Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Reuters WILLIAM Hague. leiðtogi breskra íhaldsmanna, á flokksþinginu sem fram fór í liðinni viku í Bournemouth. Upplausn rikir innan flokksins og dagblaðið Sun, sem forðum studdi flokkinn lfkir leiðtoganum við dauðan páfagauk. UFFE Ellemann-Jensen, leiðtogi Venstre, var svo viss um sigur í síð- ustu kosningum að hann lét taka af sér mynd í stellingum landsfóður- ins. Fylgisaukningin dugði ekki til að tryggja honum forsætisráð- herrastólinn. SVO sigurviss var Uffe Ellemann-Jensen formaður hins frjálslynda Venstre í Danmörku fyrir kosning- amar í vor að hann lét taka af sér forsíðumynd í stellingum forsætis- ráðherra. í upptaktinum að sænsku kosningunum virtist bjartsýni hægrivængsins um að leysa jafnað- armenn af hólmi raunsæ. En allt kom fyrir ekki. I báðum löndum efldist hægrivængurinn, en eflingin kom ekki stóru flokkunum, Venstre og Hægriflokknum sænska, til góða. í Bretlandi er upplausn í íhalds- flokknum og í tilefni af flokksþingi hans í vikunni birti breska blaðið „The Sun“ mynd af uppstoppuðum páfagauk negldum á prik og með andlit formannsins William Hague. Flokkurinn væri „dauður og gi'aí'- inn“, en nánustu ættingjar væru þrír stjúpsynir flokksins, Verka- mannaflokksforkólfamir Tony Blair, Gordon Brown og Peter Mandelson. í Frakklandi er hægrivængurinn í upplausn. Sama er á Italíu þar sem fjölmiðlakóngurinn Silvio Berlusconi berst jafnt fyrir pólitísku lífi sínu og fjölmiðlaveldi sínu. Meginlínumar eru þessar þó aðstæður í hverju landi séu ögn sértækar. Horfín er hugmyndafræði kalda stríðsins og þar með drjúgur hluti hægrivitundarinnar. Vinstrivæng- urinn hefur rænt frjálshyggjunni, endumýjunarafli hægrivængsins frá síðasta áratug og gert úr henni sína útgáfu markaðshyggjunnar. í Danmörku og á Ítalíu hafa jafnaðar- menn fengið miðjuflokkana til sam- starfs. I Frakklandi, Pýskalandi og Svíþjóð vinna jafnaðarmenn með vinstriflokkum án þess að það svipti þá trausti hins nýja alheimsdómara, markaðarins. Verkamannaflokkur- inn breski ríkir allt um kring og með uppgangi hans og jafnaðar- flokka almennt virðist ekkert í aug- sýn nema hugmyndafræði jafnaðar- mennskunnar. Öllum evrópska hægrivængnum er sameiginlegt að þar hefur engin hugmyndfræðileg endumýjun átt sér stað undanfar- inn áratug. Vængurinn sem áleit sig hafa unnið kalda stríðið hefur ekki hreppt sigurhnossið eftir lok þess. Kjósendur hafa vísað honum út í kuldann. Hægri vængurinn vann og tapaði kalda stríðinu Ef kjósendur í Danmörku og Sví- þjóð em spurðir hvað Venstre ann- ars vegar og Hægriflokkurinn sænski hins vegar hafí að aðal- inntaki er svarið vísast: Skatta- lækkun. Þetta var helsta kosninga- mál þeirra, en báðir fengu rækilega sönnun þess að það er engin skattaurgur í kjósendum, þó það sé almenn skoðun í báðum löndum að löndin verði að lækka skattana smátt og smátt til að vera sam- keppnisfær. Undir það taka jafnvel jafnaðarmenn, þó þeir spymi ögn í hælana. I báðum löndum áttu leið- togar þessar flokka, hinn danski Ellemann-Jensen og hinn sænski Carl Bildt vinsældum og virðingu Uppdráttarsýki á hægri vængnum Fyrir kosningar í Danmörku og Sví- þjóð á þessu ári virtist stefna í hægri- stjórn, sem þó varð ekki. Af hverju stafar uppdráttarsýkin á hægri vængnum? spyr Sigrún Davíðsdóttir. Stærstur hluti Evrópu er undir stjórn jafnaðarmanna. CARL Bildt á vinsældum að fagna langt út fyrir raðir flokks- manna-en tapaði samt. að fagna langt út fyrir raðir flokksmanna, en sama samt. Skatta- lækkun og tæknilegar lausnir hagvandans er ekki nóg til sannfæra kjósendur. Gallinn er að það er engin klár hægrihugmyndafræði til lengur, aðeins sniðugar lausnir ein- stakra mála. Hægrivængurinn gat hrósað sigri í kringum fall múrsins og hrun Sovétríkjanna en sigurvíman var skammæ. Það var ekki framtíðamesti að hafa haft rétt fyrir sér um galla kommúnista- kerfísins. Eftir því sem frá leið hefur komið æ skýrar í ijós að hægrivængurinn bæði vann kalda stríð- ið og tapaði því. Sigur- inn var að hafa haft rétt fyrir sér, tapið var að missa það sem klárlegast aðskildi hægri- og vinstri- vænginn. í orði var efnahags- stefna hægri- og vinstrivængsins ólík. Á borði var munurinn sáralítill. Saga Evrópu frá því eftir stríð og fram á síðasta áratug sýnir að handan ólíkra slagorða íylgdu bæði hægri- og vinstrist- jórnir nokkurn veginn sömu efnahagsstefnu, þar sem blandað hag- kerfí var efst á baugi. Þýskaland er kannski skýrasta dæmið um þetta og einnig áhuga- vert dæmi, því Þýska- land var að mörgu leyti íyrirmyndarland- ið. Svíþjóð er annað áhugavert dæmi, því þó jafnaðar- menn væru þar þungamiðjan og nokkum veginn sleitulaust í stjórn þá stjórnuðu þeir landinu ekki að- eins í samkmlli við verkalýðshreyf- inguna heldur einnig við stóriðnað- inn, kjölfestu sænsks efnahagslífs. Það var ekki íyrr en með frjáls- hyggjunni, sem Margaret Thatcher innleiddi hægt og hikandi til að byrja með í Bretlandi og Ronald Reagan fyrir westan að munurinn á efnahagsstefnu hægri- og vinstri- vængsins varð skýr og klár. Frjáls- hyggjan var ekki aðeins uppgjör við sósíalískan áætlunarbúskap heldur á meira afgerandi hátt við blandað hagkerfi. Kerfíð, sem líkt og mark- aðshagkerfíð nú, virtist vera eilíft og ósnertanlegt. En frjálshyggjan var líka tengd hægri fyrirheitum um einstaklingsfrelsi og frjálst val, svo hún birtist ekki sem hreinrækt- uð efnahagsstefna, heldur hafði á sér blæ hugmyndafræði. Var ekki bara tæknilausn eins og skatta- lækkunarstefnan, andlaus angi frjálshyggjunnar er nú. Hægri markaðs- hyggja + vinstri fé- Iagshyggja = ósigr- andi jafnaðar- hyggja? Með falli múrsins dró úr þörf jafnaðar- manna til að afmarka sig frá flokkum lengra til vinstri og markaðs- hyggjan seitlaði þar inn. Þróunin var mis- jöfn eftir löndum, en meginlínumar voru þessar. í viðtali við Ritt Bjerregaard í Morgunblaðinu 1990 sagði hún að danskir jafnaðarmenn væm óhræddir við mark- aðshyggju. Aðspurð hver væri þá munur- inn á hennar flokki og hægriflokkum svaraði hún að bragði að mun- urinn væri sá að jafn- aðarmenn vildu nota markaðslögmálin í al- mannaþágu. Inntakið í málflutningi hins end- urbætta breska Verkamannaflokks er mjög á sömu bókina. Hinn franski sósí- alistaleiðtogi Lionel Jospin forsætisráð- herra talaði mjög vinstrilega í frönsku kosningabaráttunni, en eftir að hann komst til valda hefur hann snúið við blað- inu. I orði er vinstri- hugmyndafræðin um jöfnuð og réttlæti honum töm. Ein fræg- asta og mest ívitnaða setning hans er að „við viljum markaðs- kerfí, ekki markaðs- þjóðfélag". Á borði er hann óhræddari við markaðshyggjuna, þó lögboðin 35 klukkustunda vinnu- vika sé ekki samkvæmt hennar kokkabókum. Með falli múrsins og upplausn Sovétrílqanna hurfu vinstritilvitn- anir í austur. Um leið varð vinstri- vængurinn gæfari og minna villtur í augum betur stæðrar millistéttar Evrópu, sem ekki þurfti lengur að óttast að vera dregin undir sovét- kerfi af hugsjónaglöðum vinstriverj- um. ítalski hægrivængurinn reynir enn að bregða upp kommúnista- grýlum, en það hljómar eins og tímaskekkja í eyrum hinna eldri og unga fólkinu er hún óskiljanleg. Hægrilausnin: Aftur að uppsprettunum Það skiptir ekki máli hvort í hlut eiga vinstri eða hægri stjórnmála- menn. Mesta hrós um stjórnmála- mann er að hann líkist Tony Blair forsætisráðherra Breta. Undir for- ystu Blairs hefur breski Verka- mannaflokkurinn verið skipulagður frá grunni. Innblásturinn kemur úr nútíma rekstrarfræðj og almanna- tengslafyrirtækjum. I handbók sem frambjóðendur flokksins fengu fyrir kosningar um rétta og ranga hegð- un og málflutning var kvenfram- bjóðendum bent á að nota ekki stóra eymalokka, því þeir væru merki um róttækni. Þó auðvelt sé að býsnast yfir þeirri elju, sem lögð er í framkomu stjórnarliða er endurskipulagningin þó meira en útlit og yfirborð. Firna- mikil vinna hefur verið lögð í að leita uppi hið sanna eðli Verka- mannaflokksins og hvernig því verði best hrint í framkvæmd við nútíma aðstæður. Blair leggur ofur- herslu á að markmið flokksins sé hið sama og forðum, jöfnuður og jöfn tækifæri öllum til handa. Mark- miðið sé sígilt, leiðirnar verði hver kynslóð að fínna. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort alvara býr að baki orðanna, eða hvort stefnan reynist skrúðmælgi ein. Burtséð frá yfirborðsmennsku og orðskrúði gæti hægrivængurinn lært heilmikið af Verkamanna- flokkinum og reyndar jafnaðar- mannaflokkum almennt. Á hægri- vængnum geta menn spurt sig hvert sé eðli og inntak hugsjónanna þar. Hægrivængurinn er reyndar samansettur bæði af flokkum, sem rætur eiga að rekja til íhaldshug- mynda annars vegar og frjálslyndr- ar hugmyndafræði hins vegar, en þó ræturnar séu .sögulega að- greindar þá falla þessar stefnur að mörgu leyti saman núorðið. Orð eins og frelsi og umburðarlyndi eru gömul hægriorð, sem með nútíma skilgreiningu og innihaldi væru góð undirstaða hægrihugmyndafræði, í viðbót við frjálshyggju í slípaðri mynd. Þegar múrinn féll var því mjög á lofti haldið að hugmyndafræði af öllu tagi væri dauð. Það hefur ekki sýnt sig vera rétt. Styrkur vinstri- vængsins nú jafnt sem forðum er að hafa nokkuð skýra hugmyndafræði, sem kemur í aðalsetningum, meðan tæknileg útfærsla kemur í auka- setningu. I málflutningi stjórnmála- manna á hægrivængnum er þetta oftast öfugt, samanber skattatal sænskra og danskra hægrimanna. Kjósendur virðast í grófum dráttum vilja heyra stjórnmálamenn rissa upp draumaþjóðfélagið fremur en að láta drekkja sér í tali um krónur og aura. Meðan hægrimenn hafa ekki upp á neitt annað að bjóða að teknókratískar tuggur er hætt við að hægriflokkamir verði áfram á útjaðri evrópskra stjórnmála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.