Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Eggertsson, prófessor í sameindalfffræði. FAÐIR ERFÐ AFRÆÐINN AR Á ÍSLANDI Guðmundur Eggertsson, prófessor í sam- eindalíffræði, hefur verið kallaður faðir erfðafræðirannsókna á Islandi. Þegar hann kom heim úr námi var líffræðiskor Háskól- ans í burðarliðnum. Nú þrjátíu árum síðar hefur verið byggð upp öflug starfsemi við Háskólann sem hefur verið forsenda þeirra miklu rannsókna og tækifæra í líftækniiðn- aði sem hafa verið mest 1 sviðsljósinu. Sal- vör Nordaí hitti Guðmund að máli og ræddu þau m.a. um líffræðikennslu, grunn- rannsóknir og starf vísindamannsins. GUÐMUNDUR Egg- ertsson, prófessor í sameindalíffræði, er vísindamaður af lífi og sál. Hann hefur starfað við líffræðiskor Háskólans í þrjátíu ár og hefur verið brautryðjandi í kennslu og vísindastarfi í erfðafræði og sameindalíffræði. Guðmundur sér áþreifanlegan árangur af starfi sínu um þessar mundir þegar rann- sóknir á sviði erfðafræði eru taldar einn mesti vaxtarbroddur íslensks atvinnuiífs. Ein helsta forsenda þessarar þróunar hefur verið menntun fólks á sviði líffræði og þar hefur líffræðiskor Háskólans gegnt lykilhlutverki. Óhætt er að fullyrða að Guðmundur hafi kennt nánast öllum þeim sem nú stunda rann- sóknir á þessu sviði hér á landi. Aukinn áhugi á sameindaiíffræði Þegar ákveðið var að hefja líf- fræðikennslu við Háskólann fyrir þrátíu árum var Guðmundur Egg- ertsson í Bandaríkjunum við rann- sóknarstörf. „Jóhanni Axelssyni hafði verið falinn undirbúningur að stofnun líf- fræðiskorar og hann kallaði mig heim,“ segir Guðmundur. „Markmið stjórnvalda með líffræðikennslu við Háskólann var íyrst og fremst að mennta kennara til gagnfræða- skóla- og framhaldsskólakennslu, en á þessum árum var tilfinnanleg- ur skortur á líffræði- og náttúru- fræðikennurum. Áherslan hjá okk- ur var þó strax í upphafi á hinn vís- indalega þátt námsins og við lögð- um okkur fram um að menntunin væri góður undirbúningur til fram- haldsnáms í greininni. Ég tel að það hafi verið mikið happ að líffræðikennslan tilheyrði í upphafi verkfræðideildinni. Þar réðu ríkjum menn eins og Leifur Ásgeirsson, Þorbjöm Sigurgeirsson og Trausti Einarsson. Þeir voru all- ir mjög áhugasamir um rannsóknir og vildu að líffræðikennslan fengi að blómstra." Fyrsta árið innrituðust 24 nem- endur til náms í líffræði og að jafn- aði hafa 20-30 nemendur útskrifast á ári. Fyrstu líffræðingamir út- skrifuðust með BS-próf árið 1972 og alls hafa nú um 650 nemendur verið brautskráðir með BS-próf í líffræði. Líffræðikennslan fer nú fram við raunvísindadeild og er skipt í fjórar námsbrautir: almenna braut, tölu- lega braut, fiskifræðibraut, og sam- eindalíffræði-, frumulíffræði- og ör- verufræðibraut. Að sögn Guðmund- ar hefur mest aðsókn verið að al- mennu brautinni, þar sem er kennd m.a. dýrafræði, grasafræði og vist- fræði, en minnst að tölulegu braut- inni þar sem áherslan er á tölulega líffræði og tölfræði. Þá segir hann of fáa hafa sótt fiskifræðibrautina. En hefur orðið vart meiri áhuga á líffræðinámi nú í ljósi aukinna tæki- færa í rannsóknum í erfðafræði? „Nú í haust hafa innritast um 70 nýir nemendur til náms og það er svipað og í fyrra. Það er því ekki hægt að merkja aukinn áhuga sem kom okkur satt að segja nokkuð á óvart. Það er hins vegar mjög vax- andi áhugi á sameindalíffræði meðal þeirra sem eru í námi og fer aðsókn að öllum námskeiðum í erfðafræði og sameindalíffræði vaxandi." Guð- mundur segir að húsnæðisskortur hafi háð starfsemi líffræðideildar nánast frá upphafi. „Deildin er í mjög þröngu hús- næði hér á Grensásvegi 12 og 11 og svo er einnig kennt í Ármúla 1A í húsnæði örverufræðinnar. Þá þurfa nemendur að sækja fyrirlestra á há- skólalóðinni svo að kennslan dreifist um allan bæ. Þetta er oft mjög bagalegt íyrir nemendur sem hafa aðeins 15 mínútur til að komast á milli fyrirlestra. Þá er mjög léleg aðstaða til allrar verklegrar kennslu, sem er stór hluti námsins, og horfir satt að segja til vand- ræða.“ í sjónmáli eru þó úrbætur á að- stöðunni því hafin er bygging nátt- úrufræðihúss sunnan við Norræna húsið, en þar mun líffræðiskor fá aðstöðu. Undrandi á að fólk komi heim Ailmargir þeirra sem hafa út- skrifast úr líffræðiskor í áranna rás hafa lagt fyrir sig kennslu í líffræði og ekki er lengur neinn skortur á líffræðikennurum við framhalds- skólana. Upphaflegt markmið með stofnun líffræðiskorar hefur því verið uppfyllt. Mun fleiri hafa þó lagt stund á rannsóknir og gegnið misjafnlega að fá starf við sitt hæfi. Þetta hefur þó breyst og nú er mikil eftirspum eftir líffræðingum í rann- sóknir í erfðafræði. Það kemur sér því vel að margir hafa sérhæft sig í greininni. „Mjög margir af nemendum okk- ar hafa farið í framhaldsnám er- lendis og stór hluti þeirra hefur tek- ið doktorspróf. Nemendum okkar hefur gengið vel að fá aðgang að góðum skólum erlendis sem vænt- anlega sýnir að við höfum gert næg- ar kröfur,“ segir Guðmundur og greina má stolt í svip hans. Hann segist þó oft furða sig á því hve margir snúa heim að námi loknu. „Eg hef oft verið undrandi á því hve margir koma aftur heim því þetta fólk starfar hér heima oft við slæmar aðstæður til rannsókna og mjög léleg kjör. Flestir hafa verið í lausamennsku og treyst á styrki til eigin rannsókna. Staða þessa hóps hefur verið mjög ótrygg. En það hefur sýnt sig að fólk vill koma heim og einungis örfáir setjast að erlendis. Ég merki ekki mikla breytingu á þessu viðhorfi." Á síðustu árum hefur meistara- nám verið tekið upp við margar deildir Háskólans og í líffræði þar á meðal. Þetta gefur fleira fólki tæki- færi til að fara í nám en sú skoðun hefur þó oft verið sett fram að það sé betra að fólk fari utan til náms og sæká annað - hvað finnst þér um þetta sjónarmið? „Ég tek undir þetta. Það er þó gott að hafa meistaranám hér við skólann því það eflir mikið rann- sóknarstarfið við deildimar. Ég er hins vegar hikandi við að taka upp doktorsnám. Ég tel að það sé öllum hollt að fara utan og kynnast nýjum og stærri skólum þar sem umsvifin eru mun meiri. Með því móti kynn- ist fólk fræðigreininni frá nýrri hlið. Við höfum notið góðs af því að fólk hér við skólann hefur mismunandi menntun frá óhkum skólum. Fólk fer héðan til náms til Bandaríkj- anna, Kanada og ýmissa Evrópu- landa og kynnist nýjum vinnu- brögðum og ólíkum menningar- heimum." Fleiri og fjölbreyttari viðfangsefni þjá HÍ Með tilkomu íslenskrar erfða- greiningar hafa rannsóknir á sviði erfðafræði komist mjög í sviðsljósið og fengið meiri umfjöllun en rann- sóknir hafa fengið hingað til. „íslensk erfðagreining hefur breytt miklu. Þar hafa orðið til störf fyrir marga úr sameindalíffræðinni. Fyrirtækið greiðir hærri laun en gerist annars staðar og þar er verið að vinna að mjög áhugaverðum rannsóknum. Það er mjög lofsvert framtak að hafa komið þessu fyrir- tæki á fót. Það leynir sér heldur ekki að fyrirtækið hefur aukið trú margra á því að það sé hægt að stunda vísindarannsóknir hér á landi - og græða á þeim. Jafnvel stjómmálamenn hafa verið að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur og kímir. „Það má hins vegar ekki gleyma því að unnið er að erfðafræðirann- sóknum víðar en hjá íslenskri erfðagreiningu. Það eru til dæmis mun fjölbreyttari rannsóknir stund- aðar á vegum Háskólans og þar starfa fleiri reyndir vísindamenn. Það hefur hins vegar verið hlut- skipti þeiri-a sem stunda rannsóknir innan Háskólans að búa við mjög þröngan fjárhag. Stjórnvöld hafa ekki séð hag í því að styrkja grunn- rannsóknir. Efling grunnrannsókna er hins vegar forsenda þess að öfl- ugt rannsóknarsamfélag geti þrifist hér á landi.“ Of margir fá of lítið Efling grunnrannsókna er sér- stakt áhugamál Guðmundar. Hann heldur áfram: „Þessar grunnrann- sóknir hafa aðallega verið styrktar af Vísindasjóði og Rannsóknasjóði Háskólans. En því miður eru báðir þessir sjóðir vanmáttugir. Vísinda- sjóður hefur um 50 milljónir til ráð- stöfunar á ári til rannsókna á sviði heilbrigðis- og lífvísinda og verður að hafna helmingnum af nýjum styrkhæfum umsóknum. Þeir sem fá styrk fá svo aðeins brot af því sem þeir þurfa til að halda rann- sóknunum gangandi. Margar þess- ara rannsókna eru algerlega háðar þessum styrkjum og því í miklum vanda. í raun er þetta óskynsamleg ráðstöfun fjármuna. Það þarf að efla Vísindasjóð til mikilla muna og jafnframt taka upp þá stefnu að veita vel í einstakar rannsóknir eða alls ekki neitt. Hér er mjög margt vel menntað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.