Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Landsmenn hvattir til að skila inn dagbókum Ometanleg- verðmæti í nýjum og gömlum dagbókum KÆRA dagbók! Hver hefur ekki reynslu af þvf að hafa einhvem tíma á ævinni tek- ið upp skriffæri og dregið var- færnislega upp þessi tvö orð efst í homið vinstra megin á auðri síðu? Úthaldið hefur eins og gengur og gerist verið afar mismunandi og flestir hafa þegar reynt hefur á gefist upp á skrifunum. Aðrir hafa trúað dagbókinni fyrir skinum og skúmm í lífi sínu árum og jafnvel áratugum saman. Hvort heldur sem er - líta Handritadeild Lands- bókasafn og Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns svo á að í skrifunum felist ómetanleg verðmæti fyrir _ núlifandi og komandi kynslóðir Is- lendinga. Stofnanirnar biðla því til allra Islendinga að senda inn gamlar dagbækur og heimildir frá liðinni tíð. Þar fyrir utan er al- menningur hvattur til að halda dagbók fyrir 15. október næstkom- andi - á fyrsta Degi dagbókarinn- ar - og senda inn. Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur í framkvæmda- nefnd Dags dagbókarinnar, hefur reynslu af því að styðjast við gaml- ar dagbækur í rannsóknum sínum á íslensku sveitasamfélagi á 19. og 20. öld. „Eftir að rannsóknir mínar voru gefnar út í ritunum „Mennt- un, ást & sorgir" og „Bræður af ströndum“ hefur ekki linnt hring- ingum hingað. Almenningur hefur verið mjög áhugasamur og sumir hafa jafnvel komið til mín í eigin persónu með heimildir. Við höfum svona haft á orði, ég og Kári Bjarnason á Handritadeild Lands- bókasafnsins, að gaman væri að gera átak í að safna saman enn meiru af heimildum. Ekkert varð hins vegar úr því að við Iétum til skarar skríða fyrr en Hallgerður Gísladóttir, forstöðumaður Þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins, sýndi mér bók með úrvali af dag- bókarköflum frá Degi dagbókar- innar í Danmörku árið 1991. Eg sagði henni frá samtölum okkar Kára og við komum okkur saman um að gera enn betur en Danir og safna saman bæði gömlum og nýj- um dagbókum í átaki hér á landi.“ Markmið dagbókarskrifanna er ekki aðeins að skapa heimildir fyr- ir sagnfra'ðinga framtíðarinnar. „Markmiðin eru fleiri og snúa ekki öll að okkur fræðingunum," segir Sigurður Gylfi. „Við vonum að Morgunblaðið/Kristinn AUÐUNN Bragi Sveinsson, rithöfundur, hefur haldið dagbók í tæplega 60 ár. Hann ætlar á Degi dagbókar- innar að afhenda Landsbókasafninu gjafabréf fyrir bókunum. LANDSMÖNNUM gefst kostur á að rita dagbækur sínar inn á Fréttavef Morgunblaðs- ins 15. og 16. október. Dagbókarrit- arar geta valið hvort að þeir gefa upp nafn eða ekki, og hvort að text- inn verður opiim öðrum notendum. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins og Handritadeild Landsbóka- safns standa fyrir tvíþættu átaki þann 15. október nk. Annars vegar eru landsmenn hvattir til að halda dagbók þennan dag og senda Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins. Hins vegar eru allir sem hafa undir höndum persónulegar heimildir á borð við dagbækur og bréf hvattir til að koma því í vörslu Landsbókasafns í Þjóðar- bókhlöðunni. Anna G. Olafsdóttir forvitnaðist nánar um átakið og að hvaða gagni persónulegar heimildir eiga eftir að koma núlifandi og komandi kynslóðir. dagbókarskrifin stuðli að því að al- menningur verði betur meðvitaður um eigin samtíð og eigin þátt í þeirri samtíð. Vonandi eiga svo einhveijir eftir að halda áfram að halda dagbók. Með því græðir dag- bókarritarinn einkum tvennt. Ann- ars vegar ágæta þjálfun í sjálf- stjáningu og hins vegar tækifæri til að létta af sér erfiðleikum af ýmsu tagi. Stundum hefur meira að segja verið gengið svo langt að tala um að dagbókarskrif jafngildi því að ganga til sálfræðings." Sigurður Gylfi viðurkennir að fleiri grúskarar en sagnfræðingar geti haft gagn af dagbókunum. „Ég get nefnt rithöfunda. Einn af þeim var Halldór heitinn Laxness. Hann notað dagbók Magnúsar Hj. Magnússonar, þ.e. skáldsins frá Þröm, til að skapa Ólaf Kárason Ljósvíking. Dagbækur Magnúsar eru afar dýrmæt heimild og gam- an að segja frá því að ekki líður á löngu þar til brot úr dagbókunum verða gefin út. Með því gefst fólki því kostur á að bera saman skáld- skapinn og heimildina." Önnur sýn í sagnfræði Sagnfræðingar hafa í vaxandi mæli sóst eftir huglægum heimild- um á borð við dagbækur. „Huglægar heimildir veita okkur allt aðra sýn á fortíðina en hefð- bundnar," segir Sigurður og nefn- ir dæmi af umljöllun um menntun. „Ef hefðbundin leið væri farin væri eðlilegt ef rýnt væri í lög og Margur hissa og glaður Morgunblaðið/Kristinn HALLGERÐUR segir að Þjóðháttadeildin hafi farið að vinna með öðr- um fyrirtækjum og stofnunum síðustu árin. A G GET með sanni sagt að margur hefur orðið bæði hissa og glaður að finna í handritasafninu svör náinna ætt- ingja við spumingalistum frá okk- ur. Þar hafa fundist nákvæmar lýs- ingar á æskuheimilum og viðburð- um í lífi fjölskyldna svo að dæmi séu nefnd. Með því að hvetja eldra fólk til að senda inn upplýsingar er yngra fólkið því oft að leggja grunn að eigin fjölskyldusögu,“ segir Hallgerður Gísladóttir, forstöðu- maður Þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins. Hallgerður segir að aðalverkefni Þjóðháttadeildarinnar sé að senda út og vinna úr svörum fastra heim- ildarmanna við spumingum frá Þjóðháttadeildinni. Þjóðháttadeild- in hefur sent spurningalistana út frá árinu 1960. „Spumingalistarnir hafa verið mislangir og svörin hafa verið frá því að rúmast á einu blaði upp í nánast heila bók. Fastir heimildarmenn era um 400 talsins og berast að jafnaði svör frá um 100 þeirra. Hlutfalhð fer svolítið eftir því um hvað er spurt. Einna ítarlegustu svörin bárast við fyrir- spurn um drauma, fyrirburði og spádóma enda virðast flestir Is- lendingar búa yfir yfirskilvitlegri reynslu. Annars get ég varla verið annað en ánægð með svarahlutfall- ið því svarendur era hlutfallslega talsvert fleiri en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Eg veit hrein- lega ekki hver ástæðan er en ef til vill tengist hún sterkri sjálfsmynd íslendinga.“ Mest hefur verið spurst fyrir um gömul vinnubrögð. „Eg get nefnt að spurt hefur verið um hvers kon- ar útivinnu, húsagerð, ullarvinnu, matargerð, siði og venjur. Oftast er eitthvað til fyrir um efnið. Þó era dæmi um að lítið sé vitað um ákveðin svið og get ég í því sam- bandi nefnt svefnhætti og svo lík- amshirðingu. Fjöldi fastra heim- ildarmanna er svo mikill að yfir- leitt gefa svörin ágæta heildar- mynd af landinu öllu. Við getum greint landfræðilegan mun á sið- um og venjum. Oft kemur í ljós munur á hugarfari og orðaforða. Svörin eru slegin inn í orðleitarfor- rit og því er auðvelt að fletta upp orðum og orðasamböndum og fá fram samhengið með textanum í kring.“ Samvinna við fyrirtæki og stofnanir Eftir að svörin hafa verið slegin inn era handritin varðveitt í skjala- safni Þjóðháttadeildarinnar. „Upp- lýsingarnar hafa komið að góðu gagni. Eg get nefnt að hingað hef- ur hringt fólk og fengið upplýsing- ar um notkun ákveðinna orða og orðasambanda. Sagnfræðingar hafa nýtt sér upplýsingamar við rannsóknir af ýmsu tagi enda fer áhuginn á persónulegum heimild- um í sagnfræði og reyndar líka skáldskap sífellt vaxandi. Kvik- myndagerðarmenn hafa komið hingað til að leita upplýsinga um daglegt líf, t.d. klæðaburð og áfram mætti lengi telja,“ segir Hallgerð- ur og tekur fram að útlendingar hafi leitað upplýsinga hjá Þjóð- háttadeildinni. „Ég get nefnt að hingað komu í fyrra bæði Þjóðverji og Svíi að leita eftir fróðleik um lækningameðul og smyrsl vegna framleiðslu á heilsuvöram. Islend- ingar hafa lítið leitað slíkra upplýs- inga.“ Hallgerður segir að Þjóðhátta- deildin hafi farið að vinna með öðr- um fyrirtækjum og stofnunum síð- ustu árin. „Nú er t.a.m. Háskólinn að styrkja okkur til að senda út spurningalista um stúdentalíf. Öll- um sem hafa útskrifast úr Háskól- anum fyrir 1960 verða sendir spumingalistarnir. Við höfum áhuga á flestu sem viðkemur stúd- entalífinu og get ég þar nefnt sög- ur af kennurum og nemendum. Há- skólinn á eflaust eftir að nýta sér upplýsingarnar í framtíðinni," seg- ir Hallgerður og nefnir að lokum að til standi að vinna með Raf- magnsveitum ríkisins að könnun undir yfirskriftinni Þegai’ raf- magnið kom á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.