Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Veldu það sem er gott glæsilegustu sviðsmynd sem nokkurn tímann hefur farið í kaf á filmu. Heilu byggingarnar fara á bólakaf í myndinni og eitt atriði hennar er eltingaleikur í gegnum skóla á vélsleðum. Leikaramir standa sig sæmilega þótt Morgan Freeman virðist aldrei geta leikið fullkomlega vont illmenni. Randy Quaid stendur fyrir sínu sem hinn pirraði lögreglustjóri bæjarins en Minnie Driver er vannýtt í eina stóra kvenhlutverki myndarinnar. Það sem dregur þessa mynd upp í þrjár stjömur er hin skemmtilega ný- breytni að gefa myndir ót í póstlúgu- breidd („letterbox forrnat"), sem er uppranaleg sýningarstærð myndar- innar á hvíta tjaldinu, og nýtur sviðs- myndin sín miklu betur þess vegna. Ottó Geir Borg Það gerist ekki betra (As Good As It Gets) ★★★ Leikstjórinn James L. Brooks teflir hér fram kvikmynd sem þrátt fyrir misfellur er bráðfyndin og morandi af ógleymanlegum augnablikum. Jack Nicholson nýtur þar hvers augnabliks í hlutverki hins viðskota- illa Melvins. Líf mitt í bleiku (Ma vie en rose) ★★★ Saga lítils drengs sem fordæmdur er af umhverfínu fyrir að hegða sér eins og stúlka. Myndin tekur hæfilega á viðfangsefninu, veltir upp spuming- um en setur enga ákveðna lausn fram. Að- alleikarinn skapar áhugaverða persónu í áhugaverðri kvikmynd. Geimgaurinn (Rocket Man) ★★★ Geimgaurinn er skemmtilegur Disney- smellur sem höfðar til barna og fullorðinna með klassískri gaman- frásögn sem vísar út fyrir sig í klisjur og æv- intýri kvikmyndasög- unnar. Harland Willi- ams fleytir kvikmynd- inni örugglega í gegn- um alls vitleysu og nið- urstaðan er spreng- hlægileg. Titanic ★★★★ Með því að fylgja sannfæringu sinni hefur James Cameron blásið lífi og krafti í Titanic- goðsöguna í þessari stórmynd. Framúrskarandi tækni- vinnsla og dramatísk yfirvegun við framsetningu slyssins gera kvik- myndina að ógleymanlegum sorgar- leik sem myndar samspil við ljúfsára ástarsöguna. Vonir og væntingar (Great Expectations) ★★% í þessari nútímaútgáfu af sam- nefndri skáldsögu Charles Dickens er horfið töluvert frá samfélagslegu inntakinu og búin til falleg kvikmynd sem minnir á ævintýri. Myndin er ljúf og rómantísk og útlit hennar í alla staði glæsilegt. Velkomin til Sarajevo (Welcome to Sarajevo) ★★★ I þessari mynd er leitast við að draga upp raunsanna mynd af ástandinu í Sarajevo undir umsátri Serba. Með ópersónulegri og allt að því kaldri nálgun tekst aðstandend- um kvikmyndarinnar að ná fram sterkum áhrifum. Bróðir minn Jack (My brother Jackj^rA^ Mjög öflugt fjölskyldudrama þar sem Marco Leonardi fer á kostum í hlutverki gæðablóðs sem fer villur vegar og lendir í klóm vímuefna. Byssumenn (Men with Guns) ★★★ And-byssumynd þar sem algjörir aulabárðar ákveða að besta lausnin á vanda sínum er að notast við byssur en sú er alls ekki raunin. Hinn fallni (The Fallen)*r^% Trúarbragða hryll- ingur sem byrjar eins og dæmigerð lögreglu- mynd en dregur okkur inn í heim fallinna engla og baráttu góðs og ills. Töframaðurinn (The Rainmaker) ★★★ Francis Ford Coppola tekst hér að hrista af þann tilgerðarsperring sem vill loða við kvik- myndir sem gerðar era eftir sögum John Grisham. Frábær leikur í hverju rúmi dregur fram það besta í sögunni, ekki síst litríka per- sónusköpun. Stikkfrí ★★‘/i Hér tekst það vandasama verk að búa til kvikmynd sem höfðar til barna og fullorðinna. Myndin er fersk og skemmtileg, auk þess sem hún tekur á áhugaverðu málefni, þ.e. hinu algenga fráviki frá kjamafjöl- skyldunni sem finna má í íslensku samfélagi. Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum Hafðu Dagskrána alltaf við hendina. / allri sinni mynd! í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá, færðu hvergi betra yfirlit yfir dagskrá útvarps og sjónvarps og getur valið það sem þér finnst gott. f blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og á helstu bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Kemur ót á miðvikudaginn! | NÝTT FRA SVISS! Ekta augnhára- og augnbrúnalitur með c-vítamíni. Allt í einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábœrlega. i| Swíss'ö-Par fi|», Dreiling: |jl‘, KROSSHAMAR, simi 588 8808 Útsölustaöir: Líbia Mjódd, Dísella Hafnartirði, Háaleitis- apótek, Grafarvogsapótek, Apótekiö Smiöjuvegi, | Egílsstaöaapótek, Apótekiö Hvolsvelli, Apötekiö Hellu, löunnar apótek, Isafjaröarapótek, Borgarnesapótek, Regnhlitabúöin, Apótekið Suöurströnd, Apótekiö löufelli, | Apótekið Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Höfn, Akureyrarapótek, Hraunbergsapótek. j Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808. www.mbl.is Blautt gaman Hellidemba (Hard Rain) Spennumyntl ★★★ Framleiðendur: Mark Gordon, Gary Levinson, Ian Bryce. Leikstjóri: Mik- ael Salomon. Handritshöfundar: Gra- ham Yost. Kvikmyndataka: Peter Menzies. Tónlist: Christopher Young. Aðalhlutverk: Christian Slater, Morg- an Freeman, Minnie Driver, Randy Quaid, Betty White, Edward Asner, Richard Dysart. 98 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börn- um innan 16 ára. HELLIDEMBA er glæpasaga sem hefur ramma stórslysamyndar. Nokkrir bíræfnir ræningjar reyna að ná 3 milljón- um dollara úr peningabfl sem er fastur í smá- bænum Hunting- burg vegna flóða. Annar gæslu- maður pening- anna verður þeim erfiður viðureignar og hefst eltingaleikur innan bæjarins, sem allan tímann fer meira og meira í kaf. Þetta er ekki gæðamynd, hún er reyndar langt frá því að verða nokkum tímann kölluð annað en stundargaman, en hún stendur prýðilega undir þeirri nafngift. Hellidemba hefur að geyma eina Góð myndbönd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.