Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 1

Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 1
240. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn Þúsundir hermanna eru enn í Kosovo Milosevic kraf- inn skýringa Reuters KONUR af albönsku bergi brotnar undir- búa málsverð í búðum sem þær hafa komið sér upp eftir að þær flúðu heimili sín í Trpeza á þriðjudagsmorgun, en þá eru serbneskar hersveitir sagðar hafa hafíð skothríð á þorpið. Brussel, París, Belgrad, Strassborg. Reuters. EFTIRLITSMENN Vest- urveldanna í Kosovo reyndu í gær að sannreyna fregnir þess efnis að átök hefðu blossað upp á tveimur stöð- um í Kosovo-héraði fyrr í vikunni. Fundi Wesleys Clarks, yfirmanns herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, lauk í fyrrinótt og Clark krafðist skýringa á því hvers vegna Serbar hefðu ekki enn flutt herlið sitt frá Kosovo eins og kveð- ið er á um í samkomulagi Richards Holbrookes, samn- ingamanns Bandaríkjanna, og Milosevics frá því í vik- unni sem leið. Óháð dagblað í Belgrad greindi frá því í gær að Ser- bar hefðu nú dregið 7500 hermenn út úr Kosovo en þar væri enn 4500 hermönn- um fleira en kveðið er á um í samkomulagi Holbrookes og Milosevies. ítrekaði Clark við Milosevic og Momcilo Perisic, yfirmann herafla Júgóslavíu, að NATO myndi standa við hótanir sínar um loftárásir hefðu Serbar ekki uppfyllt öll skilyrði sam- komulagsins í síðasta lagi 27. októ- ber. Var haft eftir ónafngreindum full- trúa NATO í Brussel að bandalagið væri áfram um að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem leyfði notkun sérstaks herliðs í Kosovo sem ætlað væri að flytja alla eftirlitsmenn Vesturveldanna fljótt og örugglega á brott ef þeim væri hætta búin. ESB fordæmir Iög sem takmarka fréttaflutning Fulltrúar Evrópusambandsins fordæmdu í gær lög, sem Serbíuþing samþykkti á þriðjudag og takmarka fjölmiðlaumfjöllun í Júgóslavíu, ekki síst fréttaflutning erlendra fjölmiðla, um atburði í Kosovo-héraði. „Petta er mjög góð vísbending um stjórn- málaástandið í Júgóslavíu ... þar sem grundvallarmannréttindi hafa verið fótum troðin og eru enn,“ sagði Hans van den Broek, sem fer með erlend samskipti Evrópusambandsins í framkvæmdastjóm þess. Lögin voru samþykkt eftir að stjómvöld í Júgóslavíu, sambands- ríki Serbíu og Svartfjallalands, bönnuðu útgáfu þriggja óháðra dag- blaða í Belgrad í vikunni sem leið. Blöðin höfðu birt fréttir af hótunúm Atlantshafsbandalagsins (NATO) um loftárásir á skotmörk í Júgóslavíu vegna harkalegra að- gerða Serba í Kosovo. Virt og dáð af alþjóð GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í gær að við- stöddu fjölmenni. Karl Sigur- björnsson, biskup íslands, jarð- söng. Hann sagði í minningarorð- um um Guðrúnu Katrínu að hún hefði verið virt og dáð af alþjóð. Um 900 manns voru viðstaddir útförina. Meðal þeirra voru þjóð- höfðingjar Norðurlandanna, ríkis- stjóni Islands og handhafar for- setavalds. Ráðherrar og sxðan lög- í'egluþjónar báni kistuna að lík- bílnum, en forseti íslands, dæturn- ar, systkin og þjóðhöfðingjar Norðurlandanna fylgdu á eftir. ■ Forsetafrúin kvödd/24-27 Netanyahu hótar að slíta viðræðunum við Arafat Wye Mills. Reuters, The Daily Telegraph. ÍSRAELAR hótuðu í gær að slíta viðræðunum við Palestínumenn í Bandaríkjunum, sökuðu bandarísku milligöngumennina um að hafa gengið á bak orða sinna og Palestínumenn um að beita undanbrögðum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, setti Palestínumönn- um úrslitakosti í gærkvöldi og sagðist slíta við- ræðunum ef þeir yrðu ekki við kröfum hans fyr- ir klukkan tvö í nótt. Bandaríkjamenn sögðust ætla að reyna til þrautar að tryggja samkomu- lag milli Netanyahus og Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, um frekari brottflutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakkanum gegn öryggistryggingum af hálfu Palestínumanna. Hótunin kom á óvart þar sem samningamenn- irnir höfðu tveimur dögum áður iátið í ljós bjart- sýni á að viðræðumar myndu bera árangur. Palestínumenn tóku hótuninni sem samninga- brellu en háttsettur ísraelskur embættismaður sagði að Israelum væri full alvara. „Bandaríkja- mennimir hafa fallið frá fyrra samkomulagi við Israela og Palestínumenn hafa ekki viljað gefa skýr svör um skuldbindingar sínar í ýmsum málum,“ sagði hann. Annar ísraelskur embættismaður sagði að Palestínumenn vildu að ísraelar létu 13% land- svæða á Vesturbakkanum af hendi án þess að bjóða nokkuð í staðinn. „Þeir hafa ekki lagt fram neina raunhæfa áætlun um baráttu gegn hryðju- verkum," sagði hann. Brella til að knýja fram tilslakanir? Embættismaðurinn kvartaði einnig yfir því að Palestínumenn vildu ekki handtaka 120 menn á lista yfir meinta hryðjuverkamenn, lofa að hand- taka fólk sem myrðir Israela, fækka palestínsk- um lögreglumönnum, leggja hald á óleyfileg vopn og boða til fundar í Þjóðarráði Palestínu (PNC) til að breyta stefnuskrá þess. Palestínumenn tóku hótun ísraela um að ganga af fundinum ekki eins alvarlega og banda- rísku embættismennirnir og sögðu að mai-kmið- ið með henni væri aðeins að knýja fram tilslak- anir af hálfu Arafats. „Við teljum að Israelar séu að reyna að knýja Bandaríkjamenn til að þjanna að okkur. Við teljum þetta leik,“ sagði einn palestínsku samningamannanna. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins kvaðst búast við því að Bandaríkjamenn myndu leggja fram nýjar tillögur til að freista þess að leysa deiluna. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu að Bill Clinton Bandaríkjaforseti myndi fara aftur á fund Netanyahus og Arafats ef af- skipti hans væra talin líkleg til að bera árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.