Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þjónustan á Bing Dao til fyrirmyndar og maturinn góður Frá Lilju Eðvarðsdóttur: ÉG get ekki á mér setið að ski-ifa til blaðsins vegna ömurlegra ummæla Hilmars Þórs Guðmundssonar ljós- myndara og félaga hans um veit- ingastaðinn Bing Dao á Akureyri í Morgunblaðinu 8. ágúst sl. og vegna ummæla hans um mig og mína vini sem vorum gestir staðarins á sama tíma og Hilmar Þór og félagar um sl. verslunarmannahelgi. Vegna ummæla Hilmars um veit- ingastaðinn vil ég segja þetta: Þjón- ustan var til mikillar fyrirmyndar og þjóninn sem þjónaði okkur var mjög góður eða eins og best verður á kosið. Hann var bæði lipur, já- kvæður og kurteis og á ekkert ann- að en hrós skilið. Maturinn var mjög góður og ég vil taka það fram að ekkert af þessu háaldraða flissandi fólki, (sem allt er um fer- tugt) kvartaði yfir matnum og fer Hilmar þar með ósannindi. Eg ít- reka að maturinn var góður og smekklega fram borinn. Ég vil biðja Hilmar og félaga af- sökunar fyrir mína hönd og vina minna ef við höfum misboðið þeim með lífsgleði okkar og hlátri. Þessi maður á ekki að fara út að borða ef hann þolir ekld slíkt. Hann á að sitja heima og panta sér mat heim og hafa einhvem til staðar til að taka við matnum því sendillinn gæti farið í taugamar á honum. Hilmar hafði ekkert leyfi til að biðja þjóninn um að segja okkur að drepa í sígarettunum því við vorum á reykborði. Það var nóg af lausum borðum á reyklausu svæði. Ég vil líka að það komi fram að við vomm ekki undir áhrifum áfengis þegar við komum á staðinn en fengum okkur að vísu mjög gott rauðvín með matnum og það verður enginn drakkinn af því. Við voram heldur ekki beðin um að fara fram á kon- íaksstofu vegna ónæðis heldur báð- um við um að fá að færa okkur, því við vildum fá okkur kaffí og koníak eftir góðan mat. Ég er mjög spæld yfir að hafa ekki tekið eftir mara- þonþjóninum, það hefði verið eitt- hvað til að hlæja að. Og Hilmar, svona ósannindi og sleggjudóma fer maður ekki með í blöðin, það er að minnsta kosti í lagi að segja satt og vera ekki að ljúga upp á sessunauta sína. Maður getur alltaf hitt fólk sem er ekki eins lífsleitt og snobbað og maður sjálfur. Vonandi finnst einhvers staðar á landinu staður þar sem svona yfirmáta snobb og leiðin- legt fólk getur fengið að borða í friði. Eins og kom fram hjá Hilmari voram við ekki til fara eins og hon- um þóknaðist, en fæstir era með pressuð jakkafót og síðkjóla í tjald- inu. Ég tel hins vegar að við höfum verið bæði hrein og snyrtilega til fara. Ég vil að lokum þakka fyrir hönd okkar starfsfólki Bing Dao fyrir frábæran mat og góða þjón- ustu. Ég hef oft áður komið á Bing Dao og verið hæst ánægð. LILJA EÐVARÐSDÓTTIR, GRÉTAR RAGNARSSON, skipstjóri, ALDA VERNHARÐSDOTTIR, KRISTINN AÐALSTEINSSON, forstjóri, ÓLöF SIGURÐARDÓTTIR, JÓHANN KRISTJÁNSSON, skipstjóri, GUÐLEIF M. ÞÓRÐARDOTTIR, KOLBEINN SIGURJÓNSSON, markaðsstjóri. Grængolandi díki - Liturinn á Grundar- tangaálverinu Frá Einari Sigurbjömssyni: í SUMAR hef ég farið nokkrar ferðir um Hvalfjörð. Alltaf er hann fallegur og í veðurblíðunni skartaði hann sínu feg- ursta. Þar til horft var til Grundartanga. Álverið! Ham- ingjan góða! Hvilík ófreskja! Og liturinn! Aðra eins hörm- ung hef ég ekki augum litið. Jafnvel Jám- blendiverk- smiðjan, sem aldrei hefur verið augnayndi, bliknar við hliðina á þessum ósköpum og lítur bara út eins og umhverfislistaverk við hlið- ina á umhverfisspjöllum - eins og málað stígvél úti á víðavangi við hliðina á stígvéli sem einhver hefur sparkað af sér, fullur! Var kannske verið að reyna að ná blöndu af bláu og grænu, þ.e. litum ríkisstjórnar- innar? Þá má þakka fyrir að verk- smiðjan var ekki reist í tíð fyrri ríkisstjórnar sem var bleik og blá! Það er einna helst að manni detti í hug lýsing séra Brynjólfs á Ólafs- völlum á helviti: „Helvíti er græn- golandi díki, alveg eins og fjós- haugurinn í Vorsabæ." Karlgreyið hafði riðið út í hann einhverju sinni og það var honum svo sár reynsla að hann líkti haugnum við þann stað sem hann vissi verstan. Ekki veit ég út í hvaða fjóshaug Grand- artangaálmenn hafa riðið en það er greinilegt að þeim er ókunnugt um að sá sem ríður út í fjóshaug, veit ekkert hvert hann er að fara og er á algerum villigötum. Þvi stendur þetta álver nú sem minnismerki um þær villigötur sem stóriðju- stefnan er. Von min og bæn er sú að fleiri slík minnismerki verði ekki reist. EINAR SIGURBJÖRNSSON, prófessor í guðfræði. Einar Sigurbjörnsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.