Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
FULLTRÚADEILD Banda-
ríkjaþings ákvað í fyrra-
dag, með 258 atkvæðum gegn
176, að rannsakað verði form-
lega, hvort grundvöllur sé til
málshöfðunar gegn Bill Clinton
forseta vegna brota í starfí,
sem leitt geti til embættismiss-
is. Þótt 81 þingmaður
Demókrataflokksins hafí greitt
atkvæði með tillögunni er ljóst,
að atkvæðagreiðslan fór fram
eftir pólitískum flokkslínum.
Allir þingmenn Repúblikana-
flokksins greiddu atkvæði með
tillögunni. Samflokksmenn for-
setans studdu hann hins vegar
með fyrrgreindum undantekn-
ingum, sem urðu þó mun færri
en búizt var við.
Pólitísk hlið málsins var enn
skýrari, þegar það var til um-
fjöllunar fyrr í vikunni í dóms-
málanefnd fulltrúadeildarinnar.
Allir repúblikanarnir, sem
skipa meirihlutann, greiddu at-
kvæði með ótakmarkaðri og
ótímabundinni rannsókn, en
allir demókratarnir í nefndinni
greiddu atkvæði á móti. Því er
ekkert um það að villast, að
umfjöllun þingsins er pólitísk í
hæsta máta. Þingkosningarnar
í nóvemberbyrjun hafa áreiðan-
lega haft veruleg áhrif á af-
stöðu einstakra þingmanna og
þar á meðal þeirra demókrata,
sem óttast áhrif kynlífsmála
Clintons á fylgi sitt.
Það kemur í hlut nýkjörinnar
fulltrúadeildar að ákveða end-
anlega, hvort mál verður höfð-
að gegn forsetanum fyrir brot í
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrlmur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
starfí, og fer það þá fyrir öld-
ungadeildina. Þar sem málið er
rekið á pólitískum forsendum
gerir það Clinton forseta kleift
að semja um framvinduna í
þinginu.
Þótt mörgum þyki ótrúlegt að
kvennamál geti orðið Banda-
ríkjaforseta að falli fer ekki á
milli mála, að repúblikanar eni
nú að hluta til að hefna harma
frá því á dögum Nixons, þegar
demókratar létu kné fylgja
kviði. Margir áhrifamenn í
repúblikanaflokknum voru í
hópi helztu stuðningsmanna
Nixons og hafa engu gleymt.
Þess vegna m.a. getur allt gerzt,
þótt líkurnar hljóti að vera meiri
á því að málinu verði lokið með
einhvers konar samningum á
milli forsetans og þingsins.
Það er þrátt fyrir allt eðlis-
munur á Watergate-málinu og
sambandi Bandaríkjaforseta
við Monicu Lewinsky.
ALÞINGI
OG NETIÐ
AÐ ER til fyrirmyndar
hvernig elzta stofnun þjóð-
félagsins, Alþingi, hefur tekið á
nýjustu tölvutækni. Allnokkuð
er síðan Alþingi kom sér upp
vefsíðu, þar sem fólk getur
nálgast upplýsingar um þingið,
umræður, frumvörp og lög.
Ennfremur getur fólk fræðst
um þingmenn, lesið ræður
þeirra, fengið upplýsingar um
nefndir o.s.frv. Síðasta þróunin
í þessu ferli er að menn eiga
þess nú kost að fylgjast með
þingfundum í beinni útsend-
ingu á vefsíðunni og stefnt er
að því að þar verði geymdar
upptökur af fundum, sem fram
hafa farið.
Þessi nýbreytni er af hinu
góða og styrkir samband þings-
ins við almenning, m.ö.o. styrk-
ir lýðræðið. Það er mjög mikil-
vægt, að almenningur hafí
greiðan aðgang að þinginu og
þingmönnum, og það er jafn-
framt mikilvægt að fólk geti
haft samband við þingmenn
sína með þessum hætti og gert
þeim grein fyrir afstöðu til
mála.
Netið býður einmitt upp á al-
veg nýtt form í samskiptum
þingmanna og kjósenda þeirra.
Þetta nýja form eiga kjósendur
að notfæra sér. Þeir geta nú
með auðveldum hætti komið
skoðunum sínum á framfæri við
alþingismenn og þar með leit-
azt við að hafa áhrif á afstöðu
þeirra til einstakra mála. Með
þessum hætti verður fulltrúa-
lýðræðið enn virkara en það
hefur verið. Þess vegna er full
ástæða til að hvetja kjósendur
til þess að notfæra sér þessa
nýju tækni til hins ýtrasta.
Netið auðveldar þingmönn-
um einnig að hafa beint sam-
band við kjósendur sína. Þeir
þurfa nú ekki í sama mæli á
fjölmiðlum að halda til þess.
Þeir geta komið sjónarmiðum
sínum á framfæri milliliðalaust.
Þeir geta leiðrétt þá skekktu
mynd, sem þeim finnst stund-
um að fjölmiðlar bregði upp af
orðum þeirra og athöfnum.
Þeir geta í raun og veru komið
sér upp sínum eigin fjölmiðli
eins og Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, hefur
sýnt öðrum fremur, en hann er
ótvírætt brautryðjandi í hópi
þingmanna og ráðherra í notk-
un netsins sem samskiptamiðils
við allan almenning.
Nú hefur 51 þingmaður af 68
þegar fengið sér netfang eða
tæplega 81% þingmanna. Net-
föng þeirra eru gefin upp á vef-
síðu Alþingis og er það vel. Enn
eru þó 12 þingmenn, sem hafa
ekki tileinkað sér þessa nýju
tækni.
PÓLITÍSK LAUSN
Á MÁLI CLINTONS?
í fomum trúarbrögð-
um er náttúran guð-
leg og fyrirbæri him-
ingeimsins ýmist af
guðlegum toga eða
fullgildar gyðjur og
guðir eins og þau
blasa við okkur. Maðurinn óttaðist
þessi óskiljanlegu fyrirbæri og
blíðkaði þau með því að breyta
þeim í æðri verur, tigna þær og til-
biðja og lifa þannig í sátt við sjálfan
sig, umhverfí sitt og alheiminn. All-
ar voru þessar hugmyndir að sjálf-
sögðu einhvers konar leit mannsins
að sjálfum sér og þótt yngri trúar-
brögð séu tilraun til að tengja guð-
lega forsjón manninum sjálfum og
umhverfi hans eru þau ekki síður
leit mannsins að sjálfum sér, upp-
runa sínum og ætlunarverki. En í
fornum trúarbrögðum eru guðirnir
ekki skapandi máttur heldur em
þeir eins og hvert annað fyrirbrigði
í náttúrunni og þess vegna var
ástæða til að dýrka hana og tilbiðja
eins og gert var og hefur raunar
verið gert framá okkar daga. Al-
gyðistrú gerir þannig ráð fyrir því
að náttúran sjálf sé einhvers konar
guðleg orka og þangað sé hægt að
sækja guðlegan kraft, leiðsögn og
fyrirmyndir. Jónas Hallgrímsson
hafði annars konar trú. Hann trúði
því alla tíð að náttúran væri sköp-
unarverk eins höfundar og hún
bæri honum vitni því hann stjóm-
aði henni og fylgdist með henni.
Hún er vitnisburður
um guðlega forsjón og
stjómun og sem slík
er hún fagnaðarerindi
fegurðar og sann-
leika. En sjálf gegnir
hún engu guðlegu
hlutverki. Guð, eða faðirinn sem við
þekkjum úr Hulduljóðum og víðar í
skáldskap Jónasar, er sá kærleiks-
ríki höfundur sem allt lýtur. Og
þótt sólin sé ekki guðs auga í bók-
staflegri merkingu getur hún verið
ímynd þeirrar birtu sem fer jörðina
kærleiksríkum yl og minnir á hlý-
lega návist guðs.
Þannig tráði Jónas Hallgrímsson
því að hætti síns tíma að guð hefði
skapað náttúrana og stjórnaði henni
með sínum hætti; jafnvel í einhvers
konar nálægð þótt ekki væri náttúr-
an guðdómurinn, heldur hugsun
guðs í verki og sköpun hans rétt
eins og verk okkar og sköpun era
vitnisburður um manninn og stjóm-
un hans. Þannig er andi guðs ná-
lægur og við fínnum hann í sköpun-
arverkinu.
Danska skáldið Torkild Björnvig
hefur, eins og áður getur, komið til
Islands að njóta sérstæðrar og
áhrifamikillar náttúra landsins sem
minnir viðstöðulaust á frumkraftinn
sjálfan vegna þess landið er í deiglu;
það er í sköpun. Börnvig hefur kom-
ið út hingað í einskonar pflagríms-
för að vitja þess sem hann hefur
upplifað í íslenzkri náttúru sem
guðdómskraftinn sjálfan. Hann
endurnærist af þessum krafti því
hann trúir nánast á hann: guðlegur
andi er í íslenzkri náttúra. Hann er
í sköpuninni. Og skáldið tignar
þennan kraft eins og tráað fólk til-
biður Krist. Bjömvig laðast ekki að
sögulegu landslagi eins og vinur
hans Martin A. Hansen, heldur
dýrkar hann náttúruvættina sjálfa
og endumærist í nálægð hennar.
Það er trú hans. Hún á rætur langt
aftur í öldum.
Jónas Hallgrímsson hafði enga
slíka trú þótt hann sjái víða merki
um guðlega stjórnun í sköpunar-
verkinu og trúi því það sé á guðs
vegum. En náttúran er ekki guð.
Hún ber forsjóninni vitni, það er
allt og sumt, og er það í engum
tengslum við algyðistrú eða nátt-
úrudýrkun sem trúarbrögð. Ég get
ekki fallizt á að það sé eitt og hið
sama að sólin sé ljós guðs og hún
séð guðið sjálft. Það er tvennt
ólíkt. Sól réttlætisins er forsjónin
nefnd í Biblíunni þótt sólin sé
hvorki forsjón né réttlætið. En ef
guð stjórnar náttúrunni ber hún
forsjón hans og sköpun að sjálf-
sögðu vitni. En hann er ekki nátt-
úran þótt hún beri honum vitni eins
og annað í sköpunarverkinu hvort
sem það eru viðburður eða sólar-
ljós sem er auðvitað einskonar við-
burðir út af fyrir sig.
M.
HELGI
spjall
FÖSTUDAG FYRIR viku
flutti Clinton, Banda-
ríkjaforseti, ræðu, þar
sem hann staðhæfði, að
heimurinn stæði nú
frammi iyrir mestu fjár-
málakreppu í hálfa öld
og hvatti til aðgerða. Á
miðvikudagmn var lýsti Alan Greenspan,
formaður bankastjómar bandaríska seðla-
bankans, þeirri skoðun að horfur í efna-
hagsmálum í Bandai’íkjunum hefðu versn-
að mjög, vonir um að kreppan í Asíu mundi
ekki breiðast út, hefðu ekki reynzt raun-
hæfar og að staðan í fjármálageiranum
væri helzta ógnunin við efnahagsástandið í
Bandaríkjunum.
Bandaríkjadollar hefur verið að falla á
mörkuðum um heim allan síðustu daga,
þótt erfitt sé að sjá og skilja hvers vegna.
Verð hlutabréfa í bönkum í Bandaríkjun-
um og Evrópu hefur lækkað vemlega und-
anfarna mánuði. Lánshæfismat á fremstu
bönkum í Evrópu og Bandaríkjunum hefur
lækkað verulega. Dálkahöfundar Lex í
Financial Times sögðu fyrir nokkrum dög-
um, að peningaskortur væri að verða og
stór fyrirtæki gætu staðið frammi fyrir
lánakreppu og sum þeiira mundu hugsan-
lega lenda í gjaldþroti.
Þetta er í stuttu máli lýsing á því and-
rúmi, sem ríkir á fjármálamörkuðum um
allan heim um þessar mundrr. Þegar
kreppan í Asíu hófst á síðasta ári með
gengislækkun tælenzka gjaldmiðilsins og
breiddist síðan út til Kóreu, Indónesíu og
að lokum til Japans, fullyrtu sérfræðingar
á Vesturlöndum, að Asíuki’eppan yrði stað-
bundin og mundi lítil sem engin áhrif hafa
á Vesturlöndum.
Þegar efnahagskerfi Rússlands hrundi
síðla sumars fengu menn áhyggjur en full-
yrtu engu að síður, að efnahagur Vestur-
landa væri svo sterkur, að stórfelld vanda-
mál Rússa mundu ekki hafa nokkur áhrif,
sem máli skipti. Því var að vísu bætt við að
öðru máli gegndi, ef áhrif kreppunnar í As-
íu og Rússlandi leiddu til vandamála í Mið-
og Suður-Ameríku. í forsetakosningunum í
Brasilíu fyrir nokki’um dögum kom fram,
að Brasilía stendur frammi fyrir stórfelld-
um efnahagsvanda.
Séríræðingar á Vesturlöndum tala ekki
lengur um, að Asíukreppan hafi engin
áhrif. Þvert á móti, eins og fram kemur í
orðum Greenspan, sem vitnað var til hér að
framan. Clinton hefur hins vegar lýst
þein’i skoðun, að fjármálakreppan þurfi
ekki að leiða til allsherjar samdráttar í
efnahagsmálum en í orðum hans felst, að
hún geti leitt til slíks samdráttar, ef sam-
staða náist ekki um aðgerðir til þess að
mæta síversnandi ástandi.
I Wall Street Journal var fyrir nokkru
skýrt frá því, að Bandaríkjaforseti hefði
snemma sumars fengið það á tilfinninguna,
að nauðsynlegt væri að bregðast við þá
þegar en nánustu ráðgjafar hans með Ro-
bert Rubin, fjármálaráðherra, fremstan í
flokki, hefðu sannfært hann um að rétt
væri að doka við. I sama blaði var frá því
skýrt, að Japanir hefðu á síðasta ári viljað
efna tfl víðtækrar samstöðu Asíuþjóða um
að setja upp eins konar alþjóðlegan gjald-
eyrissjóð fyrir Asíu til þess að takast á við
vandamál Asíuríkjanna. Bandaríkjamenn
hefðu brugðið fæti fyrir þau áform vegna
þess, að þeir hefðu talið, að með slíkum As-
íusjóði yrði dregið mjög úr áhrifum Banda-
ríkjamanna í Asíu.
Þeir sem fylgjast með umræðum í fjár-
málablöðum Vesturlanda hafa veitt því eft-
irtekt, að svartsýnin í umfjöllun þessara
blaða um ástand og horfur í efnahagsmál-
um og fjármálum hefur stöðugt orðið
meiri. Fyrir ári var lítið gert úr áhrifum
Asíukreppunnar. Nú er talað um það í al-
vöru, að ef bandarísk bankayfírvöld hefðu
ekki komið til bjargar áhættusjóði, sem
rekinn er þar í landi hefði fall hans getað
leitt til gjaldþrots íjölmargra stórra banka
bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Þetta eru óneitanlega sérkennilegar um-
ræður, þegar velgengni og velmegun á
Vesturlöndum hefur aldrei verið meiri. Og
þeir eru margir, sem líta svo á, að þessar
umræður séu einungis gárur á yfírborðinu.
Undir niðri sé efnahagsstaða Vesturlanda
svo sterk og ekkert hafi gerzt, sem geti
breytt þeirri mynd, að það sé nánast
óhugsandi, að tfl alvarlegs samdráttar
komi í efnahags- og atvinnumálum í okkar
heimshluta. Þeir sem þannig tala spyrja
hvaða vísbendingar hafi komið fram um að
atvinnulífið í Bandaríkjunum hafi veikzt.
Þótt bandarísk fyrirtæki eigi mikO við-
skipti við Asíuríki sé heimamarkaður
þeirra í Bandaríkjunum svo stór, að hann
ráði úrslitum. Þeir hinir sömu benda á, að
það sama eigi við um Evrópuríkin og að nú
þegar evran gangi í gildi í Evrópu muni
hinn sameiginlegi gjaldmiðill verka eins og
vítamínssprauta á efnahag Evrópusam-
bandsríkjanna og helztu viðskiptalanda
þeirra.
Engu að síður verða menn að horfast í
augu við það, að þegar tveir áhrifamestu
menn í Bandaríkjunum, forsetinn sjálfur
og Alan Greenspan, tala á þann veg, sem
þeir gera og hér hefur verið lýst, er aug-
ljóslega ekki allt með felldu. Hvaða áhrif
getur það haft hér á Islandi, ef efnahagsá-
standið á Vesturlöndum versnar tO muna?
Hver er
staða okkar?
VIÐ ISLENDING-
ar búum nú við
mestu velmegun í
manna minnum. Nú
er jafnvel talað um,
að verðbólgan á
þessu ári gæti orðið innan við 1%. Atvinnu-
lífið er í blóma. Hagnaður fyiirtækja er
mikill. Kaupmáttur launþega hefur aukizt
meir en þekkist í nálægum löndum. Is-
lenzka ríkið er að greiða niður skuldir og
vaxtakostnaður þess fer minnkandi. Vextir
hér innanlands fara lækkandi. Eini veiki
punkturinn, sem við sjáum er viðskipta-
hallinn en hann stafar af velmegun. Út-
flutningur á sjávarafurðum gengur vel og
verð á mörkuðum okkar er hátt. Er hugs-
anlegt að eitthvað geti gerzt, sem breytir
þessari mynd? Eru nokki’ar vísbendingar
um að óveður sé í aðsigi?
I raun og veru ekki, ef litið er á þann
veruleika, sem við blasir. Friðrik Pálsson,
forstjóri Sölumiðstöðvar ^ hraðfrystihús-
anna, stærsta fyrirtækis á Islandi skv. ný-
útkominni ski’á Frjálsrar verzlunar, benti
á það í ræðu á fundi með sölumönnum fyr-
irtækisins víðs vegar um heim í síðustu
viku, að framboð á fiski hefði minnkað
mjög, sem aftur ætti að ýta undir verð-
hækkun og hefur auðvitað gert. Það verður
engin snögg breyting á þessari stöðu, þótt
gera megi ráð fyrir að framleiðsla fiskeld-
isfyrirtækja geti orðið hættulegur keppi-
nautur, þegar fram líða stundh’. Á meðan
fiskistofnarnir vaxa, salan gengur vel og
verðið er hátt er erfítt að sjá hvaða hætta
getur verið á ferðum.
Á hinn bóginn er ljóst, að við Islending-
ar lifum ekki einir í þessum heimi. Efna-
hagur okkar er ekki óháður því sem gerist
annars staðar. Þvert á móti sýnir fengin
reynsla okkur, að við verðum fyi-ir miklum
áhrifum af því, sem gerist annars staðar.
Einn mesti efnahagssamdráttur hér á
þessari öld hófst árið 1967 með verðfalli á
þorskblokk á Bandaríkjamarkaði. Þótt
kreppan, sem hófst á miðju ári 1988 og
stóð fram eftir þessum áratug ætti sér
margar rætur m.a. í versnandi stöðu fiski-
stofna okkar varð hún enn meiri vegna
þess, að á sama tíma var alvarlegur sam-
dráttur í efnahagslífi Bandaríkjanna og
sumra Evrópuríkja.
Líkurnar á því, að við verðum á engan
hátt varir við þær sviptingar, sem nú eru á
fjármálamörkuðum um allan heim eru
hverfandi. I fyrsta lagi er ljóst, að við Is-
lendingar erum nú orðnir fjárfestar á fjár-
málamörkuðum í öðrum löndum og verðum
fyrir áföllum, þegar hlutabréf og önnur
verðbréf lækka í verði. I öðra lagi er auð-
vitað ljóst, að sviptingar á gjaldeyrismörk-
uðum hafa mikil áhrif héri íslenzk fyrir-
tæki eru með skuldir í erleridum bönkum í
erlendum gjaldmiðlum. Þæit*kuldir hækka
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 10. október
VIÐ HVITA
Morgunblaðið/RAX
og lækka í þeim sviptingum, sem nú eru á
gjaldeyrismörkuðum. Skuldi fyrirtækin í
einum gjaldmiðli en hafí tekjur í öðrum
geta breytingar á gengi gjaldmiðlanna haft
alvarleg áhrif á stöðu þeirra og afkomu. I
þriðja lagi fer heldur ekki á milli mála, að
efnahagssamdráttur i öðrum löndum hlýt-
ur að hafa áhrif á útflutningsmarkaði okk-
ai’ og raunar aðra starfsemi. Það er t.d.
augljóst, að ástandið í Rússlandi hefur nú
þegar haft neikvæð áhrif á starfsemi ís-
lenzku skipafélaganna á flutningsleiðum til
og frá Pétursborg.
Jafnvel þótt takmarkað ft-amboð sé af
físki og hann af þeim sökum á háu verði
kemur að því, ef peningaráð fólks í öðrum
löndum minnka, að það hættir að kaupa
hina dýrari matvöru og kaupir hina ódýrari
í þess stað. Fyrstu áhrif þess verða þau, að
birgðir byrja að safnast upp hjá íslenzku
sölufyi’irtækjunum og eftir því, sem þær
birgðir verða meiri verður þrýstingur
meiri að losna við þær með því að lækka
verðið. Um leið og verðið lækkar og þar
með tekjur fyrirtækjanna hér heima fara
þau að stíga á bremsurnar og draga úr
kostnaði, sem hefur smátt og smátt áhrif
út um allt þjóðfélagið.
Það er þess vegna lítið vit í öðru en gera
ráð fyrir að þær blikur, sem nú eru á lofti í
efnahagsmálum Vesturlanda hafi áhrif hér
fyrr eða síðar. Það getur verið álitamál,
hvenær þau áhrif koma fram. Sumir telja,
að það geti orðið strax á næsta ári. Aðrir
eru þein-ar skoðunar, að þeirra áhrifa
muni ekki gæta fyrr en eftir nokkur miss-
eri. En nánast engum dettur í hug, að þró-
unin á erlendum mörkuðum hafi engin
áhrif hér.
Við þurfum
að hægja á
ferðinni
SEGJA MA, AÐ VIÐ
höfum stigið benzín-
ið í botn á undan-
fömum misserum.
Fjárfesting hefur
verið mikil. Neyzla
hefur verið mikil. Bflafloti landsmanna hef-
ur verið endurnýjaður að verulegu leyti.
íslendingar hafa verið á stöðugum ferða-
lögum í langan tíma. Miðað við þær upplýs-
ingar, sem berast frá öðrum löndum er
áreiðanlega skynsamlegt að hægja á ferð-
inni.
Með því er ekki sagt, að við eigum að
gera það með róttækum hætti. Það er ekk-
ert tilefni til þess. Og ekki má gleyma því
að efnahagsástand getur að hluta til verið
hugarástand. Með sama hætti og óhófleg
bjartsýni getur orðið til þess að allt fari úr
böndum getur óhófleg svartsýni orðið til að
efnahagslegur samdráttur verði að óþörfu.
En það fer tæpast á milli mála, að við
höfum náð hápunkti vaxtarskeiðsins og að
gera verður ráð fyrir, að hagvöxtur verði
ekki eins mikill á næsta ári eins og á þessu.
Þess vegna er æskilegt og nauðsynlegt, að
bæði opinberir aðilar, fyrirtæki og fjöl-
skyldur dragi úr eyðslu. Það er t.d. spurn-
ing, hvort Alþingi þarf ekki við meðferð
fjárlagaframvarpsins að auka aðhald í
sambandi við útgjöld hins opinbera á
næsta ári og að sveitarfélög geri slíkt hið
sama við gerð fjárhagsáætlana.
Fyrii-tæki geta tæpast búizt við því, að
umsvif verði jafn mikil á næsta ári og því,
sem nú er að líða og skynsamlegt fyrir þau
að gera ráð fyrir því í áætlunum fyrir
næsta ári. I stuttu máli er áreiðanlega
hyggilegt að draga úr væntingum um, að
næsta ár verði jafn gott og þetta ár hefur
verið og raunar síðustu ár.
Samdráttur í efnahagsmálum getur
komið snögglega. Á árinu 1987 vora ein-
hver mestu umsvif í viðskiptum og at-
hafnalífi, sem hér hafa þekkzt og svo var
fram á árið 1988. Á miðju því ári varð
skyndileg breyting og í kjölfarið fylgdu sjö
mögur ár. Það er ekkert tilefni til þess í
okkar eigin umhverfi að gera ráð fyrir því
að slík breyting sé framundan. Fiskistofn-
arnir era í vexti. Alger umskipti hafa orðið
í stöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna og svo
mætti lengi telja. Alvarleg fjármálakreppa
á Vesturlöndum gæti hins vegar haft víð-
tækar afleiðingar og það er ekki lengur
hægt að útiloka að svo verði.
„Það er þess
veg'na lítið vit í
öðru en gera ráð
fyrir að þær blik-
ur, sem nú eru á
lofti í efnahags-
málum Vestur-
landa hafi áhrif
hér fyrr eða síðar.
Það getur verið
álitamál, hvenær
þau áhrif koma
fram. Sumir telja,
að það geti orðið
strax á næsta ári.
Aðrir eru þeirrar
skoðunar, að
þeirra áhrifa muni
ekki gæta fyrr en
eftir nokkur miss-
eri.“