Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 52
A 52 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir dramatísku myndina He Got Game, sem er nýjasta mynd leikstjórans
Spike Lee. Með aðalhlutverk í myndinni fara Denzel Washington, Ray Allen og Milla Jovovich.
Villt helgi á
Kaffi Reykjavík
Hin fiábæra
tuðhljómsveit
Áttavillt
skemmtir
á Kaffi
Misstu ekki aí
stuðdansleikjum ársins.
HEITASTi STAÐURINN
í BÆNUM
Feðgar á
krossgötum
Rómantík í Fjörunni
Nýr spennandi matseðill
Jón Möller
leikur ljúfa tóna á píanóið
og hljómsvcit
koma beint frá Færcyjum
á laugardagskvöld
STRANDGÖTll 55 SÍMI 565 1890
Sigrún Eva og
Stefán Jökulsson
halda uppi fjörinu
meö léttri sveiflu
á Mímisbar.
JAKE Shuttlesworth (Denzel
Washington) afplánar lífstíð-
ardóm í fangelsi fyrir að hafa
óviljandi orðið eiginkonu sinni að
bana, en hann fær þó tækifæri til
að stytta dóminn. Fangelsisstjór-
inn biður hann um að hafa sam-
band við son sinn Jesús (Ray Al-
len) en Jake hefur ekki séð hann í
meira en 10 ár. Tilefnið er að fá
Jesús til að hefja nám við nafn-
frægan háskóla og spila körfubolta
með háskólaliðinu í stað þess að
byrja sem atvinnumaður í NBA-
deildinni. Jesús hefur einn síns liðs
séð um uppeldi systur sinnar eftir
að móðir þeirra lést, og hann er nú
w stoltur og reiður ungur maður sem
er alls ekki reiðubúinn til að fyrir-
gefa fóður sínum óhæfuverkið sem
hann framdi. Jake bíður því ærið
verkefni við að koma á sambandi
við son sinn sem er undir miklum
þrýstingi bæði frá útsendurum
allra helstu háskóla Bandaríkjanna
og úrvalsliða NBA-deildarinnar.
Hann hefur aðeins eina viku til að
gera upp hug sinn varðandi fram-
tíðina og það sama á við um Jake.
Það verður einnig til að flækja mál-
• in að Jake verður ástfanginn af
vændiskonu (Milla Jovovich) en
spurningin er hvort feðgunum
tekst að ná saman á nýjan leik og
komast að niðurstöðu um það hver
framtíð Jesús í körfuboltanum
verður.
Þessi nýjasta mynd leikstjórans
Spike Lee skaust beint í fyrsta
sætið þegar hún var frumsýnd í
Bandaríkjunum í vor og er þetta
aðsóknarmesta mynd leikstjórans
til þessa. Spike Lee vakti fyrst at-
hygli árið 1986 með myndinni She
Gotta Have It, en síðan hefur hann
m.a. gert myndirnar Do The Right
Thing, Jungle Fever, Mo Better
Blues, Clockers, Get On The Bus
og Crooklyn.
Denzel Washington hefur áður
leikið í tveimur myndum sem Spike
Lee leikstýrði, en það voru mynd-
imar Mo Better Blues og Malcolm
X. Hann hefur í gegnum tíðina unn-
ið marga leiksigra, en hann hlaut
óskarsverðlaunin
fyrir aukahlutverk
sitt í Glory þar sem
hann lék á móti
Matthew Broder-
ick. Þá hlaut hann
tilnefningar til ósk-
arsverðlaunanna
fyrir hlutverk sín í
myndunum Cry
Freedom og
Malcolm X. Nýlega
lék hann í spennu-
myndinni Fallen á
móti John Goodm-
an og Donald
Sutherland, en
meðal annarra
mynda sem hann
hefur leikið í eru
Courage Under
Fire, Crimson Tide,
Devil In a Blue
Dress, Phila-
delphia, Much Ado
About Nothing og
Pelican Brief.
Ray Allen er að-
eins 22 ára gamall
og er hlutverkið í
He Got Game fyrsta kvikmynda-
hlutverkið hans. Allen hefur spilað
í NBA-úrvalsdeildinni síðan árið
1996 og hefur hann beitt sér mikið
fyrir íþróttaiðkun meðal barna og
unglinga.
Milla Jovovich hóf kvikmynda-
feril sinn þegar hún var 12 ára
gömul en þá lék hún í erótísku
myndinni Two Moon Junction.
Næst lék hún í Return to the Blue
Lagoon og þegar hún var 17 ára
gömul lék hún á móti Robert Dow-
ney Jr. í Chaplin sem Richard
Attenborough leikstýrði. Síðan hef-
ur hún leikið í Dazed and Confused
og The Fifth Element, en næsta
mynd hennar er Joan of Arc, sem
leikstýrt er af eiginmanni hennar,
Luc Besson.
JAKE (Denzel Washington) kemst í kynni við vændiskonuna Dakota Burns (Milla Jovovich).
ÞEGAR Jake fær tímabundna náðun fer hann á
fund barnanna sinna sem hafa þurft að standa á
eigin fótum síðan móðir þeirra Iét lffið og hann
var hnepptur í fangelsi.
DENZEL Washington ræðir
við leikstjórann Spike Lee á
meðan á tökum He Got
Game stóð.
inn og tekið menn af lífi fyrir
CIA.
Myers hefur fengið ríflega
700 milljónir króna fyrir
hverja mynd síðan hann
skrifaði undir samning í
apríl um að skrifa og
leika aðalhlutverkið í
kvikmynd sem byggð er
á „Sprockets“-atriðunum
úr Saturday Night Live-
gamanþáttunum.
Heather Graham lék klám-
myndastjörnu í „Boogie
Nights“ og Judy Robinson í
„Týnd í geimnum" eða „Lost
in Space“. Hún lék nýlega í
„Two Girls and a Guy“ og fyrir
skemmstu lauk hún við „Alien
Love Triangle" ásamt Kenn-
eth Branagh og Courtney Cox.
Loks leikur hún á móti Steve
Martin og Eddie Murphy í
„Bofinger’s Big Thing" og fer
með aðalhlutverk í mynd
Miramax „Committed".
MIKE Myers hefur tekið að
sér að leika í nokkrum nýjum
gamanmyndum, meðal annars
myndinni Austin Powers II á
móti Heather Graham úr
„Boogie Nights".
Liz Hurley, sem lék á móti
honum í fyrri myndinni, mun
ef til vill fara með aukahlut-
verk í framhaldsmyndinni.
Áætlað er að myndin kosti
rúma tvo milljarða króna í
framleiðslu og að tökur hefjist
í nóvember.
Myers hefur einnig samið
um að leika Shaggy í kvik-
mynd sem byggð er á teikni-
myndinni „Scooby-Doo“. Eftir
það mun hann leika stjórnanda
og framleiðanda þáttanna
„Gong Show“, Chuck Barris,
sem greindi frá því í æviminn-
ingum sínum að hann hefði
verið útsendari CLA og þætt-
irnir hefðu verið yfirskin svo
að hann gæti ferðast um heim-
Frumsýning