Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
SVilNHBNGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Marta Þor-
steinsdóttir
fæddist í Garðakoti
í Mýrdal 9. október
1910 og lést í
Reykjavík 2. ágúst
1998. Hún var dótt-
ir hjónanna Þor-
steins Bjarnasonar,
f. 19.4. 1879 í Holti í
Álftaveri, d. 9.12.
1970, (sonur Bjarna
Þorsteinssonar, f.
19.4. 1879 á Hvoli í
’ Mýrdal, d. 20.5.
1887 á Feðgum og
Margrétar Bárðar-
dóttur, f. 28.5. 1844 í Hemru, d.
28.12. 1904 í Vfk) og Sigurlínar
Erlendsdóttur, f. 17.5. 1967 á
Syðsta-Hvoli, d. 27.11. 1967
(dóttir Erlendar Jónssonar, f.
21.5. 1964 á Dyrhólum, d. 5.10.
1942 á Mógilsá og Sigríðar Ein-
arsdóttur, f. 27.5. 1849 á Efri-
Fljótum, d. 22.6. 1947 í Garða-
koti). Systkini Mörtu voru Jón,
f. 9.12. 1910, d. 2.8. 1988, Sig-
ríður, f. 10.8. 1913, Elísabet, f.
29.7. 1915, Gróa Ragnhildur, f.
2.10. 1919, Eyjólfur Óskar, f.
, 4.11. 1920, Guðjón, f. 15.6. 1924,
Kristín Magnea, f. 3.2. 1929, d.
1.12. 1926, og Kristján Magnús,
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skOja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði' er frá.
(V. Briem.)
Þótt maður viti að kallið geti kom-
ið hvenær sem er, sérstaklega þegar
—. aldurinn færist yfir, er maður samt
aldrei undir það búinn að kveðja í
síðasta sinn. Það er ekkert öðruvísi
núna þegar ég skrifa lokakveðjuna
tO hennar ömmu minnar. Ömmu sem
var svo heppin að hafa góða heilsu
f. 3.2. 1929, d. 10.7.
1931, Þorsteins-
börn. Hún giftist ár-
ið 1938 Einari
Gunnari Bjarna-
syni, f. 18.6. 1914 í
Viðey, d. 7.7. 1987 í
Svíþjóð, en þau
skildu að skiptum
eftir 12 ára hjóna-
band. Marta hóf
starfsævi sína 15
ára gömul, er hún
fór í vist til Vest-
mannaeyja og síðar
til Reykjavíkur.
Hún starfaði sem
ráðskona hjá vinnuflokkum
Vegagerðarinnar, t.d. við Hrís-
mýrarklett. Síðar vann hún við
saumaskap á saumastofu og í
Sjóklæðagerðinni. Starfaði
einnig um tíma í Kjötbúðinni
Borg og var ráðskona hjá Skóg-
ræktinni nokkur sumur. Flest
starfsárin sín vann hún sem
matráðskona hjá stórum fyrir-
tækjum; í fjölmörg ár hjá Slát-
urfélagi Suðurlands og síðan
hjá Skeljungi. Síðustu starfsár-
in vann hún hjá B.M. Vallá.
Útför Mörtu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin kiukkan 13.30.
þangað tO fyrir rúmu ári er hún varð
hjartveik.
Minningarnar um ömmu eru
margar. Mamma var einkadóttir
hennar og samvistimar við ömmu
því miklar.
Fyrstu minningarnar sem ég á um
ömmu er þegar við Marta systir
löbbuðum niður í Glæsibæ, ég 4 og
Marta 7, til að heimsækja hana í
vinnuna en þá vann hún í Kaffiterí-
unni þar.
Þegar amma bjó á Birkimelnum
dvaldi ég oft hjá henni og aldrei
klOckaði að hún hefði uppáhaldsmat-
inn minn, pyslur, handa mér. Á þess-
um árum kenndi hún mér líka að
spila rommí og gat hún spilað við
mann allan daginn ef maður bað um
það. Fataskápurinn hennar ömmu
var heOt ævintýraland fyrir litlar
stelpur, enda lagði amma alla tíð
mikinn metnað í það hvemig hún var
til fara og var alltaf fín svo um var
talað hvar sem hún kom. Má segja
að amma hafi verið eins og drottn-
ing, hún bar sig alltaf þannig.
Þegar ég var unglingur flutti
amma í Kríuhólana, til að vera nær
mömmu og okkur. Þá var gott að
labba til hennar eftir skóla og fá sér
pönnukökur og annað góðgæti,
lauma sér svo inn í gestarúmið sem
var inni í herbergi hjá henni og
leggja sig.
Fyrir 12 áram flutti amma í Ból-
staðarhlíðina og bjó sér þar fallegt
heimOi því hún hafði mikið yndi af
því að hafa fallega hluti í kringum
sig og mikið af þessum hlutum hafði
hún keypt í útlöndum eða búið þá til
sjálf. Amma ferðaðist mikið erlendis,
síðustu árin fóru þær alltaf saman,
mamma og hún. Þær héldu meðal
annars upp á 80 ára afmælið hennar
ömmu á Costa del Sol og ásamt
pabba héldu þau upp á 85 ára afmæl-
ið hennar í Portúgal. Voru sólar-
strendurnar í miklu uppáhaldi hjá
henni því amma elskaði sól og hita,
að liggja á ströndinni og grafa fæt-
urna í sandinn.
Áður en Lárus Geir, yngsta barnið
mitt, fæddist áttum við amma þriðju-
dagana saman. Það voru ömmudagar
og fórum við þá út að keyra, í búðir,
hún í lagningu eða bara vorum
heima hjá henni og spjölluðum.
Þetta voru skemmtilegir dagar og
þegar leið að fæðingu Lárusar hafði
hún orð á því að hún myndi sakna
ömmudaganna okkar.
Amma fylgdist vel með því sem við
bamabörnin og börnin okkar höfðum
fyrir stafni. Hún fylgdist vel með
þegar langömmubörnin fengu ein-
kunnirnar úr skólanum og gladdist
mikið yfir góðum árangri. Alltaf þeg-
ar ég talaði við ömmu í síma var það
með því fyrsta sem hún spurði mig
að hvort að börnin væru ekki frísk.
Með síðustu orðum hennar voru að
hún bað mömmu fyrir kveðju til allra
barnanna sinna og lýsir það kannski
best hvemig hún hugsaði um þau öll.
Núna á næstunni mun ég flytja í
annað húsnæði. Amma var mjög
spennt fyrir því og gerðum við mikið
grín að því að ég væri loksins að
komast niður á jörðina, þ.e. fara af
3ju hæð og í raðhús, og væru þá eng-
ir stigar sem hindruðu hana í að
koma í heimsókn, því stigar og
amma vora ekki miklir vinir eftir
þrjú lærbrot. Vorum við búnar að
plana pottapartí þar sem við ætluð-
um að hafa það rosalega gott og
skemmtilegt.
Síðustu vikurnar var heilsan hjá
henni ekki góð en hún bjó enn heima
hjá sér og gat sagt að hún hugsaði
um sig sjálf, því það skipti hana
miklu máli að geta það.
Elsku mamma mín, söknuðurinn
er sár en við eigum fullt af minning-
um um stórbrotna konu sem mótaði
okkur öll með sjálfstæði sínu og
skoðanafestu.
Þó missi ég heym og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinzt við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ó. Andrésd.)
Eg kveð þig með þeim orðum sem
ég kvaddi þig alltaf með. Bless
amma mín og farðu vel með þig.
Þín,
Sesselja (Sella) Jörgensen.
Hún var stórbrotinn persónuleiki
hún amma mín, og sú duglegasta
persóna sem ég hef fyrir hitt. Á
hennar ungdómsárum var algengt að
efnafólk þess tíma hefði vinnukonur
á heimilum sínum. Aðeins 15 ára
gömul var amma send í vist til Vest-
mannaeyja til hjónanna Árna og
Margrétar Johnsen. Með þau gildi,
er í heiðri voru höfð í hennar upp-
vexti í veganesti; myndarskap og
ósérhlífni, vílaði hún ekki fyrir sér
húshaldið á 6-7 manna heimili, sem
snérist um alla matreiðslu, bakstur,
þvotta, fataviðgerðir, þrif á stóru
húsi og umönnun barnanna. í minn-
ingunni var þetta óhemju erfíð
vinna, en henni var sérlega hlýtt til
þessara húsbænda sinna.
MARTA
ÞORSTEINSDÓTTIR
+
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
STELLA GUNNUR SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Landakoti aðfaranótt miðvikudagsins
12. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Jóhannes Norðfjörð
Hermann Norðfjörð,
Ingibjörg Norðfjörð,
böm og barnabörn
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAKEL LOFTSDÓTTIR,
Hátúni 10a,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
12. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
'T
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RÖGNU SIGRÍÐAR JÖRGENSDÓTTUR,
Dalbraut 27,
áður Vitastíg 17.
Halldór Reynir Ársælsson, Guðfinna Sigurjónsdóttir,
Guðmundur Ingi Sigurðsson, Guðný S. Baldursdóttir,
Kristfn Ósk Sigurðardóttir, Viðar Bjömsson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
PÁLÍNA
SIGURÐARDÓTTIR
+ Pálína Sigurð-
ardóttir var
fædd í Hólmaseli í
Gaulverjarbæjar-
hreppi í Árnessýslu
9. maí 1928. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 8.
ágúst sfðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurður
Ormsson, bóndi, f.
23.8. 1899, d. 24.1.
1984, og Guðrún
Guðmundsdóttir, f.
23.10. 1895, d. 4.7.
1952. Pálína var
næstelst systkina sinna. Þau eru
Guðrún, Guðmundur, Sigrún og
Jósep.
Pálína giftist eftirlifandi eig-
inmanni sinum, Oddgeiri Einars-
syni, bifreiðasljóra frá Neðra
Dal í Biskupstungum, hinn 16.
október 1948 og bjuggu þau all-
an sinn búskap í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1) Sigurður,
bifreiðasmiður, f. 22.11. 1946.
Sambýliskona hans er Kristín M.
Einarsdóttir, bankastarfsmaður,
f. 10.5. 1955. Dætur þeirra eru:
Linda Björk Jónsdóttir, f. 16.9.
1971, Inga Laufey Jóhannsdótt-
ir, f. 16.12.1978, Pá-
lína Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 31.5.
1983, og Kristín
Lilja Sigurðardóttir,
f. 7.6. 1988. 2) Val-
dís, sjúkraliði, f.
21.1. 1949. Eigpn-
maður hennar er
Jónas Hreinsson,
rafveituvirki, f. 2.4.
1951. Börn þeirra
eru: Guðrún Pálína
Haraldsdóttir, f.
17.9. 1968, Ása Sig-
urbjörg Haralds-
dóttir, f. 22.6. 1972,
Kristjana Dröfn Haraldsdóttir, f.
18.6. 1974, og Steinar Hreinn
Jónasson, f. 20.6. 1985. 3) Einar
Vignir, f. 30.10. 1952. Börn hans
eru: Harpa Kristín, f. 15.8. 1976,
Oddgeir, f. 13.8. 1977, og Þórar-
inn, f. 25.5. 1983. 4) Gunnar Rún-
ar, f. 4.11. 1954. Maki hans er
Inga Barbara Arthur, f. 14.8.
1955. Börn þeirra eru: Diðrik
Örn, f. 30.7. 1978, Andri Rúnar,
f. 7.7. 1987, og Viktoría Lind, f.
9.8. 1996.
Útför Pálínu fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Það var sorgleg stund þegar ég
frétti lát tengdamóður minnar, Pá-
línu Sigurðardóttur. Hún hafði þá
um nokkurn tíma háð harða baráttu
við sjúkdóm sinn.
Ég kynntist þér fyrst fyrir sautján
árum og mér varð fljótlega ljóst að
þú varst kjamakona, dugleg og ósér-
hlífin í hverju því sem þú tókst þér
fyrir hendur. Þú vildir láta hlutina
ganga. Ég man það svo vel hvað þú
tókst mér vel þegar við hittumst
fyrst. Ég hafði það á tilfinningunni
að við hefðum alltaf þekkst. Þú varst
svo opin og glaðvær og fannst alltaf
spaugilegar hliðar á öllu. Það var svo
notalegt að sitja í eldhúsinu hjá þér
og spjalla við þig um lífið og tilver-
una. Þú hafðir alltaf nægan tíma fyr-
ir alla, sem til þín komu, enda varstu
vel liðin af öllum sem þekktu þig.
Þú áttir fallegt heimili og varst
alltaf að safna í brunninn fyrir börn-
in þín. Bamabörnunum fannst alltaf
svo gott að koma til ömmu Pöllu í
Gnoðarvoginn. Það var alltaf svo
Amma giftist en þau afi skildu að
skiptum. Þau áttu saman fallegt hús
í Hátúni 13, og með ómetanlegri
hjálp Jóns bróður síns, tókst henni
að kaupa hlut afa í húsinu. Hún var
fræg að endemum um allt hverfið
(og víðar), fyrir að vera öllum stund-
um úti að dytta að húsinu, skrapa,
spartla og mála, nokkuð sem konur á
þeim tíma tóku sér yfirhöfuð ekki
fyrir hendur.
Móðir mín var einkabai’n ömmu.
Amma dáði dóttur sína og lagði mikið
upp úr því að barnið væri ævinlega
óaðfinnanlega til fara. Hún sagði fólk
oft hafa stoppað á götu til að dáðst að
barninu og heimagerðum klæðunum,
sérhönnuðum af stoltri móður.
Heimilishald var fyrir ömmu göf-
ugasta markmið lífsins og er þær
mamma voru orðnar einar, vann hún
sem næst heimili sínu, svo dóttirin
gæti litið þar við ef hentaði, en væri
ekki afskipt heima. Þetta var henni
lífs- og hjartans mál. Talandi um
heimili eru það ekki ýkjur að amma
átti eitt fallegasta heimili sem fyiár-
fannst. Þar var allt fallegt, húsgögn
og smáhlutir, ótrúlega smekklega
saman raðað, gömlu og nýju ásamt
óteljandi minjagripum fi-á öllum
heimsins höfum, en ferðalög voru
hennar ær og kýr, frá yngri árum til
nánast æviloka.
Amma var heimskona fram í fing-
urgómana, glæsileg „týpa“ og drottn-
ing í eðli sínu. Á sínum yngri árum og
fram yfir miðjan aldur, sótti amma
með vinafólki sínu dansleiki borgar-
innar, fór í sínu fínasta og „átti gólf-
ið“, eins og hún sagði sjálf frá.
Hún var mjög frábrugðin hefð-
bundnum konum á sínum aldri og
gaf „ellikerlingu“ langt nef. Keypti
sér vönduð fót í dýrum búðum, en
átti alveg eins til að fá sér flíkur sem
henni fannst „fixt“ eða „elegant“ í
tískuverslunum unglinganna. Ég
naut náttúrulega góðs af „nýmóðins"
fatasmekk ömmu, og þá sérstaklega
á „gaggó“-árunum, þegar mest stóð
til, átti amma oftar en ekki rétta
„dressið" að lána mér! Amma fyrir-
leit ellina og allar þær takmarkanir
sem henni fylgdu, og gat ekki hugs-
að sér að vera upp á aðra komin,
gerði óhemjumiklar kröfur til sjálfr-
ar sín í alla staði og ætlaðist til hins
mikið líf í kringum þig og þú lumaðir
alltaf á ís og öðru góðgæti.
Og ekki má gleyma gróðurhúsinu
þínu, sem þú eignaðist fyrir nokkr-
um árum, þar sem þú ræktaðir rós-
irnar þínar af miklum myndarskap.
Þær voru ekki litlar og nettar heldur
þær stærstu rósir sem ég hef séð. Og
þannig var um flesta hluti. í veislum
hjá þér svignuðu borðin undan stór-
fenglegum krásum og þú varst alltaf
að hugsa um að allir fengju nóg. Ég
kom kannski til þín í kaffi og þá
varst þú búin að baka átta jólakökur
klukkan níu um morguninn. Svona
varst þú. Dugnaðurinn og krafturinn
í þér var svo mikill.
En þú varst líka mikill fagurkeri
og hafðir t.d. næmt auga fyrir falleg-
um hlutum og fallegum fótum, er þú
keyptir oft á ferðum þínum til út-
landa. Þá komst þú jafnan færandi
hendi og allir í þinni stóru fjölskyldu
nutu góðs af.
Mig langar að lokum til að kveðja
þig með litlu erindi eftir föðurafa
minn.
Lífið þitt var ein skær ást
allra sár þú vildir græða,
hjartað rótt með þreki ei brást
á þyrnum vegi lífs að þræða.
F(jótt það þroska fékk á láði
frækornið, sem guð þar sáði.
(Kristmundur Jónsson.)
Guð blessi þig og geymi í faðmi
sínum. Eftirlifandi eiginmanni og að-
standendum votta ég mína dýpstu
samúð.
Kristín M. Einarsdóttir.
Mig langar að minnast kærrar
mágkonu minnar Pálínu Sigurðar-
dóttur, sem er látin eftir baráttu við
illvígan sjúkdóm. Fram á síðustu
stund hélt hún hugrekki sínu og sál-
arró, brosti hlýju brosi og sagði:
Þetta er allt í lagi, mér líður vel.
Kynni okkar Pálínu eru orðin löng
og góð. Ung að árum giftist hún
Oddgeiri, yngsta bróður mínum.
Mér féll strax vel í geð þessi fallega,
Ijúfa og glaðsinna kona.