétri Eggerts- syni og eiga þau Halldór Grétar og Eggert. 2) Þórhildur, f. 1928, gift Jóni Amasyni og eiga þau Halldór og Guðbjörgu. 3) Signý, f. 1932, gift Hrafni Einarssyni og eiga þau Katrínu, Sigrúnu, Nú ert þú horfin á braut en eftir lifa minningamar um þig. Þegar rifja á þær upp í stuttri grein er óvíst hvar á að byrja og hvað á að taka með úr hinum stóra minninga- sjóði. Nú em tæp 50 ár síðan ég kom íyrst á heimili þitt og allan þann tíma hefurðu verið mér jafn góð. Katrín hafði mikið dálæti á góðum söng og hljóðfæraslætti. Hún hafði þægilega og fallega söng- rödd og söng með kirkjukórnum þegar hún átti heima í Fljótshlíð- inni. Mér er ríkt í minni þegar hún gætti Halldórs sonar okkar sem lít- ils drengs að oft þegar við sóttum hann að kennslunni lokinni komum við að þeim þar sem hún sat með hann í fanginu við orgelið og spilaði og söng við hánn, auðsjáanlega báð- um til ánægju. Katrín hafði yndi af skáldskap og var sjálf prýðilega hagmælt þótt aldrei færi það hátt. Hún las mikið af ljóðum og kunni fjölda þeirra og hafði ánægju af að fara með þau eða hlýða á þau allt til hins síðasta. Katrín hafði gaman af allri handavinnu og á síðari ámm fékkst hún mjög við hekl og saum en tími var af skornum skammti til slíkrar iðju áður fyrr. Heimilið var stórt og oft mikil gestakoma en öllum sem komu þurfti að veita einhvem beina. Katrín elskaði ferðalög bæði hér á landi og erlendis. Hún fór margar ferðir til útlanda bæði ein og með Sigrúnu og Birgi til þeirra landa sem hún hafði lesið um og fræðst um á annan hátt. Vil ég þar einkum nefna ferðir til Grikklands og Róm- ar sem hún hafði lesið mjög um og kynnt sér bæði sögu og staðhætti. Með dætram sínum og okkur tengdasonum fór hún vítt um eigið land. Mér em minnisstæðastar tvær ferðir sem hún fór með okkur Þórhildi. Sú fyrri var fyrsta ferð okkar ásamt þeim Katrínu og Hall- dóri að Gafli í Svínadal. Við komum að Geithömmm en þar var Halldór kunnugur. Við voram svo heppin að þar var staddur Jakob Þorsteins- son. Strax bauðst hann til að aka með okkur inneftir á jeppanum. Ég gleymi því aldrei hve gaman við höfðum öll af því að ganga saman um túnstæðið í Gafli og virða fyrir okkur rústir húsanna og hlusta á út- skýringar Halldórs. Þegar við kom- um til baka var okkur aftur boðið inn í gamla bæinn sem enn var búið í og þar nutum við hlýju þess and- rúmslofts sem best finnst í gömlum húsum með góðu fólki. Síðari ferðin sem mér er minnisstæð var farin Sólveigu og Halldór Sölva. 4) Sigrún, f. 1934, gift Birgi Þor- steinssyni. 5) Oddný Dóra, f. 1948, gift Kristjáni Kristins- syni og eiga þau Þorstein. Katrín átti átján langömmu- börn og eitt langa- langömmubarn. Katrín og Halldór fluttu með elstu dóttur sína austur í Mýrdal haustið 1927 þar sem hann var skólastjóri í sjö ár. í Mýrdalnum eiga þau svo heima þar til þau flytjast þaðan haustið 1934. Þá voru dæturnar orðnar fjórar. Nú er skipt um bústað og flutt í Fljótshlíðina. Þar gerðist Halldór skólastjóri og er þar til 1948. Þá var fimmta dóttirin fædd. Þá flytja Halldór og Katrín til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Skipasundi 3 en Halldór gerðist kennari í Laugamesskóla. Þegar Halldór lést seldi Katrín íbúðina í Skipa- sundi 3 og keypti íbúð í Ljós- heimum 9. Þar bjó hún uns hún fékk inni á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hún dvaldist í rúmt ár áður en hún lést. Utför Katrínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vestur í Stykkishólm og við Þórhild- ur tókum með okkur Katrínu og móður mína. Við gistum í Stykkis- hólmi en næsta morgun héldum við niður á bryggju því við ætluðum að taka flóabátinn út í Flatey. Þá eram við svo heppin að rekast á tvo Flateyinga sem vora systurbörn Halldórs. Fengum við þarna hina ágætustu leiðsögumenn sem slepptu ekki hendinni af okkur íyi-r en við héldum til baka. Mér er minnisstætt hve Katrín var ánægð með ferðina þegar heim var haldið. Svona gengu ferðalögin með Katrínu ævinlega fyrir sig. Þakka þér íýrir þau og allt annað gott og ánægjulegt sem ég mun geyma í minningunni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafóu þökk fyrir allt og allt. Jón Árnason. Þá ljóst er að langri ævi tengda- móður minnar, Katrínar, er lokið, leita á hugann minningarnar um öll góðu árin okkar saman. Orðin koma treglega á blað. Ekki dugir þó að sýna uppgjöf við breyttum blæ lífs- ins og söknuði komandi tíma. Segja má að góðvild í garð ann- arra og að vera hreinskiptinn við aðra standi upp úr í gegnum okkar löngu kynni. Þegar vinirnir fáu en traustu utan fjölskyldunnar hurfu á braut í tímans rás, styrkti hún fjöl- skylduböndin því meir. Hún gaf af öllu hjarta sínu og stráði í kringum sig á lífsleiðinni af gæsku sinni og hlýhug. Gæfa mín er að hafa fengið hlutdeild í þessu í öllum okkar sam- skiptum. Móðir mín og Katrín náðu vel saman eftir að báðar höfðu misst maka sína. Við áttum saman marg- ar góðar og ánægjulegar stundir á heimili okkar hjóna. Oft var þá rætt um Landeyjamar, þar sem báðar áttu sín æskuheimili. Meðal áhugamála Katrínar vora ferðalög og menning annarra þjóða. Við hjónin fórum ásamt henni í margar ánægjulegar ferðir bæði innanlands og til annarra landa. Þá nutum við lífsins með margvíslegum hætti. Ekkert var oft stórt eða of smátt, mannlegt eða yfirnáttúru- legt, að ekki mætti ræða það á vits- munalegum nótum og tvinna það fjölbreytileika mannlífsins. Þetta mátti gera hvar sem var, í heima- húsum, á sólarströnd, í farartækj- unum eða á veitingahúsunum, þar sem mannlífið birtist í margvísleg- MINNINGAR um myndum. Þessi fjölbreytileiki mannlífsins varð henni ótæmandi uppspretta í fjölkynngi íslenskrar tungu í bundnu og óbundnu máli, bæði með orðum annarra, er hún kunni ógrynni af, sem og sínum eig- in, þótt margt af því sé nú glatað. Trúin á lífið og lífsgleðina, sem hún veitti okkur öllum úr gnægtar- brunni sínum, mun endast okkur öllum um ókomin ár og orðin henn- ar, sem hún svo oft notaði, munu enduróma í hjörtum okkar „allra meina ertu bót, yndislegi hlátur". Birgir Þorsteinsson. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum. í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Eftir erfitt ár hefur þú nú farið á annað tilverusvið. Með virðingu og innilegu þakk- læti, kveðjum við elskulega móður, tengdamóður og ömmu. Megi kærleikurinn og ljósið um- vefja þig. Með innri augum mínum. Égmikilundursé. Þú stýrir vorsins veldi. Og verndar hveija rós. Frá þínum ástareldi. Fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson.) Minning þín mun ætíð lifa. Oddný Dóra Halldórsdóttir, Kristján Kristinsson, Þorsteinn Kristjánsson. Mig langar til að kveðja ömmu mína, Katrínu Sigurðardóttur, með nokkram orðum, en hún lést í hárri elli á Hjúkrunarheimilinu Eir, hinn 3. ágúst sl. Þar hafði amma dvalið í nokkur ár, eftir að andlega og lík- amlega krafta hennar tók að þverra. Áður hafði amma búið ein í fjölda ára, eða eftir að hún missti afa og varð ekkja. Amma var ung þegar hún kynntist afa, aðeins 17 ára, og varð samband þeirra strax sérstakt og einlægt. Eins og örlögin hefðu fyrir löngu ætlað þeim að eig- ast. Saman eignuðust þau fimm dætur og eru afkomendur þeirra nú orðnir á þriðja tug. Ég held að ég hafi kynnst ömmu minni nánast þegar ég var ungling- ur á umbrotatímunum á sjötta og sjöunda áratug þessarar aldar. Éldri kynslóðin átti þá sérstaklega lítið upp á pallborðið hjá þeim sem voru yngri, nema þá amma. Okkur fannst hún víðsýnni og frjálslyndari en aðrir. Hún hafði áhuga á skoðun- um okkar og hún mátti líka vera að því að hlusta á okkur og ræða mál- in. Eins og margir þeir sem fæddir voru um aldamótin ól hún í brjósti sér von um betri og réttlátari heim og sú von brást aldrei. Hún átti því auðveldara en aðrir með að skilja nýjungagimina og óþolinmæðina í okkur unga fólkinu. Amma var líka vel lesin og þráði að menntast, sem því miður var ekki mögulegt vegna anna við lífsstritið. Annað sem amma þráði var að ferðast og kynn- ast öðrum og ólíkum heimum og lífsháttum. Þann draum tókst henni að láta rætast eftir að hún varð full- orðin, nokkuð sem færði henni gleði og lífsorku í fjölda ára. Við bamabörn ömmu, sem vorum það heppin að alast upp undir áhrif- um hennar, erum nú mörg sjálf komin á þann aldur og í þá aðstöðu sem hún var í þegar við fæddumst. Við skulum vona að við getum reynst afkomendum okkar eins vel og amma reyndist okkur í uppvext- inum. Halldór G. Pétursson. Látin er í hárri elli tengdamóðir mín, Katrín Sigurðardóttir. í huga mér kemur bókartitillinn „Líf er að loknu þessu“, en líf Katrínar mótað- ist alla tíð mjög mikið af þeirri reynslu er færði henni fullvissu um annað og æðra líf og hafði áhrif á lífsskoðun okkar sem voram henni samferða á lífsleiðinni. FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 35 v Katrín hlaut í vöggugjöf þá sjald- gæfu náðargáfu að sjá og skynja margt af því sem er hulið okkur hin- um. Hún sá oft svipi þeirra sem farnir era héðan og margt bar við sem okkur hinum er sem lokuð bók. Hún sagði okkur frá því, er henni sem telpu austur í Landeyjum birt- ist mikið tákn á himni, er hún taldi undanfara einhverra mestu hörm- unga er dunið hafa yfir Vesturlönd, enda heimsstríð þá á næsta leiti. Ung að áram kynntist Katrín lífs- fórunaut sínum, Halldóri Sölvasyni. Frá þeirri stundu vora þau eitt í öllu. Árin liðu og þau eignuðust dæturnar fimm og nú áttu þau heima í Fljótshlíðinni þar sem Hall- dór var skólastjóri. Þau Halldór og Katrín fluttu til Reykjavíkur mest vegna skóla- göngu systranna sem allar urðu kennarar að mennt. Nú tóku syst- urnar að koma heim með tilvonandi eiginmenn sína. Ég minnist þess þegar ég kom fýrsta sinn á heimili Katrínar og dóttir hennar kynnti mig fyrir henni, að hún tók mig í faðm sér og sagði: „Vertu velkom- inn, sonur minn,“ en hún leit alltaf á okkur tengdasynina sem sín eigin börn. Árin líða og nú kom að því að Halldór féll frá. Missir Katrínar var mikill, enda hafði sambúð þeirra verið óaðfmnanleg. Enn var Katrín á góðum aldri og bjó nú ein, en var það í raun og veru aldrei, dæturnar sáu um það. Enn liðu árin. Elli kerling nú far- in að gera vart við sig. Katrín að verða háðari öðrum. Þá er það að mágkona mín Sigrún og Birgir mað- ur hennar fara að sinna henni mun meira en áður en hún hafði verið þeim mjög handgengin. Verður þeim seint þökkuð aðstoðin við hana. Senn er dagur að kveldi kominn og nú Katrín orðin ófær um að búa ein og flutt að Hjúkranarheimilinu Eir. Þar leið henni vel enda nær- • gætni og hlýhugur starfsfólksins þar til mikils sóma fyrir hjúkranar- heimilið. Það skal jafnframt sagt frá því að dætur Katrínar heimsóttu hana hvern einasta dag sem hún dvaldist að Eir þar til yfir lauk. Það rofar nú af nýjum degi. Hún Katrín tengdamóðir mín er horfin yfir móðuna miklu á fund ástvina til heima sem henni hafði verið leyft að skyggnast örlítið í með náðargáfu þeirri er hún hlaut í vöggugjöf. Ég ætla nú að enda þessi fátæklegu skrif með bókartitlinum „Líf er að loknu þessu“ en það var hennar bjargfasta trú. Hrafn Einarsson. Kynni okkar Katrínar hófust á sólarströnd Lignano á Italíu fyrir 24 árum. Hún var þar með Sigrúnu dóttur sinni og hennar manni, Birgi. Katrín var þá komin hátt á sjötugs- aldurinn, en það varð ekki greint á tígulegri framgöngu hennar, hæg- látu og mildu fasi. Þar fór ljúf kona með bjart yfírbragð og vinarþel, íhugul og grandvör. Þessi fyrstu áhrif frá henni héldust alla tíð. Fundum okkar bar nokkuð oft sam- an bæði heima og erlendis. Alltaf stafaði frá henni geisladýrð. Það hafði bætandi áhrif að vera í hennar návist. Börnin okkar yngstu fundu þetta líka vel er við vorum öll saman á Majorka síðar meir og nutu henn- ar einstöku frásagnarlistar. Katrín var hafsjór fróðleiks og sagna og hafði næma tilfinningu fyrir okkar ástkæra, ylhýra máli. Hún kunni ótal ljóð og kvæði og flutti þau af innlifun. Segja má að hún hafi fylgt aldamótahugsjóninni „íslandi allt“ og dáði sína fósturjörð og var hluti hennar. Hún naut ferðalaga um landið sitt en hafði einnig sérstakt dálæti á ferðum til annarra lands til að kynnast þar lífsháttum og mann- fólki. Sigrún og Birgir voru þá æði oft með í fór og vora henni einstakir samferðamenn. Enginn má sköpum renna. Þótt hún bæri aldur sinn einstaklega vel og af henni geislaði sem fyrr á ní- ræðisafmælinu, fór heilsu hennar mjög hnignandi síðustu mánuðina. Þegar við hittum hana síðast á Eir nú í sumar var líkamlegur þróttur orðinn lítill en óbreytt var gestrisni hennar þar sem við sátum við borð- ið og hún í hjólastólnum máttvana, hún vildi tryggja okkur góðgerðir. Andlitið hennar var bjart og hreint og þegar Jón tengdasonur hennar las fyrir hana og okkur Gunnars- hólma Jónasar Hallgrímssonar íýlgdist hún grannt með og naut þessa upplestrar vel og ekki fór á milli mála að hún sjálf rifjaði upp í sínum huga ljóðið um leið og það var lesið. Hún hafði jú kunnað það sem ótal önnur ljóð og kvæði. Þess höfðum við oft notið sem og fáeinna þeirra bundnu orða er hún sjálf hafði sett saman á langri ævi. Katrín er öll eftir langt og giftu- drjúgt starf. Hún hafði verið ekkja í meira en aldarfjórðung en naut alla tíð ástríkis fimm góðra dætra og tengdasona og afkomenda þeirra._ Katrín hafði skilað ástvinum sínum og þjóð sinni góðu lífsstarfi. Blessuð sé minning hennar. Öllum ástvinum sendum við samúðarkveðjur og þökkum Katrínu einstök kynni. Sigrún og Grétar Áss. í dag kveðjum við elsku ömmu okkar. Hún var kona sem okkur þótti mjög vænt um og við báram mikla virðingu iýrir. Minningarnar sem við eigum um hana frá barn- æsku era okkur dýrmætar. Það var mikilvægt fyrir okkur á uppvaxtar- áranum að hún bjó í sama hverfi og við og því alltaf nálæg. Ótal margar sögur sagði hún okkur, sögur af draugum og dularfullum atburðum, sögur frá því þegar hún og afi voru ung og einnig ævintýrið um Tára- perlu. Hún sagði okkur líka sögu þeirra forvitnilegu hluta sem vora heima hjá henni eins og tóbaks- dósinni hans afa, rokknum og gamla orgelinu, og oft fengum við líka að snúa okkur í hringi á orgelstólnum. Hún lumaði líka alltaf á Bismark- brjóstsykri á ferðalögum með Ijöl- skyldunni um landið. Þegar afi var dáinn og hún orðin ein ferðaðist hún líka til útlanda til að sjá með eigin augum þá staði sem hún hafði lesið um. Amma hafði mikla ánægju af því að ferðast og einnig af því að segja okkur frá þeim stöðum sem hún hafði séð. I huga okkar var hún ótæmandi af sögum og fróðleik en umfram allt full af hlýju gagnvart okkur bamabörnunum þó að við væram nú ekki alltaf þæg. Um leið og við kveðjum þig elsku amma Katrín, þá þökkum við þér fyrir hlýjar minningar sem munu alltaf lifa með okkur. Katrrn, Sólveig, Sigrún og Halldór Sölvi. Blómabwðin ÓAarð sk ,om v/ T-ossvo0skipkjw9«»*3 Sími: 554 0500 irjiíryíijur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 I HOTEL IOFTLEIÐIR 5 ’ í t ( t A « M A TM H O » < l » Glæsileg KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA f w

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.