Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 53

Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 53 Ný vín og nýtt fyrirkomulag Eftir Steingrím Sigurgeirsson ÁFRAM halda vín að streyma í reynslusölu um hver mánaðamót, en samkvæmt nýjustu verðskrá ÁTVR virðist sem einhverjar breytingar hafi verið gerðar á reynslusölufyrirkomulaginu. I stað þess að reynslusala nýrra tegunda fari fram í verslununum í Kringlu, Eiðistorgi, Stuðlahálsi og á Akur- eyri, líkt og verið hefur undanfarin ár, er nú búið að flokka sautján vín- búðir um allt land í þrjá „reynslu- hópa“ er hlotið hafa heitin A, B og C. Vín úr öllum flokkunum verða seld í Heiðrúnu á Stuðlahálsi, en í öðrum tilvikum tilheyrir verslun einungis einum flokki, nema gömlu reynslusöluverslanirnar er tilheyra tveimur flokkum hvor. I verðskrá eru reynsluvín síðan auðkennd með bókstaf þess reynsluhóps er þau til- heyra og síðan verða viðskiptavinir að reyna að átta sig á því hvaða vín- búðir tilheyra viðkomandi flokki. Listi yfir búðirnar er að finna á bls. 90 í verðskránni. Chianti og Barolo En svo vikið sé að nýlegum reynsluvínum ber fyrst að nefna nokkur ágæt ný ítölsk vín. Vínið Rémole 1996 er Chianti frá hinum ágæta fi-amleiðanda Marchesi di Frescobaldi. Léttur, þurr og kryddaður ilmur einkennir vinið. Það er fremur létt í uppbyggingu en þægilegur, hreinn og þurr berja- ávöxtur einkennir bragð í munni. Rémole kostar 970 krónur og er um ágætiskaup að ræða ef leitað er að víni með til dæmis einfóldum pasta- réttum. Castello di Nippozzano Chianti Classico 1994 frá sama framleið- anda er vín í klassa þar fyrir ofan, þótt verðmunurinn sé ekki ýkja mikill, en það kostar 1.150 krónur. Vínið er farið að sýna þó nokkurn þroska og mýkt. Þetta er fágað vín með þykkum keim er einkennist af soðnum rauðum ávöxtum, tei og kryddjurtum. Fín uppbygging og gott jafnvægi spillir ekki íýrir. Vín sem hentar með öllum góðum ítölskum mat en einnig lambakjöti. Þriðji Italinn er Mirafiore Barolo 1992 frá Gancia (1.860 kr.). Milt, nokkuð sýrumikið og milliþungt vín. Krækiberjasafi í byrjun og fer síðan út í hrátt nautakjöt og soðna ávexti í nefi. Vínið er tiltölulega létt og mjúkt í munni þrátt fyrir að greina megi augljós tannín og sýru. Vín með villisvepparisotto, nauta- kjöti og jafnvel villibráð. Rioja Spænsk Rioja-vín hafa notið stöðugra og mikilla vinsælda á Is- landi. Frá framleiðandanum Fred- erico Paternina er nú í reynslusölu Gran Reserva 1989. Mildur, sætur og þroskaður ilmur einkennir vínið. Sultukenndur og kryddaður. Fágað og þétt í munni. Laglegur Rioja sem ætti ekki að valda neinum Ri- oja-unnanda vonbrigðum. Gott samspil af þroskuðum, heitum Ch; unnem a sældur í þrúgur slík © suður- 1996 ion) Chardíji krónur lýsir sér í rennur sa Stílhreint Suður-afrískur Chardonnay Rétt eins og Rioja-vín hafa notið íylli íslenskra rauðvíns- virðist lítið lát á vin- Nýjaheimsvína úr ni Chardonnay. Nokkur ii nú í reynslusölu. Hið i ifríska Cathedral Cellars ardonnay (Coastal Reg- ír þykkt og mjúkt nnay-vín og kostar 1.060 Eikin gefur tóninn, og þykkri, sætri vanillu er nan við suðræna ávexti. rg þægilegt. Góð kaup. ávexti eik í m Mar j anza-n ur þu: rakur. vm, oj lokin. andi, nema 1.080 og mildri vanillukenndri mni. Verðið er 1.320 kr. ues de Grinon 1996, Cri- erki eru greinanleg. Ilm- r, jarðvegskenndur og Haustskógur. Milliþungt stamt og sýrumikið í (Jlrinon er góður framleið- þetta vín nær þó ekki meðaleinkunn. Kostar ngu: 'tn en Nederburg Chardonnay 1997 (Westem Cape) er einnig frá Suð- ur-Afríku þótt stíllinn sé gjörólíkur. Ávextir yfirgnæfa bragðið í stað eikar og vínið er milt og sýruríkt. Milliþungt með sítrus og lychée í nefi. Chateauneuf-de-Pape Loks sígilt og gott rauðvín frá Frakklandi, nánar tiltekið Rhone- dalnum. Frá Chapoutier, einum viitasta framleiðanda þess héraðs, kemur vínið Chateauneuf de Pape „la Bernardine" 1994. Lakkrís, lakkrís og aftur lakkrís er það fyrsta sem kemur í hugann jafnt í ilm sem bragði í þessu víni, sem ólíkt flestum Chateauneuf-vínum byggist einungis á einni þrúgu, Grenache, en ekki þrúgnakokkteil. Þykkt, mikið og sýruríkt. Það er farið að sýna smáþroska en veitir ekki af nokkram áram í viðbót. Af- bragðsvín til að njóta nú þegar degi tekur að halla og villibráðin nálgast. STERKUR LEIKUR í BETRUNARHÚSINU Nú er kamin stæxri og sterkari líkamsræktarstöð í Betrunarhúsinu með fleiri leiðbeinendum og í stærra húsnæði. Betrunarhúsið býður nú sérstakt tilboð á árskorti. Þess vegna er það sterkur leikur að tryggja sér kort fyrir 18. september nk. Kynntu þér málið! GARÐATQHGl 1 GARÐABÆ SÍMI 5G5 BB98 Meðal þess sem Betrunarhúsið býður: Eróhikk, Spinning, Yoga, Kickhoxing, Jiu Jitsu námskeið, Body Pump, fitubrennslunáinskeið, leikfimi fyrir hakveika og glæsilegur tækjasalur með hinum heimsþekktu Hammer Strength tækjum. Leiðbeinendur ávallt til staðar og sjúkraþjálfari 4 sinnum í viku. Ljósastofan verður opnuð i næsta mánuði. Jiu Jitsu námskeið hefst 7. sept. Verð: 12.990 kr. í 4 mánuði. Fitufarennslunámskeið hefjast 7. sept. Verð: 9.990 kr. í 8 vikur. Skráning er hafin. 16.990kr fyrir árskort. Tilboðib gildir til 18. september nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.