Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 189. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundinn sekur eft- ir 30 ár Hattiesburg í Mississippi. Reuters. KU KLUX KLANleiðtogi sem uppnefndur var „mesta illmenn- ið í Mississippi" hefur verið fundinn sekur um að hafa fyrir 32 árum myrt kaupmann sem vildi leggja sitt af mörk- um svo svertingjar gætu tekið þátt í kosn- ingum. Kviðdóm- ur í Banda- ríkjunum, skipaður sex hvítum mönnum, fimm svörtum og ein- um af asískum uppruna, fann Sam Bowers, fyrrverandi höfð- ingja hinna Hvítu riddara Ku Klux Klan, sekan um morðið á Vemon Dahmer, héraðsstjóra Landssamtaka um réttindabar- áttu litaðra (NAACP), árið 1966. Það ár hafði Vemon kallað yf- ir sig reiði Klan-samtakanna, sem berjast fyrir yfirráðum hvítra, með því að leyfa svert- ingjum að greiða atkvæðisskatt, svonefndan, í verslun sinni. Skatturinn var settur á í Miss- issippi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að svertingjar gætu neytt atkvæðisréttar, en Hæsti- réttur Bandaríkjanna úrskurð- aði hann ólöglegan. Dahmer vai' myrtur eftir að Klansmenn hentu eldsprengju inn í hús hans, þar sem fjöl- skyldan var sofandi. Eftir að hafa hjálpað fjölskyldu sinni út úr húsinu skiptist Dahmer á skotum við Klan-mennina. Lífstíðarfangelsi Bowers er 73 ára kaupsýslu- maður og hefur áður verið dæmdur sekur í tengslum við morð á þrem mannréttindasinn- um 1964. Hann hafði fjórum sinnum áður verið dreginn fyrir dómstóla vegna ákæra um aðild að íkveikjunni í húsi Dahmers. í öll skiptin var kviðdómurinn að- eins skipaður hvítum mönnum og komst ekki að niðurstöðu. Samkvæmt lögum í Miss- issippi hlýtur Bowers sjálfkrafa lífstíðarfangelsisdóm. Verjandi hans sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað. Ekkja Dahmers, Ellie, grét þegar úrskurðurinn lá fyr- ir og sagði: „Þetta er gleðistund fyrir [fjölskyldunaj. Við höfum beðið hennar í 30 ár.“ Kosningaloforð sænsku flokkanna Reuters Auknar bæt- ur og skatta- lækkanir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ENDURFUNDIR við kunnugleg kosningamál blasa við Svíum nú þegar tveir stærstu flokkamir, Jafnaðarmannaflokkurinn og Hægriflokkurinn, hafa lagt fram stefnuskrár sínar fyrir kosningarn- ar 20. september nk. I heimi jafnaðarmanna er krepp- an gengin yfir og þvi hægt að út- deila bótum og upjpbótum á ný til útvalinna hópa. I heimi hægri- manna eiga lækkaðir skattar að koma öllum til góða og betri for- sendur fyrirtækja eiga að auka at- vinnu. Skoðanakannanir nýlega sýna mikla fylgisaukningu Vinstri- flokksins, sem neyðir jafnaðarmenn til að huga að því hvemig ná megi til þeirra kjósenda. Jafnaðarmenn ætla sér ekki að nota betri efnahagsstöðu til að lækka skatta heldur deila út til út- valinna hópa því sem handbært er. Þessir hópar era barnafjölskyldur og ellilífeyrisþegar. Þeim fyrr- nefndu er lofað hærri barnabótum og ódýrari bamagæslu, en þeim síð- amefndu hærri lífeyri og hærri húsaleigustyrk. Jafnframt er stefnt að því að greiða niður ríkisskuldirnar, sem nema 1.400 milljörðum sænskra króna, „yfirþyrmandi baggi á kom- andi kynslóðir, sem þær ættu ekki að þurfa að greiða fyrir okkur“, sagði Göran Persson, leiðtogi Jafn- aðai-mannaflokksins og forsætisráð- herra, er hann kynnti stefnuskrána. Meira fé verður einnig varið til skóla og menntunar og til náttúru- verndar. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokks- ins, lagði áherslu á að Svíar þyrftu að ná aftur fyrri stöðu sem leiðandi Evrópuríki, er hann kynnti stefnu- skrá síns flokks. Kveðja ætti bóta- veldi jafnaðarmanna og fara aðrar leiðir, lækka skatta og búa í haginn fyrir atvinnusköpun og ný fyrir- tæki. Markmiðið er 30% tekjuskattur, en 50% jaðarskattur. í stað aukinn- ar niðurgreiðslu á bamagæslu kjósa hægrimenn skattafrádrátt til bai-na- fjölskyldna, sem nýtist þá öllum barnafjölskyldum, ekki aðeins þeim sem hafi böm á barnaheimilum. Stefnt er að því að skuldir ríkis- ins verði komnar niður í 60% þjóð- arframleiðslu eftir fjögur ár, sem er ein af forsendum Evrópska mynt- bandalagsins, EMU, en takmarkið er 50%. Aukin Evrópuumsvif eru hjartans mál hægrimanna, en í stefnuskrá jafnaðarmanna fer lítið fyrir Evrópumálum. Nýlegar skoðanakannanir benda til að fylgi jafnaðarmanna sé um 37%, hægrimanna um 26% og Vinstriflokksins ellefu prósent. Minningarat- höfn í Omagh YFIR 40 þúsund manns komu sam- an í miðbæ Omagh á Norður-ír- landi í gær þar sem þess var minnst að vika var liðin síðan sprengja varð 28 manns að bana og slasaði rúmlega tvö hundruð í bænum. Hinn sanni írski lýðveldis- her, klofningshópur úr Irska lýð- veldishernum, IRA, hefur lýst til- ræðinu á hendur sér. Það er hið mannskæðasta í sögu átakanna á Norður-Irlandi. Annar klofningshópur úr IRA, írski þjóðfrelsisherinn, lýsti yfir vopnahléi frá og með hádegi í gær, en líkt og IRA berst þjóðfrelsisher- inn fyrir endalokum breskra yfir- ráða á N-Irlandi. Segja tvær þotur skotnar niður Goma í Kongó. Reuters. UPPREISNARMENN er berjast gegn forráðum Laurents Kabilas, forseta Lýðveldisins Kongós, kváð- ust í gær hafa skotið niður tvær zimbabvískar orrustuþotur „á vest- urvígstöðvunum", að því er einn leiðtoga uppreisnarmannanna sagði á fréttamannafundi í Goma, skammt frá landamærunum að Rú- anda. „Þetta er bara viðvörun," sagði leiðtoginn, Bizima Karaha, fyrr- verandi utanríkisráðherra í stjórn Kabilas. „Þeir verða að skilja að fólk í Kongó lætur ekki bjóða sér erlenda árás. Málgagn stjórn- valda í Zimbabve greindi frá því í gær að sendur hefði verið her til Kinshasha, höfuðborgar Lýðveld- isins Kongós, til að aðstoða her- sveitir Kabilas. Haft var eftir stjórnarerindrekum að um 600 hermenn og fjórar orrustuþotur kunni að hafa verið fluttar til Kinshasha. Uppreisnarmenn sögðu enn- fremur í gær að sókn þeirra til höfuðborgarinnar héldi áfram og að þeir vspru nú komnir í útjaðar hennar. Þeir ættu aðeins um 30 kílómetra ófarna. Á föstudag kváðust þeir vera í 100 km fjar- lægð. 10 Öll spjót standa á ríkisstjórninni FJÁRHIRÐAR FRAMTÍÐAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.