Morgunblaðið - 11.10.1998, Side 40
jf40 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
(Sfzermiz, vn-TU
•nA rei.AE>íÐ
Hundalíf
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Eru ljóðskáldin
að vakna?
Frá Guðmundi Guðmundarsyni:
ÞEKKTUR sjónvarpsmaður Sig-
mundur Emir Rúnarsson sendi frá
sér í vor nýja ljóðabók, „Sjaldgæft
fólk“. Af því til-
efni upplýsir
hann í ^ blaða-
grein: „Ég er
líka meira og
meira farinn að
nota stuðlasetn-
ingu og stundum
rím. Nú þykir
mér hrynjandi
og stuðlar vera
jafn nauðsynlegir
kveðskap og litir eru málverki. Is-
lensk stuðlasetning er rík í manni
og þegar maður er kominn með
hana á hreint, er ekki hægt að þvo
hana af sér. Framan af reyndi ég
að vera frjáls eins og fuglinn og
berjast við ofríki hefðarinnar en
smátt og smátt hef ég látið undan
og læri að ég er hluti af arfi.“
Skömmu síðar velti hinn fjöl-
hæfi listamaður Hallgrímur
Helgason fyrir sér, hvort ekki
væri rétt að endurmeta viðhorf
okkar til hinnar fornu ljóðhefðar
á ný. Þar með var loks komið að
því að okkar ómetanlega ljóða-
hefð fékk áhugaverða umfjöllun
frá nútíma ljóðskáldum.
Ramakvein
Auðvitað ráku prósagreifarnir
upp heljarmikið ramakvein og voru
að sjálfsögðu yfir sig hneykslaðir.
Af þessu tilefni verður mjög áleitin
sú spuming: Hvenær urðu íslensk-
ir bragarhættir úreltir? Æskileg-
ast væri að fá svar sem fyrst frá
gáfumannafélaginu í Háskólanum,
sem styður hvað dryggilegast við
bakið á prósanum!
„Ismar“ og gjörgæsla
Atómkveðskapurinn vekur ekki
lengur áhuga og þegar andagiftina
þrýtur (sem e.t.v. var lítil eða eng-
in), þá fóru menn bara að yrkja
súrrealískt. Samkvæmt „Freud“
sækir sá „ismi“ sínar fyi’innyndir í
hið ómeðvitaða (oft drauma), sem
ber að tjá, þótt allt samhengi vanti!
Þetta var að sjálfsögðu mjög kær-
komin og áhugaverð uppskrift fyrir
óljóða-ruglukollana! Stöðugt
streyma til okkar nýir „ismar“, nú
síðast „postmodemisminn“, og sér-
fræðingamir hamast við að skrifa
heilsíðugreinar í Mbl. og rífast um
merkingu hans. Það er engu líkara
Guðmundur
Guðmundarson
Fyrstl/ib fenýiun etítiJ
| þjón/nft- til a& fenx, )
Ökkur matseSiiinn.
Og nÚHm ti t <xb tems o tju/r
rtikr>ir>Qi/v% - þd setia eg
1 cá fctru, cg j|SS*a
Ferdinand
4/11/9Ö © 1996 PIS Copenhagen
Smáfólk
Já, kennari, ég kom með hundinn Já, kennari... hann er óvitiaus ... Segðu henni að ég geti stafað
minn í skólann vegna þess að hann „Svellslípari".
var einmana.
*
„Það er dýrt að
vera heyrnarlaus“
Frá írisi Pétursdóttur:
MÉR finnst vera framin mannrétt-
indabrot á okkur heyrnarlaus-
um/skertum og
að á okkur séu
lagðir óréttlátir
skattar.
Ég er fædd
hreyfilömuð og
heymarlaus. Ég
borga skatta af
mínum launum.
Ekkert mál. En
mér finnst órétt-
látt að dregnir
séu skattar af ör-
orkubótum mínum, slíkt er ekki
gert á hinum Norðurlöndunum.
Enda er ætlast til þess að við not-
um bætumar til þess að kaupa
heyrnartæki, sérstakar vekjara-
klukkur, blikkljós á heimilið, raf-
hlöður o.fl. Einnig þurfa heyrnar-
lausir að komast á milli staða, því
fæstar stofnanir, t.d. bankar, hafa
textasíma. Væri ekki hægt að nota
þá skattpeninga sem dregir eru af
okkur sem fá örorkubætur til að
bæta aðgang okkar að opinberum
stofnunum og bæta þjónustu við
okkur sem era heyrnarlaus/skert.
Ég vildi gjarnan að skattpening-
urinn minn færi í það að fá allt ís-
lenskt mál textað í sjónvarpinu.
Það er hart fyrir okkur að geta
ekki séð (heyrt) íslenskar myndir.
Við heyram jú ekki. Okkur leiðist
mikið þegar við sjáum annað fólk
skellihlæja yfir íslensku skemmti-
efni og við vitum ekki hvað er
svona skemmtilegt, því enginn er
textinn. Eldra fólk sem er farið að
missa heym gæti líka notið þess
með okkur að hafa texta, því
margt af því er farið að missa
heyrn.
Mörg okkar hafa textasíma en
ekkert tillit er tekið til þess að
mörg okkar era sein að skrifa og
þurfum því að borga háa síma-
reikninga. Þið verðið að fyrirgefa
að heymin er biluð, en kerfíð er
ennþá bilaðra. Ég er ekki sátt við
hvemig kerfið notar það sem ég
borga í skatt.
Það er mjög gott að foreldrar
sem eignast heymarlaus börn fá
umönnunarbætur svo þeir geti
sinnt barninu sem best, en mér
finnst að heyrnarlausir foreldrar
sem eiga heyrandi barn eigi líka að
fá aðstoð. Til dæmis þurfa þeir að
kaupa tæki sem nemur barnsgrát
og keyra langa vegalendir því að
aðeins einn leikskóli í bænum er
sérstaklega ætlaður börnum
heyrnarlausra.
Vill einhver taka undir orð mín
og veita okkur lið?
Ein sem fæddist á röngum tíma
á vitlausum stað.
ÍRIS PÉTURSDÓTTIR
skrifstofumaður.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.