Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 23. AGUST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Y0U KN0W WHAT I AM, CHARLE5? l'M A "REMINDER^
( c h S| m ’.vri /: '•*■
^ ' ' ~ '
U)E HAVE
A BOOK
REPOKT PUE
TOMORKOW..
7r
fl KNOU)! I N
KMOWIST0?
.B066IN6 ME!
Veistu hvað ég er, Kalli? Ég er „áminn- Við eigum að skila ritgerð á morg- Enginn er hrifinn af „áminnanda".
andi“. un___ÉG VEIT! ÉG VEIT! HÆTTU
AÐ ANGRA MIG!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Bréf til andlegra
leitenda á Islandi
Frá Guðjóni Eyjólfssyni:
í ÖLLUM frjálsum samfélögum er
að finna trúarbrögð. Astæða þess
er að fjöldi fólks getur ekki fundið
lífsfyllingu án þess að lifa trúrarlífi.
Hin ýmsu trúfélög gefa fólki tæki-
færi til þess að sinna trú sinni.
Þetta kallar á spuringuna hvort
eitt trúfélag sé betra en önnur.
Trúaðir menn og aðrir hafa mjög
ólíkar skoðanir á því máli og það er
sennilega vonlaust að komast að
einhverri sameiginlegri niðurstöðu
um það mál. Þeir sem hafa trúar-
legan áhuga geta hins vegnar fund-
ið svar fyrir sjálfa sig, með því að
kynna sér kenningar hinna ýmsu
trúfélaga. Sjálfur tel ég að bestu
trúarkenningar heimsins sé að
finna í bahá’í trú. Nú er það ekki á
mínu valdi að geta sýnt fram það í
einn blaðagrein að þess fullyrðing
sé rétt. Til þess að ganga úr
skugga um réttmæti hennar verða
þeir sem áhuga hafa að kynna sér
trúna af fullri alvöru, en ég ætla að
fjalla í stutt máli um kenningar
trúarinnar.
Meginkenning Bahá’í trúarinnar
er sú að öll helstu trúarbrögð
mannkyns séu komin frá Guði og að
á hverjum tíma sendi Guð boðbera
til þess að leiðbeina mannkyni.
Nýjasti boðberinn heitir Bahá’ulláh
og hann boðar að nú sé kominn tími
til þess að ■ sameina mannkyn og
koma á varanlegum friði í heimin-
um. Sú hugmynd að öll helstu trú-
arbrögð mannkyns séu runnin af
sömu rót er að sjálfsögðu afar um-
deild, en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að það er alls ekki
óskynsamlegt að líta svo á að öll
trúarbrögð séu af sama tagi eða séu
sams konar fyrirbæri.
Styrkur bahá’í trúarinnar er
einmitt sá að í henni er að finna
áframhald af öllum öðrum trúar-
brögðum- Hún býður t.d. kristnum
mönnum uppá fyllri skilning á
kristna trú og búddatrúarmannin-
um uppá fyllri skilning á Búddatrú.
Það er auðvitað raunverulegur
munur á mismunandi trúarkenn-
ingu og þess vegna enginn vandi að
loka sig af í kenningum sem útiloka
allt og alla, en reynsla bahá’ía sýnir
að fólk með ólíkan trúarlegan
grunn getur starfað saman og lært
hvert af öðru. Gyðingurinn,
hindúinn, músliminn og kristinn
maður geta starfað hlið við hlið og
lært hver af öðrum ef menn nálg-
ast slíkt samstarf með réttu hugar-
fari. Reynsla milljóna bahá’ía um
allan heim er gleðilegur vitnisburð-
ur um að það sem sameinar trúar-
brögðin getur vel orðið sterkara en
það sem greinir þau að.
Tilgangur þessa bréfs er að
vekja athygli á Bahá’í trúnni sem
valkosti fyrir andlega leitand fólk á
Islandi. Bahá’í trúin hér á Islandi
er að mínum dómi mjög misskilin.
Eg held að fólk flokki hana með
sértrúarflokkunum, s.s. vottum ,
mormónum og aðventistum, en hún
er af allt öðru tagi. Kenning flestra
sértrúarflokka snýst um endur-
komu Krists, en það gerir bahá’í
trúin ekki. Hún heldur því fram að
hann sé þegar kominn aftur.
Ef þú lesandi góður ert í fullri al-
vöru að velta fyrir þér trúmálum
skaltu endilega kynna þér bahá’í
trú. Heimasíða íslenska bahá’í
samfélagsins er: www.itn.is/bahai
GUÐJÓN EYJÓLFSSON
Vörðugil 5, 603 Akureyri.
Ekki kínverskur
Frá Þráni Stefánssyni:
ÉG FINN mig knúinn til að taka
undir óánægjuraddir sem uppi
hafa verið út af veitingastaðnum
BingDao á Akureyri. í fyrsta lagi
er þetta ekki kínverskur staður
eins og hann gefur sig út fyrir að
vera, þetta er bara Akureyrskt
Múlakaffi. Til að geta verið kín-
verskur þarf kokkurinn að vera
kínverskur en á BingDao er engan
slíkan að finna. Réttimir em ís-
lenskt gúllas með kínverskum
nöfnum. Til að matreiða kínversk-
an mat þarf viðkomandi að kunna
að hafa tilfinningu fyrir austur-
lenskri matargerð. Það hefur
kokkurinn á BingDao ekki, hann er
örugglega góður kokkur uppá ís-
lenskan mat að gera en er greini-
lega á rangri hillu eins og er. Verð-
lagið á matnum er náttúrulega al-
gerlega á skjön við gæðin og tilefn-
ið, því í staðinn fyi-ir að fá austur-
lenskan mat fær maður örugglega
eitt dýrasta gúllas í Islandssög-
unni. Það er lágmarkskrafa þegar
maður fer á austurlenskan stað að
kokkurinn sé austurlenskur, annað
er svik við kúnnann, þú ert að selja
falsaða vöru. Svo ætti vertinn á
BingDao að senda staffið sitt á
námskeið í mannlegum samskipt-
um og sjálfan sig. Ég vona að þeg-
ar því námskeiðshaldi verður lokið
verði andrúmsloftið allt afslapp-
aðra og kúnninn fái þá þjónustu
sem hann á skilið.
ÞRÁINN STEFÁNSSON,
Glaðheimum 14,104 Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt ti! að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
www.mbl.is