Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 41 Pó við værum báðir þekktir fyrir að vera frekar snöggir uppá lagið kom aldrei til að okkur yrði sundur- orða þó einu sinni hafí litlu munað. En þú hafðir vit fyrir okkur báðum þegar þú sást í hvað stefndi, stóðst snöggt á fætur og kvaddir. Að liðn- um um það bil tveim tímum komstu í dyrnar og spurðir brosandi hvort ekki hefði lygnt. Jú, heldur betur og síðan verið logn. Skemmtilegustu stundir sem við áttum saman voru við veiðar í Hallanda en þangað höfum við farið um margra ára skeið. Þó ekki veidd- ist mikið kom maður jafnan endur- nærður og fróðari til baka því fáir þekkja Hallandaveiðisvæðið jafn vel og þú. Til stóð að fara í sumar en af aug- ljósum ástæðum treystir þú þér ekki. Eflaust er til Hallandi annars heims og ég veit að þú verður áreið- anlega búinn að kynna þér hann vel þegar við hittumst að nýju á öðrum og betri stað. Það sem ég mat þó mest í fari þínu, kæri vinur, er virðing þín og auðsýnd væntumþykja um bömin þín. Það sá maður og heyrði þegar þú talaðir um þau. Þau hafa misst mikið, ekki aðeins góðan fóður held- ur náinn vin. Ingi minn, um leið og við Anna Lilja kveðjum þig og þökkum þér samfylgdina biðjum við góðan Guð að styrkja börnin þín, aldraða móð- ur og systkini. Reynir og Anna Lilja. Ekki veit ég hvað olli þvi að sex ára stúlkubam tók þá ákvörðun að smygla sér í skóla án þess að spyrja kóng eða prest. Kannski var það vegna þess að árið 1946 var ekki bú- ið að finna upp þá hugmynd að það væri gaman að vera barn. Mér hundleiddist og ég var búin að læra að kveða að og leggja saman tvo og tvo og ég vildi í skólann eins og Biggi frændi og Kiddi og Labbi og Ingó og þeir. Þegar allir krakkamir voru komnir á sinn stað og Guðlaug og Hallgrímur og Vilborg búin að ganga úr skugga um það að þessi telpa ætti ekki að byrja í sjö ára bekk fyrr en 1947, fór telpan að orga. Hún sat á tröppunum og org- aði þangað til Vilborg sá að það dugði ekkert minna en skólaganga á þessa væluskjóðu. Eflaust hefur Vil- borg sáluga brosað í kampinn, því ekki var algengt að böm beittu slík- um aðferðum til þess að komast í kennslu hjá henni. Og almennt var ekki brosað í tímum hjá henni því aðalatriðið var að læra heima og halda sig við efnið. En þar með var ég komin í þann hóp sem, undir jámaga Vilborgar Auðunsdóttur í barnaskóla, hafa verið félagar mínir síðan. Tíu áram síðar var orðið til fyrir- bæri sem kallaðist „táningar". Þá var orðið skemmtilegt að vera barn - jafnvel þótt maður væri fermdur og útskrifaður úr gagnfræðaskóla. Við, sem höfðum flest fylgst að þessi tíu ár, vorum nú „gaggararnir" - tjúttandi og trallandi í Ungó eða Krossinum - héldum jafnvel partý upp á ameríska vísu. Þegar ég fór sem skiptinemi til Minnesota skrif- aði ég „gögguranum" boðskort í til- efni af því. Besta vinkona mín, Jana, frænka Ingós, var líka að fara til Ameríku og teitin var haldin heima hjá henni. Viðerumaðfaravestur. Viltu vera okkar gestur á laugardagskvöld klukkan 9? Við höfum verið að hugs’um að allir mæti í gallabuxum svo ekki verði tjón á spariflíkum. Því það á að „rock around the clock“ á Qórðu hæð til vinstri uppí blokk. Svona var gaman að vera táning- ur 1957! Og það var alltaf gaman þegar við Jana komum heim, hvort sem það var á sama tíma, eða sín í hvoru lagi. „Gaggararnir" tóku alltaf höfðinglega á móti okkur og Ingólf- ur Falsson lét sig aldrei vanta og alltaf vorum við sömu „táningarnir" þegar hópurinn kom saman. Við eig- um eftir að sakna vinar okkar Ing- ólfs og ég þakka honum allt gamalt og gott. Jóna Margeirsdóttir. OLGEIR M. BÁRÐARSON + 01geir M. Bárð- arson fæddist 22. desember 1935 í Narfakoti, Innri- Njarðvík. Hann lést 29. júlí 1998. Foreldrar: Bárður Olgeirsson, f. 4.8. 1905 á Hellissandi, d. 6.1. 1992 og Eyrún Ámý Ragn- hildur Helgadóttir, f. 18.1. 1910 á Holti í Áltavershreppi, V- Skaftafellssýlu, vistmaður á Garð- vangi. Olgeir var elstur fímm systkina, þau era Ingólfur, f. 9.10. 1937, kvæntur Halldóru J. Guðmundsdóttur, f. 31.12. 1937, Halldór Guðbrand- ur, f. 3.11. 19.39, Guðlaug, f. 12.1. 1943, gift Olafí Þ. Guð- mundssyni, f. 24.7. 1939, Oliver, f. 3.11. 1948. Olgeir kvæntist ungur að ár- um Sigríði Erlu Jónsdóttur, f. 23.5. 1935, eignuðust þau fimm börn; Jón Davíð, f. 21.1. 1954, unnusta hans Sigurbjörg Garð- arsdóttir, Eyrún Kristín, f. 10.7. 1955, Sigurveig Ósk, f. 10.7. 1959, maki Georg Araar Þorsteinsson, Sjöfn, f. 21.2. 1962, maki Sigurgeir Tómasson, Bárður, f. 6.4. 1966, maki Trine Heiberg Han- sen. Barnabörn 01- geirs eru: Magnús Geir, Sigríður Erla, Þorsteinn Atli, Edda Ýr, Olga Ýr. Eyrún Erla, Tinna Charlotte. Olgeir og Sigríður slitu sam- vistum. Sambýlis- kona Olgeirs sl. tuttugu ár er Gunnhildur Ólafs- dóttir, f. 24.12. 1940. Börn hennar frá fyrra hjónabandi eru Einar Svavarsson, maki Guðrún Viktorsdóttir, Halldóra Svavarsdóttir, maki Sigurjón Ingvarsson. Barnabörn Gunn- hildar eru; Guðríður Olga, Gunnhildur, Hjalti og Thelma Ósk. Reyndist Olgeir þeim sem besti faðir og afí. títför Olgeirs fór fram í kyrr- þey frá Innri-Njarðvíkurkirkju 12. ágúst sl. Elsku afí okkar. Með þessum orð- um viljum við minnast afa okkar. Hann afi var alltaf tilbúinn að hlusta á aðra og gefa öðrum góð ráð en leitaði sjálfur ekki eftir ráðum. AUt sem hann tók sér fyrir hendur var svo mikilfenglegt. Alltaf var gaman að koma austur í afabústað eins og við kölluðum hann. Þegar við vorum litlar var það mesta sportið að fara rúntinn um sveitina og alltaf var komið við í sjoppu, sem við kölluðum afasjoppu. ís var oft- ast keyptur, því ísinn var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Afa fannst óhemju gaman að tala og gátum við setið heilu dagana og hlustað á hann segja sögumar, veiðisögur, sögur frá því þegar hann var lítill og gerði ótal strákapör, einnig vora ferða- sögur ofarlega í huga hans. Afa fannst óskaplega gott að borða og öllum sem komu í heimsókn til afa og ömmu var boðið í mat og kræs- ingar. Góði Guð, hjálpaðu okkur að skilja hversu lítið við getum stýrt örlögum. Góði Guð, við viljum biðja þig að taka á móti afa okkar og láta honum líða vel á þínum stað þar sem þú einn ræður ríkjum. Elsku amma okkar, við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorginni því við vit- um að afi var þér kær. Elsku amma, Guð gefi þér styrk og kraft, þú veist að þú hefur okkur að leita til. Við trúum á orð Jesú, en hann sagði: „Sælir era sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.“ (Matt. 5.4.) Við þökkum afa samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hans á leið til nýrra heimkynna. Olga og Gunnhildur. Miðvikudaginn 29. júlí sl. var hringt til mín og mér tilkynnt sú sorgarfrétt að bróðir minn og vinur, Olli, væri dáinn. Mér var falið að til- kynna andlátið til fjölskyldu minnar. Það var þungt og erfitt verk. Ég á erfitt með að sætta mig að hann sé horfinn hér af jörðu, svona lífsglað- ur, skemmtilegur og tryggur. Olgeir átti marga trygga og góða vini, fjöl- skyldu, vinnufélaga, veiðifélaga og ferðafélaga, sem hann hafði náið samband við. Minningar mínar hrannast upp um góðan bróður og vin á uppvaxtarárum okkar í for- eldrahúsum og síðan þegar við byggðum saman okkar fýrsta íbúð- arhús hér í Njarðvík, ég sautján ára og hann nítján ára. Brekkustígur 17 er þriggja hæða hús og 145 fin að grunnfleti. Það var mikill stórhugur í okkur bræðranum þegar við hófum þetta verk og tók það okkur þrjú ár að klára þetta hús. Það var mjög myndarlegt heimili sem Olgeir bjó fjölskj'ldu sinni þar. Olgeir lærði málaraiðn hjá Áka Granz og útskrifaðist úr Iðnskólan- um í Keflavík tvítugur að aldri. 01- geir stundaði sjálfstæðan rekstur í iðngrein sinni eftir að hann fékk meistararéttindi, mest á Keflavíkur- flugvelli á vegum Málaraverktaka Keflavíkur. Einnig stundaði hann leigubílaakstur. Kæri bróðir, ég vil á þessari kveðjustund þakka þér fyrir góðu stundimar sem við áttum saman, einnig vil ég færa þér innilegar kveðjur og þakklæti frá fjölskyldu minni fýrir góðar stundir. Viljum við á þessari sorgarstundu biðja algóðan guð að styrkja móður okkar, bömin hans og fjölskyldur, Gunnhildi og fjölskyldu. Eg vil biðja góðan guð um að geyma minningu um góðan bróður. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Margt er það, margt er það, sem minningarnar vekur. Þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Nú legg ég augun aftur. Ó Guð, þinn náðarkraftur. Mínverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Ingólfur Bárðarson. Mig langar til að setja nokkrar línur á blað í minningu hans Olla frænda. Olli frændi var mér alla tíð nokkuð kær. Við Olli höfðum ekki mikið samband, en þó alltaf minnst einu sinni á ári, hringdi Olli í mig, það var 22. desember, afmælisdag- inn okkar beggja. Skipti ekki máli hvar hann var, alltaf hringdi Olli og spurði oft frænda sinn „og hvað ertu orðinn gamall núna, frændi, jæja svo gamall, tíminn líður hratt, þú ferð nú bráðum að ná mér“. Þegar ég lít til baka skiptu þessi símtöl og þetta spjall okkur miklu máli. Ég get ekki skrifað minningar- grein um Olla án þess að minnast á sameiginlegt áhugamál okkar, lax- veiði. Eins og allir vita sem þekktu Olla hafði hann mjög gaman af því að fara í veiði. Ég fór nokkram sinnum í Hvítá með pabba og Olla, það vora góðir túrar. Þó þótti mér besti túrinn sem við fórum í saman í Langá árið 1991. Þá var Olli í essinu sínu, ekki manna duglegastur að veiða kannski, en hann var meira í því að spjalla og spekúlera í því hvernig laxinn hagaði sér, hvernig best væri að lesa ána, hvar laxinn héldi sig, og þannig mætti lengi telja. í þessum túr veiddi ég minn Maríulax. Þeim fróðleik sem ég fékk í þessum túram hef ég síðan verið að vinna úr í mínum veiðiferð- um. Það vildi svo sérkennilega til að daginn áður en Olli dó, var ég að segja veiðifélaga mínum frá því hvað það hefði verið gaman að vera með Olla frænda við veiðar. Það sem stendur upp úr öllum veiðiferð- um er félagsskapurinn. Olli hafði gaman að segja sögur um heima og geima, þeir era fáir sem geta sagt jafn skemmtilega frá og Olli gerði, hann var alltaf hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Fyrir samverustundir sem ég átti með Olla og öll símtölin vil ég þakka. Að lokum vil ég og fjölskylda mín votta öllum aðstendum mínar inni- legustu samúð. Við skulum láta allar góðu og jákvæðu minningamar um góðan dreng hjálpa okkur í sorginni. Áraar Ingólfsson. Það getur verið erfitt að sætta sig við skyndilegt fráfall vinar og félaga, sérstaklega þegar maður er nýbúinn að ræða við hann hressan og glaðan. Mér finnst þetta fjarri allri sanngimi og gat varla trúað þeirri sorgarfregn sem barst til mín að kvöldi 29. júlí, að Olgeir vinur minn væri látinn. Og maður spyr: Af hverju? og fær ekk- ert svar. Við getum aðeins beðið Guð að veita okkur skilning og hjálpræði. Olgeir hóf búskap með Sigríði Erlu Jónsdóttur á efstu hæð Heima- kletts, Njarðvíkum og eignaðist þar sín fyrstu böm. Um svipað leyti hóf hann málaranám hjá undirrituðum. Það var bjart framundan hjá hinum ungu hjónum. Olgeir var duglegur og áhugasamur um framtíðina, enda leið ekki á löngu þar til hann byggði sér stórt og myndarlegt hús að Brekkustíg 17. Fjölskyldan stækkaði og í hönd fóra annasöm ár. Hann gerðist félagi í Málaraverktökum Keflavíkur. Á vegum þess félags var ^ nóg að starfa og margs er að minn- ast við fjölbreytt störf. Sérstaklega era mér minnisstæðar ferðir á veg- um vamarliðsins á Langanes, Stokksnes og til Bandaríkjanna. Þá var vinnudagurinn oft langur, en í góðum félagsskap er stutt í gaman- semina og era þessar ferðir mér eft- irminnilegar. Á þessum áram byggði Olgeir sér sumarbústað í Þrasta- skógi, þar sem hann undi sér vel við ræktun og hvíld. Á miðri starfsævi varð Olgeir fyrir vinnuslysi og dró þá úr málarastörf- um og fór að stunda leigubílaakstur sér til framfæris. Hann gerðist félagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur 1968 og var þar í stjóm. Einnig var hann endurskoðandi í mörg ár hjá Málara- verktökum. Félagar hans í þessum félögum þakka honum löng og góð kynni og sjá á eftir góðum dreng sem var einstaklega hjartahlýr og vildi öllum vel. Síðustu 20 árin hefur Olgeir verið í sambúð með góðri konu, Gunnhildi Ólafsdóttur, sem ásamt bömum sín- um bjó honum gott og fallegt heimili. Olgeir var hlédrægur og dagfar- sprúður að eðlisfari og mun ég ætíð minnast áralangrar tryggðar hans og vináttu sem aldrei bar skugga á. Eft- - - ir stendur minning um góðan dreng. Ég votta aldraðri móður hans, bömum, bamabömum og öðram ástvinum innilega samúð. Áki Guðni Granz. • Fleiri minningargreinar um Olgeir M. Bárðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Jón B. Jónsson fæddist í Nes- kaupstað 14. des- ember 1934. Hann lést í Kristinehamn í Svíþjöð 29. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Svan Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir sem bæði eru látin. Systkini Jóns eru: Sigrún, f. 10.7. 1937, Sigurður, f. 31.12. 1938, Gretar, f. 6.6. 1941, og Jóna Svana, f. Minn elskulegi bróðir, Jón, er látinn í Svíþjóð, langt um aldur fram. Ekki óraði mig fyrir því þeg- ar ég var hjá honum og Sonju í heimsókn síðast að við myndum ekki hittast aftur í þessu lífi. „Sig- rún systir, við munum dansa í skóg- 14.12. 1948. Jón kvæntist Guðnýju Jónsdóttur frá ísafírði 1. janú- ar 1959 og eignuð- ust þau einn son, Barða, f. í júlí 1959, hans kona er Lena og eiga þau þrjú börn. Jón og Guðný slitu samvistir. Sambýliskona Jóns í 28 ár var Sonja Eriksson. títför Jóns fer fram frá Visnum- kirke í Kristine- hamn í dag. inum er þú kemur næst,“ kallaði hann til mín er lestin rann af stað frá Kristinehamn til Kaupmanna- hafnar, þaðan sem ég tók flugvél heim. Ég kallaði ,já“ á móti og veif- aði brosandi. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þennan bróður minn. Tólf ára gamall slasaðist hann á auga er hann var í sveit í Starmýri (Álftafirði). Og fór hann þá í margar aðgerðir vegna þess, og háði það honum í raun og vera alla tíð. Jón var mjög listrænn og of við- kvæmur fyrir þennan harða heim sem við lifum í. Hann var mjög músíkalskur og spilaði í mörg ár með H.G.-sextettinum í Neskaup- stað. Var sá sextett sérstakur fyrir það að af sex meðlimum voru í hon- um þrír Jónar, þ.e. Jón B., Jón Karlsson og Jón Lundberg. Þetta vora ánægjulegir tímar. Hljóm- sveitin spilaði á dansleikjum í mörg ár austur í Neskaupstað og víðar. Jón söng með Samkór Neskaup- staðar, ásamt móður okkar, Jónu Ingibjörgu, og söng meðal annars einsöng sem tekinn var upp á plötu. Einnig málaði hann fallegar mynd- ir, svo honum var margt til lista lagt. Jón útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum árið 1957 og vann alla tíð á skrifstofu eftir það, hjá Dráttar- brautinni í Neskaupstað og síðar á skrifstofu í Kristinehamn í Svíþjóð. Sá hann um innkaup á timbri frá Finnlandi. JÓNB. JÓNSSON Hamingjan barði að dyram hjá bróður mínum er hann kynntist sambýliskonu sinni til margra ára í Sviþjóð, Sonju Eriksson. Eignuðust þau saman yndislegt hús, með fal- legum rósagarði og trjám, og undi hann sér vel við að hlúa að húsi og garði. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég kveð kæran bróður minn með söknuði og þakka margar ánægjulegar stundir á okkar æsku- heimili í Neskaupstað og síðar. En við voram mjög samrýnd. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina, Sonju, Barða og bamabarna, frá systkinum okkar og mér. Ó hve létt er þitt skóhljóð, oghve lengi ég beið þín, þaðervorhretáglugga, napurvindursemhvín, enégveiteina stjömu, eina stjömu sem skín, og nú loks ertu komin þú ert komin til mín. (Halldór K Laxness.) Við munum dansa í skóginum, minn kæri bróðir, er við hittumst næst. Þín systir, Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.