Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 49
FÓLK í FRÉTTUM
á skóiabekk í vetur
Morgunblaðið/Kristinn
„ÉG fékk fegurðina í vöggugjöf. Svo bráði það af mér,“ segir Sævar Karl alvarlegur
í bragði þótt hláturinn sé ekki langt undan.
Veikur fyrir fegurð
í VÖLUNDARHÚSI í Bankastræti
er maður að nafni Sævar Karl Óla-
son klæðskeri með fataverslun þar
sem öllum skilningarvitum er svalað.
Bömin hafa lítinn krók út af fyrir
sig, kaffihomið er fyrir þyrsta búð-
arápara og listagalleríið fullnægir
menningarvitunum.
AUt þetta em hugðarefni fóðurins,
sælkerans, og fagurkerans Sævars
Karls Ólasonar. Nú í vetur verður
listagyðjan þó ofan á þvi þá mun
hann sitja á skólabekk í málaradeild
Mynd- og handíðaskólans sem gesta-
nemandi. Hann verður aðeins í búð-
inni á laugardögum en er „sem betur
fer með yndislegt fólk“ sem getur
leyst hann af.
Héldu að ég væri húsvörður
„Eg hef verið 4 til 5 ár í Myndlist-
arskóla Reykjavíkur hjá frábæram
kennara, Katrínu Briem, og hefur
námið verið afskaplega hvetjandi og
skemmtilegt,“ segir Sævar Karl.
„Þama er mikið af ungu fólki sem
stefnir á Mynd- og handíðaskóla ís-
lands. Það skoraði á mig í fyrra að
mæta í inntökupróf og ég ákvað að
skella mér með.“ Sævar Karl fær sér
kaffisopa, lítur makindalega i kring-
um sig enda gott að setjast niður eftir
annasaman dag og heldur svo áfram.
„Inntökuprófið var í Vörðuskóla
og þama var ég með öllum krökkun-
um. „Hvar er klósettið?“ var ég
spurður og annar kom til mín vegna
þess að hann var að leita að síman-
um. Það héldu auðvitað allir að ég
væri húsvörður. Eg var ekki einn af
þeim 30 til 40 sem náðu í gegn. En
árið eftir var hringt í mig og mér
boðið að verða gestanemandi í einn
vetur. Ég hugsaði með mér að ég
hefði engan tíma til að sinna þessu.
En fannst þetta svo huggulega gert
að ég ákvað að slá til.“
Ekki hægt að kaupa sér smekk
Sævar Karl hefur nú setið einn og
hálfan mánuð á skólabekk. Hvemig
kann hann við sig? „Mér finnst þetta
gaman,“ svarar hann og afgreiðir
það í einni setningu. ,^Atli Freyr son-
ur minn leysir mig af í búðinni og ég
verð aðeins á laugardögum. Ég ætla
mér nefnilega að leggja mig fram.
Það þýðir ekkert hálfkák í þessu
frekar en öðru.“
Ætlarðu að leggja listina fyrir
þig?
„Ég hef engar ambisjónir í þá átt-
ina,“ svarar hann og brosir. „Það er
hins vegar frískandi að kúpla sig frá
þessu harða stressi hér og kafa ofan í
aðra hugsun, annan heim. Enda öðlast
ég fyrir vikið dýpri skilning á því sem
fram fer hjá listamönnum og þroska
kannski smekkinn fyrir listinni.
Það er nefnilega ekki hægt að fara
inn í búð og kaupa sér smekk. Maður
verður að tala við fagmann og kynna
sér greinina. Kaupa eina og eina flík.
Af hverju þessir litir? Af hverju tví-
hneppt en ekki þríhneppt?" Hann lít-
ur árvökulum augum á blaðamann.
„Þér hefði til dæmis ekld dottið í hug
að vera í rúllukragabol fyrir nokkram
áram.“
Aður en talið fer að snúast um
fatasmekk blaðamanns ákveður
hann að skipta um umræðuefni,
verður litið í kjallarann og spyr:
Stefnirðu á að sýna þarna niðri?
„Nei, ég held ég fái ekki náð fyrir
stjóm gallerísins, - ekki næstu tíu
árin,“ svarar hann og hlær.
Hverjir sitja í stjóminni? spyr
blaðamaður undrandi.
„Ég.“
Okkur vantar veggi
I versluninni hangir risamálverk
eftir Erró og skilst blaðamanni að
það sé aðeins ein af mörgum fágæt-
um perlum í safni Sævars Karls.
,Átt þú stórt safn?“ er því næsta
spurning.
„Ég veit það ekki,“ svarar hann og
hallar undir flatt.
„Hvað er stórt safn? Ég velti því
lítið fyrir mér. Það þekur náttúrlega
vegg. Ég vil hafa fallegt í kringum
mig. En ég legg áherslu á að mynd-
irnar séu fallegar óháð því hvort
listamennirnir sjálfír era frægir.“
Erla Þórarinsdóttir, eiginkona
Sævars Karls, gengur inn í salinn og
hann kallar til hennar: „Eigum við
mikið af málverkum?"
„Okkm- vantar allavega veggi,“
svarar hún brosandi. „Við höfum bú-
ið saman í 30 ár og þetta hefur alltaf
verið áhugamál.“
„Þetta er minn veikleiki," segir
Sævar Karl. „Ég er veikur fyrir feg-
urð,“ heldur hann áfram og lítur á
konu sína.
, ,Það er hægt að hafa verri veik-
leika,“ segir hún og hlær.
Neeson og
Richardson
fá bætur
► LEIKARAHJÓNUNUM Liam
Neeson og Natöshu Richardson
voru dæmdar rúmar 6 milljónir
króna í skaðabætur frá Mirror-
útgáfufyrirtækinu á föstudag
eftir að blaðið hafði birt fréttir
um að hjónaband þeirra væri í
molum. Hjónin gáfu peningana í
sjóð sem stofnaður var til
stuðnings fórnarlömbum Omagh-
sprengjutilræðisins á Norður-
Irlandi. Þar létust 29 manns. Þau
hafa verið gift í fjögur ár og eiga
tvo syni.
ahimalisti
Lúllað í þágu loðdýra
► NAKIN pör gerðu sig heima-
komin á gangstétt í miðborg
Mflanó á dögunum. Þar voru þau
búin að koma upp fleti miklu þar
sem þau lögðust, undir teppi en
ekki feld. Rúmgaflinn var mót-
mælaspjald þar sem loðfeldir eru
fordæmdir og sagt að eftirsókn
eftir þeim stuðli að illri meðferð
dýra. Mótmælin vöktu að vonum
athygli enda stendur nú yfir
tískuvika í Mflanó, sem var vita-
skuld tilefnið sem rak pörin til
aðgerða.
MICHAEL
DOUGLAS
' ■
m
iiiuiiii iunililm is
GWYNETH
PALTR'
VIGGO
MORTENSEN
EigimndduT.
Eiginkond.
Elskuhugi.
Hæítulegt frdmhjdhdld.
FullkoTnið TTiorð
og gerdu The Fugiíiue
SYHÐ I ÖLLUH SRMBIOUHUM