Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 43 )
BRIPS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Afmælismót Bridsfélags
Siglufjarðar - Lokaútkall
Afmælismót í tilefni af 60 ára af-
mæli Bridsfélags Siglufjarðar hefst
föstudaginn 21. ágúst kl. 16 og gert
er ráð fyrir mótslokum um kl. 18 á
sunnudag. Gert er ráð fyrir rútu-
ferð frá Reykjavík að morgni föstu-
dags og til baka strax að móti loknu.
Verð á mann er 3.200 kr. m.v. 30 til
37 manns en ef farþegar verða 42
eða fleiri verður gjaldið 2.700 kr.
Nú þegar hafa um 60 pör skráð
sig í mótið svo ljóst er að það verða
góðra vina fundir á Siglufirði þessa
helgi og væntum við þess að spilar-
ar frá sem flestum bridsfélögum
landsins mæti til þess að fagna
þessum tímamótum í sögu elsta
bridsfélags landsins.
Keppt er um veglega verðlauna-
gripi frá KLM-verðlaunagripum á
Siglufirði, auk þess sem keppt er
um peningaverðlaun samtals að
upphæð 580.000 kr. Nákvæmt aug-
lýsingaskilti um þetta mót er í húsa-
kynnum Bridssambandsins og
einnig eiga forsvarsmenn allra
bridsfélaga að hafa fengið auglýs-
ingu um fyrirkomulag mótsins
þ.m.t. sundurliðun verðlauna. Þeim
sem fræðast vilja nánar um umfang
þessa móts geta fengið auglýsing-
una í símbréfi.
Mótið hefst föstudaginn 21. ágúst
kl. 16 og verða spilaðar tvær um-
ferðir af Mitchell-tvímenningi á
föstudag. Barometer-(tvímenning-
ur) verður síðan spilaður á laugar-
dag og sveitakeppni (Monrad) á
sunnudag. Keppnisstjórar þessa
móts verða þeir Jakob Kristinsson
og Sveinn Rúnar Eiríksson sem
tryggja að keppnisfyrirkomulagið
verði skemmtilegt og öruggt.
Mótanefnd skipa eftirtaldir og
taka þeir við skráningu og aðstoða
við útvegun á gistingu.
Sigurður Hafliðason, hs. 467-
1650, vs. 467-1305. Ólafur Jónsson,
hs. 467-1901, vs. 467-2000. Bogi Sig-
urbjörnsson, hs. 467-1527, vs. 467-
1527. Jón Sigurbjörnsson, hs. 467-
1411, vs. 467-1350.
Bridsfélag Akureyrar
Bridsfélag Akureyrar minnir alla
bridsspilara á létt sumarbrids á
þriðjudagskvöldum. Spilaður er tví-
menningur í Hamri, félagsheimili
Þórs við Skarðshlíð. Spilamennska
hefst kl. 19.30. Freistandi kvöld-
verðlaun í boði frá veitingahúsum á
Akureyri. Nú er um að gera fyrir
heimamenn og ferðafólk að fjöl-
menna í Hamar á þriðjudagskvöld-
um og spila svolítið brids.
Hinn 11. ágúst mættu tólf pör til
leiks. Hin síspræka Soffía Guð-
mundsdóttir varð hlutskörpust
ásamt Stefáni Vilhjálmssyni og
fengu þau 160 stig. Hákon Sig-
mundsson og Kristján Þorsteinsson
urðu aðrir með 156 stig og þeir
bræður Grétar og Örlygur Órlygs-
synir þriðju með 155 stig. Sigurveg-
aramir geta gætt sér á kaffi og
meðlæti á nýjasta kaffihúsi Akur-
eyrar, Bláu könnunni.
AOAUGLVSINQAR
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Blaðbera
vantar í Blesugróf
^ I Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöövar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Blaðbera
vantar í Sæbólshverfi, Kópavogi.
jjb I Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Matreiðslumenn
Okkur vantar matreiðslumann eða manneskju
vana matreiðslu. Einnig vantar starfsfólk í önn-
ur störf. Upplýsingar gefa Bára eða Vilborg
í síma 451 1150.
smAkmi
Þrif
Fossvirki — Sultartanga sf. óskar að ráða starfs-
fólk til þrifa í vinnubúðum á Sultartanga.
Upplýsingar gefur Sigríður í síma 487 8004
(innanhúsnúmer 630).
FOSSVIRKT
Matvælaiðnaður
Starfsfólk á öllum aldri vantar strax í fyrirtæki
í matvælaiðnaði.
Vinna hefst kl. 7.30 á morgnana.
Áhugasamir vinsamlega leggið inn umsókn
fyrir 19. ágúst nk. á afgreiðslu Mbl., merkta:
„B - 5676".
ÝMISLEGT
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Breyting á Aðalskipulagi
Kjalarneshrepps
1990-2010, Reykjavík
í samræmi við 18. gr. skipulags- og bygging-
arlaga nr 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Kjalarneshrepps 1990- 2010, Reykjavík varð-
andi land Saltvíkur, Kjalarnesi, Reykjavík.
Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 og stendur til 11.
september 1998.
Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar, ef einhverjar eru,
skal skila skriflega til Borgarskipulags
Reykjavíkur eigi síðar en 25. september 1998.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
TILBOÐ/ÚTBOÐ
Til sölu
Tilboð óskast í flugvélina TF-KJO Piper Pacer,
sem er skemmd eftir brotlendingu.
Flugvélin selst í því ástandi sem hún er í.
Nánari upplýsingar í síma 894 3943.
Tilboðum sé skilað fyrir 20. ágúst til Marvins
Friðrikssonar, Þrúðvangi 14, 220 Hafnarfirði.
TIL SÖLU
Gott fyrirtæki
Til sölu vel staðsett og þekkt fyrirtæki í Reykja-
vík, sem verið hefur í fararbroddi á sínu sviði
á markaðnum sl. 18 ár. Góðurtækjakostur.
Miklir tekjumöguieikar.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
afgreiðslu Mbl., merkt: „Gott fyrirtæki",
fyrir 20. ágúst.
IMAUBUIMGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum
1, Selfossi, þriðjudaginn 18. ágúst 1998 kl. 10.00 á eftirfar-
andi eignum:
Eyravegur 22, Selfossi, 1. hæð, 010.1, þingl. eig. Arnar O. Christensen,
gerðarbeiðendur islandsbanki hf. höfuðst. 500, Ríkisútvarpið og sýslu-
maðurinn á Selfossi.
Borgarskipulag Reykjavíkur
TILKVIMIMIIMGAR
HAFNARFJARÐARBÆR
Hafnarfjörður
Nýtt deiliskipulag á hafnarsvæði
Óseyrarbraut — Lónsbraut
í samræmi við gr. 25 í skiuplslögum nr.
13/1997 er hér með auglýsturtil kynningar
uppdráttur bæjarskipulags, dagsettur
06.07.1998, að nýju deiliskipulagi á óskipu-
lögðu svæði við utanverða Óseyrarbraut og
við Lónsbraut ofan Suðurgarðs á svæði Hafn-
arfjarðarhafnar.
í tiliögu nú er gert ráð fyrir einnar hæðar
skemmubyggð, með allt að 8 metra vegghæð-
um á fjórum lóðum. Gert er ráð fyrir að milli
lóða og Hvaleyrarlóns sé a.m.k. 10 metra breytt
hafnarsvæði tii að koma fyrir göngu-
og akstursaðkomu.
Tillaga þessi var samþykkt af bæjarráði Hafn-
arfjarðar þann 6. ágúst 1998 og liggur hún
frammi í afgreiðslu framkvæmda- og tækni-
sviðs á Strandgötu 6, 3. hæð, frá 14. ágúst til
11. september 1998.
Ábendingum og athugasemdum skal skila
skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir
25. september 1998.
Þeir, sem ekki gera athugasemd við tiilöguna,
teljast samþykkir henni.
6. ágúst 1998.
Bæjarskipulag Hafnarfjarðar.
ÓSKAST KEVPT
Jörð óskast
Óskum eftir að kaupa jörð; má vera eyðibýli
eða landspilda með íbúðarhúsi.
Húsið má þarfnast endurbóta.
Sendið upplýsingar, nafn og símanúmertil
afgr. Mbl., merkt: „Jörð — 311", fyrir 1. sept.
Hrauntjörn 4, Selfossi, þingl. eig. Ketill Leósson, gerðarþeiðendur
Landsbanki íslands, Selfossi og SUNNIÐN, sunnlenska iðnfélagið.
Neðristigur nr. 2 i landi Kárastaða, Þingvallahreppi, þingl. eig. Fanney
Jónsdóttir, gerðarþeiðendur Gjaldskil sf. og íslandsþanki hf. höfuðst.
500.
Sólvellir 10, Stokkseyri, þingl. eig. Valdimar Sigurður Þórisson, gerð-
arbeiðandi Stjórnunarfélag íslands.
Stjörnusteinar 8, Stokkseyri (ehl. gþ), þingl. eig. Birgir Sveinbjörnsson,
gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
13. ágúst 1998.
5MÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
T5
Dagskrá helgarinnar
15.—16. ágúst 1998
Laugardagur 15. ágúst
Kl. 10.00 Lögbergsganga
Gengið um hinn forna þingstað í
fylgd sr. Heimis Steinssonar.
Lagt upp frá hringsjá á Haki,
gengið um Almannagjá á Lög-
berg og endað í Þingvallakirkju.
Tekur Vh klst.
Kl. 14.00 Gjár og sprungur
Gengið verður frá þjónustumið-
stöð um Snókagjá (Snóku), að
Öxarárfossi og til baka um Fögru-
brekku. Á leiðinni verður rýnt í
fjölbreyttan gróður Snóku og
fjallað um sögu og náttúru Þing-
valla. Snókagjá er erfið yfirferðar
á köflum, því er nauösynlegt að
vera vel skóaður. Gangan tekur
2'/2—3 klst. og gjarnan má hafa
með sér nesti.
Sunnudagur 16. ágúst
Kl. 14.00 Guðsþjónusta
í Þingvallakirkju
Prestur sr. Heimir Steinsson,
organisti Ingunn H. Hauksdóttir.
Kl. 15.30 Litast um
af lýðveldisreit
Sr. Heimir Steinsson tekur á
móti gestum þjóðgarðsins á
grafreit að baki kirkju og fjallar
um náttúru og sögu Þingvalla.
Allar nánari upplýsingar
veita landverðir í þjónustu-
miðstöð þjóðgarðsins, sem
er opin frá kl. 8.30—20.00,
sími 482 2660.
GA^
Aðalstöðvar
KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
Til félagsfólks í KFUM og
KFUK á íslandi
í kvöld kl. 20.00 verður samvera
á Holtaveginum með stúrum
húpi Þjúðverja úr KFUM í Þýska-
landi, sem hingað er kominn á
skemmtiferðaskipi á leið til
Kanada.
Félagsfúlk í KFUM og KFUK er
boðið hjartanlega velkomið á
samveruna og hvatt til að fjöl-
menna. Kaffiveitingar.
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsíns
www.mbl.is