Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 61

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 61 Ahafnar Pourquoi pas? minnst B JÖRN Bjamason, menntamála- ráðherra og Rut Ingólfsdóttir kona hans verða í borginni Saint- Malo í Frakklandi laugardaginn 3. október þar sem fram fer at- höfn til minningar um dr. Jean Baptiste Charcot og áhöfn hans sem fórst í ofviðri með franska rannsóknarskipinu Pourquoi pas? 16. september 1936, skömmu eftir að skipið hafði haldið út á Faxa- flóa frá Reykjavík. Ríkisstjórn Islands ákvað að tillögu menntamálaráðherra að afsteypa af styttu sem Einar Jónsson myndhöggvari gerði haustið 1936 í minningu skip- stapans skyldi gefín til Frakk- lands. Eftir samráð við afkom- endur dr. Charcot, sem var mik- ilsmetinn vísindamaður og sæ- fari á sinni tíð, var ákveðið að styttan yrði í borginni Saint-Ma- lo þar sem Pourquoi pas? átti heimahöfn og dr. Charcot dvaldi á sumrin. Lík þeirra sem fórust voru flutt héðan til Saint-Malo í byrjun október 1936. Laugardaginn 3. október verður minningarathöfn í kirkj- unni Eglise de Sainte Croix í Sa- int Servan. Síðan verður styttan afhjúpuð og þar mun René Cou- anou, þingmaður og borgarstjóri Saint-Malo, flytja ávarp ásamt menntamálaráðherra. Þá verður opnuð minningarsýning um dr. Charcot og deginum lýkur með því að kvikmynd Kristínar Jó- hannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, sem byggð er á örlögum dr. Charcot, verður sýnd. I byrjun næstu viku flytur menntamálaráðherra ræðu í París á þingi UNESCO um æðri menntun. FRÁ Tilraunastöðinni að Keldum. Tilraunastöð HÍ að Keldum Opið hús á sunnudag í TILEFNI af 50 ára afmæli Til- raunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum á þessu hausti verður opið hús sunnudaginn 4. október kl. 13-17 þar sem hin fjölþætta starfsemi Tilraunastöðv- arinnar verður kynnt á margvísleg- an hátt þ.e. með veggspjöldum, myndböndum og fyrirlestrum. Einnig var afmælisins minnst með alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem haklin var í ágústlok. A opna húsinu verða starfsmenn hinna ýmsu sviða Tilraunastöðvar- innar á staðnum og leiðbeina fólki, skýra frá viðfangsefnum sínum og sýna hin margvíslegustu tól og tæki. Þessi kynning er ekki hvað síst ætluð almenningi og skólafólki. Það verður heitt á könnunni og er því beint til fyrri starfsmanna og annarra velunnara Tilraunastöðvar- innar að koma og rifja upp gömul kynni og skoða hvað verið er að bjástra við nú um stundir, segir í fréttatilkynningu. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið HvaifáHmkentrÍ! # úr slíkum namskeáum. ^Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. ^Læ ra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. ra að hjálpa öðrum til þess sama. Nátnskeið í Reykjavík 10.-11. okt. 1. stig helgamámskeið. 12.-14. okt. 2. stig kvöldnámskeið 20.-22. okt. 1. stig kvöldnámskeið Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf Kem át á land ef óskað er Upplýsingar og skráning i síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. FRÉTTIR Rit um íþróttir fatlaðra afhent forsetanum Framhalds- skólar þinga FÉLAG framhaldsskólanema heldur landsþing félagsins helgina 2.-A. október. Félag framhalds- skólanema var stofnað árið 1987 og í dag eru 27 skólar aðilar að félag- inu víðs vegar af landinu. Tilgang- ur félagsins er að standa vörð um hagsmuni framhaidsskólanema og að efla og bæta tengsl nemendafé- iaganna. Á þinginu verða málefni líðandi stundar rædd, ýmsar málefna- nefndir verða starfandi auk venju- legra aðalfundarstarfa. T.d. verður stefna félagsins í ýmsum hags- munamálum framhaldsskólanema rædd, s.s. trúnaður milli skóla og nemenda, mætingakerfl, aðstoð við lesblinda, Lánasjóð íslenskra námsmanna, aðstaða í skólum, ráðning skólameistara og fleira. Á þinginu sitja fulltrúar flest alfra framhaldsskóla á landinu. Landsþingið er á Ægisgötu 7 í Reykjavík. --------------- Aðalfundur Taflensk-ís- lenska fé- lagsins AÐALFUNDUR Taflensk-íslenska félagsins verður haldinn sunnudag- inn 4. október nk. í Félagsmiðstöð nýbúa við Skeljanes, 101 Reykjavík, kl. 14. Fundurinn opinn öllum Taílend- ingum og þeim sem hafa áhuga á menningartenslum Taílands og Is- lands, segir í fréttatilkynningu. EINTAK af ritinu „Stærsti sigur- inn“ sem út kom í sumar var af- hent forseta Islands á Bessastöð- um nýverið. í bókinni er fjailað um íþróttir fatlaðra á íslandi í aldarfjórðung. Á myndinni eru BORGARAFUNDUR um jöfnun at- kvæðaréttar verðm- haldinn í Ráð- húsinu í Reykjavík sunnudaginn 4. október. Er hann á vegum áhuga- hóps um málið sem Halldór Halldórs- son útvegsfræðingur er talsmaður fyrir. Á fúndinum verða tekin fyrir nokk- ur dæmi sem hópurinn telur að sé af- leiðing misréttisins eins og úr land- FERMING verður sunnudaginn 4.október kl. 14 í Fella- og Hóla- kirkju.. Sigurður Á. Friðþjófsson, höf- undur texta, Sigurður Magnús- son ritstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður fþróttasambands fatlaðra. búnaðarmálum, samgöngumálum og það nýjasta er flutningur á rflásstofn- unum út á land, segir í fréttatilkynn- ingu. Þá verða hin flóknu kosningalög útskýrð á myndrænan hátt og bent á leiðir sem raska t.d. núverandi kjör- dæmaskipan sem minnst. Að lokum verða almennar umræður. Fundurinn hefst kl. 14 í Ráðhúsinu og er öllum opinn. Fermdir verða: Halldór Andri Runólfsson og Sigtryggur Runólfs- son, Jórufelli 2. Borgarafundur um jöfnun atkvæðaréttar Ferming í Fella- og Hólakirkju Allt veriur miklu auSveldara! HVfiÐ VILTU VITfi UH MYNDSKANNA „ OG PRENTRRfl? EPSON MICROT6K y-; aaý. : w I 1 - ' 1 ' •• Einn laugardag í hverjum mánuði í vetur býður Tæknival, Skeifunni, fólki i öllum aldurshópum til skemmtilegrar og fróðlegrar sýnikennslu á hvers kyns hugbúnaði og öðru tölvutengdu efni. Hver laugardagur hefur ákveðið viðfangs- efni og sérfræðingar á hverju sviði koma í heimsókn. Við eigum von á mörgum fróðlegum kynn- ingum. Sú fyrsta, sem verður í dag, fjallar um myndskanna og prentara. DflGSKRfllN I DflG Tæknival Skeifunni kl. 11:00- 12:00 Myndskannar og prentarar Dagskrá hvers laugardags i vetur verður auglýst sérstaklega. Tæknival www.taeknival.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.