Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
PETER Wallenberg - ljóti andarunginn sem varö svanur Wallenbergs veldisins.
Að vera en sjást ekki
diplómatar, en söfnuðu einnig upp-
lýsingum. Marcus starfaði í tengsl-
um við bandamenn, Jacob í tengsl-
um við Þjóðverja, veldi þeirra dafn-
aði og virðing þeirra jókst.
En þegar farið var að huga nánar
að umsvifunum kom önnur hlið um-
svifanna í ljós. SKF hafði selt Þjóð-
verjum kúlulegur og bræðumir
voru taldir hafa verið fulltrúar
þýskra fýrirtækja í Bandaríkjunum.
Enskilda bankinn hafði tekið yfir
Bosch-samsteypuna bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum 1939-1940 eftir
flóknum leiðum. Bandaríski hlutinn
komst þó aldrei í hendur bankans
þar sem Bandaríkjastjóm gerði
þýskar eigur í Bandaríkjunum upp-
tækar er landið dróst inn í síðari
heimstyrjöldina. Það voru þessi
þýsku tengsl sem Bandaríkjamenn
höfðu sitt hvað við að athuga eftir
stríðið og ekki náðust sættir við
Bandaríkjastjórn um þau fyrr en
1950. Marcus var hins vegar álitinn
hafa veitt bandamönnum mikilvæg-
ar upplýsingar um Þjóðverja, var
alveg við það að fá mjög fína breska
orðu fyrir vikið, en fékk þó ekki.
Þessi hluti fjölskyldusögunnar er
enn í þagnargildi. Þegar Jacob Wal-
lenberg tók við sem aðalbankastjóri
S-E-Bankans í fyrra var hann
spurður út í umsvifin á stríðsámn-
um í viðtali við Svenska Dagbladet
sem Wallenbergfjölskyldan átti
þangað til í sumar. Hann óskaði
ekki eftir að ræða hvort Wallen-
bergfjölskyldan hefði bjargað Sví-
um eða hjálpað nasistum, en sagði
að auðvitað væri þetta rætt í fjöl-
skyldunni. Athyglin hefur enn
beinst að stríðsáraumsvifunum og
þætti fjölskyldunnar í verslun Svía
með illa fengið þýskt gull.
ESSERE non videre", að
vera en sjást eklri, era
leiðarorð WaUenberg-fjöl-
skyldunnar sænsku, sem í
um 150 ár hefur verið áhrifamikil í
sænsku viðskiptalífi. Það er karl-
leggurinn í fjölskyldunni, sem skipt-
ir máh í viðskiptalífinu, en minna
heyrist af kvenfólkinu, þó það gæti
breyst með þeim Wallenbergum,
sem nú era á bamsaldri.
Tryggð við hefðir
Nafnið Wallenberg er frá 18. öld,
þegar Jacob Persson (f. 1699, dán-
arár óvíst) amtmaður breytti nafn-
inu sínu í WaUberg eftir ættaróðal-
inu Wallby, en tveir sona hans,
Marcus (1744-1799) og Jacob (1746-
1778) breyttu nafninu í núverandi
horf, Wallenberg, líklega af þvi það
þótti glæsilegra. Jacob fór á sjóinn,
en er frægur í sænskum bókmennt-
um, því hann er talinn fyrsti nútíma
rithöfundur Svía, þótt hann lifði
ekki lengi. Með þessum tveimur var
ekki aðeins ættarnafnið fengið,
heldur einnig þau tvö nöfn, sem
hafa gengið í arf æ síðan, Jacob og
Marcus, stundum Marc. Tryggð við
hefðir er rík í ættinni, þar sem
kvenleggnum er lítið sinnt, en rækt
lögð við uppeldi sonanna, þeir látnir
ganga á heimavistarskóla, gjaman
erlendis og með í þessum arfi Wal-
lenberganna er einnig útþrá og ást
á hafinu.
Rithöfundurinn Jacob átti engin
börn, en Marcus átti soninn
Marcus (1774-1833), síðar biskup í
Linköping og hann átti soninn
André Oscar Wallenberg (1816-
1886), sem kom með viðskiptin inn
í fjölskylduna og er því talinn upp-
hafsmaður bankafjölskyldunnar.
Hann var gripinn útþrá fimmtán
ára, fór á sjóinn, varð á endanum
kapteinn og sigldi um í tuttugu ár
áður en hann sneri í land. Heima
gerðist hann bókhaldari og kaup-
sýslumaður og hjálpaði vinum og
kunningjum með fjárfestingar, svo
augu hans beindust að banka-
rekstri. Byrjunin var ekki áfalla-
laus, en með augun á helstu nýj-
ungum þess tíma tókst honum á
endanum að koma undir sig fótun-
um í bankarekstri 1856. Stock-
holms Enskilda bankinn, fyrsti
einkabanki borgarinnar, var í upp-
hafi í eigu 72 borgara, sem gengu í
ábyrgð fyrir starfsemina og varð
fljótlega miðlægur í viðskiptalífi
borgarinnar.
Starfið gekk þó ekki áfallalaust,
því André Oscar var umdeildur og
1871 klauf hluti stjómarinnar sig
frá bankanum og stofnaði annan
S-E-bankinn, sem hefur lýst yfír áhuga á
að kaupa hlut í Landsbanka íslands til-
heyrir Wallenberg-veldinu í Svíþjóð og er
kjarni þess. Saga fiölskyldunnar er saga
valda, velffenffni og kollsteypna, eins og
Sigrún Davíðsdóttir stiklar á hér á eftir.
banka, Stockholms Handelsbank,
sem 1919 var umskírður í Svenska
Handelsbanken. Tveir af öflugustu
bönkum Svía era því sprottnir af
framtaki þessa atorkusama ættföð-
ur, sem ekki var síður atorkusamur
í einkalífinu. Meðan hann var
kapteinn giftist hann skipsþemunni
Minu, sem dó á sæng eftir að hafa
fætt fjögur böm. Systir Minu flutti
þá heim til André Oscars og gekk
bömunum í móðurstað og fæddi
honum tvö í viðbót, sem faðirinn sá
fyrir en gekkst aldrei við opinber-
lega. Um líkt leyti og hann stofnaði
bankann kynntist hann lista- og
kvenréttindakonunni Önnu von
Sydow, sem aðeins var 23 ára er
hún giftist hinum 45 ára banka-
stjóra. Hann smitaðist af hugmynd-
um konu sinnar, sinnti uppeldi
dætra sinna ekki síður en sona,
studdi það að konur yrðu fullráða 21
ára og réð konur til starfa í bankan-
um, þó hann greiddi þeim reyndar
lægri laun en körlunum, því jafn-
launastefnan hafði ekki slegið í
gegn.
Veldið treyst
Fulltrúar annarrar kynslóðar í
bankafjölskyldunni vora tveir synir
úr hinum stóra bamahópi André
Oscars, þeir Knut Agathon (1853-
1938) og Marcus (1864-1943).
Marcus hafði hug á að verða banka-
maður á heimsmælikvarða, kaus að
treysta ítök í iðnaðnum og lagði
undirstöðuna að áhrifum bankans í
sænsku athafnalífi með eignarhlut í
mikilvægum fyrirtækjum, eins og
Atlas, sem nú heitir Atlas Copco og
er leiðandi í framleiðslu þrýstilofts-
véla, SKF sem er stærsti kúlulegu-
framleiðandi heims og Asea, sem nú
er hluti af rafeindafyriríækinu Asea
Brown-Boveri, ABB. í Noregi lét
fjölskyldan einnig til sín taka, tók
þátt í uppbyggingu tveggja stórfyr-
irtækja þar, Norsk Hydro og Orkla.
Þegar kom fram á þriðja áratuginn
var fjölskyldan búin að eignast hlut
í leiðandi fyrirtækjum eins og
Ericsson, lyfjafyrirtækinu Astra,
skógiðnaðarfyrirtækinu Stora og
MANNVINURINN Raoul Wal-
lenberg - leyndardómshjúpur
hefur löngum umlukt endalok
hans.
Vangaveltur um
heppileg og
óheppileg ítök
Wallenbergfjöl-
skyldunnar hafa
lengi verið viðloð-
andi og kannski
einmitt vegna
þeirra hafa Svíar
fremur verið upp-
teknir af valda-
samþjöppun en er-
lendri eignaraðild í
sænskum fyrir-
tækjum, því mikið
vald einstakra að-
ila er mun sýni-
legra en erlend
eignaraðild.
bílaverksmiðjunni Scania. Þeir
bræður unnu náið saman, þar sem
Knut var hinn djarfi, en Mareus sá
sem fór varlega. Munur, sem ein-
kennt hefur fleiri bræður í fjöl-
skyldunni.
Tímabilið eftir fyrri heimstyrjöld-
ina og kreppuárin í Svíþjóð ein-
kenndust af Krugermálinu svokall-
aða, sem seint gleymist í sænskri
viðskiptasögu. Ivar Kruger eða eld-
spýtnakóngurinn byggði upp stór-
veldi fyrirtækja og helsti viðskipta-
banki hans var Skandinaviska bank-
inn, samkeppnisbanki Enskilda
banka Wallenberganna. Þegar um-
svifin vora sem mest vora 40 pró-
sent útlána Skandinaviska bankans
til Kruger-veldisins. Þegar Kriiger
varð gjaldþrota vorið 1931 og
framdi sjálfsmorð í París kom í ljós
að lánin höfðu verið óeðlileg. Þessu
fylgdu málaferli og bankastjórinn
var dæmdur í tíu mánaða fangelsi
fyrir vafasamar ráðstafanir. Bank-
inn beið alvarlegan hnekki en En-
skilda bankinn efldist og tók yfir
eignir, sem áður tilheyrðu veldi
Kríigers.
En fjölskyldan hélt einnig innreið
sína á önnur svið, því Knut var ut-
anríkisráðherra um hríð og Marcus
alþjóðlegur sáttasemjari í fyrri
heimstyrjöldinni og áranum á eftir.
Knut var barnlaus en stofnaði í sínu
nafni og konu sinnar sjóð, sem enn
er til og styrkir vísindi í Svíþjóð á
myndarlegan hátt. Sonarsonur
bróður bræðranna var fésýslumað-
urinn og diplómatinn Raoul Wallen-
berg (1912-1947). Fyrir hvatningu
sænskra og bandarískra yfirvalda
fór hann til Búdapest til að bjarga
Gyðingum frá ofsóknum nasista, en
þegar Rússar tóku borgina um ára-
mótin 1944-1945 hvarf Wallenberg.
Lengi gengu sögusagnir um að
hann hefði verið á lífi í Rússlandi
áratugum síðar, en nú þykir líkleg-
ast að hann hafi látist í rússneskum
fangabúðum 1947. Raoul hlaut eftir
hvarf sitt margvíslegar viðurkenn-
ingar fyrir björgunarstarf sitt.
Stríðsárin svarti bletturinn í
sögu fjölskyldunnar
Raoul Wallenberg fékk á sig
geislabaug fyrir starf sitt, en sama
gilti ekki um frændur hans heima
fyrir. Svíar voru hlutlausir, sænska
stjórnin átti vinsamleg samskipti
við Þjóðverja og Wallenbergamir
vora þekktir í evrópsku viðskipta-
lífi. Bræðumir Marcus (1899-1982)
og Jacob (1892-1980), synir Marcus-
ar sáttasemjara vora umsvifamiklir
í viðskiptalífi stríðsáranna og komu
fram bæði sem fésýslumenn og
Bræðrasviptingar og sjálfsmorð
Eftir seinni heimstyrjöldina var
bankinn áfram kjaminn í fjármála-
veldi fjölskyldunnar, en bræðurnir
Jacob og Marcus urðu í vaxandi
mæli ósáttir um hvert stefnt skyldi.
Marcus var bankastjóri Enskilda
Banken og áleit skynsamlegt að
steypa saman Saab og Scania, en
því var Jacob stjómarformaður
bankans mótfallinn og hann var
einnig mótfallinn hugmyndum
Mareusar um samrana Enskilda
bankans og Skandinaviska bankans,
þó báðir væra sammála um að
bankinn ætti að vera kjaminn í um-
svifum fjölskyldunnar og að hann
þyrfti að stækka til að geta komið
til móts við síhækkandi lánakröfur
frá örtvaxandi fyrirtækjum, sem
tengdust fjölskyldunni.
A endanum kom til uppgjörs mOli
bræðranna og Marcus beitti sér fyr-
ir því að Jacob léti af stjómarfor-
mennsku 1969 svo Marcus gæti
óhindraður stefnt að breytingum á
bankanum. Það kom gífurlega á
óvart þegar tilkynnt var um sam-
rana bankanna haustið 1971, sem
síðan varð að veraleika næstu ára-
mót á eftir. Jacob, áttræður öldung-
urinn, mætti á aðalfundi bankans og
lagðist eindregið gegn samranan-
um, sem þó varð að veraleika og
hefur síðan sýnt sig hafa verið
happaspor fyrir bankann.
Bræðurnir höfðu eklri aðeins ólík-
ar skoðanir, heldur voru ólíkir í sér.
Marcus kvæntist og eignaðist þrjú
böm, var opinn og mannblendinn,
en Jaeob bjó á Strandveginum í
sama húsi og mamma og sagði ekki
margt. Hann kvæntist aldrei, en
eignaðist son með giftri konu,
Peder Wallenberg-Sager (1935),
sem hann viðurkenndi síðan sem
sitt eigið barn og tók inn í fjölskyld-
una.
Það var enginn vafi á hvor hinna
tveggja sona Marcusar, Marc,
fæddur 1924 og Peter fæddur 1926,
tæki við merki fjórðu kynslóðarinn-
ar. Hinn glæsilegi og aristókratíski
Marc, kallaður Boy-boy, virtist hafa
allt til að bera. Hann var útvaldi
sonurinn, ekki hinn búttaði Peter,
sem var kallaður Pirre. Seinna hef-
ur Peter sagt svo frá að faðirinn
hafi fremur gert sér tíðrætt um
ódugnað hans en dugnað. Peter
vann hjá ýmsum fyrirtækjum í eigu
fjölskyldunnar. En þó allt liti vel út
á yfirborðinu hjá Marc var eitthvað
ekki eins og það átti að vera. Þann
18. nóvember 1971 keyrði Marc út í
skóg í Saabbílnum sínum og skaut
sig með veiðibyssunni sinni.
í bók um fjölskylduna er sagt að