Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNB L AÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR VÍ HEFUR stundum verið spáð að alþjóðleg hryðjuverkasamtök verði helsti ógnvaldur vestrænna ríkja á næstu öld. A sama tíma og dregið hefur úr hættunni á stríðsátökum einstakra ríkja hefur hætt- an á mannskæðum hryðju- verkum aukist að sama skapi. Ekki síst hafa menn áhyggjur af því að á næstu árum kunni hryðjuverka- samtök að beita gjöreyðing- arvopnum í smækkaðri mynd, eiturefnavopnum eða sýklavopnum. Hafi hryðju- verkamenn aðgang að slík- um vopnabúnaði og beiti honum t.d. í stórborgum þarf ekki fjölmennan her eða flókið skipulag til að valda gífurlegum usla. Og jafnvel þótt hefð- bundnari vopnum sé beitt getur tjón og mannfall orðið verulegt. A síðustu vikum höfum við orðið vitni að hrikalegum hermdarverk- um annars vegar í Omagh á Norður-írlandi og hins veg- ar í höfuðborgum Tansaníu og Kenýa, þar sem sprengj- ur sprungu við sendiráð Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessum árásum hafa verið hörð. Ríkisstjórnir Bretlands og Norður-ír- lands hafa ákveðið að herða til muna lög og efla vopn lögreglunnar í baráttunni við hryðjuverkahópa. Bandaríkin hafa beitt her- mætti sínum. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Á Norður-írlandi standa stjórnvöld frammi fyrir óvini úr röðum eigin þjóðar, hópum er vilja koma í veg fyrir að friðsamleg lausn finnist á deilu kaþólikka og mótmælenda. Tilræðin í Austur-Afríku má híns veg- ar rekja til afla er ekki virða nein landamæri og telja sig standa í heilagri baráttu gegn Vesturlöndum og þá Bandaríkjunum fyrst og fremst. Oft hefur reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að sækja þá er bera ábyrgð á hryðju- verkum til saka ekki síst vegna þess að einstök ríki hafa skotið skjólshúsi yfir slíka einstaklinga og hópa og jafnvel tekið þátt í fjármögnun og skipulagn- ingu hryðjuverkastarfsemi. Bandarísk yfirvöld gerðu á fimmtudag árásir með stýriflaugum á skotmörk í Afganistan og Súdan, sem þau segja tengjast hryðju- verkasamtökum undir for- ystu Sádi-Arabans Osamá Bin Laden. Séu þær upplýsingar réttar að verksmiðjan í Súdan hafi verið miðstöð efnavopnaframleiðslu og skotmörkin í Afganistan einhverjar umfangsmestu þjálfunarbúðir hryðju- verkamanna sem um getur má færa sterk rök fyrir því að Bandaríkjastjórn hafi verið í fullum rétti til að beita hermætti sínum með þessum hætti. Slái ríki skjaldborg um hópa er með fólskulegum hætti myrða saklausa borgara hljóta þau að bera fulla ábyrgð á glæpnum. Þessar árásir marka ákveðin kaflaskil. Olíkt til dæmis sprengjuárásinni á Trípólí í Líbýu árið 1986 beindist árásin nú ekki gegn tilteknu ríki heldur hryðjuverkasamtökum og að vissu leyti ákveðnum ein- staklingi. Bandarískir ráða- menn hafa lýst því yfir að í framtíðinni verði aðferðum sem þessum beitt í auknum mæli í baráttunni gegn hryðjuverkum. Vissulega býður þetta heim hættunni á hefndaraðgerðum. Hins vegar hefur nú jafnframt verið sýnt fram á að hægt sé að koma höggi á samtök á borð við þau sem Bin La- den veitir forstöðu hvar sem er í heiminum. MENNINGAR- NÓTT MENNINGARNÓTT í Reykjavík var haldin hátíðleg í þriðja skipti í gær. Um þennan menning- arviðburð hefur þegar skapast ákveðin hefð enda hefur tekist vel til með skipulagningu hennar og framkvæmd. Boðið hefur verið upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem söfn, gall- erí, kirkjur, kaffihús, veit- ingastaðir, verslanir og fleiri þjónustuaðilar í mið- borg Reykjavíkur hafa staðið fyrir fjölbreyttum uppákomum. Gildi Menn- ingarnætur felst hins vegar ekki síst í því að hún hefur um leið höfðað til allrar fjöl- skyldunnar. Einkar ánægjulegt er að Menning- arnótt hefur náð vel til ungs fólks en að þessu sinni var þátttaka þess einmitt mikil. Menningarnótt í Reykja- vík er góð viðbót við líflegt menningarlíf í höfuðborg- inni og er það fagnaðarefni að hún hafi unnið sér þar fastan sess. ÁRÁSÁ ÓGNVALD JÓNAS SEGIR í eftirmælum sínum um Guðrúnu Steph- ensen að „frelstar sálir“ fari frá heimi til himinsala. Og báð- ir tala þeir Bjami Thorarensen um lík hinnar fram- liðnu svo einkennilegt sem það er, en Bjami beinir í lokin sjónum að miðþyngdarstað í trúarsannfær- ingu þeirra beggja og segir, og hvarmastjömum helgri lyst horfir tindrandi upp á Krist. Jónas dvelur aftur á móti meir við sorgir Magnúsar Stephensens .sem horfir á eftir elskaðri eigin- konu sinni og leggur honum þau orð í munn að guð hafi lagt á hann þennan sára söknuð og því sætti hann sig við þennan vísdóms vilja sem nú bitnar á honum, en ljósið á himnum er lifandi von þess. Þetta er ljós af stjörnusólum almættis- ins sem býr yfír guðdómlegum vilja. Áformin eru ofar skilningi okkar og því einungis eru þau ásættanleg með einhverjum hætti, þótt stundarsorti jarðneskrar óbil- girni dynji á okkur eins og hagl á hörðum degi. Þessi persónulegi guð leiðir hugann langt frá algyðistrú og að þeim hug- myndum sem voru allsráðandi í skáld- skap Jónasar Hall- grímssonar og trúartilfinningu. Þeim svipar mjög til þeirrar heimsmyndar sem Kristján Karlsson lýsir svo ágætlega þegar hann leiðir rök að áhrifum Björns Gunnlaugssonar á skáldskap og hugmyndaheim Einars Bene- diktssonar. Hann tók sér fyrir hendur í Njólu, segir Kristján í ritgerð sinni, að samræma guðs- trú og vísindi í heimsmynd sem fullnægði hvorutveggja. Guð er hugsaður sem sjálfstæð vera eða sjálfstæð hugmynd „og þar með er algyðistrú úr sögunni", segir Kristján. Og af þeim orðum hans, að trú Björns á guð og vilja hans í efninu sé bókstafleg, má sjá glögg merki um heimsmyndarleg tengsl hans við trúarlega vísindahyggju Jónasar sem var nemandi hans og lærisveinn, en af tileinkun Jónas- ar framanvið Stjörnufræði Úrsins má draga þá ályktun að Björn hafi verið fyrirmynd hans og eins- konar andlegur leiðtogi í stjörnu- fræði og eðlisvísindum. Höfundur Njólu, sem einnig talar um mót- stöðu efnisins í skýringum við skáldskap sinn, á andlegan sam- fylgdarmann í Jónasi. Og þótt ekki séu augljós merkjanleg áhrif Jónasar á skáldskap Einars Bene- diktssonar má finna erindi í ljóð- um hans sem minna á heims- myndatök Einars, Stíga þá stjörnur, stórmargur her, alskærar upp af austurstraumum, blysum blikandi um boga heiðan salar sólheima ' á svalri nóttu, eins og segir í minningarljóðinu um Jón Sighvatsson. Þannig horfði Jónas uppúr stundarheimi sínum eins og hann kveður sjálfur að orði. Sælust dagstjarna sofnar ekki en sést enn að morgni; þannig sefur sálin ekki heldur í grafarsortanum, heldur sést hún enn að morgni, og þá með sama hætti. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 22. ágúst Ríkisstjórnin, þing-flokkar stjómar- liðsins og fjárlaga- nefnd Alþingis vinna nú að gerð fjárlaga- frumvarpsins fyrir næsta ár. Stefna stjórnarflokkanna er enn sem fyrr að afgreiða fjárlögin með tekjuafgangi. Ráðherrar og ráðuneyti hafa lagt fram hugmyndir sínar um útgjöld á næsta áiú. Til viðbótar munu svo koma hugmyndir einstakra þingmanna um út- gjöld. Þegar er búið að vísa á bug og skera niður í fjárlagavinnunni hluta tillagnanna og fjárlagagerðin er að komast á raunhæft stig. Þrátt fyrir það bendir allt til þess, að verulegur halli verði á ríkissjóði á næsta ári. Margt hefur breytzt frá því unnið var að fjárlagagerðinni sumarið og haustið 1997 sem mun hafa áhrif á niðurstöðuna í fjár- lagavinnunni. Fyrst er að nefna, að góðær- ið hefur haldið innreið sína af fullum krafti og það hefur víðtæk áhrif á fjárhag ríkisins og efnahagsumhverfið, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Þá hafa orðið skipti á fjár- málaráðherrum í ríkisstjórninni. Friðrik Sophusson hefur látið af störfum og Geir H. Haarde tekið við. Að sjálfsögðu hafa ráðherraskiptin sín áhrif, hagfræðingur hefur tekið við af lögfræðingi, og nýi fjár- málaráðherrann er af nýrri kynslóð stjórn- málamanna, sem hafa aðra reynslu en þeir eldri og aðrar hugmyndir um þróun þjóðfé- lagsins. Loks má nefna, að um síðustu ára- mót varð grundvallarbreyting á framsetn- ingu fjárlaga og ríkisreiknings. Þá tóku gildi nýjar reglur um reikningsskil ríkis- sjóðs, svonefndur rekstrargrunnur í stað greiðslugrunns. Þessi breyting hefur víð- tæk áhrif á fjárlagagerðina. loks er FíárlÖg- Off ástæða til að staldra kosnine-ar viö eitt atriði ti] við' KObllUlgdl bótar. Kosningar fara fram á næsta ári. Sú staðreynd mun hafa áhrif á fjár- lagavinnuna, ekki aðeins hjá stjórnarþing- mönnum heldur engu síður hjá þingmönn- um stjórnarandstöðunnar. Þegar að kosn- ingum kemur eru það fyrst og fremst kjör- dæmahagsmunir og óskir væntanlegra kjósenda, sem frambjóðendur þurfa að taka tillit til, að ekki sé nú talað um ef þeir þurfa fyrst að ganga í gegnum hreinsunar- eld prófkjörs. Þessi staða er þingmönnum sameiginleg og þeir hafa sömu hagsmuna að gæta. Gífurleg umskipti hafa orðið í stöðu rík- isfjármála síðustu misserin. Á síðasta ári varð tekjuafgangur af ríkissjóði í iyrsta sinn í þrettán ár. Það gerðist síðast í fjár- málaráðherratíð Alberts Guðmundssonar árið 1984. Tekjuafgangurinn nú varð lítill, aðeins 700 milljónir króna af 135 milljarða tekjum, en bezt sést hve þetta er mikils- verður áfangi, að árið áður, 1996, nam hall- inn á ríkissjóði 8,7 milljörðum króna En mjór er mikils vísir. Þótt tekjuafgangurinn hafi verið lítill 1997 urðu önnur mikil og jákvæð tíðindi í ríkisfjármálum það ár. Þá lækkaði hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs um 14,8 milljarða frá árinu áður og hægt var að greiða niður skuldir. ■■■■■■■■■■ HVERSU MIKIL- Skuldasúpan væS breyting þetta er má ráða af því, að heildarskuldir ríkis- sjóðs í árslok 1997 námu 241,6 milljörðum króna. Erlendar skuldir námu 126,6 milljörðum, en innlend- ar skuldh’ 115 milljörðum. Verulegur hluti þessarar skuldasöfnunar stafar af gífurleg- um halla ríkissjóðs um langt árabil. Vaxta- byrði af skuldunum nam tæpum 16 millj- örðum ki’óna á síðasta ári. Vaxtakostnað- urinn var nálægt því að vera eins mikill og nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti og sér- stökum tekjuskatti einstaklinga (að bótum frádregnum). Munurinn var aðeins u.þ.b. einn milljarður króna. Þetta eru óhugnan- legar tölur sem sýna, að skattgreiðendur eru í raun bundnir á skuldaklafa. Það eru því gleðitíðindi, að niðurgreiðsla skulda hófst á síðasta ári, sérstaklega á erlendum skuldum, sem voru greiddar niður um 6,5 milljarða króna. Geir Haarde, fjármálaráðherra, skýi’ði frá því 13. ágúst sl., að ríkissjóður hefði haldið áfram á þeirri braut nú í ár að greiða niður erlendai’ ríkisskuldir. Á fyrri helmingi þessa árs hefur greiðsluafgangur ríkissjóðs verið notaður til að greiða niður erlendar skuldir um sex milljarða og i júlí- byrjun var erlent langtímalán greitt niður um 9,5 milljarða, eða alls um 15,5 milljarða það sem af er árinu. Ráðherrann vonast til, að niðurgi’eiðsla erlendra lána geti numið allt að 20 milljörðum fyrir árslok. Þess ber þó að geta, að heildamiðurgreiðsla ríkis- skulda verður lægri, eða ca. 11,5 milljarð- ar, vegna lánabreytinga innanlands. Þessi umskipti eru vissulega fagnaðarefni og óhætt er að taka undir orð fjármálaráð- herra er hann sagði um greiðslu ríkisskuld- anna: „Með því erum við auðvitað að búa í hag- inn fyrir framtíðina, því þar með lækka þær vaxtagreiðslur sem falla til er fram líða stundir. Þetta er stóra málið að mínu mati, því í stað þess að taka lán í stórum stíl erum við að greiða niður lán í stórum stíl.“ ma^^mmmm MÖRGUM HEFUR Halli í ár vafalaust brugðið illa í brún, þegar fjármálaráðhemann skýrði frá því á blaðamannafundi um afkomu ríkissjóðs fyi’stu sex mánuði þessa árs, að horfur væru á 7,5 milljarða halla á ríkissjóði á ár- inu. Vafalaust hafa flestir búizt við því í góðærinu, að hallarekstri ríkissjóðs væri lokið, a.m.k. næstu árin, enda gera fjárlög- in fyrir 1998 ráð fyrir tekjuafgangi, að vísu aðeins 100 milljónum króna, en afgangi samt. (Þess ber þó að geta, að áætlað er, að tekjuafgangur á ríkissjóði í ár á greiðslu- grunni verði 5-6 milljarðar.) Öllum, sem koma nálægt efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur borið saman um nauðsyn verulegs tekjuafgangs ríkissjóðs, þ.m.t. ráðherrum, þingmönnum og forustumönnum í fjár- málalífi og atvinnulífi. Ástæðan er fyrst og fremst þau áhrif sem það hefur á vexti, þegar ríkissjóður þarf ekki lengur að sækja fé á lánamarkað innanlands. Veru- legur tekjuafgangur vinnur líka gegn of- þenslu í efnahagskerfinu. Á þessum óvæntu tíðindum um halla- reksturinn eru tvær meginskýringar sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðheiTa. Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um fjárreiður ríkisins og samkvæmt þeim verða reikningsskil ríkissjóðs færð á svo- nefndum rekstrargrunni, sem er svipað fyrirkomulag og viðhaft er hjá atvinnufyr- irtækjum. Um langt árabil hafa reiknings- skilin verið á svonefndum greiðslugrunni, en þá eru aðeins færðar tekjur og gjöld inn og út úr ríkissjóði. Á rekstrargrunni eru allar skuldbindingar, sem falla á ríkissjóð á árinu, færðar sem útgjöld þótt þær komi ekki til útborgunar íýrr en síðar eins og t.d. lífeyrissjóðsskuldbindingar. Og þar með er komin hin meginskýringin á halla- rekstrinum í ár, því lífeyrissjóðsskuldbind- ingar vegna breytinga á launakerfi ríkis- starfsmanna á þessu ári eru færðar sem útgjöld. Þau eru talin nema 13-14 milljörð- um króna á árinu eða 9-10 milljörðum um- fram forsendur fjárlaga. Uppstokkun á launakerfinu stendur enn yfir og því er bú- izt við, að enn verði að gjaldfæra allt að einum tug milljarða á fjárlögum næsta árs vegna lífeyrisskuldbindinga. I opna skjöldu ■■ ÞAÐ VERÐUR AÐ segjast eins og er, að það kemur áreið- anlega flestum skattgreiðendum í opna skjöldu, hversu miklar þessar greiðsl- ur eru vegna nýs lífeyrissjóðskerfis og launakerfis ríkisstarfsmanna. Þær hafa VIÐ ARNARSTAPA á SNÆFELLSNESI Morgunblaðið/Golli áreiðanlega ekki komið fram fyrr með skýrum og skiljanlegum hætti. Að sjálf- sögðu var vitað, að ríkið samdi um nýtt og dýrt lífeyrissjóðskerfi fyrir ríkisstarfs- menn, sem fól í sér verulegar hækkanir á lífeyrisgreiðslum, langt umfram það sem tíðkast á almennum vinnumarkaði. Einnig var vitað, að ríkið samdi um hærri kjara- bætur til sumra starfsmanna sinna en launþegar fengu á almennum vinnumark- aði, sem var óhjákvæmilegt t.d. í sambandi við starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þá hef- ur launakerfi ríkisstarfsmanna verið end- urskoðað og er reyndar enn í endurskoðun hjá ýmsum hópum. Fæstum hafa þó komið til hugar þær óhemju upphæðir, sem ríkis- sjóður verður að gjaldfæra í ár og næsta ár vegna lífeyrisskuldbindinga. Enn er ekki vitað, hver endanleg upphæð verður og þvi skýtur þeirri hugsun upp, hvort ríkis- stjórnin og fjármálaráðuneytið hafi gert. sér grein fyrir afleiðingum þessara samn- inga fyrir ríkissjóð, þ.e. skattgreiðendur. Allavega var reiknað með tekjuafgangi af ríkissjóði í ár, þótt lífeyrissamkomulagið og flestir kjarasamningar hafí verið gerðir á síðasta ári. Skatta- lækkun UM NÆSTU ARA- mót lækkar tekju- skatturinn um eitt prósentustig í sam- ræmi við ákvörðun ríkisstjómarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna á almennum vinnu- markaði vorið 1997. Það eykur að sjálf- sögðu enn á erfiðleika ríkisstjórnar og nýja fjármálaráðherrans við að skila hallalaus- um fjárlögum 1999, hvað þá verulegum tekjuafgangi, sem stefnt hefur verið að og háværar kröfur hafa verið um vegna ótta við ofþenslu í efnahagskerfinu. Verðbólga hefur þó ekki gert vart við sig á þessu ári og hún hefur aðeins verið 0,2% frá áramótum. Þessa góðu útkomu má fyrst og fremst rekja til hækkunar á gengi krónunnar og mikillar samkeppni, einkum á matvörumarkaði. Viðskiptahalli hefur hins vegar verið gífurlegur og er jafnvel spáð að hann verði allt að 20 milljarðar á árinu öllu. Það er merki um ofhitnun í efna- hagskerfinu, sem mun hugsanlega valda óskunda á næsta ári. Bent hefur verið á ýmsar leiðir til að draga úr þenslu í efnahagskerfinu, m.a. af VSI, sem lagt hefur til, að ríkissjóður verði rekinn með 10 milljarða króna tekjuaf- gangi á næsta ári. Þá vill VSÍ að umfang opinbers reksturs verði ekki aukið, svo og að sparnaður almennings verði örvaður, þ.e. að dregið verði úr peningum í umferð, sem annars væru notaðir í neyzlu. Lagt hefur verið til í þessu skyni, að almenningi verði gefinn kostur á hlutafjárkaupum í ríkisfyrirtækjum, beitt verði skattalegum hvata til hlutafjárkaupa almennings m.a. með þeim hætti að unnt verði að leggja fé á sparnaðarreikninga í því skyni, svo og end- urvekja lögin um húsnæðisspamaðarreikn- inga og loks að heimila skattafrádrátt á viðbótarlífeyrissparnaði. Sala ríkis- fyrirtækja ALLAR ERU þessar hugmyndir athyglisverðar, en vandamálið er það, að þær kosta ríkis- sjóð fjármuni, einmitt þegar horfur eru á halla á ríkisrekstrinum. Gegn þenslu í efnahagslífnu er hin hefðbundna leið að auka skattheimtu. Slíkt er ekki hægt nú, því boðuð skattalækkun er hluti af sátta- gjörð á vinnumarkaði. Auk þess eru full rök fyrir því, að heildarskattheimta sé þeg- ar í hámarki í landinu og stefna ber að því að létta hana í náinni framtíð. Vandinn er því mikill, sem við blasir í ríkisfjármálum nú. Það er ástæðan fyrir því, að sjónir manna hafa beinzt sérstak- lega að verulegri sölu ríkisfyrirtækja á næsta ári, m.a. ríkisbanka, auk frestunar framkvæmda, aðhalds og niðurskurðar í ríkisrekstrinum. Því hefur verið slegið fram, að sala ríkisfyrirtækja þurfi að skila a.m.k. tíu milljörðum króna í ríkissjóð, þ.e. svipaðri upphæð og gjaldfæra þarf vegna lífeyrisskuldbindinga. Það er líklegast bezta leiðin til að koma í veg fyrir rekstrar- halla ríkissjóðs. Mörgum hefur vafalaust brugðið illa í brún, þegar fj ármálaráðherr- ann skýrði frá því á blaðamanna- fundi um afkomu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs, að horfur séu á 7,5 milljarða halla á ríkissjóði á árinu. Vafalaust hafa flestir báizt við því í góðær- inu, að halla- rekstri ríkissjóðs væri lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.