Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 60
 Jtewuál -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * > Islandsbanki hf. gerir ríkisstjórninni tilboð í Búnaðarbanka Islands hf. Átta milljarðar boðnir í allt hlutafé bankans Lífeyrisskuldbindingar rLkissjóðs vaxa um 22 milljarða á þessu og næsta ári Utgjöld LSR 20% hærri en í fyrra ÚTLIT er fyrir að heildarútgjöld Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna eftirlauna um sjö þúsund rík- isstarfsmanna vaxi úr 3,7 milljörð- um króna á síðasta ári í 4,5 millj- arða króna í ár eða um 800 milljónir króna. Hækkunin milli ára er um 20% og er að hluta tilkomin vegna fjölgunar lífeyrisþega milli ára, en að stærstum hluta vegna hækkunar eftirlauna í kjölfar kjarasamninga við ríkisstarfsmenn. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hækka gjaldfærðar lífeyr- Framkvæmdastjóri YSI segir um afturvirka launahækkun til ríkisstarfsmanna að ræða isskuldbindingar vegna lífeyris- starfsmanna úr 4 milljörðum króna í fjárlögum vegna ársins í ár í 13-14 milljarða króna samkvæmt bráða- birgðamati og það er meginskýring- in á því að gert er ráð fyrir 7,5 millj- arða rekstrarhalla ríkissjóðs í ár í stað lítilsháttar rekstrarafgangs sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þá er gert ráð fyrir að af sömu ástæðu muni þurfa að gjaldfæra líf- eyrisskuldbindingar að upphæð 9 milljarðar króna á næsta ári og hafa þá lífeyrissjóðskuldbindingar ríkis- sjóðs vaxið um 22 milljarða króna í ár og á næsta ári. Ostjórnleg útgjöld Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að vinnuveit- endur hefðu þráfaldlega varað ríkis- valdið við því að það kerfi sem gilt hefði um lífeyrisréttindi ríkisstarfs- manna hlyti annaðhvort að halda aftur af eðlilegri þróun á dagvinnu- hluta launa eða að það myndi hafa í för með sér óstjórnleg útgjöld í líf- eyrismálum og þar með afturvirka launahækkun til handa opinberum starfsmönnum, eins og nú hefði orð- ið raunin á. ■ Útgjöld LSR/9 ■ Auglýsing/11 Bunaðarbankmn óskar eftir viðræðum um kaup á Fjárfestingarbankanum BANKARAÐ Islandsbanka hf. ákvað á fundi sínum í gær að gera ríkisstjórninni kauptilboð í öll hluta- bréf ríkissjóðs í Búnaðarbanka ís- lands hf. Var tilboðið kynnt við- skiptaráðherra á fundi kl. 14.30 í gær. Kauptilboðið hljóðar upp á átta milljarða króna. Stjórnendur íslandsbanka hyggj- ast fjármagna hlutafjárkaupin með útgáfu nýs hlutafjár á innlendum markaði. Tilgangur bankans með kaupunum er að sameina rekstur þessara tveggja banka í einn og telja stjórnendur bankans að með slíkri sameiningu megi lækka heildar- rekstrarkostnað um allt að 15% eða um nær einn milljarð króna. Forystumenn Islandsbanka telja mikilvægt að sameining íslands- banka og Búnaðarbankans geti átt sér stað um næstu áramót og Ieggja því til að viðræðum verði hraðað og þeim lokið fyrir 15. september nk., en þá fellur kauptilboðið úr gildi. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segist hafa svarað bankaráði Islandsbanka því til að hann sé til- búinn að fara í þessar viðræður eins og óskað hafi verið eftir. Kvaðst hann vonast til að ríkisstjórnin gæti svarað tilboðinu íyrir 15. september. Gert er ráð fyrir að stjórnvöld skipi viðræðunefnd eftir helgina. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, segir það ánægjulegt að áhugi skuli vera fyrir því að kaupa þessar eigur ríkisins og það komi heim og saman við stefnu ríkis- stjórnarinnar að koma þeim í verð. „Ríkisbankarnir hafa ekki verið að gefa af sér mikinn arð í ríkissjóð. Það er sjálfsagt að tala við íslands- banka um þetta og sjá hvað kemur út úr því,“ segir Geir. Forystumenn Islandsbanka sögðu á fréttamannafundi í gær að tilboðið gerði ráð fyrir að kaupverð hluta- bréfanna yrði greitt á mjög stuttum tíma. Kaupin yrðu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár á innlendum markaði fyrir 1,9 milljarða kr. að nafnverði. „Viðræður við alla þessa aðila“ Bankastjórn Búnaðarbankans óskaði í byrjun þessarar viku eftir viðræðum við viðskiptaráðuneytið um kaup bankans á hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins en fyrir síðustu helgi var ákveðið að taka upp könnunarviðræður við Samband íslenskra sparisjóða um kaup sparisjóðanna á öllu hlutafé í FBA. Fjármálaráðherra segir sjálfsagt að ræða bæði við sparisjóðina og Morgunblaðið/Ami Sæberg Barist gegn barnavændi SAGA film, í samstarfi við stórt evrópskt auglýsingafyrirtæki, er þessa dagana að vinna að gerð auglýsingar sem ætlað er að berjast gegn barnavændi. Aug- lýsingin er gerð fyrir alþjóða- samtök sem hafa unnið að rétt- indum barna og barist gegn barnavændi. Auglýsingin verður sýnd á flugleiðum frá Evrópu til Austurlanda, en flugfélagið Air France hefur þegar ákveðið að sýna hana næstu 12 mánuði. Verkefnið er styrkt af Evrópu- sambandinu. Morgunblaðið/Arnaldur FORYSTUMENN íslandsbanka kynntu kauptilboð bankans í hlutabréf Búnaðarbankans á fréttamannafundi síðdegis í gær. Frá vinstri Ásmund- ur Stefánsson framkvæmdastjóri, Valur Valsson bankastjóri, Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, Guðmundur H. Garð- arsson, varaformaður bankaráðsins, og Örn Friðriksson bankaráðsmaður. Búnaðarbankann um kaup á Fjár- festingarbanka atvinnulífsins en síð- an verði að koma í Ijós hvaða kostir séu hagstæðastir. Of snemmt sé að segja til um það nú, en margir möguleikar séu í stöðunni. Geir seg- ist ekkert geta tjáð sig um tilboð Is- landsbanka í Búnaðarbankann að svo stöddu en málið muni væntan- lega skýrast á næstu vikum. Finnur segir að farið verði í við- ræður við alla þessa aðila og spurst fyrir um hverjar þeirra hugmyndir séu um framtíðarskipan og framtið- arþróun á fjármagnsmarkaðinum. í viðtali við Lars Gustafsson, að- stoðarbankastjóra SE-bankans í Stokkhólmi, sem birt er í Morgun- blaðinu í dag, kemur fram að tengsl Landsbankans og Vátryggingarfé- lags Islands eru kostur að mati stjórnenda SE-bankans. Hann segir að 50% eignarhlutur Landsbankans VIS auki á áhuga SE-bankans á Landsbankanum og að SE-bankinn hafi mjög jákvæða reynslu af sam- starfi við tryggingafélög. H Fjármagna á kaupin/4 H Tengslin við VÍS/30 Landslið án heima- manna ENGINN leikmaður íslensks félagsliðs er í landsliði íslands í knattspyrnu, sem leikur æf- ingaleik við Letta á Laugar- dalsvelli næstkomandi mið- vikudag. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem enginn heimamaður er í landsliðshópi Islendinga í knattspymu. Leikmenn landsliðsins koma frá félagsliðum í Noregi, Sví- þjóð, Englandi, Skotlandi, Þýskalandi og Belgíu. H Sterkasti hópur/Cl Göngin í steinasafni í STEINASAFNI, sem nýlega var opnað á Akranesi, hefur verið komið fyrir líkani af hin- um nýju Hvalfjarðargöngum. Gestir safnsins geta kynnt sér legu og gerð ganganna í máli og myndum, skoðað fágæta bergkristalla úr jarðlögum fjarðarins og borið saman við steintegundir úr öðrum lands- hlutum. Steinaríki Islands nefnist hið nýja safn og hafa ferða- menn þegar sótt safnahúsið í hópum þótt kynningarstarf sé vart hafið. Þá hafa þegar borist fyrir- spurnir frá framhaldsskólum sem hyggjast bregða sér í heimsókn með jarðfræðinem- endur með haustinu. Innviðir eru útbúnir af Þorsteini Þor- leifssyni safnverði og fjöl- skyldu hans. H Kristallar/B8 Tjaldað á bílastæði LÖGREGLAN hafði í fyrri- nótt afskipti af útlendingum sem höfðu tjaldað á efra bíla- stæði Kringlunnar. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík höfðu mennirnir flúið tjald- svæðið í Laugardal fyrr um kvöldið og komið sér fyrir á bílastæðinu við Ki-ingluna. Ekki er vitað hvers vegna mennirnir flúðu úr Laugar- dalnum en ljóst er að ekki hef- ur nýja tjaldstæðið verið mýkra en hið fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.