Morgunblaðið - 14.08.1998, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið Sverrir
GJAFVAXTA Elínóra -18 ára S. x prestoniae ‘Elinor’
í garði nágrannans.
SÝRENUR
EINU sinni sem
oftar var ég að rölta
úti í garði ásamt
sonardótturinni, 6
ára. „Ó, eru sýren-
urnar ekki dásam-
legar,“ sagði ég
andstutt af hrifn-
ingu. „En amma,
þær hafa svo hræði-
lega hátt,“ sagði sú
stutta, full vandlæt-
ingar. Þetta rifjaðist
upp fyrir mér á dög-
unum þegar ég las
fyrirtaks góða grein
Jóhanns Pálssonar i
Garðyrkjuritinu,
þar sem hann fjall-
aði um sýrenuræktun. Við hana
get ég engu bætt, en mig langar
þó að rabba dálítið um eigin
reynslu af þessum stóru, blóm-
fogru runnum. Eg varð ástfang-
in af sýrenum þegar ég dvaldi í
Þrándheimi fyrir margt löngu
og þegar ég eignaðist eigin garð
voru 4 bogsýrenrunnar - Syr-
inga reflexa - eitt það fyrsta
sem ég keypti mér af trjágróðri.
Þær voru gróðursettar hlið við
hlið með dágóðu millibili, því ég
vonaðist eftir að þær yrðu allt
að 2 m á hæð þegar fram liðu
stundir. Eftir nokkur ár byrj-
uðu þær að blómstra. Þetta er
þó of mikið sagt, tvær þeirra
blómstruðu, en hinar sýndu
ekki vott af blómgun. Við biðum
þolinmóð í mörg ár þótt biðin
væri illbærileg, einkum vegna
þess að í garði okkar góðu
granna uxu jafngamlar sýrenur
sem voru þaktar blómklösum ár
eftir ár. Loks tókum við á okkur
rögg og felldum sýrenurnar
sem aldrei blómstruðu - og viti
menn, þá skiptu bogsýrenurnar
tvær, sem eftir stóðu, um gír,
önnur þeirra óx og dafnaði og á
hverju ári hefur hún blómstrað
meira og meira. Hún er nú lið-
lega tvítug og á fjórða metra á
hæð. Undanfarin ár hefur stóra
bogsýrenan mín verið þakin
þéttum, nokkuð löngum, boga-
dregnum, dökkbleikum blóm-
skúfum fyrri hluta júlí. Blómg-
unin síðasta sumar var alveg
ótrúleg og þess vegna bjóst ég
við enn meiru í ár, en nú varð ég
fyrir vonbrigðum. Kom kannske
slæmur frostakafli í vetur?
Blómbrumin á bogsýrenunni
standa á greinaendum og þá
getur kalið ef mjög illa viðrar.
Nú hef ég tekið ákvörðun, í vet-
ur verður blómminni sýrenan
felld, þannig að af þeim fjórum,
sem við gróðursettum fyrir
rúmum 20 árum, verður ein eft-
ir. Hún verður áfram snyrt
þannig að hún breiði ekki allt of
mikið úr sér og verður þannig
hár og fallegur runni, fallegur
jafnt sumar sem vetur.
Sýrenumar í granngarðinum
vaxa heldur minna en stóra bog-
sýrenan mín, grein-
arnar eru heldur
uppréttari og blóm-
skúfarnir stærri og
ívið tjósbleikari en á
bogsýrenunni. Eftir
nokkur ár komst ég
að því að þetta er
Elínóra - S. x
prestoniae ‘Elinor’,
en sú sýrenutegund
er nú langvin-
sælasta sýrenan,
enda ótrúlega blóm-
viljug og harðgerð,
jafnvel smáplöntur
blómstra. Auðvitað
varð ég mér úti um
‘Elinor’ og hún vex
og dafnar og uppfyllir allar mín-
ar vonir. Garðasýrenu - S.
vulgaris - hef ég átt í tíu ár.
Þetta er sú sýrenutegund, sem
mest er ræktuð á Norðurlönd-
um og í blóma er hún sem ilm-
ský bleikra, hvítra eða ljós-
blárra blómskúfa. Reyndar fékk
hún ekki besta staðinn í garðin-
um, en samt ekki þann alversta,
en það er ekki að orðlengja að
hana hefur kalið á hverjum
vetri nær niður í rót og ekki
hefur eitt einasta blóm litið
dagsins ljós. I sumar er þetta
hnéhár, dálítið breiður runni.
Eg tími samt ekki að höggva
hana því garðasýrenan er svo
blaðfalleg, laufblöðin eru dökk-
græn, heilrennd, hjartalaga og
virðast alveg ónæm fyi-ir skor-
kvikindum. Annars virðist hin-
um sýrenunum mínum ekki
heldur hætt við pödduáti, jafn-
vel ekki í sumar.
I júlí komum við hjónin í
skógræktarstöðina að Tuma-
stöðum í Fljótshlíð. í garðinum
þar vaxa margar tegundir af
sýrenum, sem stóðu þá í fullum
blóma, svo auðvelt var um sam-
anburðinn. Sú sem ég hreifst
mest af var dúnsýrena - S. vill-
osa. Blómklasar hennar eru
ljósbleikir, heldur stærri en hjá
‘Elinor’ og ilmurinn var ólýsan-
legur. Auðvitað keypti ég
plöntu, og ég hlakka til að vita
hvernig okkur á eftir að semja.
Heimsókn á Tumastaði er sann-
arlega ferðarinnar virði. Bæði
er gaman að skoða skógrækt-
ina, búið er að leggja göngu-
stiga um elsta skógræktarsvæð-
ið og í gróðrarstöðinni eru til
sölu ýmis tré og runnar, sem
ekki eru á boðstólum annars
staðar.
Þessi grein hefur aðeins verið
rabb um reynslu mína af sýren-
um. Eg mæli eindregið með
grein Jóhanns í Garðyrkjurit-
inu, ársriti GI, en þar eru fjöl-
margar aðrar skemmtilegar
greinar. Hvernig væri að gerast
félagi í Garðyrkjufélagi Islands,
sem er félag áhugafólks um
hvers kyns ræktun?
S.Hj.
BLOM
VIKUNMR
391. þáttur
Lmsjón ígosta
Rjörnsdóttir
VELVAKAMBI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tvíhöfði
ÉG VIL nota tækifærið
og þakka Sigurjóni
Kjartanssyni og Jóni
Gnarr fyrir frábæran þátt
á X-inu FM 97,7. Þessi
þáttur þeirra er frábær
og stendur hann yfir frá
kl. 9-12, alla virka daga.
Diskurinn þeirra „Til
hamingju" er ekki síðri
þar sem þeir láta alla sína
kímnigáfu flakka. Fóst-
bræðraþættirnir sem
voru sýndir á Stöð 2 voru
líka frábærir og ég vona
að áskrifendur Stöðvar 3
fái að sjá þriðju syrpuna
fljótlega í vetur. Áuglýs-
ingar Sigurjóns þar sem
auglýst eru Spariskírteini
ríkissjóðs eru þær bestu
sem maður hefur séð
lengi. Sama er að segja
um Talauglýsingamar,
þær eru frábærar. Að lok-
um vonum við að við mun-
um sjá ykkur gera kvik-
mynd og að Benedikt,
Þorsteinn og Helga
Braga verði með.
Ég þakka Tvíhöfða og
Fóstbræðrum fyrir vet-
urinn sem og sumarið.
Halldór.
Um íslenska
erfðagreiningu
ÉG ER hætt að skilja
hvers vegna allt þetta
fjaðrafok er út af Is-
lenskri erfðagreiningu.
Ég er öryrki og hef
verið sjúklingur í mörg
ár. Það sem ég er að
velta fyi-ir mér er, að ef
mínir sjúkdómar eru
erfðafræðilegs eðlis, pg
væru rannsakaðir af ís-
lenski-i erfðagreiningu,
þá væri mögulega hægt
að forða mínum afkom-
endum frá því að fá sömu
sjúkdóma.
Ég hreinlega krefst
þess að allar upplýsingar
um mig séu notaðar til
rannsóknar og vil ég gefa
mínum afkomendum það
í arf í von um þeir verði
með betri heilsu en ég hef
verið. Læknar eiga ekki
þessar upplýsingar, það
erum við sjúklingarnir
sem eigum þær, og hef ég
heyrt að fólk almennnt sé
mjög hlynnt því að Is-
lensk erfðagreining fái
aðgang að þessum upp-
lýsingum.
Oryrki.
Tapað/fundið
Barnahjól í óskilum
BARNAHJÓL með
hjálpardekkjum er í
óskilum í Frostaskjóli.
Upplýsingar í síma
552 3554.
GSM-sími týndist
GSM-sími, Ericson í
svörtu hulstri, týndist á
karlaklósettinu í Víðihlíð í
Húnavatnssýslu um
verslunarmannahelgina.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 565 2637 eða
892 8988.
Filma í óskilum
ÁTEKIN filma fannst við
Kleifarvatn. Upplýsingar
í síma 552 4383.
Dýrahald
Finkur óskast
ÓSKA eftir að fá gefins
finkupar. Upplýsingar í
síma 555 3041.
Læða í óskilum á
Kleppsveginum
HÁLFSTÁLPUÐ læða,
hvít og svört, mjög loðin,
fannst um síðustu helgi á
Kleppsveginum. Upplýs-
ingar í síma 553 4791.
Guðbrandur
er týndur
GUÐBRANDUR er Ijós-
gulur fress, 7 ára og vel
merktur. Hann týndist
frá Kirkjubraut, Seltjai'n-
arnesi. Hann er eyrna-
merktur og með töluna
16 í hálsól. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 561 1430 eða
561 1466.
Hvítur kettlingur
í óskilum
3JA mánaða hvítur kett-
lingur fannst við Laugar-
nesveg 102 sl. sunnudag.
Upplýsingar í síma
553 7265.
Högni óskar
eftir heimili
SVARTUR og hvítur
högni, 1 árs gamall, gelt-
ur og kassavanur, óskar
eftir góðu heimili af sér-
stökum ástæðum. Hann
er bæði kelinn og
skemmtilegur. Upplýs-
ingar í síma 552 6109.
flmsjón Margeir
Pétursson
HVITUR leikur og vinnur,
STAÐAN kom upp í
sænsku deildakeppninni í
vetur. Gunnar Finnlaugs-
son (2.200), sem teflir fyr-
ir Malmö Schackselskap,
hafði hvítt og átti leik
gegn Adnan Abedinov
(2.200), KSK.
Hvitur er
hróki yfir, en
bæði drottning
hans og hrókur-
inn á e4 standa í
uppnámi. Hvem-
ig kemst hann
hjá hrókstapi?
40. Hxe5+! og
ekki var um ann-
að að ræða fyrir
svart en að gef-
ast upp. Bæði
peðin á f6 og d6
sem valda e5 eru
leppar og eftir
Dxe5 getur hvítur
leikið 41. Dxa8.
HÖGNI HREKKVÍSI
» >E/7 /ehann e.r ör/átur "
Víkverji skrifar...
SKÓGUR er ekki beinlínis það
fyrsta sem fólki kemur í hug þeg-
ar talað er um Siglufjörð, sem lung-
ann úr 20. öldinni var höfuðstaður
síldveiða og síldariðnaðai' í landinu.
Siglutré mynduðu að vísu skóg frá
Siglunesi í norður að fjarðarbotni í
suður í landlegum, þegar síldveiði-
flotar, erlendir sem innlendur, leit-
uðu inn á þessa lífhöfn Tröllaskag-
ans undan óveðrum úthafsins. Barr-
og lauftré voru hins vegar fáséð í
Siglufírði framan af öldinni, enda sú
„hjátrú" landlæg, að trjárækt ætti
ekki heima við sjávarsíðu vegna
seltu.
Einn og einn Siglfírðingur hélt sig
þó að trjárækt. Fremstur í þeim
flokki fór Jóhann Þorvaldsson, kenn-
ari, sem í áratugi hélt hátt á lofti
skógræktarmerkinu norður þar. Það
gladdi Víkverja þegar kunningi hans
hringdi í hann úr gemsa sínum,
staddur í siglfirzkum skógi í Skarð-
dalslandi, og sagðist hvergi hafa séð
fegurra skóglendi en þar sem hann
var þá. Ekki veit Víkverji, hvað þetta
skóglendi er kallað, en vel færi á því
að það bæri nafn trjáræktarvíkings-
ins Jóhanns Þorvaldssonar.
xxx
EKKERT er einstaklingnum
verðmætara en eigið heilbrigði,
andlegt og líkamlegt. Að hluta til
stjórnar hver og einn eigin heilbrigði
með lífsmáta sínum, m.a. hreyfingu
og mataræði. Það er dulítið til í því
þegar sagt er að maðurinn sé það
sem hann etur.
Víkverji les það í Búnaðarblaðinu
Frey (9. tbl. 1998) að 80% Þjóðverja,
sem taldir eru fastheldnir á fjár-
muni, séu reiðubúnir til að greiða allt
að 15% hærra verð fyrir búvörur
framleiddar án jurtavarnarefna og
tilbúins áburðar. Þessu valda
áhyggjur um hreinleika matar.
Einkum fæðu sem tengist hormón-
um, illgresiseyði eða skordýraeitri.
xxx
BÚNAÐARBLAÐIÐ Freyr segir
og að verzlunarkeðjur hafi kom-
izt að því að verð á lífrænum búvör-
um haldist stöðugra en á öðrum
matvörum. Það sé því hagstætt að
verzla með slíkar vörur. Blaðið vitn-
ar í danska blaðið Jyllandsposten
þar segir: „Þeir [Þjóðverjar] vilja
ekki hormóna í mat né önnur vaxt-
araukandi efni, þeir samþykkja ekki
klónun né erfðabreytingar með líf-
tækni. Jurtavarnarefni eru óæskileg
og fólk líður ekki siðlausa meðferð á
dýrum.“
Freyr segir fólk fyrst og fremst
óttast þrennt varðandi fæðuframboð
á okkar dögum: 1) Óhollustu. Skráð
voru um 5.000 salmonellutilfelli í
Danmörku árið 1997 [100 þúsund
Danir sýktust], tífalt fleiri en árið
1980. 2) Aukefni sem sett eru í mat.
3) Mengun í matvælum og neyzlu-
vatni. Sú neytendakrafa, sem trúlega
ber hæst næstu misserin, er að allur
matur, sem á boðstólum verður, sé
hollur og ómengaður.
xxx
A* GÚSTMÁNUÐUR hefur af
ýmsu að státa. KRON var stofn-
að 6. ágúst árið 1937. Trúlega vita
yngri lesendur Víkverja vart, hvað
það nafn merkir. Segðu SÍS, segja
menn þegar þeir taka mynd af ná-
unganum. Þess vegna lifir það nafn á
vörum fólks. Engum dettur hins veg-
ar í hug að segja: Segðu KRON!
Mosfellsbær fékk kaupstaðarrétt-
indi 9. ágúst 1987, Reykjavík 18.
ágúst 1786 og Akureyri 29. ágúst ár-
ið 1862. Ný kjördæmaskipan varð að
lögum 14. ágúst árið 1959, sú er enn
gildir, þótt byggð í landinu hafi gjör-
breytzt frá þeim tíma. Island eignað-
ist sinn fyrsta stórmeistara í skák
[Friðrik Ólafsson] 21. ágúst 1958. Og
Jörundi hundadagakonungi var
steypt af stóli 22. ágúst 1809.
Tvímánuður að fornu tímatali
hefst 25. ágúst, annar mánuður fyrir
vetur að misseristali. Höfuðdagur er
29. ágúst, kenndur við aftöku Jó-
hannesar skírara. Ágústmánuður
mun bera nafn fornrómverks keisara
og orðið [ágúst] er sagt merkja æi-u-
verður eða ágætur.