Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 45 FRETTIR Afmælishátíð Samvinnuháskólans AFMÆLISHÁTÍÐ Samvinnuhá- skólans verður haldin á Bifröst laug- ardaginn 29. ágúst nk. og hefst kl. 15. Hátíðin er haldin í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá því að Sam- vinnuskólinn í Reykjavík hóf göngu sína og 10 ár eru liðin frá því að kennsla á háskólastigi hófst við skól- ann á Bifröst. Allir eru velkomnir. Umsóknum um skólavist við Samvinnuháskólann á Bifröst hefur fjölgað frá fyi-ra ári og eru mun fleiri en hægt er að verða við. Nýjar umsóknir eru 50% umfram þann fjölda sem hægt er að veita skóla- vist. Um 120 manns munu stunda nám við skólann næsta vetur. Stefnt er að fjölgun nemenda á næstu árum en í úttekt mennta- málaráðuneytisins á viðskipta- og rekstrarfræðanámi á íslandi var gert að tillögu að nemendum yrði fjölgað frá því sem verið hefur. Til að svo geti orðið fara nú fram um- talsverðar breytingar á húsnæði skólans sem munu auka kennslu- rými verulega og þar með svigrúm til fjölgunar nemenda. Einnig hefur tölvukostur til af- nota fyrir nemendur verið bættur með nýjum samningi við Nýherja um leigu á 18 tölvum og búnaði. Kemur þetta sem viðbót við tölvu- kerfí skólans. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRÁ úthlutun forvarnasjóðs heilbrigðis- og ti'yggingamálaráðuneytisins. 40,1 millj. kr. úthlutað úr forvarnasjóði FORELDRASAMTÖKIN Vímulaus æska hlutu Fjöreggið í ár sem er heilsuverðlaun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Elísa Wii- um tók við viðurkenningunni fyrir hönd samtakanna úr hendi Ingi- bjargar Pálmadóttur. Þess má geta að Flugleiðir fengu verðlaunin 1996 og Frístundahópurinn Hana nú 1997. Tvær gönguferð- ir Ferðafélagsins um helgina FERÐAFÉLAG íslands efnir um helgina til tveggja gönguferða. Á laugardaginn, 15. ágúst, kl. 8 verður farið austur undir Eyjafjöll og boðið upp á nýja gönguferð yfir vestan- verð fjöllin. Um er að ræða gönguferð fyrir vant göngufólk frá Asólfsskála yfir hjá Dagmálafjalli að Syðstumörk. I björtu veðri er mikið og gott útsýni af þessari leið en Vestur-Eyfelling- ar og Ferðafélagið stefna að frekari kynningu á gönguleiðum á þessu svæði. Á sunnudaginn, 16. ágúst, kl. 13 er um að ræða styttri gönguferð um gamla skemmtilega þjóðleið, Ketil- stíg, er liggur yfir Sveifluháls að hverasvæðinu hjá Seltúni í Krísu- vík. Brottfór er frá BSI, austanmegin, og Mörkinni 6. Ekki þarf að panta fyrirfram en þátttakendur eru hvatt- ir til að mæta vel búnir og með nesti. HINN árlegi kaffisölu- og útivist- ardagur fjölskyldunnar verður sunnudaginn 16. ágúst. Hefst hann kl. 14 með samkomu. Leifur Sigurðsson, annar af sumarbúðastjórum sumarsins, flytur hugleiðingu. Sungnir verða léttir söngvar og sagt frá starfinu í sumar. Eftir samkomuna verður boðið upp á tvær gönguferðir. Strax að samkomunni lokinni verður farið í 100 metra langan helli og um kl. 16.30 verður boðið upp á göngu í Kúadal þar sem verður farið í leiki. Báðar göng- urnar henta fjölskyldufólki. Kaffi- salan hefst strax að lokinni sam- komunni og stendur fram á kvöld. I sumar var tekin í notkun efri hæð nýja hússins sem hefur verið í byggingu undanfarinn áratug. Þar fékkst vel þegin viðbót, stór salur fyrir kvöldvökur o.fl. og auk þess herbergi fyrir starfsfólk. Gestum gefst kostur á að skoða nýju húsakynnin á kaffisöludag- inn. Kaffisalan hefur um árabil verið mikilvægur þáttur í fjáröflun Kal- dæinga og átt þátt í þeirri upp- byggingu sem átt hefur sér stað. Gamlir Kaldæingar og aðrir þeir Söguferð í Dalina NÚ STENDUR yfir fornleifagröft- ur á skála Eiríks rauða og Þjóðhild- ar að Eiríksstöðum í Haukadal, fæðingarstað Leifs heppna. Tengist þessi gröftur aldamótaárinu 2000. Fyrirhuguð er almenn skoðunar- og söguferð í Dalina 21. eða 22. ágúst nk. undir kjörorðinu „Dalimir heilla“. Lagt verður af stað úr Reykjavík kl. 9 frá styttu af Leifi heppna við Hallgrímskirkju. Áætlað er að koma til baka kl. 20. Þátttakendum gefst tækifæri á að skoða aðstæður þar á sama tíma og fornleifarannsóknir standa yfir. Fomleifafræðingur tekur á móti þátttakendum og skýrir frá því sem þar er að sjá. Þátttökugjald er 4.600 kr. á mann. Innifalið er leiðsögn, fargjald og matur. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 19. ágúst nk. Nánari upplýs- ingar eru veittar hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Búðardal. sem áhuga hafa á starfinu í Kaldár- seli eru hvattir til að leggja leið sína í Kaldársel á sunnudaginn kemur, segir í fréttatilkynningu. TRAUNER Films og Arnar Jónas- son hafa gefið út myndbandið Asfalt þar sem sýnd er iðkun hjólabrettaí- þróttarinnar. Efni í myndina hefur verið safnað í þrjú ár víðsvegar um borgina m.a. Á ÁRINU 1995 var stofnaður for- varnasjóður gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna. Sjóðnum er ætlað að styrkja starf sem miðast að því að draga úr neyslu áfengis og annarra vímuefna á verkefnagrandvelli. Stjóm sjóðsins ákvað árið 1997 að áhersluatriði til tveggja ára skyldu vera tvíþætt, annars vegar að koma í veg fyrir neyslu barna og ung- menna á áfengi og öðram vímuefn- um og vinna gegn þeim vandamálum sem af neyslunni hljótast og hins vegar að vinna gegn ofurölvun og vandamálum sem af henni leiða. Að þessu sinni bárast alls 74 um- sóknir um styrki frá 42 aðilum og alls var sótt um styrki að fjárhæð um 100 milljónir króna. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, hefur að fenginni tillögu stjórnar for- vamasjóðs úthlutað 30,4 m.kr. úr forvarnasjóði fyrir árið 1998 auk þess sem áfangaheimilum var út- hlutað 9,7 m.kr. Alls er því úthlutað úr foi-yarnasjóði 40,1 m.kr. á árinu 1998. Úthlutunin er sem hér segir: Landssamtökin Heimili og skóli, til verkefnisins Fyrirmyndarforeldr- ar 1,8 m.kr.; Sigrún Aðalbjarnar- dóttir, til frekari úrvinnslu rann- sóknar 700 þ.kr.; ísland án eiturlyfja 2002, til starfsemi og samstarfsverk- efna 4,8 m.kr.; Skógarmenn KFUM, tO vímulausrar fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgi 500 þ.kr.; Áfengisvarnaráð, til útgáfu hand- bókar og uppskrifta að óáfengum drykkjum 500 þ.kr.; Rannsóknar- stofa í lyfjafræði, rannsókn á út- breiðslu ávana- og fíkniefna meðal ungs fólks 500 þ.kr.; Vímulaus æska, til fjölskylduráðgjafar 1,5 m.kr.; Vímulaus æska, til námskeiðahalds fyrir börn alkóhólista og fíkniefna- neytenda 1,5 m.kr.; Álftamýrarskóli vegna nýjungar við próflok 10. bekk- inga 30 þ.kr.; SÁA vegna unglinga í áhættuhóp og foreldra þeirra 370 þ.kr.; SÁÁ, rannsókn á þróun mis- notkunar hjá ungum áfengis- og á Ingólfstorgi og þeim keppnum sem haldnar hafa verið hér. Forsýn- ing á Asfalt var í Tjarnarbíó fyrir skemmstu og fékk myndin góðar undirtektir. Hún er hálftíma löng og fæst í hjólabrettaverslunum. vímuefnasjúklingum 360 þ.kr.; SÁÁ, námskeið fyrir kennara í framhalds- skólum um hass 150 þ.kr:; SÁÁ, vímulaus útihátíð um verslunar- mannahelgina 500 þ.kr.; SÁA og for- vamadeild lögreglunnar í Reykjavík, samstarfsverkefni, átak gegn neyslu hass og amfetamíns, námskeiðahald og mat á ástandi vímuefnamála 1 m.kr.; Helga Hannesdóttir, þýðing greiningarlykils vegna áhættugrein- ingar 700 þ.kr.; Lögreglustjórinn í Reykjavík, ísland án eiturlyfja 2002 og Vímulaus æska, vegna kynningar á útivistaiTeglum og þýðingu þeirra í forvörnum 500 þ.kr.; SkólaskiTfstofa Vesturlands, til dreifingar fræðslu og forvarnarefnis o.fl. 350 þ.kr.; BÍLL valt á Njarðargötu við flugbrautina í Vatnsmýrinni laust eftir hádegið í gær. Öku- maður hlaut áverka á hálsi og Barnaheill og Vímulaus æska sam- eiginleg símaráðgjöf, ráðgjafyrteymi o.fl. 1,5 m.kr.; FRÆ, SAÁ, Rauði kross íslands o.fl. Vímuvamaskólinn út á land 1,4 m.kr.; FRÆ, bæklingar og fræðslustarf 1 m.kr.; FRÆ, Skýrsla um vímuefnamál 250 þ.kr.; Sumarheimili templara, bindindis- mót um verslunarmannahelgi 1 m.kr.; Samtökin Komið og dansið, til framhaldsskólaverkefnis 500 þ.kr.; Götusmiðjan og Virkið, til forvarna- starfs 500 þ.kr.; SÁÁ í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, Víðtækar for- varnir í sveitarfélögum, framhald verkefnis, 6,5 m.kr., og Jafningja- fræðsla framhaldsskólanema, til starfsemi, 2 m.kr. baki og var fluttur á slysadeild. Áverkar reyndust vera minni háttar og fékk hann að fara heim að lokinni rannsókn. FRÁ Kaldárseli. Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli Kaffisala á sunnudag Ný íslensk hjólabrettamynd Morgunblaðið/Jón Stfeánsson Bílvelta í Vatnsmýri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.