Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 15
Stj órnarskiptin í Þýzkalandi færa með
sér nýjungar í utanríkisþjónustunni
Þjónustan opnuð fyrir
mönnum úr viðskipta-
og menningarlífí
ÞÝZKA utanríkisráðuneytið hefur í
29 ár verið í höndum Frjálsa
demókrataflokksins (FDP), fyrst
undir Hans-Dietrich Genscher, sem
var utanríkisráðherra 1969-1991, og
síðan Klaus Kinkel. Nú er að því
komið að nýir herrar taki við lykla-
völdunum þar á bæ; gert er ráð fyrir
að græninginn Joschka Fischer
verði utanríkisráðherra í hinni nýju
ríkisstjórn, sem jafnaðarmaðurinn
Gerhard Schröder, sigurvegari nýaf-
staðinna þingkosninga, er þessa dag-
ana að reyna að mynda.
En ekki nóg með það. Samkvæmt
upplýsingum dagblaðsins Die Welt,
sem gefíð er út í Hamborg, hafa
jafnaðarmenn í hyggju að fá menn
úr viðskipta- og menningarlífínu eða
fjölmiðlum til að gegna mikilvægum
stöðum í utanríkisþjónustunni, að
bandarískri fyrirmynd. Frá því þetta
spurðist hefui' allnokkurs óróleika
orðið vart meðal atvinnuembættis-
manna ráðuneytisins. Þeim líkar
ekki alls kostar að þurfa að keppa
við blaðamenn og menn úr viðskipta-
eða menningargeiranum um eftir-
sóttar sendiherrastöður.
Eitt nafn hefur þegar verið nefnt í
þessu sambandi. Mun Gerhard
Schröder hafa boðið Olaf Ihlau, yfír-
manni ritstjómarskrifstofu frétta-
tímaritsins Der Spiegel í Bonn (sem
annast skrif um þýzk innanlands-
stjómmál), stöðu sendiherra í Delhi
eða í Belgrad.
Aðeins örfá dæmi era um það síð-
ustu áratugi, að menn sem ekki hafa
unnið sig upp virðingarstigann innan
þýzku utanríkisþjónustunnar hafi
komizt „á ská“ inn í hana. Árið 1971
tók Willy Brandt, þáverandi kanzl-
ari, upp á því að skipa Jesco von
Puttkamer, þáverandi ritstjóra
Vorwárts, málgagns Jafnaðar-
mannaflokksins, sendiherra í Israel.
Þetta mæltist ekki vel fyiTr í röðum
hinna æviráðnu embættismanna
ráðuneytisins.
Puttkamer er reyndar eina dæmið
um blaðamann, sem hefur komið
beint úr sínu fyrra starfí í háttsetta
stöðu innan utanríkisþjónustunnar.
Algengara hefur verið að stjórn-
málamönnum, sem af einhverjum
ástæðum er ekki lengur vært í sínu
starfi, falli sendiherrastólar í skaut.
Þannig tók til dæmis Phillip Jenn-
inger, fyrrverandi forseti Sambands-
þingsins, neðri deildar þýzka þings-
ins, við sendiherrastöðu í Vín eftir að
hann flæmdist úr embætti árið 1988,
eftir ræðu sem hann flutti til að
minnast þess að hálf öld var þá liðin
frá „kristalsnóttinni“ svokölluðu,
þegar ofsóknir nazista gegn gyðing-
um hófust fyrir alvöru.
Ekki umbunarstöður
Samkvæmt frásögn Die Welt
leggja talsmenn SPD þó á það
áherzlu, að fyrirhuguð opnun utan-
ríkisþjónustunnar sé alls ekki ætluð
til að búa til umbunarstöður fyrir
flokksgæðinga. Ætlunin sé einfald-
lega sú, að hleypa „ferskum vindi“ í
utanríkisþj ónustuna.
MECALUX
Bjóðum allskonar lager- og hillukeríi fyrir vélvædd vöruhús sem minni
lagera. Aðeins vönduð vara úr gæðastáli á mjög góðu verði.
Einnig færðu lyftitæki og trillur hjá okkur.
Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma.
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
MECALUX
gæði fýrir gott verð
UMBOÐS- OG HEtLDVBRSLUN
Suðurlandsbraut 6 (Bakhús)
Sími: 588 8383 - Fax: 568 7017
GYM - BD
HEILSURÆKT
FYRIR ALLA
FRÍTT í
BODY PUMP
OG SPINNING
VIKUNA
12/10 - 19/10
<^^Borgorferjir
FLORIDA Gisting
á BEST WESTERN PLAZA INTERNATIONAL
IDO 4 í íbúð m/lsvefnherb 2 fullorðnir og 2 börn. 6 nætur 11980 a J a j pr. mann Wmeð sköttum
2 í herbergi 47920 uy pr. mann 1 Wmeð sköttum
8 nætur
47200
™ g pr. mann
með sköttum
F/uaogbillí7daga 0A055 FlugogbílliHdaga Aitoee
2 fulloronir og 2 bðrn kr.gUm/sköttum 2 fullorðnir og 2 börn kr.Ogm/st
m/sköttum
wnn:f' nm lll tmwrm VETUR
ARKE REIZEN Fjölbreyttar ferðir í gegn um Amsterdam til KÝPUR - MÖLTU - AAADEIRAog TENARIFE. Hringið og fdið nónari upplýsingor um verð og ferðatilhögun
«1 cY7! j3Jíj=L iXEIXH
AMSTERDAM A H^30 með sköttum frá kr. | í tvíbýli - 3 nætur GLASGOW 0690 me® sköttum frá kr.^f, Q í tvíbýli - 3 nætur
LONDON Á éf% U 390 mo® sköttum ■ frá kr. ^ ^ 1 tvíbýli - 3 nætur 1 r ^ Þessi verð tóku gildi 1. október i MINNEAPOLIS B ^% 320 me^ sköttum I frá kr.Q^í tvíbýli - 3 nætur
EDINBORG L A HALIFAX
9 1 Omoð s^öttum ^% 190 mo® sköttum frá kr. J jCfí tvíbýli - 3 nætur frá kr. tvíbýli - 3 nætur
Skipuleggium ferdir á VORUSYNINGAR
FERÐASKRIFSTOFA
{EUWf(USári!mjMlHHIwKyiini|Ki(lQ()|^
Lóttu sjó þig eða hririgdu
og fáðu nánari upplýsingar REYKJAVIKUR
Aðalstræti 9 - sími 552-3200
hjá okkur.
LISTMUNAUPPBOÐ
í KVÖLD KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU
Komið og skoðið verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, í dag kl. 12.00—17.00.
Seld verða yfir 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna.