Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bandarískur körfu knattleikur á hálum Óvíst hvort keppnistímabilið hefjist á réttum tíma - eða hefjist ÍS yfirleitt Bandaríski körfuboltinn er yngsta atvinnu- deildin í bandarískum íþróttum fyrir ntan fót- bolta og hefur á tæpum tveimur áratugum vaxið úr því að vera olnbogabarn í að ná al- þjóðlegri hylli. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Verkbann hefur verið sett á leikmenn og allt útlit er fyrir að deildin hefjist ekki á tilsettum tíma. Sumir segja jafnvel að enginn körfubolti verði leikinn í NBA þetta tímabil. --7------------------------------------------ Aður hlógu ráðamenn í NBA þegar upp úr sauð í öðrum íþróttagreinum og hugsuðu með sér að þeir kynnu að reka keppnisdeild þar sem sátt væri milli leikmanna og eigenda. Nú er sáttin brostin og sennilega verða áhorfend- ur fyrsta fórnarlambið. Bandarískur körfubolti hefur ver- ið í miklum vexti undanfarin ár og hafa vinsældir hans farið upp úr öllu valdi um heim allan. Nú mætti hins vegar ætla að bandaríska körfuknattleikssambandið, NBA, vilji hrinda frá sér áhorfendum og stuðningsmönnum. Verkbann hefur staðið yfir í deildinni frá því í sumar vegna launadeilu og allt útlit er fyrir að keppnistímabilið muni ekki hefj- ast á réttum tíma, 3. nóvember. Svo gæti meira að segja farið að ekkert yrði leikið í allan vetur og þá mun líða langur tími þar til NBA réttir úr kútnum. Deiluaðilar settust við samninga- borðið á fimmtudag þegar hundrað dagar voru liðnir frá því að eigendur liðanna í deildinni settu verkbannið. Fundurinn stóð í fjóra tíma og ræddu menn þar leiðir til að bjarga komandi keppnistímabili án þess að fækka leikjum, en æfingatímabilinu hefur þegar verið aflýst, alls 114 leikjum. Samkvæmt heimildum var fremur um það að ræða á fundinum að menn skiptust á upplýsingum en að verið væri að þrátta um samningsatriði. „Látalæti voru í lágmarki,“ sagði David Stern, formaður NBA, eftir fundinn á fimmtudag. „Okkur skilur enn að um mikilvægt atriði, þá stað- reynd að við viljum fá sanngjaman, skilgreindan hluta teknanna." Gengið út Engir liðseigendur sátu fundinn, sem haldinn var á hóteli á Manhatt- an. Einu leikmennirnir á fundinum voru Patrick Ewing, formaður stétt- arfélags leikmanna, og Herb Willi- ams frá New York Knicks og Di- kembe Mutombo frá Atlanta Hawks. Á síðasta formlega fundi 6. ágúst voru rúmlega 10 leikmenn og lyktaði honum með því að eigendur ruku á dyr eftir að hafa heyrt tillög- ur leikmanna. Eigendur eru ekki einir um að hafa farið af fundi í fússi: leikmenn gerðu slíkt hið sama í júní er þeim mislíkaði krafa um ófæranlegt launaþak. Ewing sagði að það væri spor fram á við að allir hefðu setið fund- inn til enda, en bætti við að enn stæðu menn í stað: „Við vonumst eftir einhverjum ávinningi á þriðju- dag því að við viljum spila.“ Leikinn hefur verið 35.001 leikur á 51 keppnistímabili á þeim 52 árum, sem liðin eru frá stofnun NBA, og aldrei hefur leikur fallið niður vegna vinnudeilu. En það er nánast ljóst að það mun gerast nú því að það mun taka að minnsta kosti þrjár vikur að semja við þá 200 leikmenn, sem eru með lausa samninga, selja og kaupa leikmenn og koma mönnum í leik- þjálfun. Beðið eftir úrskurði Eitt af því, sem gerir að verkum að báðir aðilar hafa haldið að sér höndum, er það að beðið er úrskurð- ar um það hvort leikmenn eigi rétt á launum meðan á verkbanninu stend- ur. John Feerick sáttasemjari hyggst skera úr um það 19. október og mun sá úrskurður ugglaust hafa áhrif á gang mála hver sem hann verður. Leikmenn telja að verði dæmt þeim í hag verði eigendur lið- anna fúsari til að ganga frá sam- komulagi. Deilan er einföld að því leyti að hún snýst um peninga. í NBA hefur verið við lýði svokallað launaþak, sem bundið hefur verið við lið. Launaþakið er hluti af þeirri stefnu deildarinnar að gera keppnistímabil- ið spennandi og koma í veg fyrir að eitthvert eitt lið nái of miklum yfir- burðum. Annar liður í þessu er að þau lið, sem standa sig verst á keppnistímabilinu, fá að velja íyrst úr hópi nýliðanna úr útungunarvél háskólanna. Þessi tilraun til að þvinga fram jöfnuð hefur ekki geng- ið upp, en hefur þó ef til vill tryggt minni mun milli liða en ella. Of mikið fyrir nýliðana Þrátt fyrir launaþakið hafa liðin fundið ýmsar smugur til að greiða hærri laun og hefur í raun orðið sprenging í þeim efnum. Sérstak- lega hafa ungum, reynslulausum glönnum verið færðir tugir milljóna króna á silfurfati án þess að þeir þyrftu svo lítið sem að sanna sig í deildinni. Sennilega var fyrsti stór- samningurinn af þessu tagi við Larry Johnson hjá Charlotte Hornets. Hann gerði samning til átta ára upp á 13 milljónir dollara og var það stærsti samningur, sem þá hafði verið gerður í NBA. Johnson hefur aldrei unnið nokkur þau afrek á körfuboltavellinum, sem réttlættu þessi ofurlaun, og nú nær hann ekki einu sinni að kallast önnur fiðla hjá New York Knicks. Samningar af þessu tagi hafa hins vegar vakið mikla óánægju meðal eldri og reyndari leikmanna og vill stéttarsamband leikmanna nú að lágmarkslaun þeirra verði hækkuð svo um munar. Óánægja eigenda liðanna er sprottin af þvi að hlutfall launa af tekjum hefur hækkað mjög og er komið talsvert fram úr því, sem tal- Reutei's PATRICK Ewing er í forsvari fyrir leikmenn NBA ásamt Billy Hunter, framkvæmdastjóra stéttarfélags þeirra. Hunter heldur því fram að 114 æfingaleikjum liða í NBA hafi verið aflýst til þess eins að skjóta leik-mönnum, sem sett var á verkbann 1. júlí, skelk í bringu. að er um í kjarasamningum auk þess sem nokkur félög eru rekin með tapi. Á síðasta keppnistímabili greiddu liðin leikmönnum laun, sem samsvöruðu 57% af tekjum þeirra af körfubolta _ og öðru, sem tengist íþróttinni. í samningnum, sem eig- endur sögðu upp fyrr í ár, kvað á um að hann væri uppsegjanlegur færi hlutfall launa leikmanna af tekjum yfír 51,8%. Eigendur vilja að á fjór- um árum verði hlutfallið lækkað nið- ur í 48%. Leikmenn hafa lagt fram þær tillögur að hægt verði á hækk- un launaþaksins ef hlutfall launa af tekjum fer yfir 63% eða hámarks- hækkun milli ára í samningi við leik- mann lækki úr 20% í 10%. Larry Bird-reglan Launaþakið er í raun ekki mikils virði lengur og það er ekki að ástæðulausu að eigendur vilja gera við það. Ein helsta smugan fram hjá þakinu er kennd við Larry Bird, sem í þrígang gerði Boston Celtics að meisturum. Samkvæmt Bird- reglunni er liðum leyfilegt að horfa framhjá launaþakinu og endursemja við reynda leikmenn um hvaða upp- hæð sem er. Einnig leyfir reglan lið- um að semja að nýju við nýliða, sem hafa klárað tvö ár af þriggja ára upphafssamningi. Samkvæmt launaþakinu mátti hvert lið í NBA greiða leikmönnum 26,9 milljónir dollara í laun keppnis- tímabilið 1997 til 1998. Vegna Bird- reglunnar gat Chicago Bulls hins vegar greitt Michael Jordan 33,14 milljónir á tímabilinu. Það er meira en 17 lið í deildinni greiða öllum leikmönnum sínum. Eigendurnir vilja losna við Bird- regluna. Þeir segja að launakostnað- ur sé að sliga deildina og 15 lið af 29 séu rekin með tapi. Leikmenn hafa hins vegar engan áhuga á að láta afnema regluna og fari eigendur í hart má búast við hörðum átökum. Leikmenn segja að það verði að vera einhver leið til að umbuna þeim bestu í deildinni. Þess utan heldur félag leikmanna því fram að deildin ýki stórlega slæma stöðu félaganna og það séu í mesta lagi fjögur lið, sem rekin séu með halla. Hallar á gömlu jaxlana Leikmenn eru sammála um að ný- liðar fái of mikla peninga og of margir gamlir jaxlar fái of lítið. Þessi vandi verði hins vegar ekki leystur með því að afnema Bird- regluna. Leikmenn kvarta einnig undan því að millistéttin sé horfin í NBA. George McCloud hjá Phoenix Suns hefur verið notaður sem dæmi. Hann hefur leikið að meðaltali 20 mínútur í leik í níu ár og er með 272.250 dollara lágmarkslaun. Flest- ir kynnu að láta sér slíkt nægja, en miðað við aðra í deildinni virðast þau árslaun vera sultarhýra. Meðallaun leikmanns í NBA eru 2,2 milljónir dollara á ári. Samkvæmt launa- skrám stéttarfélags leikmanna eru 85 leikmenn á lágmarkslaunum, rúmlega 20% þeirra, sem spila í deildinni. Á liðnu keppnistímabili fjölgaði þeim sem þéna undir einni milljón dollara á ári úr 72 í 91, sem eru 37,5%. Meðallaunin í deildinni segja ekki alla söguna. Ef tekið er miðgildi launa, sem leikmenn vinna sér inn í deildinni er það 1,4 milljónir dollara. Helmingur leikmanna er með lægri laun en það og helmingur með hærri laun. Samkvæmt nýjustu tillögum eig- enda myndu meðallaun leikmanna verða 3,1 milljón dollara og leik- menn, sem spilað hefðu í tíu ár fengju 750 þúsund dollara lág- markslaun. En hjá leikmönnunum snýst málið ekki um þessar tölur heldur kveðast þeir ekki geta sætt sig við að engar undanþágur verði frá launaþakinu. Ef leiktímabilið frestast til 1. jan- úar verður deildin af 250 milljóna dollara tekjum að sögn ráðamanna NBA. Þeir segja að verði allt útlit fyrir að ekki verði hægt að spila meira en 50 leiki taki því ekki að leika þetta tímabili. Venjulegt tíma- bil er 82 leikir fyrir hvert lið og síð- an bætast við leikir í úrslitakeppn- inni fyrir þau lið, sem komast áfram. Fer fyrir körfuboltanum eins og hafnaboltanum Það er ekki víst að deildin þoli slíkt áfall. Hafnaboltinn í Bandaríkj- unum varð fyrir miklum álitshnekki þegar aflýsa þurfti leikjum vegna launadeilu árið 1994. Stuðnings- menn litu á leikmenn og eigendur sem ofdekraða auðmenn, sem ekk- ert gott ættu skilið. Það var ekki fyrr en í sumar þegar Sammy Sosa og Mark McGwire börðust um það hvor gæti bætt metið í heimahögg- um og síðan hvor kæmist lengra fram úr metinu að menn fóru að taka hafnaboltadeildina í sátt á ný Martin O’Neal má ræða við Leeds MARTIN O’Neal má hefja viðræður við forráðamenn Leeds um að liaun taki við starfí knattspyrnusfjóra félagsins af George Graham sem tók við Tottenham á dögunum. Forsvarsmenn Leicester, þar sem O’Neal er nú við stjórnvölinn, hafa neitað hon- um um leyfi til að tala við Leeds. Á föstudaginn gafst Sir Rodney Walker, stjórnarformaður Leicester, upp á því að róa gegn straumnum. „Ef O’Neal vill tala við Leeds þá get ég ekki hindrað það,“ segir Walker.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.