Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 49
I DAG
Arnað heilla
7ftÁRA afmæli. Á
4 V/morgun, laugardag-
inn 15. ágúst, verður sjö-
tug Lilja Árna Sigurðar-
dóttir, Köldukinn 3,
Hafnarfirði. Eiginmaður
hennar er Sigurður Krist-
jánsson. Þau hjónin taka á
móti ættingjum og vinum
í Kiwanishúsi Eldeyjar,
Smiðjuvegi 13A, Kópa-
vogi, kl. 17 á afmælisdag-
inn.
BRIDS
llm.vjón (■iiðmuiidur
l’iíll Arnarson
SPIL dagsins er frá átta
liða úrslitum HM í Túnis
sl. haust úr viðureign
Norðmanna og Itala.
Norðmenn unnu leikinn
með 12 IMPa mun, en í
þessu spili höfðu Italir
betur:
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
A 32
V 1087
♦ ÁKG9876
*4
Vestur Austur
A K107 * DG84
V D652 V ÁKG93
♦ D104 ♦ 63
*763 * 92
Suður
AÁ965
V4
♦ 2
* ÁKDG1085
Vestur Norður Austur Suður
Versace Helness Lauria Helgemo
Pass Pass llyarta Dobl
3 lijörtii 5tíglar Pass Glauf
Pass Pass Pass
I nokkrum leikjum opn-
aði norður á þremur tígl-
um og fékk að spila þann
samning! En hér ákveður
Helness að passa og
stekkur svo í fimm tígla
við opnunardobli makk-
ers. Og þá er Helgemo
endaspilaður í sögnum og
verður að fara í sex lauf.
En það þarf góða vörn
til að hnekkja slemmunni.
Út kom hjarta, sem
Lauria átti á kónginn.
Eftir langa íhugun fann
Lauria síðan einu vörnina
- hann skipti yfir í tígul
og rauf þannig samband
sagnhafa við blindan. Ef
hann spilar einhverju
öðru, kemst sagnhafi að
til að taka trompin og get-
ur svo svínað fyrir
tíguldrottningu.
Á hinu borðinu vakti
Lanzarotti á þremur lauf-
um í norður, sem er
hindrun í tígli í kerfi Ital-
anna. Buratti í suður
hækkaði í fimm lauf og
Norðmaðurinn Terje Aa
lagði niður hjartaásinn í
byrjun. Aa gat banað
geiminu með því að spila
tígli, eins og Lauria, en
vörnin er mun erfiðari
þegar norðurhöndin er
hulin, og Aa kaus að
trompa út. Sagnhafi fékk
þá tólf slagi og ítalir unnu
11 IMPa á spilinu.
fTr\ÁRA afmæli. í dag,
4 V/fóstudaginn 14.
ágúst, verður sjötug
Matthea K. Guðmunds-
dóttir, Bugðulæk 13,
Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Ingimar Ein-
arsson. Þau hjónin taka á
móti gestum í garðinum
við heimili sitt á morgun,
laugardaginn 15. ágúst,
kl. 17.
7í"\ARA afmæli. Hinn
4 W 24. ágúst nk. verður
sjötug Jóhanna F. Karls-
dóttir frá Valshamri,
Hlíðarsmára 5, Kópavogi.
Þar sem hún verður ekki
heima á þeim degi tekur
hún á móti vinum og
vandamönnum laugardag-
inn 15. ágúst í matsal
áfangaheimilis Krossins,
Hlíðarsmára 5, kl. 15-20.
(Gengið inn um aðaldyr
vinstra megin.)
rj A ARA afmæli.
4 v/Sunnudaginn 16.
ágúst nk. verður sjötugur
Halldór Björnsson, for-
maður Dagsbrúnar og
Framsóknar. I dag, föstu-
daginn 14. ágúst, tekur
hann á móti gestum í
Kiwanishúsinu að Engja-
teigi 11 frá kl. 17-20.
7/\ÁRA afmæli. í dag,
4 V/föstudaginn 14.
ágúst, verður sjötug
Kristrún Karlsdóttir,
Uppsalavegi 20, Húsavík.
Eiginmaður hennar er Ás-
mundur Bjarnason. Þau
verða að heiman í dag.
/?/\ÁRA afmæli. Sex-
Ov/tug verður á morg-
un, laugardaginn 15.
ágúst, Þorbjörg Daníels-
dóttir, eigandi verslunar-
innar Man í Reykjavík,
formaður sóknarnefndar
Digranessóknar, Víg-
hólastíg 21, Kópavogi.
Hún og eiginmaður henn-
ar, Ingþór Haraldsson,
ásamt fjölskyldu taka á
móti gestum í safnaðarsal
Digraneskirkju frá kl. 20
á afmælisdaginn.
/\ÁRA afmæli.
O V/ Sunnudaginn 16.
ágúst nk. verður fimmtug-
ur Hlöðver Kjartansson,
héraðsdómslögmaður,
Flókagötu 6, Hafnarfírði.
Eiginkona hans er Svein-
björg Hermannsdóttir,
hjúkrunarfræðingur. Þau
hjónin taka á móti ætt-
ingjum og vinum laugar-
daginn 15. ágúst í Skút-
unni, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði, frá kl. 18.
pT /\ÁRA afmæli. Á
V/ V/morgun, laugardag-
inn 15. ágúst, verður
fimmtugur Bjarni Finns-
son, Glæsibæ 10, Reykja-
vík. Hann tekur á móti
gestum á afmælisdaginn
milli kl. 17 og 19 í sumar-
bústað sínum, Stórholti
við Laugai-vatn.
STJÖRNUSPA
ellir Franccs llrakc
LJON
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert vinur vina þinna og vilt
deila gleði þinni með sem
flestum. Þú ert gefínn fyrir
tilbreytingu og ferðalög.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þér væri hollt að hlusta á
fjármálaráðleggingar fag-
manna. Tækifærið býður
handan hornsins en vandaðu
val þitt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það gæti verið vandasamt að
velja réttu leiðina þegar
fleiri en ein eru i boði. Farðu
þér hægt og kannaðu alla
málavöxtu.
Tvíburar ^
(21. maí - 20. júní) AA
Þér hefur tekist að halda þér
í góði formi. Athygli vinnufé-
laganna beinist að þér svo
notaðu tækifærið þér í hag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Eitthvað er ekki í lagi í verk-
aðferð þinni. Farðu í gegn-
um allt málið og þá hlýturðu
að finna hvað þarf að lag-
færa.
Ljón
(23. júl! - 22. ágúst) m
Nú er komið að því að vinur
þinn verður að endurgjalda
þér greiða. Sýndu honum
samt fyllstu kurteisi.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) VtXL
Metnaður þinn stendur til
frekari frama í starfi en
gættu þess að velgengni
byggist á vandvii-kni.
(23. sept. - 22. október) m
Það eru oft einfóldustu hlut-
ir sem vefjast mest fyrir
manni. Reyndu að leysa
hvern hnút fyrir sig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þótt gaman sé að njóta vel-
gengninnar skaltu muna að
hóf er best á hverjum hlut.
Mundu að gæði og magn
fara ekki endilega saman.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) SSi
Þú þarft að berjast fyrir
sjálfstæði þínu bæði heima
fyrir og í vinnunni. Varastu
samt að ganga of langt svo
ekki komi til eftirmála.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Gættu þess að hafa taum-
hald á skapi þínu þvi allt fer
úrskeiðis ef þú missir stjóm
á hlutunum.
Uk
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Það er í góðu lagi að gera
sér glaðan dag þegar vel
gengur en oft ekki síður þótt
á móti blási.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú stendur andspænis upp-
gjöri við gamlan vin. Farðu
rétt í málin því vinslit eru
ástæðulaus útaf þessu at-
riði.Þú stendur andspænis
uppgjöri við gamlan vin.
Farðu rétt í málin því vinslit
eru ástæðulaus útaf þessu
atriði.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KIRKJUSTARF
Aðventkirkjan
Safnaðarstarf
Áskirkja í Fellum. Messa verður
laugardaginn 15. ágúst kl. 14.
Fermd verður Kristín Arna Sigurð-
ardóttir, Ullartanga 9, Fellabæ. All-
ir hjartanlega velkomnir. Sr. Baldur
Gautur Baldursson.
Sjöunda dags aðventistar á íslandi:
Á laugardag:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Einar
Valgeir Arason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl.
10.15. Bibliufræðsla að lokinni guðs-
þjónustu. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Derek Beardsell.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Halldór Olafsson.
Ættingjar, vinir, kunningjar og gamlir félagar!
Eg vil þakka fyrir alla þá vinsemd og ánœgju
sem þið sýnduð mér á 90 ára afmœlisdegi
mínum.
Oska ykkur alls góðs í framtíðinni.
Þórarinn Helgason Pjeturss.
IhUIIW-l'ijU
Stjórn Veiðifélags Þorleifslækjar og Varmár í Ölfusi
hefur ákveðið að leita eftir hugsanlegum leigutaka á
vatnasvæði félagsins frá og með veiðiárinu 1999.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu
Morgunblaðsins, merkt „Sjóbirtingsveiði“.
TOBAKIÐ...EÐA LIFIÐ?!?!
„HLUTVERK HEILBRIGÐISSTARFS-
MANNA í TÓBAKSVÖRNUM“
Ráðstefna á Egilsstöðum 21. og 22. ágúst 1998
Ráðstefnan er opin öllu heilbrigðisstarfsfólki og
öðrum áhugasömum um tóbaksvarnir.
Fyrirlesarar verða bæði íslenskir og erlendir og
mál ráðstefuunnar íslenska og enska.
MEÐAL EFNIS:
Sérfræðingur frá alþjóðaheilbrigðisstofnunni WHO mun tala
um tóbaksfarsóttina í alþjóðlegu samhengi.
Kennarar við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri kynna
hvað og hvernig verðandi heilbrigðisstarfemönnum er kennt í
tóbaksfræðum.
Nafnarnir Steingrímur J. Sigfusson, þingmaður, og Steingrímur
Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra takast á um spurn
inguna: „á að fela ÁTVR að sjá áfram um innflutning og
dreifingu tóbaks?
Skógarganga í Hallormsstað.
Tóbak og tannheilsa.
Réttur fósturs og barns til reykleysis.
Eru reykingar hættulegri konum en körlum?
Kynning aðferða við að hætta að reykja.
Kynning á skipulagðri starfsemi „sænskra lækna, hjúkrunar
fræðinga og tannheilbrigðisstarfefólks gegn tóbaki".
Hátíðarkvöldverður, sem héraðshöfðinginn Hákon Aðalsteins
son stýrir.
Allt þetta og margt fleira áhugavert og skemmtilegt fy«r
kr. 10.800, ráðstefhugjald.
Ráðsteínan gefur 12 punkta í símenntun heimilislækna
og er 12 kfet. með vísan í stnfiianasamninga
hj úkrunarfræðinga og ljósmæðra.
Einstakt tækifæri fyrir alla áhugasama um tóbaksvamir til að
skerpa áhugann og áherslur í starfinu.
Upplýsingar um skráningu, flug og annað, veitir Auður Ingólfsdóttir á
Ferðaskrifistofú fslands í síma 562 3300, bréfsími 562 3345 og tölvupóst-
fang: auduri@itb.is og congrex@itb.is
Heilbrigðisstofiiunin Egilsstöðum,
Krabbameinsfélag Héraðssvæðis.