Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ gém LEIKFELAG fcgL ©fREYKJAVÍKURJ® -- 1897 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ eftir Jim Jacobs og Warren Casey. í dag sun. 23/8, kl. 16.00, uppselt, í kvöld sun. 23/8, uppselt, fim. 27/8, örfá sæti laus, fös. 28/8, uppselt, fös. 28/8, aukasýning, kl. 23.30, lau. 29/8, kl. 16.00, nokkur sæti laus, lau. 29/8, uppselt, lau. 29/8, aukasýning kl. 23.30, sun. 30/8, nokkur sæti laus. n í svtri eftir Marc Camoletti. Lau. 12/9, fös. 18/9, lau. 19/9. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. Sun. 23. ágúst kl. 14.00 Allra síðasta sýning. Miðaverð aðeins kr. 790,- Innifalið í verði er: Miöi á Hróa hött Miði í Fjölskyldu -og Húsdýragarðinn Frítt í öll tæki í garðinum Hestur, geitur og kanínur eru í sýningunni Sýningin fer fram í sirkustjaldi Miðasala: 562 2570 » Nótt&Dagur Gamanieikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fim. 27/8 kl. 21 fös. 28/8 kl. 21 Örfá sæti laus lau. 29/8 kl. 21 Miöaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagar LÍ fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 ípfaust TónleflSl Harðar Torfa Borgarleikhúsinu 7.sept. Forsala miða í JAPIS i s ú p u n n i sun. 23/8 kl. 20 örfá sætí laus fim. 27/8 kl. 20 örfá sæti laus lau. 29/8 kl. 20 UPPSELT lau. 29/8 kl. 23.30 UPPSELT lau. 5/9 kl. 20 UPPSELT lau. 5/9 kl. 23.30 örfá sæti laus fim. 10/9 kl. 20 örfá sæti laus „orandta^0 Tónleikar og danssýning fös. 28/8 kl. 20.30 örfá sæti laus fös. 28/8 kl. 23.30 sun. 30/8 kl. 20.30 Forsala hafin fyrir september: Rommí, Þjónninn, Leikhússport Mitesata ogkl KL 12-18 Úsóttar pantanlr sekter itaglega Mðssölusntt S 30 30 30 MYNPBONP Fréttamatreiðsla Hver stjórnar? (Wag the Dog)_____________ Gamanmynd ★★★ Framleiðendur: Robert De Niro, Barry Levinson, Jane Rosenthal. Leikstjóri: Barry Levinson. Handrits- höfundar: Hilary Henkin og David Mamet. Kvikmyndataka: Robert Ric- hardson. Tónlist: Tom Bahler og Mark Knopfler. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Robert De Niro, Anne Heche, Denis Leary, Willie Nelson, Andrea Martin, Kirsten Dunst, Willi- am H. Macy. 110 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. BARRY Levinson og Dustin Hoffman unnu saman tvisvar á síð- asta ári, fyrsta ber að nefna hina innihaldslausu neðansjávargeimvís- indasápu „Sphere", og síðan er það hin stórskemmtilega háðsádeila Hver stjórnar? Myndin segir frá því að kynferðis- hneykslismál kemur upp í Hvíta húsinu fjórtán dögum fyrir kosning- ar. Til þess að bjarga málunum er hópiu- manna fenginn til þess að búa til frétt um að Bandaríkin séu komin í stríð við Albani, svo að athygli þjóðarinn- ar beinist frá kvennamálum forsetans. Það er ekki slæmur hópur leikara sem kemur fram í þessari mynd og eru þeir Hoffman og De Niro frábært tvíeyki. Hoffman, sem hefur verið í dálítilli lægð undanfar- ið, sýnir að hann hefur engu gleymt og De Niro er traustur sem klettur eins og alltaf. Aðrir leikarar standa sig með prýði og má nefna William H. Macy í hlutverki leyniþjónustu- manns sem De Niro vefur um fingur sér, Anne Heche sem er í hlutverki aðstoðarkonu De Niro, og Woody Harrelson sem er frábær sem geð- veikur hermaður sem er óvart gerð- ur að hetju í stríðinu við Albani. Myndin kemur manni til að hugsa um hvað það er sem maður eiginlega sér í fréttunum og hvort það í raur.- inni sé, eins og persóna De Niro segir, allt búið til í einu litlu mynd- veri. Þrátt fyrir marga góða kosti er myndin aðeins of langdregin og und- ir lokin er hún algerlega búin að blóðmjólka hina ágætu hugmynd, en engu að síður er þetta fínasta skemmtun og eindregið mælt með henni. Ottó Geir Borg FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ►13.10 Það eru þeir Ben Masters, Brooke Adams og Daniel Stem sem fara með aðalhlutverkin í Lyklaskipti (Key Exchange, ‘85), gamanmynd um par sem skiptist á lyklum að íbúðum sínum. Gaurinn slítur þó ekki sambandi við gamlar vinkonur. Ebert gefur 0 í Chicago Sun-Times, og segir að sér hafí ekki getað staðið meira á sama um afdrif persónanna í lokin Stöð 2 ►14.45 Ekki alls fyrir löngu var hér boðið uppá ágæta endurgerð Mels Brooks á gaman- myndinni Þinn ótrúr (Unfaithfully Yours, ‘48), nú fáum við frumútgáf- una sem er enn betri. Hér er það breski stórleikarinn Rex Harrison, sem leikur hljómsveitarstjórann sem er ekki mönnum sinnanndi útaf ímynduðu framhjáhaldi konu sinnar (Linda Darnell). Með Rudy Aallee, en leikstjóri er einn færasti hand- ritshöfundur og leikstjóri mynda sem þessarar, Preston Sturges. ★★★14 Svo gott sem sígild. Stöð 2 ►16.25 Kóngurinn og ég (The King and I, ‘56) er ein af fræg- ustu söngleikjamyndum Hollywood, byggð á Anna and the King of Si- am, einu besta verki snillinganna Richards Rogers og Oscars Hammerstein. Tónlistarstjórinn var enginn aukvisi heldur, Alfred Newman, sem í áratugi stjómaði öllum tónlistarmálum hjá 20th Century Fox með glæsilegum ár- angri. Deborah Kerr leikur ensku- kennara sem heldur til Síam til að kenna börnum konungs (Yul Brynner). Biynner og Newman fengu báðir Oskarsverðlauninn fyr- ir sinn snúð. Maltin: ★★★'/2 Sýn ► 21.00 Percy, (‘71) Grútlin, bresk gamanmynd um mann sem fer í getnaðarlimsskipti. Barn síns tíma, en Denholm Elliott stendur fyrir sínu í hlutverki læknisins. ★i/2 Stöð 2 ^21.05 Það er ekki hátt ris- ið á Elsku mömmu (Mommie De- arest, ‘81), sem byggð er á minning- um dóttur stórstjömunnar Joan Crawford. Faye Dunaway bætir ekki úr útreiðinni með ómarkvissum ofleik. Leikstjóri Frank Perry.* Sjónvarpið ► 22.35 Mannaveiðar (Streets of Laredo, 3. hluti.) Sjá umfjöllun 21.08. Sýn ► 23.25 Nautgripir hf. (The Culpepper Cattle Company, ‘72). Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►0.05 í gamanmyndinni Varðsveitin (D.R.O.P. Squad, ‘94) leikur Eric La Salle (E.R) vinnu- alka. Fjölskyldan setur hann í til- hlýðilega meðferð. Ebert gefur '/2. Kúasmali kynnist lífínu Sýn ► 23.25 Nautgripir hf. (The Culpepper Cattle Co.) Nú reka örugglega einhverjir upp stór augu, enda þekkja sárafáir til Jiessa gæðavestra, sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá kvikmyndahúsa- gestum á sínum tíma, en er í miklu uppáhaldi á þessum bæ. Ovenjulegur vestri með óvenjulegu nafni. Garry Grimes leikur óharðnaðan unglingspilt sem ræður sig í langan og strangan naut- griparekstur. Vinnufélagam- ir allir sjóaðir kúasmalar sem láta sér fátt fyrir bijósti brenna. Pilturinn harðnar við hveija raun í þessari átaka- sömu lífsreynslu í vestrinu, sem má líkja við verferðir ungra manna á sínum tíma hérlendis. Handritshöfundar og leikstjórinn, Dick Ric- hards (sem náði aðeins því marki að verða efnilegur), leggja allt uppúr sakleysi drengsins og reynsluleysi gagnvart groddalegum að- stæðum og harðri skel rekstr- armanna, sem vilja þó piltin- um vel. Kvikmyndatakan og tónlistin (Jerry Goldsmith) fanga vel einmannaleikann, - liðinn tíma og atvinnuhætti á sléttunum miklu. Leikhópur- inn er einstakur, vænlegir ný- liðar og kunnar kúreka- myndastjömur í bland við valinkunna aukaleikara í minni hlutverkum; Billy „Green“ Bush, Luke Askew, Bo Hopkins, Geofrrey Lewis, Royal Dano - andlit sem aliir vestraunnendur þekkja. Þeir mega ekki missa af henni, þessari. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson Söknuður ►AÐDÁENDUR hollensku drengjasveitarinn- ar „Caught in the Act“ sýndu hlýhug sinn þegar strákarair héldu sína síðustu tón- leika í Magdeburg í austurhluta Þýskalands fyrr í vikunni. Stúlkumar á myndinni vom glaðar að komast á tónleikana og vildu koma því á framfæri að þeirra yrði sárt saknað úr tónlistar- heiminum. aðdáenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.